Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Blaðsíða 15
DV. MIDVIKUDAGUR18: APML-1984. - 15 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Lavaloppet: Frammistaða aðstandenda til fyrirmyndar Staf ur hvarf Maður hringdi: Eg er fullorðinn maður og verð að notast við staf en varð fyrir því óláni aö týna honum er ég var að ryksuga bílinn minn sl. sunnudag. Þetta var við bensínstöð OLIS í Breiðholti á milli klukkan sjö og átta umkvöldið. Er ég uppgötvaöi að ég hafði ekki stafinn lengur fór ég á bensínstöðina að vitja hans en hann var þá horfinn. Þar sem þessi stafur er mér mjög kær vil ég biðja þann sem hann tók aö skila honum aftur á bensinstööina hiðfyrsta. Ríkharður Pálsson skrifar: Mig rak í rogastans er ég las fúk- yrða- og skammarfrétt um skíðagöng- una Lava loppet, sem birtist í blaði þínu miðvikudaginn 11. apríl sl. Eg hélt satt að segja að DV hefði engan áhuga á atburöi þessum. Hér tóku fleiri útlendingar þátt í íþróttamóti (um 90) en nokkurn tima áður. Ekki börðu augu mín fréttir af göngu þess- ari á íþróttasíðum DV, úrslit og fleira. Fréttamenn kusu greinilega heldur að ¦ ^^WKHLfciáÍÉ^jJBta Frá Lava loppet. „raportera" frá hlýrri íþrótta- viðburðum. Enginn ræður við veðriö hér á Is- landi. Það er undarlegt af viðmælend- um DV að ásaka forráðamenn keppn- innar um illviðriö sem rauk upp um það leyti er keppnin hófst. Hægt er að vera vitur eftir á og segja að heppi- legra hefði verið að halda mótið á sunnudeginum. Ljóst var að gönguna varð að halda um helgina og veðurspá- in var hin sama báða dagana. Við sem förum árlega til skíðaiðk- ána til AustuiTÍkis teljum þaö ekki drengilegt að láta óánægju yfir óhag- stæðri veðráttu bitna á þarlendum stjórnendum skíðasvæða. Þess vegna kann ég ekki við tóninn í þessum Max Habenichtfrá .Austurríki sem er tvisv- ar vitnað til í greininni. Um ummæli Is- lendings, afreksmannsins, sem laumaöi sér í raðir amatöranna, 10 km gönguna, væntanlega til að koma framarlega í mark vil ég ekki f jölyrða. I þessu kolbrjálaða veðri fannst mér frammistaða göngustjórnar og starfs- manna til f yrirmyndar. Dossi og hans liö stóð sig með sóma og hlúði að köld- um og hröktum eins og hægt var. Mér f annst óf réttamannslegt af höf- undi greinarinnar, FRI, að kveðja ekki einhvern forráðamann göngunnar til viðtals. Eða sagði ekki Ari fróði hér um árið og menn gley ma því miður oft: „Hafa skal það sem sannara reynist." Virðingarfyllst. Týndur köttur Gunnar skrifar: Þessi fallegi köttur fór frá heimili sínu f yrir rúmri viku og hefur ekki lát- ið sjá sig síðan. Þetta er rúmlega árs- gömul læða, brún og svört þar sem dökku fletirnlr éru á myndinni en hvít þar sem þeir 1 jósu eru. Hún er auðþekkt á dökkum bletti i gómnum og ber svarta hálsól með simanúmeri og heimilisfangi innan á. Þeir sem haf a hugsanlega orðið var- ið við ferðir hennar síðan á mánudag- inn fyrir rúmri viku eru vinsamlegast beðnir um að hringja í síma 74721 og láta eigendurna vita. STORDANSLEIKUR í LAUCARDALSHÖLL síðasta vetrardag 18, apríl n,k, frá kl. 22-03. Húsið opnað kl. 21. Aðgangseyrir kr. 550.-. Sætaf erðir f rá og til: Ferðir ef tir dansleik til: Borgarnesi Akranesi selfossi Hveragerði Þorlákshöfn Keflavík Njarövík Grindavík vogum O: Mosfellssveitar Hafnarfjaröar caröabæjar Kópavogs ogíöllstærstu hverf in í Rey kjavík. Aldurstakmark 16 ár Stórkostleg verðlækkun á öli og gosdrykkjum frá Sanitashf 16% lækkun á öllu ölí og gosí. Pepsi, diet pepsi, seven up, appelsín, sykurlaust appelsín, mix, polo, sódavatn, ginger ale, sykurlítið maltöl, lageröl og pilsner. Sanitas hf. Qpnunartímar verelana ^jjCv Mánudaga, þriöjudaga, miövikudaga og fimmtudaga kl. 9—19, föstudaga kl. 9—19.30, laugardaga kl. 9—16. Ath. Lokaö í hádeginu, kl. 12.30—14, virka daga. V Straumnes Vesturbergi Hólagarður Lóuhólum VERIÐ VELKOMIN Í VFRSLAMfR OKKAR Breiðholtskjör Arnarbakka Valgarður Leirubakka Ásgeir Tindaseli Kjöt og fiskur Seljabraut T^mmm*%TemfcWMtiammffimtm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.