Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Blaðsíða 28
40 DV. MIDVIKUDAGUR18. APRIL1984. Andlát Guðbjörg (Stella) Stefánsdóttir, fyrrv. matráöskona sjúkrahussins á Patreks- firöi, lést 16. apríl. Kristin Magnúsdóttir, Skógskoti, Miö- dalshreppi, sem lést 12. apríl, verður jarðsungin á Kvennabrekku laugar- daginn21.apríl. Björn Ragnar Stefánsson frá Framtíð, Vestmannaeyjum, iést 7. apríl. Jarðar- förin hefur fariö fram. Sæmundur Pálsson, múrari, Byggðar- enda 16, andaðist 16. april. Hjaiti Jónsson frá Víðiholti, er lést 6. apríl, verður jarðsunginn frá Víði- mýrarkirkju laugardaginn 21. apríi kl. 14.00. Ásrún Sigur jónsdóttir, hjúkrunarkona Víðimel 19, Reykjavík, verður jarö sungin frá Fossvogskirkju fimmtudag inn 26. þ.m.kl. 10.30. sóibaðskekin ásótar samtokum 10 peru bekkur og 10 peru himinn í setti Verð kr. 72.100 (sengí 12.4.W Þegar 2 eða 3 slá saman verða kaupin leikur einn. Greiðsluskilmálar. Nú er rétti tíminn að panta, verða brúnn og ná úr sér vetrarbólgun- um. Stuttur afgreiðslufrestur. Eigum einnig til ljósa- perur til afgreiðslu strax: Bellaríum Bellaríum S frá Wolf System, V-þýskar „SUPERSUN" mest seldu sólbaðstækin á íslandi frá byrjun Páll Stefánsson umboðs- ug heildvérslun Blikahólar 12 Sími (91) 72530 Umiur Erlendsdóttir lést 7. april sl. Hún var fædd á Akureyrí 27. október 1903. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurbjörg Olafsdóttir og Erlendur Sveinsson. Unnur giftist Guðmundi Markússyni, en hann lést fyrir nokkr- um árum. Unnur og Guðmundur eignuðust fjögur börn. Utför Unnar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Hrefna Arnadóttir lést 10. april sl. Hún var fædd í Hafnarfiröi 2. febrúar 1921, dóttir hjónanna Arna Sigurössonar og Sylviu Isaksdóttur. Hrefna giftist aldrei en var i sambúð með Benedikt Einarssyni í nokkur ár eða þar til hann lést árið 1980. Utför Hrefnu verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dagkl. 13.30. Guðmundur Jónsson er látinn. Hann var kvæntur Guðrúnu Jónasdóttur. Guðmundur rak um áratuga skeið fisk- verkun og útgerð, fyrst í Garðinum, síöar í Sandgerði. Utför hans verður gerð frá Utskálakirkju í dag kl. 14.00. FIÁRFESTINGARFELAG ÍSLANDSHF Aðalfundur Fjárfestingarfélags Islands hf. árið 1984 verður haldinn að Hótel Sögu, Átthagasai, jarðhæð, miðvikudaginn 2. maí nk. kl. 16. DAGSKRÁ: 1. Aðalfundarstörf skv. 15. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Tillaga um aukningu hlutaf jár félagsins. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aöalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalf und. Fundargögn verða afhent á skrifstofu Fjárfestingarfélagsins að Skólavörðustíg 11, Reykjavík, þrjá síðustu virka daga fyrir aðalfund og á fundardegi. Stjórn Fjárfestingarfélags íslands hf. Gunnar Sigurður Kristjánsson er lát- inn. Hann var fæddur á Isafiröi 6. desember 1935, sonur hjónanna Jónu Guðbjargar Sigurðardóttur og Kristjáns Karls Péturssonar. Gunnar var giftur Höllu Hermóðsdóttur og eignuðust þau tvö börn. Þau slitu sam- vistum. Eftirlifandi sambýliskona Gunnars er Sigríður Sigurðardóttir. Gunnar lauk búfræðiprófi frá Bænda- skólanum á Hvanneyri. Utför hans verður gerö frá Fríkirkjunni í Reykja- víkídagkl. 13.30. Tilkynningar Páskagleði í Neskirkju Annan páskadag, kl. 2.00, veröur brugðið út af hefðbundnu messuformi og efnt til páska- gleði. Börn i sunnudagaskóla kirkjunnar flytja helgileík ásamt ungu fólki í sókninni. Þá verða lesnar sögur og mikið sungið bæði hreyf isöngvar og æskulýðssöngvar. Frniik M. Halldórsson. Vitni óskast Keyrt var utan í Mözdu 626 fyrir utan Mikla- garð mánudaginn 16. april sl. um tvöleytið. Hefur það að öllum lfkindum verið gulur bíU. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um atburðinn eru vinsamlegast beðnir að hringja í síma 32647 eða snúa sér til lö'gregl- unnar. Félag áhugamanna um heimspeki Laugardaginn 21. aprU 1984 verður á vegum Félags áhugamanna um heimspeki Samdrykkja um siðfræði. Dagskrá hennar veröur sem hér segir: Kl. 13.00: Eyjólfur Kjalar Emilsson: Um hið góða. KJ. 13.45: Þorsteinn Gylfason: Velferð eða réttlæti? — Umræður — Kl. 15.20: Kristján Kristjánsson: Er siðferðileg hluthyggja réttlætanleg? Kl. 16.00: VilhjálmurArnason:Umsiðfræði. — Umræður — Samdrykkjan verður haldin í Lögbergi, stofu 101. Stjórnin. KFUM og KFUK, Reykjavík Samkomur um bænadaga og páska: Föstudagurinn langi: Samkoma kl. 20.30 i kristniboðshúsinu Betaníu, Laufásvegi 13. Astráður Sigursteindórsson talar. Páskadagur: Samkoma kl. 20.30 að Amtmannsstíg 2B. Sigurður Pálsson talar. Æskuiýðskórinn syngur. Annar páskadagur kl. 20.30: Lofgjörðar- og vitnisburðarsamkoma. Hugleiðing: Lilja Kristjánsdóttir. Tekið á móti gjöfum í launa- sjóð. Allir velkomnir á samkomurnar. Páskatrimm Flugleiða 1984 Undanfarin ár hafa Flugleiðir gengist fyrir skíðagöngu og svigmóti í HlíðarfjaUi við Akureyri um paska i samvinnu við skíðaráð Akureyrar. Nú er komið að Páskatrimmi Flugleiða 1984. Svigkeppni barna og unglinga fer fram á föstudaginn langa. Keppt er í aldurs- flokkunum 7—9 ára, 10—12 ára og 13—16 ára. AlUr þátttakendur fá sérstaka viðurkenningu frá Flugleiðum. Skírdagsskemmtun Barð- strendingafélagsins Barðstrendingafélagiö hefur nú starfað i 40 ár. AUa tíð hefur félagið haldið skemmtun iyrir eldra fólkið á skirdag. Skemmtun þessi verður fimmtudaginn 19. april í Domus Med- ica við EgUsgötu og hefst kl. 14. A þessa skemmtun eru ailir 60 ára og eldri, sem búiö hafa í Barðastrandarsýslum eða eru ættaðir þaðan, velkomnir. Þama gefst gott tækifæri til að hitta kunningja og sveitunga. Kvenna- deild Barðstrendingafélagsins veitir kaffi og kræsingar. Einnig verður eitthvað tU skemmtunar ásamt almennum söng. Kvennadeildin hefur undanfarin ár boðið 67 ára og eldri í eins dags ferð um Jónsmess- una og hafa þær tekist mjög vei. Stórdansleikur að Hlöðum annan í páskum Björgunarsveitín Hjálpín á Akranesí stendur fyrir stórdansleik að Illöðuin á Hvalfjarðar- strönd annan í páskum. Hljómsveitin Toppmenn sjá um f jórið. Rocky Horror Show. Sætaferðir með Sæmundi frá Reykjavik, Akranesi og Borgarnesi. Sýning á verkum íslenskra arkitekta 1 tilefni 25 ára afmælis Byggingaþjónust- unnar er haldin sýning á verkum islenskra arkitekta í húsakynnum Byggingaþjónust- unnar að Hallveigarstíg 1. Sýningin er opin aUa virka daga kl. 10-18, frá 24. apríl til 28. apríl. Fyrirlestur um dreif ingu nifteinda og segulmagn Prófessor AUan R. Mackintosh frá H.C. örsted-stofnuninni í Kaupmannahöfn flytur erindi á vegum eðUsfræðiskorar þriðjudaginn 17. aprU nk. klukkan 17.15 í stofu 158 i husi verkfræði- og raunvísindadeUdar við Hjarðarhaga. Erindið nefnist „Neutron scattering and magnetism". Öllum er heimill aðgangur. Skorarformaður. Flugleiðaganga Flugleiðagangan fer fram á páskadag og er opin öllum sem áhuga hafa. Keppt er i 4 km og 8 km skiðagöngu. Auk hefðbundinna verðlauna verða óvænt ferðaverðlaun tU heppinna þátttakenda. Dregið verður úr nö'fnum þátttakenda í hvorri göngunni fyrir sig og eru helgarferðir til Reykjavikur í vinn- ing. Ekki er allt búið enn því siðan verður dregið út eitt nafn úr hópi aUra þátttakenda. Sá heppni hlýtur Oslóarferð í boði Flugleiða. Páskatrimm Flugleiða er fyrst og fremst hugsað til að hvetja fjölskyldur til að koma i HtfðarfjaU og taka þátt í skemmtilegri keppni þar sem þátttaka er aðalatriðið. Sýningar LISTASAFN ALÞÝDU við Grensásveg: Þar stendur yfir samsýning Valgerðar Hauksdótt- ur og Malcolm ChristhUf. Þau sýna grafík- myndir, teikningar og myndir unnar með blandaðri tækni. Sýningin er opin ?Ua virka daga, nema mánudaga, kl. 16—22 og 'm helg- ar kl. 14—22. A páskadag verðursýninginiopn- uð kl. 15.00. Sýningunni lýkur 1. maí. LISTMUNAHÚSID Lækjargötu 2: „Leir og lín" nefnist sýning er stendur yfir í Listmuna- húsinu. Þar sýna listakonurnar Arhdís ögn Guðmundsdóttir, Bryndis Jónsdóttir, Heiða Björk, Herborg Auðunsdóttir, HUdur Sigur- björnsdóttir, Hjördís Bergsdóttir, Hjbrdis Guðmundsdóttir, Kristin Isleifsdóttir, María Hauksdóttir, Olöf Ingibjörg Einarsdóttir og Valgerður Torfadóttir. Á sýningunni eru leir- munir og textílverk. Sýningin sem er sölusýn- ing er opin virka daga frá kl. 10—22. Um helg- ar og helgidaga frá kl. 14—22. Lokað verður þriðjudaginn 24. apríl. Sýningunni lýkur 29. apríl. Myndlistarsýning á Húsavík Fimmtudaginn 19. april opnar Guðmundur Björgvinsson sýningu í Safnaðarhusinu á Húsavík. Á sýningunni verða 40 myndir, akrUmálverk, pastelteikningar og myndir gerðar með blandaðri tækni. Myndefnið sækir Guðmundur í manninn og mannslíkamann. Sýningin verður opin aUa daga kl. 14—22 og lýkur henni 24. april. Myndasýning í Neskirkju A eftir guösþjónustu á skírdagskvöld kl. 20,00 verða sýndar myndir frá páskahaldi í Israel, en í Israel halda menn páska á þrjá mismun- andi vegu. Kristnir menn minnast krossda uða og upprisu Jesú Krists. Samverjar koma saman tU f órnarhátíðar og fylgja í einu og öllu fyrirmælum Mósebókar. Þeir sem eru gyöingatrúar halda páska tU þess að minnast brottfararinnar frá Egyptalandi. Fæstir þeirra sem ekki hafa komið tU landsins helga gera sér grein fyrir því hversu páskahald er þar frábrugðið því sem við eigum að venjast. Á myndasýningunni á skírdagskvóld mun sr. Frank M. HaUdórsson leitast við að gera þessu nokkur skU. Þá munu konur í kven- félaginu annast kaff iveitingar. ÁSMUNDARSALUR við Freyjugö'tu: Þar stendur yfir sýning Hönnu Gunnarsdóttur á 35 vatnslitamyndum. Hanna hefur stundað nám bæði hér heima og erlendis en hún lauk burt- fararprófi í innahússhö'nnun og myndUst frá Cuyahoga coUege í Onio í Bandaríkjunum. Súyning Hönnu stendur til 23. apríl og er opin aUa daga frá kl. 14—22. A palmasunnudag verður sýningin opnuð kl. 15.00. Kaffisala á sumardaginn fyrsta Skátafélagið Kópar og kvennadeildin Urtur halda sína árlegu kaffisölu í FélagsheimUi Kópavogs (uppi), á sumardaginn fyrsta, frá kl. 3-6. Hlaðborðmeðgirnilegum kökum. Styrkið okkur í starQ. íslenska óperan Islenska óperan sýnir vinsælustu óperu Verdis, La traviata í kvöld, miðvikudags- kvöld, siðasta vetrardag, kl. 20.00. Er það 28. og jafnframt síðasta sýning. Gamanóperan Rakarinn i Sevilla eftir Rossini, verður sýnd í 20. sinn á mánudag, annan í páskum kl. 20.00.1 helstu hlutverkum eru Sigríður EUa Magnúsdóttir, Kristinn Sigmundsson, Júlíus VífUl Ingvarsson, Krist- inn HaUsson, Jón Sigurbjörnsson, Guðmund- ur Jónsson og EUsabet F. Eiríksdóttir. Rakarinn í SevUla gerist á Spáni á síðústu öld og segir frá ungum greifa á biðilsbuxunum. Ekki gengur það erfiðislaust fyrir hann að ná ástum hinnar útvöldu því hann á við annan vonbiðil að etja. En sjón er sögu ríkari og ópera þessi er tilvaUn skemmtun fyrir unga sem aldna. Þvi er upplagt að slá botninn í gott páskafrí með því að sjá góða sýningu á óper- unni. Tónleikar Tónleikar að Breiðumýri Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari, LUja H jaltadóttir fiðluleikari og Þuríður Baldurs- ¦ dóttir altsöngkona halda tónleika að Breiðu- mýri í Reykjadal þriðjudaginn 24. aprU kl. 21. A efnisskránni eru sónötur f yrir f iðlu og pianó eftir Jón Nordal, W.A. Mozart, sjó' sígauna- ljóð eftir A. Dvorak, íslensk söguljóð og fiðlu- tónlist eftir F. Kreisler og V. Monti. Tónleikar Kukls Kukl hefur ákveðið að auka framlag sitt til tónleikahalds í aprUmánuði hér á landi. Auk fyrirhugaðra tónleika þann 21. apríl í Félags- stofnun stúdenta, með Slagverki, Dái, P.P Djöf uls ég, hefur Kukl nú fært arma sína yfir í Safari. Annan í páskum, eða þann 23. april, heldur Kukl grímuleik í Safari. Þetta verður grímubaU að fornum sið. Engin afsökun er tU fyrir að mæta ekki því grímur verða til við dyrnar fyrir alia þá sem gleyma þeim heima. Þetta verða síðustu tónleikar Kukls um nokk- urra mánaða skeið. Sem fyrr verða gestir Kukls Slagverkur en auk þeirra bætast i hóp- inn P.P. djöfuls ég, Roggkha = Roggkha = Dromm og Lojpippos og Spojsippus. Nokkur skemmtiatriði verða Uka á dagskrá. Sem og fyrr verður verði stiUt í hóf eða 150 krónur. Ætti það ekki að spUla fyrir kvöldi hló'ðnu spennu, æsingi og jafnvel hrolli. Tapað - f undið Silfrað drengjahjól hvarf frá Hvassaleiti Sex ára drengur varð fyrir því óláni að tapa afmælisgjöf sinni, nýju Kalkoff drengjahjóli frá Hvassaleiti um fjögurleytið í gærdag. Finnandi vinsamlega hringi í sima 30733 á daginn og 38709 á kvö'Idin. Afmæli 70 ára afrnæli á í dag, 18. apríl, Garðar Þórhallsson, aðalféhirðir Búnaðar- banka Islands, Karfavogi 46. Foreldr- ar hans voru Þórhallur Sigtryggsson kaupfélagsstjóri og kona hans Krist- bjö'rg Sveinsdóttir. Afmælisbarnið er erlendis: Hótel Bronsemar, Playa del Englesa, Grand Canary. Kona hans var Kristín Sölvadóttir. Hún lést fyrir tveim árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.