Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1984, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1984, Blaðsíða 48
FRÉTTA SKO TIÐ htafir þú ábendingu eða vitneskju um frótt — hringdu þá i sima 68- 78-58. Fyrir hvert fróttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greiðast 1.000krónur og 3.000 krónur fyrir besta fráttaskotið ihverri viku. Fullrar nafnfeyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólar- hringinn. AQ TFO ÆTO SÍMIIM SEM O vO ALDREISEFUft Varmi Bílasprautun hf. Auóbrekku14 Kópavogi Sími 44250 Flugfreyju- deilan í gerðardóm? Sáttafundur flugtreyja og Flugleiða í gær varð árangurslaus og hefur annar fundur veriö boðaður hjá ríkissátta- semjara í dag klukkan 16. Samkvæmt heimildum DV munu helst líkur á að deilunni verði vísað til gerðardóms og boðuðu verkfalli frestaö um óákveðinn tíma. Ef aöilar ná ekki samkomulagi um þá leið kemur boðað verkfall flugfreyja til framkvæmda á miðnætti í nótt. Þar með stöðvast tvær DC—8 63 vélar Flugleiða en þriðja vélin af þessari gerð í eigu félagsins er nú í skoöun sem lýkur á sunnudag. Flugfreyjur gera kröfu um aö sex flugfreyjur verði í áhöfnum þessara véla í stað fimm eins og nú er. Ef til verkfalls kemur stöðvast nánast allt Norður-Atlants- hafsflug Flugleiða. -OEF. Fiskifræðingar að Ijúka endurmati á fiskistofnunum: Engin von um aukinn kvóta —ástand karfastofnsins jafnvel lélegraen haldið var Fiskifræðingar vinna nú baki brotnu að úrvinnslu úr tveim um- fangsmiklum rannsóknaleiðangnun, sem farnir voru nýverið í þeim tilgangi að grundvalla nýtt mat á veiðiþoli helstu nytjafiska okkar. Urvinnslu er ekki endanlega lokið en þegar liggur þó fyrir að ekki er á- stæða til bjartsýni hvað aukningu kvóta varðar, að mati heimildar- manna DV. Þrátt fyrir ýmsar afla- fréttir að undanförnu á tak- mörkuðum svæðum varð mars- mánuöur nú lakari en í fyrra, en þá var hann sá lakasti í a.m.k. fimm ár. Síðan í fyrra hefur afli aðeins aukist við Breiðafjörð og sunnanverða Vestfirði en víða annars staðar hefur hann versnað til muna. Mat fiskifræðinga nú mun vera í mjög svipuðum dúr og það mat sem þeir byggðu á er þeir lögðu til 200 þúsund tonna þorskveiði í ár. Er því lítilla gleðifrétta að vænta af þorsk- inum og ástand karfans er jafnvel talið enn alvarlegra en álitið var þeg- ar kvótinn var búinn til fyrir árið. Niðurstöður verða eldci opinberar fyrr en sjávarútvegsráðherra hefur fengið þær formiega í hendur, sem verður einhvem næstu daga. -GS. Skattará mjólkursopana: „ Afar óheppi- leg ráðstöfun” — „en verðrannsókn sjálfsögö,” segir Pálmi Jónsson „Þetta er afar óheppileg ráðstöfun,” segir Pálmi Jónsson, alþingismaður og fyrrverandi land- búnaöarráöherra, um innheimtu 17% vörugjalds og 23,5% söluskatts af blönduöu mjólkurdrykkjunum. „Framleiðskiverð þeirra kann hins veg- ar að vera athugunarefni og rannsókn áþvíersjálfsögð.” Fjármálaráðherra kveður lög ótvírætt kveöa á um þessa skatt- lagningu þótt mönnum hafi sést yfir það. 1 þingflokki framsóknarmanna er áhugi á að flytja frumvarp til laga um að undanskilja mjólkurdrykkina í þessari skattlagningu. Jón Helgason landbúnaðarráðherra hefur óskaö eftir afstööu þingflokks sjálfstæöismanna. Erindið var lagt þar fyrir í gær en ekki rætt. „Eg hef það á tilfinningunni að í þingflokknum hafi mönnum ekki litist á aögerðir Alberts. En ég tek enga afstööu til laga- breytinga út af þessu fyrr en eftir umræðu í þingflokknum,” segir Pálmi , Jónsson. -HERB. LUKKUDAGAR 12. apríl: 27556 FLUGDREKI FRÁ I.H. AD VERÐWIÆTI KR.100. Vinningshafar hringi í síma 20068 LOKI Skyldu vörubílaeigendur líka taka þátt í bílastríð- inu? Ásgrímur Einarsson við tölvuspilið laust fyrir klukkan niu i morgun. Hann var þá búinn að spila frá klukk- an þrjú igærdag. Hann reiknar með að nýtt heimsmet sjái dagsins Ijós klukkan tiu ikvöld. DV-mynd: Einar Ólason. Nýr íslenskur heimsmethafi í tölvuspilaleik íkvöld?: FANGINN RÆNIR, RÆMROGRÆNIR um leið er styttra í heimsmettð hjá Ásgrími Einarssyni, 14 ára Garðbæingi ,,Eg var alveg aö sofna í morgun heimsmetið. Hann hefur verið aö við En út á hvað gengur spilið? en nú líöur mér ágætlega og er vel tölvuspilið síðan. „Þaö er fangi sem er að stela pen- vakandi,” sagði Ásgrímur Einars- „Eigandistaöarinsvaktimeðmér ingum úr námu. Því meira sem hann son, 14 ára Garðbæingur, er DV í nótt en hann er farinn að sofa,” stelur af peningum þvi fleiri stig fæ ræddi viö hann laust fyrir klukkan sagði Ásgrimur kampakátur. Ung ég.” níu í morgun en hann var þá á góöri stúlka, er vinnur í Zaxon, var þá tek- Ásgrimur var kominn meö tæp 7 leið með aö slá heimsmet í tölvu- in viðvaktinniyfirÁsgrími. þúsundstigímorgun.Heimsmetiðer spilaleik. Og fleiri voru mættir. Kunningi 9.244 stig en kappinn ætlar að ná 12 Það var klukkan kortér yfir þrjú í Ásgríms var staddur þarna í morg- þúsund stigum. gærdag sem Ásgrímur mætti í Zax- un. „Hann er mættur til aö leysa mig „Reikna meö aö ég nái þessu on-leiktækjasalinn aö Iðngörðum 8 í af viðspilið, svo ég komist á klósettið klukkantíu ikvöld.” Garðabæ gagngert til að reyna viö annaðslagiö.” -JGH BBSf1 Skákmótiö í Osló: Jón L. teflir við Hort í dag Jón L. Ámason teflir í dag viö tékkneska stórmeistarann Hort, i fyrstu umferð geysisterks skákmóts sem fram fer í Osló. Dregið var um töfluröð í gær og er hún þessi: 1. Karpov, 2. Agdestein, 3. Wedberg, 4. Hort, 5. Adorjan, 6. Miles, 7. Jón L. 8. Hubner, 9. Makarishev og 10. deFirmian. I gær var haldinn blaðamanna- fundur þar sem skákmenn sátu fyrir svörum og beindist athygli blaöa- manna að sjálfsögöu helst aö heims- meistaranum Anatoly Karpov. Hann var spurður um skoðun sína á úrslitum einvígisins um áskorendaréttinn, milli Smyslovs og Kasparovs. Karpov sagði það mikið happ fyrir skákunnendur aö tveir svo sterkir skákmenn myndu tefla til úrslita um titilinn, en þegar hann var spurður hvermg hann myndi bregðast við ef hann tapaði einvíginu svaraði heimsmeistarinn því til að hann hefði ekki hugsað um þann möguleika. A blaöamannafundinum gerði Karpov samanburð á fótbolta og skák og sagði að allir vildu tef la skák en f áir skildu hana. Hinsvegar væru fáir sem spiluðu fótbolta en allir skildu hann. -óbg. Rannsókn á „bjórkrám” lokið: Verðursend til ríkis- saksóknara Lögregluembættið í Reykjavík hefur nú lokið rannsókn þeirri er krafist var á svokölluðum bjórkrám í Reykjavík og verður rannsóknin send ríkissaksóknara á næstunni til um- fjöllunar og ákvarðanatöku. Angrímur Isberg fulltrúi hjá lög- regluembættinu sagði í samtali viö DV að rannsóknin heföi ekki leitt neitt í ljós sem allir hefðu ekki vitað fyrir þ.e aö þarna væri um aö ræða pilsner sem blandaöur er bragðefnum og sterku á- fengi. „Við munum ekki aðhafast neitt frekar í þessu máli nema að fyrir- mælum ríkissaksóknara,” sagði hann og benti á að rannsókn þessi hefði fyrst og fremst verið framkvæmd til að fá þetta mál á hreint gagnvart öllum. -FRI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.