Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Blaðsíða 5
DV. MIÐVIKUDAGUR18. APRIL1984. 5 Bjóriíki á Akureyri Tveir veitingastaöir á Akureyri, Sjallinn og H-100, kveöja veturinn meö þvi aö hefja sölu á bjórlíki. Á báöum stöðunum veröur opnaö kl. 18.00, I Sjallanum veröur ölið selt í andyr- inu, þaö er í raun bara kynning á því sem koma skal, meö „enskum pöbb”, sem verður opnaöur í kjallaranum í júní. I H-100 hefur hins vegar veriö inn- réttuö sveitakrá á annarri hæð, sem nefnist Baukurinn. Þar veröur boöiö upp á smárétti og bjórlíki. Baukurinn heitir líka tveggja litra ílát, sem mönn- um býöst að bergja á, sitjandi í hnakk. Verðlaun fær sá sem drekkur í einum rykk. Bæjarbúum bjóðast ókeypis veitingar á Bauknum frá 18—20 í kvöld. Þar má búast viö aö kántrí- söngvarinn Hallbjöm skemmti. JBH/Akureyri. Föstudagurinn langi: Helgivaka í Hallgrímskirkju Helgivaka veröur haldin í Hall- verður lesiö úr pislarsögunni. grimskirkju á föstudaginn langa kl. Flytjendur eru Katrín Sigurðardóttir 18.00 í umsjá Mótettukórsins. Upphaf- sópran, Asdis Kristmundsdóttir lega var ráögert aö flytja þessa sópran og Mótettukór Hallgrims- dagskrá miövikudagskvöldiö 18. april, kirkju. Stjórnandi og orgelleikari er en ákveöiö var aö fresta henni. Höröur Askeisson. Á helgivökunni veröur flutt kór- og Helgivakan í Hallgrímskirkju á orgeltónlist tengd píslarsögunni og föstudaginn langa kl. 18.00 er öllum Passíusálmunum, m.a. mótettur eftir opin og án aögangseyrís. Kuhnau og Paulenc og 25. Passíusálm- ------------------ ur í hljóðrænni „sviðsetningu”, meö söng, lestri og orgelleik. Auk þess FSATEIGENDUR, NÝKOMIÐ: Stuðarar Fiat 132. Stuðarar Fiat 127 L-CL. Stuðarar Fiat Panda. Stuðarar Ritmo, að aftan. Grill Fiat 127, '78—'81. Grill Fiat 127, '82. Grill Fiat 132. Grill Argenta. Framljós á Fiat Panda, Fiat 131 — 132 og Ritmo. VWGOLF VARAHLUTIR: Frambretti — húdd — framstykki — svuntur — stuðarar — demparar — pústkerfi — aurhlífar — kúpldiskar — kúpllegur — kveikjuhlutir — kerti — o.fl. Afturljós á: Fiat Ritmo, Autobianchi, Fiat Panda, Alfasud, Fiat 127, '78-'81, Cortina, Benz 307 D o.fl. KRÓM/ FELGUHRINGIR: 10" Irv dR 12" -13" kr. 450,- 15" kr. 475,- 13", breiðari kr. 550,- 14", breiðari kr. 560,- SNÚNINGSLJÓS 12 v. Verð kr. 1.750,- STEINGRÍMUR BJÖRNSSON SF. ^ SUÐURLANDSBRAUT 12, REYKJAVÍK. SÍMAR 32210 38365. Austurrískir skíðakennarar íBláfjöllum Tveir austurrískir skiöakennarar veröa meö skíðakennslu á vegum Skíöaskóla Armanns i Bláfjöllum um páskana. Báðir Austurríkismennirnir hafa á undanfömum árum kennt í Kerlingarfjöllum. Þeim til aöstoöar veröa íslenskir starfsbræður þeirra. Safnast verður saman dag hvern um páskana viö þjónustumiöstööina klukkan 11 aö morgni og stendur kennslan til klukkan 13. Þá hefst annaö námskeiö sem stendur til klukkan 16. Boðið veröur upp á kennslu fýrir skíðamenn af öllu tagi en hver tími kostarlOOkrónur. Sumardagurinn fyrsti: Skólahijómsveit Kópavogs —stjómar hátíðahöldunum Skólahljómsveit Kópavogs sér um hátíöahöldin þar í bæ á sumardaginn fyrsta. Verður farin skrúöganga frá Víghólaskóla klukkan 13.30 og gengiö að Digranesi, hinu nýja íþróttahúsi þar sem margt verður til skemmtunar. Aögangur er ókeypis og öllum opinn. Föstuvaka í Sel jasókn Eins og undanfarin ár verður föstuvaka á vegum Seljasóknar og hefst hún á skírdagskvöldi kl. 18 og verður fram yfir miönætti. Föstuvakan er ætluð til þess aö hugsa um pinu og dauða Jesú Krists, einmitt á þeirri nóttu, sem hann var svikinn, þ.e. aöfaranótt föstudagsins langa. Til þess, þá verða margs konar dagskrár- atriði, sem öll tengjast þeim dögum á einhvern hátt. Föstuvakan hefst kl. 18 meö barna- og fjölskyldusamveru. Aö henni lokinni, eöa kl. 19 verður opinn fundur AA deildanna íSeljasókn. Nokkur orð um Italíu, Rimini, sumarið, sólina og pig talía býður þér upp á marga góða sumardvalarstaði en fáa jafn fullkomna og Rimini, hina fornu borg við Adríahafið. Hér gengur þú að öllu vísu; sól og ylvolgum sjó, aðgrunnri og breiðri strönd, glaðværu mannlífi, frábærum veitingastöðum og vandaðri gistiaðstöðu. Pú finnur fljótlega að margt er betra en þú átt að venjast annars staðar, sumt miklu betra. Áþreifanlegastur er munurinn á leikaðstöðunni fyrir börnin, þar sem barnafararstjórinn er í broddi fylkingar. Góð staðsetning Rimini gagnvart mörgum stórbrotnustu stöðum Evrópu - Feneyjum, Flórens, Róm -veitir þér að auki möguleika á skoðunarferðum sem gera Riminiferð að öðru og meira en venjulegri sólarferð. ÚRVALSEFNI VIÐ ALLRA HÆFI ÁSKRIFTARSÍMINN ER 27022 Við minnum þig á að heppni hefur lítið með sólarlandaferðir að gera. Góður áfangastaður og gott skipulag skiptir þar sköpum. Ef þú hins vegar dregur úr hömlu að panta Riminiferð sumarsins gætir þú orðið of seinn - og það væri ljóta óheppnin! Rkxkme San Mauro a Mare Beliaria - Igea Marina Samvinnuferdir - Landsýn c«o R^nnaT^CTe" AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 Adrfetic Rivlera ol Emllia - Romagna (Italy ) AUGLYSINGAPJONUSTAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.