Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Qupperneq 36
r FRÉTTA SKO T/Ð Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frótt — hringdu þá i sima 68- 78-58. Fyrir hvert fróttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greiðast 1.000krónurog 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið ihverri viku. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólar- hringinn. 68-78-58 SIMINN SEM ALDREISEFUR Aldreiheyrt um slökkvi- kerfið — segir einn eigendanna íGlæsibæ „Þaö hefur aöeins komið til tals aö gera eitthvað í húsinu varðandi bruna- varnir, en ég hef ekki heyrt um þetta slökkvikerfi fyrr,” sagöi Olafur Ingimundarson, eigandi verslunar- innar Skóhornsins í Glæsibæ, í samtali viðDV í morgun. Eins og fram kom hér í blaðinu í gær eru brunavarnir Glæsibæjar í molum. Brunamálastofnun sendi fyrir ári eig- endum verslananna bréf þess efnis aö ráöa þyrfti bót á þeim málum eins fljótt og auðið væri. Því mun ekki hafa veriö sinnt. Meöal annars kom fram aö þegar leyfi fékkst fyrir byggingu húss- ins var það gert aö skilyrði aö slökkvi- kerfi yrði sett upp. Þaö var ekki gert. Olafur hefur rekiö verslun sína í Glæsibæ frá árinu 1971. Hann sagöi aö ekkert formlegt húsfélag væri til, hins vegar væri stundum kallaöur saman fundur meö eigendum verslananna í húsinu. Þeir fundir væru þó afar sjaldan og þá einkum fyrir stórhátíðir þegar verslanirnar þyrftu aö auglýsa saman. Hjá RLR fengust þær upplýsingar í morgun aö brennuvargurinn væri enn ófundinn. -KÞ. Sslendingar berja konurnarsínar Slagsmál og líkamsárásir voru orsök 45% allra kjálkabrota hér á landi á átt- unda áratugnum. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Sigurjóns H. Olafssonar tannlæknis sem birtist í nýjasta Læknablaðinu. Kjálkabrot hjá konum af völdum h'kamsárása eru miklu algengari hér á landi en annars staöar hefur veriö greint frá. Hvorki meira né minna en 46% kvenna sem kjálkabrotnuðu voru fómarlömb bar- smíða. Aö sögn Sigurjóns eru hlutföll þessi miklum mun hærri en þekkist á megin- Landi Evrópu en þó má geta þess aö Grænlendingar skjóta okkur ref fyrir rass á slagsmálasviðinu. Þar í landi má rekja um 90% kjálkabrota til áfloga ahs konar. -EIR. LUKKUDAGAR 18. april 58450 FLUGVÉLAMÓDEL FRÁ I.H. HF. AÐVERÐMÆTI KR.650. Vinningshafar hringi í síma 200681 Harðnandi sam- keppni heildsala Mikil umbylting er aö veröa á allri heildverslun í landinu þessa dagana og viröist hún fyrst og fremst vera fólgin í því aö menn sjá sér hag í aö geta boöið sem ódýrasta vöru. Heild- verslanir meö góö vörumerki eru nú farnar aö stunda harða sölustarf- semi í staö þess aö biöa eftir aö kaup- menn komi til þeirra eftir vörum. Vörumerkjum i ámóta gæðaflokk- um fer fjölgandi og viðskipti kaup- manna sjálfra við risainnkaupakeðj- ur erlendis, fara vaxandi. Loks telja kunnugir aö hjaðnandi verðbólga hafi skerpt veröskyn almennings á ný þannig að fólk sé fariö að eyöa talsverðum tíma í verðsamanburö sem nánst var útilokaöur fyrir ári. Aþreifanlegt dæmi í þessum átök- um er verðstríð á sviöi klósett- pappírsviöskipta. Fyrirtækiö Nesport hóf innflutning á portúgölsk- um klósettpappír fyrir jól og var hann mun ódýrari en sá sem fyrir var á markaðnum. Seldi fyrirtækiö m.a. 250 þús. rúllur á þrem mánuö- um og fékk öll viðskipti viö opinberar stofnanir á þessu sviði fyrstu sex mánuði þessaárs. I kjölfar þessa hafa flestar aörar tegundir, sem fyrir voru, hríölækkaö í verði svo nemur jafnvel 20 til 30 pró- sentum. Einstaka tegundir eru komnar niöur undir eöa niður í sama verð og portúgalski pappírinn. Viömælendur DV um þetta mái voru ekki á því aö eldri heildsalamir hefðu okrað á vörunni fram til þessa heldur töldu hklegra aö þeir hefðu fengiö lækkun frá framleiðendum vegna harönandi samkeppni, eða leitað hagkvæmari innkaupaleiöa. -GS. „Þau tídkast nú in breiöu spjótin, ” sagði kappinn til hœgri er hann hné til foldar. Sídan reis hann upp ósár, eins og einherji í Valhöll og gekk á friöarviku sem er auglýst á spjöldum í baksviöi átakanna. Um páskana verður mikil dagskrá á friðarviku í Norrœna húsinu. Skírdagur verður til dœmis helgaður börnum á öllum aldri og á föstudaginn verður dagskrá unnin af lœknum og eðlisfrœðingum sem fjallar um ógnir og áhrif kjarnorkustyrjaldar. Friðarviku lýkur á annan í páskum. D V-mynd Einar Ólason. Sauðárkróksvatnið hefur fengið nafn: Agdestein vann Hort — Milesíefsta sæti Norski skákmaðurinn Simen Agde- stein, aðeins 16 ára gamall, var maður Oslóarmótsins í gær þegar hann lagöi stórmeistarann Hort aö velli. Agde- stein haföi svart og tefldi franska vörn og Hort tefldi framan af eins og Karpov gegn Norömanninum fyrr í mótinu. En síöan reyndi stórmeistar- inn nýjung í flókinni stööu og Agde- stein náöi yfirhöndinni og haföi betri stööu þegar skákin fór í biö. Hort gaf síöan án þess aö tefla áf ram. Jón L. Ámason tefldi viö Hubner og lauk þeirri skák meö jafntefh. I viðtali viö DV sagöist Jón hafa sleppt Þjóö- verjanum því Jón heföi vænlegri stööu eftir byrjunina, en tefldi síöan óná- kvæmt og Hubner varðist vel. Þeir sömdu síðan um jafntefli eftir 29 leiki. önnur úrslit urðu þau að Miles vann Makarishev, og deFirmian vann Wed- berg, en Adorjan og Karpov gerðu fljótlegt jafntefh. Miles er nú eftur á mótinu meö 4 vmninga, en Karpov næstur meö 3,5. DeFirmian er í þriðja sæti með 3 vinninga, en Jón L., Agdestein, Adorjan og Makarishev hafa 2,5 vinninga. óbg Alvarlegt vinnuslys um borð í Vestmannaey VE: Grófst í ís og varð undir fiskkössum Sjómaður á togaranum Vestmanna- ey slasaöist alvarlega er skipiö var aö veiðum út af Surtsey á mánudags- kvöldiö. Mun hann m.a. hafa mjaðmargrindarbrotnaö. Hann var aö losa ís þegar íshengja féll á hann þannig að hann grófst aö hluta í ísinn, en þá runnu á hann tveir fiskkassar, f ulhr af ís. Togarinn hélt þegar til hafnar þar sem sjúkrabíll og læknir biöu hins slas- aöa á bryggjunni um kl. 2 um nóttina. Var maöurinn strax fluttur á sjúkra- húsiö til læknisaögerðar um nóttina. Sjópróf voru haldin í máhnu í gærdag. -GS. DVNÆSTÁ ÞRIÐJUDAG DV kemur næst út á þriðjudag eftir páska, 24. apríl. Smáauglýsingadeildin veröur opin mánudaginn 23. apríl, þ.e. annan í páskumkl. 18—22. Heilsa-Water í Ameríku —undirbúningur vestanhaf s gengur f ramar vonum „Viö komum til Islands í endaðan júní, höldum þá blaðamannafund og kynnum stööu mála. Reyndar geng- ur allt samkvæmt áætlun hér í Kanada og ég fæ ekki betur séö en vatnsútflutningurinn verðí meiri en ráð var fyrir gert í upphafi,” sagði Vestur-Islendingurinn Thor Nicolai- son í Toronto sem hefur haft milli- göngu um sölu Sauöárkróksvatnsins vestur um haf: 18 milljónir htra á ári næstu 10 árin og gott betur. Að sögn Thors hefur einkafyrir- tæki hans, Cam-Nick International, sem stofnað var fyrir tæpu ári aldrei ráögert aö standa sjálft fýrir vatns- innflutningnum. ,,Eg hef lengi haft uppáskrifaöa samninga undir höndum við þrjú afar f jársterk dreif- ingarfyrirtæki í Bandaríkjunum sem sýnt hafa málinu mikinn áhuga allt frá byrjun og þau bíöa bara eftir fyrstu sendingu sem væntanleg er hingað um mánaöamótin jan.-febr. á næsta ári. Þessi dreifingarfyrir- tæfci eru afar sterk og fást við þaö eitt aö dreifa vörum í stóru, banda- rísku keðjuverslanimar,” sagöi Thor. Bandarísk auglýsingastofa vinnur nú aö því aö hanna merkúniöa á vatnsflöskumar af Króknum sem ætlaðar era á Bandaríkjamarkað og verður það væntanlega selt undir nafninu „HEILSA—WATER”. „Þetta er gott íslenskt orö og þýðir bæði kveöja og heilbrigði,” sagði Thor Nicolaison sem búið hefur í Kanadaíl5ár. -Eœ. ittttii

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.