Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Blaðsíða 13
DV. MÍÐVÍKUDÁGURÍ8. APRÍL1984. frA jóni þorlákssyni HL DAVfDS ODDSSONAR Davíð Oddsson hefur verið borgarstjóri í tvö ár og þegar getiö sér gott orð fyrir skörungsskap, stjórnsemi og þá glöggskyggni, sem greinir umsvifalaust kjamann frá hisminu í hverju máli. Það iætur að líkum, að borgarstjórinn er mjög vinsæll í hópi sjálfstæöismanna og reyndar meö öllum frjálslyndum mönnum. Eg hef þó orðið var við það, að hann hefur sætt einhverri gagnrýni síðustu mánuöina fyrir tvennt: efasemdir hans um kvóta- kerfiö og þá ákvöröun aö stofna hlutafélagiö Isfilm ásamt þremur fjölmiðlafyrirtækjum og Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Engum kemur á óvart, að deilt sé á borgar- stjórann — það er eöli starfs hans. En hitt kemur mér mjög á óvart, að hann er gagnrýndur fyrir þetta tvennt í nafni frjálshyggjunnar og sjálfstæðisstefnunnar. Slík gagnrýni Jón Þorláksson. er til marks um mikinn misskilning, sögulegan og röklegan í senn. Orð Jóns Þorlákssonar 1935 Mig langar til þess af þessu tilefni aö rifja upp fræga ræðu, sem Jón Þorláksson, fyrsti formaður Sjálf- stæðisflokksins og borgarstjóri í Reykjavík, hélt í bæjarstjóm Reykjavíkur 7. mars 1935. Þá hafði vinstri stjórn Hermanns Jónassonar nýlega komið á einokun mjólkursölu til Reykvíkinga. Jón hnykkti á því í ræðunni, að þetta væri ekki gert til þess að tryggja hagsmuni kaupenda mjólkurinnar og ekki heldur hags- muni allra seljenda hennar, heldur aöeins hagsmuni sumra seljenda — þeirra, sem bjuggu fjarri Reykjavík. (Mjólkursölulögunum alræmdu var ekki síst stefnt gegn Thor Jensen, sem rak þá stórbú á Korpúlfsstöðum Davið Oddsson. og gat vegna lægri flutnings- og geymslukostnaðar boðið Reykvík- ingum betri og ódýrari mjólk en aðrir.) Jón benti á það, að þetta væri hættulegt fordæmi: „Eg veit ekki, hvað næst við tekur, en ég veit, að það verður haldið áfram og reynt að skera niöur alla þá einkaframleiðslu í bænum, sem okkar kæru nágrannar hér í sveitunum og sýslunum í kring álita, aö þeir geti tekiö að sér fyrir okkur.” Jón gerði tvær tillögur í málinu. önnur var, að skorað yrði á Alþingi að veita bændum í nágrenninu að fullnægðum heilbrigðiskröfum heim- ild til beinnar og milliliðalausr- ar mjólkursölu, þ.e. til að keppa viö Mjólkursamsöluna. Hina tillög- una geröi hann til vara: „Ef þessari sanngjörnu kröfu ekki fæst fram- gengt og haldið verður við því ástandi, sem er og verið er að reyna að koma á, að mjólkurverslunin í bænum sé einokunarstofnun í hönd- um manna, sem að minnsta kosti ekki reka einokunina með hagsmuni bæjarins sérstaklega fyrir augum — svo að vægilega sé talað — þá vil ég heldur, að málinu sé snúiö á þá braut, að bæjarstjórnin sjálf hefjist handa um mjólkurframleiðslu handa bæjarbúum.” Jón var eindreginn einkarekstursmaður. En hann skildi aö einokun var af hinu illa og að sveitarfélagiö kynni að veröa að taka að sér rekstur til þess að tryggja samkeppni, ef ríkiö reyndi að koma á einokun. Verk Davíðs Oddssonar 1984 Jón lést skömmu eftir þetta og haföi því ekki tækifæri tU aö fylgja orðum sínum eftir. En fimmtiú árum síðar hefur Davíð Oddsson fetað í fót- spor hans, breytt orðum hans í verk, þótt í öðrum málum sé. Við skulum líta á fyrra máliö. Kvótakerfiö getur verið skynsamlegt, ef kvótamir eru seljanlegir, þ.e. ef markaður getur myndast fyrir þá. Þess vegna er heldur óhyggilegt aö snúast gegn því. En Davíð var ekki aö snúast gegn því. Hann var aö snúast snarplega gegn þeirri hugmynd HaU- dórs Asgrímssonar, að Reykvíkingar yrðu aö fá minni kvóta en þeim bæri, með því að þeir væru aflögufærari en aðrir landsmenn. Hann var að snúast gegn þeirri hugmynd HaUdórs, sem Jón Þorláksson hafði séð fyrir og varaö við í ræðu sinni—að reynt yrði að „skera niöur alla þá einkafram- leiðslu í bænum, sem okkar kæru nágrannar hér í sveitunum og sýslunum í kring áUta, aö þeir geti tekið að sér fyrir okkur”. En hvað er aö segja um síöara málið? Er ekki vikið frá stefnu Sjálf- stæðisflokksins, ef sveitarfélagið er aðUi að hlutafélagi eins og IsfUm? Síður en svo. Þetta er úrræðið, sem Jón Þorláksson benti á — sveitar- félagiö yrði að taka að sér rekstur, þegar ríkið meinaði íbúum þess að stunda.hann. Samhyggjumenn aUra flokka hafa reynt að hafa vit fyrir okkur í fimmtíu ár, engum leyft aö útvarpa öörum en útvöldum. Nú er með stofnun IsfUm hf. verið að reyna Ótímabærar athugasemdir HANNES H. GISSURARSON CAND. MAG. að létta þessari einokun af, því að þetta er að sjálfsögðu ekkert annaö en vísir aö sjálfstæðri sjónvarpsstöð. Davíð gerði það, sem var rétt og Jón Þorláksson hefði gert, þótt munurinn sé sá, aö hann geti fengið einkafyrir- tæki og samvinnufélög til Uðs við sig. Einkarekstursstefnan er ágæt, en hún má ekki verða aö umhugsunar- lausri kreddu. Kjami málsins er, hvort um sé aö ræða samkeppni eða einokun, og beint að þessum kjarna rataði Davíö. Hitt er annaö mál, aö borgin á aö mínum dómi að selja sinn hlut í félaginu, þegar einokuninni hefur verið létt af: aðUd hennar er U1 nauð- syn, en ekki dyggð. Davíð Oddsson getur því gert lokaorð hins mikla foringja SjáU- stæðisflokksins í umræðunum um mjólkurmáUö aö sínum: „Meðan ég er borgarstjóri í Reykjavík tel ég það skyldu mína að standa á verði fyrir réttmætum hagsmunum Reykvík- inga eftir fremsta megni. Og þaö mun ég gera án nokkurs tUUts tU þess, hvort einhverjum mönnum Ukar betur eða verr. ” ViðuMög við brotum á bfl- beltalögum eru óumdeilanleg 3. apríl síðastUðinn birtist grein í DV eftir Stefán Má Stefánsson lagapró- fessor um frumvarp um lögleiðingu refsiviöurlaga viö brotum á lögum um bílbelti. I grein SMS segir að „eftir tU- tölulega stutt reynslutímabU (tæplega ár) virðist ætlunin að gefast upp og grípa til heföbundinna úrræða, lög- regluvalds, dómsvalds og refsiviður- laga.” Þriðjungi lægri tölur Svo virðist sem SMS vUji gera Uf og heUsu samborgara sinna aö tUrauna- efni því aö á meðan reynt er hvort upplýsinga- og fræðsluaðferðin megi ekki gefast betur er það víst að fólk mun slasast og látast í umferðar- slysum og hluta þess væri unnt að koma í veg fyrir með notkun bUbelta. Á þehn þremur árum sem liðin er frá setningu laga um bUbelti hafa nær 1600 manns slasast í umferöarslysum, sam- kvæmt skýrslum Umferðarráös, og um 50 látist. Hefði notkun bílbelta verið hér almenn á þessu tímabih væru þessar tölur a.m.k. þriðjungi lægri, ef marka má rannsóknir sem gerðar hafa verið víða erlendis. Það er þetta sem knýr menn tU að leita fljótvirkustu og áhrifaríkustu leiöarinnar tU að fá menn til að nota bUbelti. Efling lög- og dómgæslu SMS telur að lögleiöing refsiviður- laga muni leiða tU þess að stórefla þurfi lög og dómgæslu. Svo enn sé vitnað til reynslu er- lendra þjóða þá voru ÁstraUr einna fyrsth- tU að taka upp skyldunotkun bUbelta. Að því er'skýrslur herma er bUbeltanotkun þar í álfu um 85% en tU- kynningar eða dómar fyrir brot á bU- beltalögum á bUinu frá 0,06% til 8% af tilkynntum umferðarlagabrotum eöa dómum fyrir sömu brot. Þetta getur tæpast borið því vitni að lög- og dóm- gæslu hafi orðið að stórefla. Og ef litiö er tU nágranna okkar á Noröurlöndum þá er þar ekkert sérstakt eöa reglulegt eftirlit umfram það sem gengur og gerist þegar um önnur umferðarlaga- brot er aö ræða. ISvíþjóð tUkynnir lög- reglan um hér um bU 20 þús. brot á bU- bekalögum á ári. Miðað við íbúaf jölda sýnist mér það svara tU um 600 tU- kynninga árlega hér á Islandi. Til samanburðar má geta þess að árlega eru um 2500 ökumenn kærðir hér fyrir ölvun við akstur. Engin smábrot I grein sinni segir SMS að „eftirlits- og refsiaðgerðir í tUefni af smá- brotum” valdi því að lögregluaðgerðir aukist almennt og að „víðtæk refsi- viöurlög í tilefni smábrota” séu al- mennt faUin tU aö veikja viröingu borgarans fyrir lögum. Brot á lögum um notkun bílbelta eru bara engin „smábrot”. BUbelti eru engu síðri öryggistæki en ökuljós og vanræksla á notkun þeirra ekki frekar smábrot en það aö aka um ljóslaus á lögboönum ljósatíma, eða yfh- lögleg- um hámarkshraöa. Þó engin finnist refsiviðurlögin eru ákvæði laganna þó skýr. Okumönnum og farþegum í framsæti ber að nota bUbelti. Rannsóknir og órök- studdar fullyrðingar Síðan heldur SMS áfram: „Að áliti flestra dregur notkun bílbelta oftast úr tíðni slysa og afleiðingum þeirra. Margir telja þó einnig aö notkun bílbelta geti verið skaðleg í sumum til- TRYGGVI JAKOBSSON STARFSM. UMFERÐARRÁÐS notkun bílbelta verði af þeim sökum ekki rökstudd eins og önnur umferðar- lagabrot. Þaö mætti vitna tU fjöl- margra rannsókna frá Finnlandi, Sví- þjóö, Þýskalandi, Frakklandi, Eng- landi, Bandaríkjunum, Japan og AstraUu um notagUdi beltanna, svo ekki sé minnst á fjölmargar rannsóknir á gagnsemi öryggisbelta í flugvélum. Ef SMS getur hins vegar bent mér á eina rannsókn sem sýnir að notkun belt- anna sé beinlínis skaðleg þá biö ég hann hér meö að gera það. Auðvitaö verða þau tilvik aö menn hljóta Ukamsmeiðsl af völdum beltanna, bæði beinbrot og líffæraskemmdir, en það er bara vísbending um það sem gerst hefði ef beltin hefðu ekki tekið hrausUega ámóti. Aftur á móti má benda á að rannsóknir sýna að nær þriðjungur þeirra sem farast í bUslysum látast • „Hvað snertir „frelsi einstaklingins” í þessum málum, þá snýst það ef til vill um frelsi til að veija sér dauðdaga, eða frelsi til að fá að sitja í hjólastól það sem eftir er ævinnar — og hvaða frelsi er það?” vikum. Af þessum sökum verða lög um skyldunotkun bUbelta ekki rökstudd með sama hætti og önnur umferðar- lagabrot...” Það er leitt til þess aö vita að laga- prófessor skuli faUa í þá gryfju að leggja aö jöfnu niðurstöðu fjölmargra rannsókna víöa um lönd og órökstudd- ar fuUyrðingar þeirra sem andsnúnir eru notkun bUbelta og kóróna svo aUt saman með því að fuUyrða að skyldu- við það aö kastast út úr bílnum. Það gUdir því almennt, undir öUum kring- umstæðum, að betra er að vera fast- spenntur í sæti sínu, uns bUUnn hefur stöðvast, heldur en að kastast um laus, því að það eykur verulega Ukur á að halda óskertri meðvitund. Setjum frelsið í samhengi Síðasta atriðiö, sem ég vU gera athugasemd við grein SMS, er sú staðhæfing að fækkun slysa vegna notkunar belta réttlæti ekki aö tekin verði upp refsiviðurlög. Slíkt verði að gera með hUðsjón af mun fleiri at- riðum. En það er einmitt það sem verið er að gera þegar gripiö er til einföldustu og fljótvirkustu aðferöarmnar til að fá fólk til að spenna á sig bílbelti. Tökum kostnaöinn. SMS minnist ekki einu oröi á þær gífurlegu fjárhæðir sem munu sparast á sviöi heilsugæslu ef bílbelta- notkun verður hér almenn. Umferðar- slys eru heilbrigöisvandamál. Um það sem sparast vísa ég tU reynslu annarra þjóða (t.d. Breta) og kostnað- arútreikninga Davíðs A. Gunnars- sonar, forstjóra ríkisspítalanna, á af- leiðingum umferðarslysa hér á landi. Hvað snertir „frelsi ein- stakUngsins” í þessum málum þá snýst það ef tU vUl um frelsi til að velja sér dauödaga eða frelsi tU að fá að sitja í hjólastól það sem eftir er ævinnar — og hvaða frelsi er það? Eg er andsnúinn frelsi sem gerir þaö að einkamáli hvers og eins hvort hann notar bdbelti eða ekki. Það er með öðrum orðum frelsi tU aö eyða fjár- munum skattborgaranna vegna af- leiðinga slyss sem hægt heföi verið að koma í veg fyrir með tUtækum öryggis- ráðstöfunum. Refsiviðurlög vegna vanrækslu á notkun bUbelta eru ekki umdeilanleg, ekki frekar en refsiviðurlög við of hröðum akstri eða ölvunarakstri. Þegar þessum áfanga verður náð verður hiklaust stefnt að hinum næsta — lögleiðingu notkunar bilbelta og viðurkenndra barnabílstóla í aftur- sætum bifreiða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.