Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Blaðsíða 2
2 DV. MIÐVIKUDAGUR18. APRlL 1984. Seðlabankinn lokar á viðskiptabankana ekki meiri yf irdráttur nema þeir dragi úr útlánum „ . .. Seölabankinn mun ekki veita bönkum frekari fyrirgreiöslu vegna lausafjárerfiðleika, nema þeir hafi sýnt viðunandi árangur í því að draga úr útlánaaukningu. Verður gripið til frekari ráðstafana í því efni ef nauðsyn krefur.” Þetta voru orð Jóhannesar Nordal, formann bankastjórnar Seðlabankans, í ræðu á ársfundi bankans í gær. Hann sagði lausafjárstöðu innlánsstofnana hafa versnað undanfama mánuði, sem stefndi í hættu þeim árangri sem náðst hefði í efnahagsmálum. Þá sagði seölabankastjóri aö í þeim sviptibyljum sem gengiö hefðu yfir bankakerfiö síðustu tvö ár hefðuenn komið í ljós veikleikar í uppbyggingu þess. Meðal annars í skorti á sveigjanleika og mismunun í fyrir- greiöslu milli fyrirtækja og atvinnu- greina. Hann sagði brýnt að breyta kerfinu hiö bráðasta meö sameiningu undir forystu ríkisvaldsins, stokkun á verka- skiptingu með þvi að draga úr sjálf- virkum endurkaupum afurðalána fyrir milligöngu Seðlabankans en þó fyrst og fremst með raunhæfum vöxtum í öllum peningaviðskiptum og auknu frjálsræði í vaxtamálum. I sambandi viö vaxtastríö viöskipta- bankanna nú sagði Jóhannes Nordal: ,,Seðlabankinn mun ekki skipta sér af því hvaöa vexti innlánsstofnanir bjóöa en þær geta hins vegar ekki búist við því að útlánsvextir verði hækkaöir...” -HERB. i—1 /a\ Staflanlegi stóllinn sem sló í gegn íslenskir húsgagnaframleiöendur og hönnuðir hafa líklega aldrei náö jafn merkum árangri sem Stálhúsgagnagerð Steinars meö Stacco stólnum. Þessi glæsilega íslenska framleiösla hefur náð miklum vinsældum í öllum helstu nágrannalöndum okkar, svo og í Bandaríkjunum, Japan, Nýja Sjálandi og víðar. Allt frá því Stacco var fyrst kynntur á Skandinavísku húsgagnasýningunni í Kaupmannahöfn 1981 hefur hróður hans farið vaxandi, gagnrýnendur hafa farið um hann lofsamlegum orðum og virt húsgagnatímarit um allan heim'hafa gert honum góð skil. Séreiginleikar Stacco stólsins eru fjölmargir og afar þýðingarmiklir: • Hann staflast hreint frábærlega; 40 stólar mynda stafla sem er rúmur metri á hæð! • Hann er sterkbyggður úr massívu gæðastáli, sbr. styrkleika- prófun dönsku tæknistofnunarinnar. • Honum fylgja aukahlutir s.s. skrifplata sem fest er á án fyrirhafnar, armar, tengingar á hliðar og vagnar. • Hann er einkar þægilegur, styður vel við bakið og ber gæðastimpil Möbelfakta. Kynntu þér yfirburði Stacco stólsins. Hann er varanleg lausn fyrir skólann, ?'^S^l^:/U.n^a.'lS?'.'"ri:':.!:rðlUneytÍð- dt. STALHÚSGAGNAGERO samkomusalinn og fyrirtækið. STEINARS HÍF Arkitekt: Pétur B. Lúthersson skeifunni 6, sImar. 35110,39555.33590 ifa Hvassaleitisskóli fékk 150 Stacco stóla hjá Stálhúsgagnagerö Steinars fyrir h.u.b. einu ári. Stólarnir eru notaöir í samkomu- og íþróttasal, „fjölnýtisal". Þeim er staflað á þar til gerða vagna og geymdir þannig. Þeir hafa reynst vel, því get ég gefið þeim góð meðmæli. Virðingarfyllst, Kristján Sigtryggsson skólastjóri. Æskulýðsráð Reykjavíkur hefur á undanförnum árum notast mjög mikið við Stacco stóla frá Stálhúsgagna- gerð Steinars h/f. Æskulýðsráð var einn fyrsti kaupandinn að verulegu magni af Stacco stólum og hafa stólarnir verið notaðir í félagsmiðstöðvum og samkomusölum við ágæta reynslu. Auðveldlega er hægt að mæla með Stacco stólum fyrir samkomuhús og félagsheimili. Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Formaður bankastjórnar Seðlabankans tekur á móti fjármálaráðherra á ársfundi bankans. Hálf ríkisstjórnin var á fundinum, auk fjölmennis úr bönkum og viðskiptalifinu. -DV-mynd GVA. Aðeins 3% eftir af 5% hámarki gengislækkunar ma á árinu STOÐUGT GENGI í STAÐ VÉLGENGS VÍSITÖLUKERFIS „Ein höfuöspurningin í sambandi við mótun efnahagsstefnu framtiðarinnar er hvort stöðugt gengi krónunnar eigi ekki að verða ein meginviðmiðunu,” sagði Jóhannes Nordal, formaður bankastjórnar Seðlabankans, á árs- fundi hans í gær. Þannig verði samningar um laun, fiskverð og hliðstæð efni byggðir á þekktum grundvelli í stað vélgengs vísitölukerfis. „Jafnframt er með þessum hætti best tryggt að launabreytingar sem eru í samræmi við bætt afköst og framleiðsluaukningu skili sér til laun- þega í formi raunhæfra kjarabóta,” sagöi seölabankast jórinn. Hann skýrði jafnframt frá því að vegna gengissveiflna í janúar og febrúar hefði meðalgengi krónunnar lækkaö um rúm 2%. Því séu aöeins tæplega 3% eftir af því svigrúmi sem 5% mörk ríkisstjómarinnar kveöi á um. ..... mun genginu verða haldið innan þeirra marka út árið og reyndar er engin ástæða til að ganga út frá því að svigrúmiö til lækkunar verði notað aðfullu...”, sagði Jóhannes Nor.dal. I ræðu sinni undirstrikaði hann enn- fremur nauösyn þess að taka á ný upp sveiflujöfnun innan sjávarútvegsins með endurreisn Verðjöfnunarsjóðs. Einnig sagöi hann brýna nauösyn á að horfið yrði með öllu frá sérstökum fríðindum til sjávarútvegsins vegna nýfjárfestingar. -HERB. „Búast má við sæmilegu veðri um páskana” — segja veðurfræðingarnir „Um páskana má búast við aðgerðalitlu veðri þar sem ekki sjást neinar nýjar lægöir á leiðinni til landsins,” sagði Knútur Knudsen veðurfræðingur í samtali við DV, aðspurður um páskaveörið. „Á skírdag veröur hæglát, norðvestlæg átt, dáUtil él norðan tU, þurrt sunnan tU og á Austfjörðum. Á föstudaginn langa má búast viö þurru veðri norðan til, en gengur í vaxandi austanátt meö úrkomu á sunnanverðu landinu,” sagði Knútur. Hann sagði að erfitt væri að spá lengra fram í tímann en þar sem ekki sæist tU neinna nýrra lægða mætti gera sér vonir um sæmilegt veður páskadagana. -KÞ. Kammertónleikar á Kjarvalsstöðum Laugardaginn 21. aprU verða haldn- ir kammertónleikar á Kjarvalsstöð- um. Flutt verða tvö verk: Kvintett op. 39 eftir Sergei Prokifiev, flytjendur Kristján Þ. Stephensen, óbó, Oskar Ingólfsson, klarinetta, Laufey Sigurð- ardóttir, fiðla, Helga Þórarinsdóttir, lágfiðla, og Richard Korn, kontra- bassa, og Strengjasextett op. 70 eftir Pjotr Tchaikovski, flytjendur Laufey Siguröardóttir og Júliana Elín Kjart- ansdóttir, fiðlur, Helga Þórarinsdóttir og Vivi Ericson, lágfiölur, Nora Korn- blueh og Thomas Austin, seUó. Tón- leikamir hefjastkl. 17. Viðbót við f rétt Vegna fréttar hér í blaðinu mánu- taka fram aö þótt konunum hefði verið daginnl6.aprílumaötíuræstingakon- sagt upp og stööurnar lagðar niður um hefði verið sagt upp störfum á hefðu þeim veriö boðnar aðrar stöður Borgarspítalanum viU Haukur Bene- innan spítalans. diktsson, framkvæmdastjóri spítalans, -KÞ MÁLNINGARVINNA Oskaö er eftir tilboði í málun á fjölbýlishúsinu Hásteinsvegi 60—64 Vestmannaeyjum. Nánari upplýsingar gefur Birkir í síma 98-1596 eða Guðlaugur í síma 98-1580. Tilboðum skal skilað fyrir 28. apríl nk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.