Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Blaðsíða 32
44 DV. MIÐVIKUDAGUR18. APRIL1984. Dæmalaus "Veröld ÆMALAUS VERÖLD MALAUS "VERÖLD LEIÐARLJðS Hinsanna heimsfrægð Heimsfrægðin á Islamii er eigin- lega bara tvenns konar. Annars vegar eru það þeir sem verða heimsfrægir hér heima áður en þeir halda utan og svo hinir sem halda út í heim^alls óþekktir og' verða svo heimsfrsgir svona óvart. Það hlýtur að vekja athygli langt út fyrir borgarmörk Reykjavíkur að íslensk stúlka, fædd og uppalin í Miðfirði, skuli deila húsi með ein- um valdamesta manni veraldar, varnarmálaráðherra Bandaríkj aima. Og auk þess gegna því ábyrgðarstarfi að passa hund ráð- herrans' en eins og allir vita þykir Bandaríkjamönnum ákaflega vænt um hundana sína. Athyglisvert er að ráðherrann skuli velja Islending til starfans þegar haft er í huga að hér á landi er hundahald bannað og þjóðin því reynslulítil á þessu sviði. Ekki er! von að svo háttsettur maður sem' Weinberger hafi vitað af þessu áð- ur, en nú hlýtur stúlkan úr Miftfiröi að vera búin að segja honum allan sannleikann. Hundur Weinbergers er að sjálf- sögðu vinur kynbræðra sinna hvar í heimi sem er og mætti segja okkur að ævintýrið i Washingten, sem l hófst í Miðfirði þegar María Heið- land fæddist á miðjum sjötta ára- tugnum, ætti eftir að draga dilk á eftir sér. Ef Weinberger og hundur hans ákveða að hundahald skuli leyft á Islandi getur enginn mannlegur máttur breytt neinu þar um. Eigandi hundsins er yfirmaður stærstu herja heimsins. María Heiðland frá Staðarbakka í Miðfirði: Passar hund fyrir varnar- málaráðherra Fyrir hálfu ári hleypti María Heiðland Sigurlaugsdóttir heim-: draganum og hélt vestur um haf til enskunáms. Á 6 mánuðum hafa mál aftur á móti þróast svo að nú situr stúlkan frá Staðarbakka í Miðfirði, sem áður vann við véla- bókhald í Nóatúni, í stofum Casp- ars Weinberger, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, og pass- ar hund hans. Eitthvað mun hún einnig vinna við heimilisstörf á ráðherraheim- ilinu og að sögn ættingja hennar hér á landi unir María hag sínum vel, kann vel við húsbónda sinn og hyggur á lengri dvöl ytra en upphaflega var ráð f yrir gert. Caspar Weinberger er fæddur 1918 og lögfræðingur að mennt. Er hann sagður einn af „sterku mönnunum" í ríkisstjórn Ronalds Reagans. María Heiðland Sigurlaugs- dóttir er 29 ára og fædd og uppalin á Staðarbakka í Miðfirði eins og fyrrsagði. -EIR. María Heiðland Sigurlaugsdóttir frá Staðarbakka í Miðfirði, nú bú- sett á heimili varnarmála- ráðherra Bandarikjanna. Saumastofan hefur verið sýnd 12 sinuuin í Hlégarði: Páll Sturlaugsson og Helga Thoroddsen í hlut- verkum sínuni. Leikf élag Mosfellssveitar til Norðurlanda: Selja f isk og kökur Leikfélag Mosfellssveitar, sem sýnt hefur Saumastofuna eftir Kjartan Ragnarsson að undanförnu við góðar undirtektir, hyggur á utanferð með leikinn og er því með allar klær úti. Fjáröflunarleiðir hafa m.a. falist í kaupumáýsu svolestumskiptirsem leikararnir hafa flakað og selt sveítungum sínum. Þá hefur verið bakað og afraksturinn seldur á Lækjartorgi. Ferðinni er heitið til Svíþjóðar og Danmerkur og verður fyrsta sýningin í Uddevalla 13. júní. Þá verður sýnt í Gautaborg á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, og síðan farið yfir til Danmerkur þar sem sýnt verður í Thisted, sem er vinabær Mosfellssveitar, Oðinsvéum og Arósum. EkkiáAuto84 Þessi glæsilegi 6-dyra Rolls Royce var ekki á bílasýningunni á Artúnshöfða hvernig sem á því stendur. i Ameriku kostar hann aðeins 6 milljón íslenskar krónur, flaggstengur á þaki og blátt ljós fyrir kóngafólk sem vill fara hratt yfir. Leðursætl og leðurteppi, valhnota i innréttingum, sjónvarp, video. o.s.frv. Fyrst kom Jónas með Baulumynd Menntaskólinná Akureyríí57ár: FráBaulutil Busavígslu Menntaskólinn á Akureyri hefur fest kaup á málverki eftir Baltasar er nefnist Busavígsla á Akureyri og er stefnt að afhendingu fyrir 17. júni nk. Kauþverð: 50 þúsund krónur. MA á nú veglegt safn myndverka alls konar sem prýða vistarverur menntastofnunarinnár og mun láta nærri að þau séu nú 200 talsins. Allt öndvegisverk eftir fremstu lista- menn þjóðarinnar. Fyrsta málverkið sem skólinn eignaðist var Baulumynd eftir As- grím Jónsson sem Jónas Jónsson frá Hriflu, þáverandi kennslumála- ráöherra, færöi skólanum að gjöf árið 1927, fyrsta árið sem MA hafði formlegt leyfi til að útskrifa stúdenta. Síðan eru liðin 57 ár enda langt á n lill i Baulu og Busavigslu. Æ Nú er það Baltasar með Busavigslu. it'iÉiit imriwiiíf'i'iiimi -»---*-.*.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.