Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Side 10
10 DV. MIÐVIKUDAGUR18. APRIL1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Khomeini leiötogi Irana hefur ekki verið þekktur fyrir að vera í sér- stöku vinfengi við ísraelsmenn. Engu að síður hafa þeir selt honum hergögn. Ovenjuleg rannsókn á vopnaút- flutningi Israels hefur leitt í ljós að búast megi viö að nú dragi úr vopna- sölu Israels á erlendum vettvangi eftir að hún náði hámarki sínu 1982. Þá seldu Israelsmenn vopn fyrir einn milljarð dollara. Rannsóknin er óvenjuleg fyrir þá sök að mikil leynd hefur hvílt yfir þessum vopnaútflutn- ingi. Rannsóknin var gerö af Aharon Klieman prófessor í alþjóða sam- skiptum við háskólann í Tel Aviv. I niðurstöðum hans kemur fram að Israel hefur selt vopn til 25 þjóða og fjögurra heimsálfa á síðastliönum fimm árum. I hópi þeirra þjóða sem Israel hefur selt vopn til eru Mar- okkó, Indónesía, Iran og Malasía. Dregur úr her- gagnasölu ísraels I niöurstöðum rannsóknanna kem- ur fram að hergagnaútflutningi Isra- els kunni aö vera hætta búin vegna þess hversu Israelsmenn eru háöir Bandaríkjunum í hergagnafram- leiðslu sinni. Þá hafa og þjóðir þriöja heimsins aukiö eigin hergagnafram- leiðslu auk þess sem reiði gætir víða vegna stefnu Israelsmanna í Miöausturlöndum. Þetta þrennt gerir það aö verkum að prófessor Klieman telur að búast megi við að nú taki að síga á ógæfuhliðina í þess- ari mikilvægu útflutningsgrein Isra- elsmanna. I upphafi þessa áratugar voru Israelsmenn í hópi tólf efstu þjóða hvað varðaöi hergagnaútflutning. Á síðastliðnu ári dró úr hergagnasölu Israels um sex prósent og telur ___ n^teúpahergögí'a^Srae' Hergag^^^utnings- l'K'Morae\sþÍtöarinnar gre»«1gSSaasss prófessor Klieman að það sé merki um það sem koma muni. I viöauka við rannsóknarskýrslu þessa er að finna lista yfir öll helstu hergagnaviðskipti Israels á síðast- liðnum árum. Þar er meðal annars getið um sölu á skriðdrekum og brynvögnum til Marokkó og söiu á nýuppgerðum herþotum til stjómar Khomeinisílran. Háðir Bandaríkjamönnum „Það er þriöji heimurinn sem Isra- el snýr sér einkum aö og þar hefur hergagnaútflutningurinn reynst árangursríkastur,” segir Klieman. „Hinn dæmigerði kaupandi er þjóð sem stendur utan við hóp vestrænna ríkja meö hægrisinnaða herforingja- stjórn sem er meðvituð um nauðsyn tryggra vama,” segir hann ennfrem- ur. A síðastliönum árum hafa Israels- menn mætt vaxandi samkeppni frá þjóöum eins og Brasilíu, Suður- KóreuogSingapore. Það veldur Israelsmönnum ekki síst erfiðleikum að Bandaríkin hafa sett hömlur á sölu hergagna sem hafi að geyma bandaríska hluta. I skýrsl- unni eru nefnd fjölmörg dæmi þess að Bandaríkin hafa stöðvað fyrirhug- aða hergagnasölu Israels. Sem dæmi ísraelskir hermenn í Sýrlandi. Stöðug hernaðarátök viö nágrannaþjóðirnar hafa gert þaö að hreinni lífsnauðsyn fyrir ísraelsku þjóðina að geta framleitt hergögn. Nú er sú framleiðsla oröin svo umfangsmikil að ísraelsmenn eru í hópi tólf efstu þjóða á lista yfir hergagnaútflytjendur. má nefna að Bandaríkin stöðvuðu fyrirhugaða sölu Israels á Kfir-her- þotum til ýmissa þjóða Rómönsku Ameríku. Von ísraelsmanna: Lavi-herþotan Hergagnaframleiösla Israels- manna á rætur að rekja til tímans fyrir sjálfstæði landsins 1948 er þeir tóku að smiða létt vopn og fallbyssur til að nota í baráttunni við Araba og Breta sem þá réðu yfir Palestínu. Síðan hefur hergagnaframleiðslan aukist jafnt og þétt og oröið sífellt fullkomnari en þaö var ekki fyrr en á síðasta áratug sem hergagnaút- flutningur fór að veröa dýrmæt tekjulind fyrir Israelsmenn. Áriö 1975 seldu þeir vopn fyrir 50 milljónir dollara og áriö 1979 var sú tala komin upp í 600 milljónir dollara. I ísraelska hergagnaiðnaðinum er nú unnið aö stærsta verkefninu til þessa og því sem mestar vonir eru bundar við. Þar er um að ræða fram- leiðslu á Lavi-herþotunni svokölluðu sem einnig verður búin bandarískri vél. Klieman heldur því fram að vafasamt sé að þessi framleiðsla muni skila hagnaði vegna hættunnar á samkeppni frá bandarískum her- gagnaframleiðendum og myndi þaö hafa í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag Israels sem má þó síst við áföllum eins og al- kunna er. Hann segir aö efnahagsuppbygg- ingu Israels sé mikil hætta búin vegna ofuráherslunnar á hergagna- útflutninginn. Arið 1981 fluttu Israeismenn út meira en helming hergagnafram- leiðslu sinnar og útflutningur her- gagna nam rúmlega tuttugu prósent- um af öllum útflutningi iðnaðarvara. 1 skrá yfir hergagnaútflutning Israels kemur fram að 150 fyrirtæki vinna að hergagnaframleiðslu á einn eða annan hátt og að 60 þúsund manns vinna viö hergagnaiðnaðinn. Aðstoðuðu Svíar Þýska land nasistatímans? Sænska ríkisstjómin var reiðubúin að veita Þýskalandi nasismans aöstoð voriö 1941, að því er þýskir sagnfræðingar halda nú fram. Aöstoð Svíþjóðar var þó ekki hugsuð sem vopnuö aöstoð fyrst og fremst vegna þess að Þýskaland haföi gert árás á Sovétríkin. Þetta kemur fram í niðurstöðum þýskra sagnfræðinga sem rannsakaö hafa „Barbarossa- áætlunina” svonefndu. Eins og alkunna er hóf Hitler stríð sitt gegn Stalín sumarið 1941 og þá hafði þýska herstjórnin fengið vil- yrði fyrir stuöningi Svía og aðstoð. , Aö minnsta kosti lítur út fyrir aö Þjóðverjarnir sjálfir hafi talið sig hafa fengið slík loforð,” sagði Hans Villius, sænskur dósent í sagnfræði, er norska dagblaðiö Aftenposten bar þessar niðurstöður þýsku sagn- fræðinganna undir hann. I grein sem Villius skrifaði um þetta mál í Svenska Dagbladet á dög- unum segir hann upplýsingar þessar mjög athyglisverðar. Þær eru hluti af miklu rannsóknarverkefni sem sagnfræðingar í Freiburg hafa unniö að síðustu ár. Þær upplýsingar sem varða Svíþjóð eru aðeins óverulegur hluti af verkefninu en samkvæmt því sem Villius segir hafa þær veriö öldungis óþekktar f ram að þessu. Þjóðverjar reiknuðu með aðstoð Svía Eftir samningaviðræður í Helsinki kom þýski sendifulltrúinn Karl Schnurre til Stokkhólms í lok maí þetta ár á vegum Hitlers. Tilgangur- inn var að fá endanlegt svar við því hvaða afstööu Svíþjóð myndi taka í styrjöld Þýskalands og Sovétríkj- anna. Hinn 24. maí hitti Schnurre að máli Per Albin Hansson utanríkis- ráðherra og Christan Giinther utan- rikisráðherra og um fund þeirra segir í verki þýsku sagnfræðing- anna: „Sænska stjómin hafnaöi því að taka þátt í styrjöldinni kæmi til árásar Þýskalands á Sovétríkin en eftir að styr jöldin hafði brotist út var hún reiðubúin að veita stuöning og hjálp á öllum sviðum.” Samkvæmt því sem Villius segir Þýskir hermenn halda inn í sovéskan bæ árið 1941. Nutu þeir aðstoðar hinnar hlutlausu Svíþjóðar? — niðurstöður úr rannsóknum þýskra sagnfræðinga benda til þess þá átti þýski sendifulltrúinn fundi sitt í hvoru lagi með sænska utanríkisráðherranum og forsætis- ráöherranum. Utdráttur sem liggur fyrir frá fundinum með Per Albin Hansson bendir til þess að Svíar hafi veriö samningsfúsir. En ekki er þar sagt neitt um vilyrði um aðstoð og hjálp Svía. Giinther utanríkis- ráðherra hefur aldrei gefið til kynna að f undurinn með Þjóðver junum hafi haft neinaþýöingu. En hvemig sem túlka ber afstöðu Svía þá er það ljóst að mati Villiusar að Þjóðverjar reiknuðu með sænskri aðstoð. I „Barbarossa-áætluninni” frá 5. júní 1941 hefur þýska yfirher- stjórnin lagt á ráðin um að þýskar hersveitir verði fluttar meö járn- braut frá Noregi til Finnlands yfir sænskt landsvæði. Það var hinn um- deildi flutningur Engelbrecht-deild- arinnar en samkvæmt hinum þýsku heimildum átti hann sér stað „með sérstaklega vingjarnlegum stuðningi sænska hersins og starfsfólks jám- brautanna.” Umsjón: Gunnlaugur A. Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.