Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Side 31
DV. MIÐVIKUDAGUR18. APRIL1984. 43 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Sonur hans Hannibals og maður Bryndísar. Þekktur maður Stundum getur verið eríitt að vera í tengsium við þekkt fólk. Það fékk Jón Baldvin Hannibalsson alþingismaður að reyna þegar hann efndi til pólitísks fundar vestur á fjörðum. Svo vUdi tU að þennan umrædda fund sóttu eingöngu börn og gamal- menni. Sátu hinir eidri aftast i salnum og börnin fyrir framan. Fundarstjóri steig nú í pontu tU að kynna þing- manninn. Hann sneri sér fyrst að gamla fólkinu og sagði að á fund þess væri nú kominn Jón Baldvin, sem væri sonur hans Hannibals sem fundar- menn eflaust þekktu. Síðan sneri fundarstjóri sér að bömunum og sagði að sá sem héldi ræðuna á eftir væri maðurinn hennar Bryndísar Schram. Segir sagan að þing- manninum hafi orðið svo mUdð um þessar kynningar að hann hafi haldið tveggja tíma þrumuræðu. Einn sat eftir Á námsstefnu islenskra rekstrarráögjafa og Stjóraunarfélags islands Egill Skúli Ingíbergsson. i iýsti Egill Skúli Ingibergsson, verkfræðingur og fyrrver- andi borgarstjóri, lítiUega reynslu sinni af rekstrar- ráðgjöf h já borginni. Hann sagði að í sinni borg- arstjóratíð hefði slík ráðgjöf komið tU í nokkrum tUvikum og árangur hefði orðið í þeim öUum nema einu. Þar hefði stjóraandi viðkomandi reksturs verið neikvæður og staðið í vegi. Þeirri spuraingu er nú ósvarað hver þessi kengur var í borgarkerfinu. Er hann þar jafnvelenn? 09 Svo sem greint var frá í Sandkorai hér á dögunum, mun HaUdór HaUdórsson brátt yfirgefa ritstjórastól blaðsins íslendings á Akureyri. Ætlar hann að setjast niður við skriftir á ævisögu Jóns G. Sólness, fyrir bókaútgáfu Araar og öriygs. Ekki hefur enn verið ráðlð í ritstjórastöðuna, en Dagur flytur þær fregnir, að HaUdór Blöndai alþingismaður muni hafa boðist tU að ritstýra Is- lendingi fram á haustið. Verði með honum i kompanii Guðmundur Heiðar Frímannsson. Risamynt Ný mynt er væntanleg innan tíðar, að sögn yfirvalda í peningamálum. Er þar um að rœða 1000 króna seðU og 10 krónamynt. Hætt er við að tikailinn nýi fari heldur Ula í vasa þvi hann verður hvorki meira né minna en 27,5 sentimetrar i þvermál, samkvæmt frétt frá Seðlabanka þar um. Þá munu iandvættirnar fjórar prýða framhUð hans og spurningin er bara sú, hvort ekki ætti að nota tækifærið og hafa þær uppstoppaðar, fyrst plássið ernóg. 9.-*--M.M berstætt SvoköUuð keðjubréf skjóta alltaf upp kollinum af og tU. Nú hefur frést af flunkunýju fyrirbæri af þeirr i gerðinni og þar sem það er nokkuð sér- stætt verður það birt hér í heUd: „Kærivinur. Upphaf þessarar keðju er hugsjónin um það, að færa þreyttum eiginmönnum ævarandi sáluhjálp og hamingju. Olíkt flestum öðrum keðjum, þá kostar þessi keðja enga peninga. Þú sendir einfaldlega eintak af þessu bréfi tU fimm giftra vlna þinna, sem sitja i sömu súpunniogþú. Síðan pakkar þú konunni þinni inn og sendir bana tU þess manns, sem er efstur á meðfylgjandl lista. Síðan bætir þú nafni þinu neðst á listann. Þegar nafn þitt er komið efst á listann, munt þú fá 16.487 konur sendar. Þú verður að hafa trú á keðjunni. Eg veit um einn eiginmann sem rauf keðjuna og hann fékk eiginkonu sína senda tU baka. Láttu slikt ekki koma fyrirþig. Meðvinarkveðju.” Umsjón: 1 Jóhanna S. Sigþórsdóttir. Kvikmyndir Kvikmyndir SITTHVAÐ AÐ DANSA OG LEIKA HeKi: Staying Alive. Þjóöemi: Bendarísk. Leikstjóm: Sylvester Stallone. Handrit: Sylvestor Stallone, Norman Wexler. Kvikmyndun: Nick McLean. Aöalhlutverk: John Travolta, Cynthia Rhodes, Finola Hughess, Steve Inwood. Tony Moreno er dansari sem átti heima í Brooklyn en fluttist tU Manhattan til aö verða rikur og frægur. En leitin að framanum, virðist ætla að verða endaslepp. Það gengur svo til ekkert hjá strák, hann fær bara ekki að dansa, nema þá í vinnunni. Hann starfar nefnilega við danskennslu og einnig við að dansa á milli gesta öldurhúss einhvers með glös. Passa að brjóta ekkert. Inn í þetta fléttast auðvitað ástar- samband. Annars vegar við ljóta ófræga dansarann (sem auðvitað er ekkert ljótur því það er enginn ófríöur í bandarísku bíói) og hins vegar fallega fræga dansarann. Og svo togast öflin á innra með dansaranum okkar, hann dandalast á rmlli konunnar með homin og þeirr- ar með geislabauginn. Að lokum fer þó svo að dansarinn fær stórt hlut- verk, dansar á móti djöflinum en engiUinn er í aukahlutverki. Á miðri frumsýningunni ákveður hann að honum út i horn og dansar sóló með engilinn í bakhöndinni. Markmiðið með gerð þessarar myndar er aðeins eitt: Að kveikja á ný á ljósi John Travolta á stjömuprýddum Hollywood-himni. Robert Stigwood, sá er framleiddi Saturday Night Fever og Grease, lagði út í þennan kostnaö og fékk Sylvester Stallone tU að gera Travolta að númeri á nýjan leik. Mér er það minnisstætt að þegar Travolta var orðinn eitt stærsta nafn í Hollywood, eftir dans sinn í Smjör- klessunni, þá gaf hann út þá yfir- lýsingu að hann ætlaöi aö hætta að dansa og verða eingöngu leikari. Á þessum tíma treysti ég mér ekki til að leggja dóm á þessa ákvörðun þar sem ég hafði ekki orðið þeirrar ánægju aðnjótandi aö sjá manninn leUta, né heldur dansa. En við vitum hvernig þetta fór. Travolta greyið fékk ekkert að gera, utan hlutverk í De Palma myndinni Blow-up. En svo sökk hann í djúp hinna gleymdu stjama, ekki einu sinni Sinatra með öU sin mafiutengsl tókst að bjarga strák. Augu mín opnuöust er ég sá Staying Alive. Maðurinn kann bara aUs ekki aö leika. Það er aUtaf eins og hann sé rétt aö fara aö væla þegar hann opnarkjaftinn. En dansa kann hann, það verður ekki af honum tekið, og þess vegna tóku aðstandendur myndarinnar þá rökréttu stefnu að láta myndina ganga út á dans. Atriðin þess á miUi eru svona eins og kynningar Eddu Andrésar í Skonrokki, bara að láta vita h vað gerist næst. Mestallan tímann er þessi mynd hvorki humar né rækja, hún byrjar á vitlausum punkti og heldur sig þar alveg þar tU í restina að örUtU spenna skapast í, .Showdown "-atrið- inu. Myndin er aðstandendum hennar ekki tU neinnar upphefðar, það er þá helst sá sem sá um að raða niður hinum og þessum ljósum á sviðinu sem getur verið montinn. Sigurb jöra Aðalstelnsson. BARNFÚSTRUNÁMSKEIÐ R.K.Í. Rauði kross íslands heldur námskeið fyrir barnfóstrur dagana 3., 4., 5., 7. og 8. maí nk. frá kl. 19—22 daglega nema laugardag, þá verður timinn eftir samkomulagi. Námskeiðið er ætlað 12 ára og eldri og námskeiðsgjald er 500 kr. Innritun og nánari upplýsingar í sima 26722 frá kl. 10—16 daglega. AFG REIÐSLUST ARF Starfskraft vantar til afgreiðslustarfa í blómabúð. Upplýsingar i síma 73532. HVAÐ ER SponSeb eru spenniborðar, notaðir til að halda hlutunum á sínum stað: TANGARHOFÐA 4 SiMi Verslun 91-86619 með varahluti í vörubíla og vagna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.