Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Blaðsíða 6
DV. MIÐVIKUDAGUR18. APRIL1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur TILRAUNA- ELDHÚS Rósakálssúpa og svínakótelettur Efsta vika, kyrra vika eða dymbil- vika, sem er þekktasta nafn þessarar viku, er nú senn hálfnuö. I dag kveöjum viö veturinn og fögnum sumri á morgun. Og með sumrinu koma paskarnir í ár. Matarvenjur ýmsar tengjast páskunum. Heimild- ir frá.18. og 19. öld eru um að hnaus- þykkur rauðseyddur mjólkurgrautur hafi víða veriö skammtaður á skír- dagsmorgun áður en menn fóru til kirkju. Eftir veturínn nú má buast við að lítt séu menn hrifnir af mjólkurgrautum og vilji tilbreytingu með hækkandi sól og blóm í haga. Því komum við með indæla súpuupp- skrift í tilraunaeldhúsinu í dag. Páskalömb og páskaegg tengjast dögunum fra"mundan órjúfanlegum böndum, þrátt fyrir breytingar á öðrum sviðum. Svínakjötsneysla hefur jafnan verið tengd þessum tyllidögum og sjálfsagt aldrei meira en nú, vegna verðlækkunar á svína- kjöti meðal annars. Viö matreiðum 'eina páskamáltíð og ef einhver er ekki nú þegar búinn að ákveöa mat- seðilinn fyrir alla dagana þá fær hann eina hugmynd hér. Rósakálssúpa llvatn 300 g rósakál l/2tsk.salt 3 súputeningar smjörbolla úr 30 g smjör og 30 g hveiti 1 dl rjómi 1 dl þurrt hvítvín eða 1/2 dl af þurru sérríi. Verklýsing 1. Rósakálið hreinsað. Ef þaö er alveg nýtt (tæplega á þessum árs- tima þó) er nóg aö skola það úr köldu vatni. Annars verður að pilla ljótu blöðin af. 2. Rósakáliö látið í sjóðandi saltvatn og soðið í ca 5—6 mínútur. 3. A meðan hrærið þið smjörboll- una, eða mjölbolluna sem hún er einnig nefnd. Jöfn hlutföll eru á hveitiogsmjöri. Þið hrærið hveitiö og smjörið saman í skál. 4. Setjiö bolluna út i saltvatniö í pottinum og sjóðiö í nokkrar mínútur. Ef til vill þarf að hræra bolluna aðeins í sundur meö sleif. Þessi aðferð við súpulögun er lík- lega eldri en „uppbökunaraðferð- in". Hún er ágæt þegar til dæmis þarf að sjóða grænmeti í súpuna, þá þarf ekki að umhella soðinu úr potti í skál og siðan aftur i pottinn. 5. Setjið súputeningana eða soðkraft út í pottinn og sjóðið með síðustu minúturnar. 6. Síðast bragðbætið þið með rjómanum og víninu og smakkið til. Vinnutími um 20 mínútur. Hrá- efniskostnaöur er um 75 krónur, þar af kostar rósakálið rúmar 30 krónur, vínið um 20 krónur og rjóminn um 11 krónur. Þessi skammtur ætti að Vatnið ípottinn, rósakálið hreinsað, þá getum við haldið áfram. Hveiti og smjör hrært saman i skál ibolluna. Bollan látin út i pottinn, en þar er fyrir vatnið og kálið. Hrærið bolluna isundur með sleif efþarí. 4. duga handa fjórum á undan aðal- rétti. Fylltar svínakótelettur 4 þykkar svinakótelettur ifyllingu 3 sneiöar mögur skinka 100 g nýir sveppir 1—2 msk. smjör Sósa 150 g sveppir 2—3 msk. smjör l/2tsk.salt örl. pipar 1 dl r jómi ldlvatn Verklýsing: 1. Þerrið kóteletturnar og hreinsið sveppina. 2. Skeriðvasaíhverjakótelettu. 3. Saxiö skinkuna i bita og 100 g af sveppunum.Steikið létt i smjöri (fylling). Setjiö fyllinguna (skinku og sveppi) í kótelettuvasana og lokiö þeim með tannstönglum. 5. Skerið sveppina sem fara i sósuna í tvennt eöa smærra eftir smekk. 6. Steikiösveppinaismjöri,takiðþá siöan af pönnunni og stcikið kóteletturnar. Kryddið þær og setjið sveppina aftur á pönnuna, ásamt rjóma og vatni. Látið kóteletturnar krauma í 6—8 minútur. Berið réttinn fram meö hrísgrjónum, brauði eða græn- meti. Því má bæta við að ýmislegt annaö má setja í kótclcttuvasana en skinku og sveppi, til dæmis ostbita. Vinnutiminn er um 40 minútur. Hráefniskostnaður er um 275 krónur. Eitt kíló af svínakótelettum er núna hægt aö kaupa á 227 krónur. Kóteletturnar okkar eru sérstaklega þykkar og kostar hver um 38 krónur. Skinkan í vasana er á um 33 krónur og sveppir rúmar 65 krónur. Svo rjóminn og smjörið á rúmar 20 krónur. Hvort ein fylltsvínakótelettadugar handa einum manni látum viö liggja á milli hluta eða einstaklinga. Mikið matarfólk getur hugsanlega og ef- laust borðað tvær heilar, fylltar svínakótelettur ásamt meðlæti. En hvert sem magamáliö er óskum við ykkur gleðilegrar páskahátíðar. Gerið eins og sólin á að gera á páska- dagsmorgun en þá á hún aö dansa af gleöi nokkur augnablik. Gerið þaö bara á fastandi maga. -ÞG Skinkan skorin i bita og sveppir, léttsteikt og siðan látið i kótelattu- vasana. 7. Koteletturnar tannstönglum. steiktar með fvllingunni, lokið vösunum með Sveppir sem steiktir voru á undan kótalattunum siðan lótnir á pönnuna ásamt rióma og kryddi. Látið krauma. Sv'makóteletturnarjtsamt meðlæti í vasana og sósuna. Ein fyll^kóteletta ásamthrisgrjónum ogsnittubaunum — hin Ijúffengastapáskamáltíð. -DV-myndir: GVA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.