Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Síða 17
Man. Utd. tókst ekki að nýta færin í Watford Leikmönnum Man. Utd. tókst ekki að nýta tækifærið til að komast í efsta sætið í 1. deildinni ensku í gærkvöldi þegar þeir léku í Watford. Jafntefli varð án þess mark væri skorað og þetta var þriðji útileikurinn í röð þar sem United skoraði ekki. Tækifæri gáfust þó til þess í gær því Man. Utd. hafði talsverða yfirburði i leiknum. Allt brást bins vegar þegar að markinu kom. Þar var Norman Whiteslde aðal- syndaselurinn en hann fékk nokkur góð færi.. Það næsta sem Man. Utd. komst að skora var þegar Arthur Albiston átti hörkuskot af 30 metra færi í stöng. Watford beitti sem áður mest lang- spyrnum fram og fékk tvö góð færi, sem leikmönnum tókst ekki að nýta. Man. Utd. er nú einu stigi á eftir Liverpool en hefur leikið einum leik meira. I kvöld leikur Liverpool í Leicester og gæti þá aukiö forustu sína í f jögur stig en rétt er þó að geta þess Stelpurnar stóðu sig íslensku stúlkurnar sýndu þeim fær- eysku enga miskunn i unglingalands- leik þjóðanna í blaki í gærkvöldi. Is- land vann auðveldan sigur, tapaði engri hrinu i 55 minútna viðureign í Kópavogi. Tvær fyrstu hrinumar voru nánast einstefna; 15—2 og 15—5, og auöséð að þær íslensku ætluöu að halda heiðri lands síns á lofti. Þær gáfu þó örlítið eftir í þriðju hrinu en sigurinn létu þær ekki frá sér, unnu 16—14. -KMU. að Leicester hefur oft sigrað Liverpool á undanförnum árum. Talsvert var um leiki í ensku deildakeppninni í gaér- kvöld. Urslit. 1. deild Coventry—Nottm. Forest 2-1 Southampton—Everton 3—1 Watford—Man. Utd. 0-0 West Ham—Luton 3-1 2. deild Cardiff—C. Palace 0-2 3. deUd Hull—GUUngham 0-0 Rotherham—Boumemouth 1-0 Scunthorpe—Port Vale 1-1 Wigan—Bristol Rov. 0-0 4. deUd Bristol City—Crewe 2-1 Rochdale—Colchester 0-0 Swindon—Darlington 1-0 Harka á The Dell Southampton og Everton, sem léku í undanúrslitum bikarkeppninnar á Highbury á laugardag, mættust nú á The Dell í Southampton og sigraði heimaliðiö 3—1 í mjög grófum leik. Á áttundu minútu fékk Southampton vítaspyrnu en Steve Moran tókst ekki að skora. Það var ekki fyrr en í síðari hálfleik sem Southampton náði forustu meö marki Davie Armstrong. Kevin Eichardson tókst að jafna en Arm- strong náði aftur forustu fyrir Dýrling- ana og Moran gulltryggöi svo sigur þeirra undir lokin. Mikiö var um ljót brot í leiknum og hafði dómarinn í nógu að snúast. Enginn var þó rekinn af velli. Lánsmaðurinn skoraði fyrst Coventry lagaöi stöðu sína verulega í fallbaráttunni í deildinni með sigri á Nottingham Forest. Lánsmaöurinn frá Birmingham, Mike Ferguson, náði forustu fyrir Coventry á 8. mín. og þannig stóð þar til á 79. min. að Nicky Platnauer skoraði annað mark Coventry. Fjórum mín. fyrir leikslok skoraöi Colin Walsh eina mark Forest og talsverð spenna var í lokin hvort leikmönnum Nottingham-liösins tækist aöjafna. West Ham vann góðan sigur á Luton og var Paul Allen maðurinn á bak við þann sigur. Hann lagði upp tvö fyrstu mörk West Ham í fyrri hálfleik sem þeir Tony Cottee og Alvin Martin skoruðu. Skallamark hjá Martin, enska landsliðsmiðverðinum. Paul Walsh skoraði eina mark Luton um miöjan síðari hálfleik. Það dugöi þó skammt því Cottee var aftur á ferð- inni. Skoraði þriöja mark Lundúnaliðs- ins og það var 19. marks þessa unga leikmanns á leiktímabilinu. -hsím. TonyCottee. Enntöpuðu íslensku piltarnir Piltalandslið Islands i blaki varð aftur að þola tap gegn því færeyska er liðin mættust í íþróttahúsi Digraness i gærkvöldi. Færeyingarnir endurtóku leikinn frá því í fyrradag og sigruðu með þremur hrinum gegn engri, 15— 10,15-10 og 15-12. Islensku piltunum gekk illa að hemja hávaxna smassara andstæðinganna sem auk þess voru drjúgir í hávörn. I þessum 53 mínútna langa leik var Hjalti Halldórsson úr Reynivík sterk- astur Islendinganna. Síðustu leikir unglingalandsliöanna í þessari heimsókn verða í Hagaskóla í kvöld. Fyrri leikurinn hefst klukkan 18. Á undan, klukkan 16, mætir úrvals- lið frá Þórshöfn, sem kom meö unglingaliðunum, Islandsmeisturum Þróttar. Þórshafnarúrvalið hefur þegar lagt Víking og HK en það tapaöi gegnlS. -KMU. Belgíumenn sigruðu Pólverja — í landsleik í knattspyrnu íVarsjá í gærkvöldi Varamaðurinn Alexander Czernia- tynski, Anderlecht, tryggði Belgíu sigur á Póllandi í vináttulandsleik í knattspymu i Varsjá í gærkvöld. Það var tveimur mínútum fyrir leikslok sem Alexander skoraði með raunveru- lega sinni fyrstu spyrnu i leiknum. Hann hafði komlð inn á rétt áður. Pólska landsliðið hafði nokkra yfir- burði i leiknum sem þvi tókst ekki að nýta til marka. Grzegorz Lato, gamli landsliösgarpurinn pólski sem lék með Póllandi á HM 1974, 1978 og 1982, lék sinn síðasta landsleik fyrir Pólland í gær, 34 ára og sköllóttur nú. Tókst illa upp og var tekinn af velli á 65. mín. og voru 20 þúsund áhorfendur allt annaö en hrifnir af því. Hann hafði komið fyrr um daginn með þotu frá Mexíkó þar sem hann leikur með Atlanta og var fagnað í hvert skipti sem hann kom við knöttinn. En krafturinn var ekki hinn sami og áður. Pólska liöiö haföi yfirburöi i báðum hálfleikjum, mest vegna snjalls leiks þeirra Wlodzimierz Ciolek og Miro- slaw Okonski. Belgíumenn áttu oft mjög í vök aö verjast og einbeittu sér að vöminni. Svo á 88. min. náðu þeir skyndisókn, Czemiatynski fékk knöttinn rétt við vítateiginn og skoraði hjá Josef Mlynarczyk með góðu skoti. Belgía og Pólland eru í sama riðli fyrir heimsmeistarakeppnina 1986. Á Spáni 1982 í HM vann Pólland Belgíu 3—0 og leikurinn í gær er sá fyrsti milli landanna frá þeim leik. LiAin í gær voru þannig skipuð. Pólland: Mlynarczyk, Pawlak, Adamiec, Wojcicki, Jalocha, Wijas, Ciolek, Lato (Matysik), Smol- arek, Okonski og Boniek. Belgía. Pfaff, De Greef, Clijsters, Lambrichts, De Wolf, Van der Elst, Theunis, Mommens, Claessen, Van der Bergh (Czerniatynski) og Voordeckers. -hsim. A£>SMIOJUVEm67KOPAVOGi ■6KEIRIWWAR).-----—---— • E/dhús-, baðinnréttingar og fataskápar frá STAR og MARBODAL; • Eldhústæki frá BLOMBERG • /nnihurðir frá IDÉ • /nni- og útihurðir frá SVENSKA DÖRR JI-TE og SCADANIA DÖRE • Parketfrá KÁHRS og JUNCKERS • Futura — handföngin frá ROSTI Vönduð vara við vægu verðL LOOt Ttrrrr . r> ► rvrrr\ ,. .T'i'Trt.'tr* DV. MIÐVIKUDAGUR18. APRÍL1984. íþróttir íþróttir Iþróttir íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.