Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Qupperneq 9
DV. £XUGÁKDAtíURT2i: ÁPRIL' 1984. 9 " ÞORVALDUR HALLDORSSON: Fæst mest við trúar- lega tónlist „Eg er aö lesa guöfræöi viö Há- skólann og starfa aö auki sem aöstoðarmaöur í safnaöarheimili Grensássóknar,” segir Þorvaldur Halldórsson sem söng eitt allífseigasta lag sem um getur í útvarpsþáttum á Is- landi, lagið Á sjó. Annaö lag sem Þorvaldur er þekktur fyrir er 0 hún er svo sæt, sem er reyndar eftir hann sjálfan. Þorvaldur söng lengst af meö hljómsveit Ingimars Eydal á Akureyri en síöast söng hann meö Pónik áriö 1973. ,,Eg var orðinn æöi þreyttur á þessu enda búinn aö vera í þessu í tólf ár samfleytt,” segir Þorvaldur. Um svipað leyti flutti hann til Vest- mannaeyja og fór þar aö vinna sem rafvirki hjá Ftafveitunni. Þar sem hann var meö stóra fjölskyldu varð vinnutíminn oft langur og Þorvaldur sá fljótt að skemmtanaiönaðurinn fór ekki vel saman við þetta. „Á þessum tíma fór ég lika aö leita aö nýju lífsmunstri og velta fyrir mér ýmsum spumingum um lífiö og tilver- una,” segir Þorvaldur. Þessar vangaveltur enduðu meö þvi aö Þorvaldur gekk á vit trúarinnar og tók upp lífsstefnu kristins manns. Guö- fræöin kom svo sem rökrétt framhald af þessari nýju stefnu nokkrum árum síöar. En Þorvaldur hætti ekki alveg aö syngja. „Nei, ég söng með kór í Vestmanna- Þorvaldur Halldórsson i dag. Leggur stund á guðfræðinám í Há- skólanum og vinnur sem aðstoðar- maður i safnaðarheimili Grensás- sóknar i Reykjavík. DV-mynd S. Þorvaldur Halldórsson. Frá árinu 1967. eyjum sem Diddi fiðla stjómaði og síðar sneri ég mér aö trúarlegri tónlist og hef fengist viö hana síðan,” segir Þorvaldur. Hann hlustar þó á ýmsa aðra tónlist svo sem klassíska tónlist og létt- klassískan jass. Hann segist vera haröur andstæðingur þeirrar stefnu innan nútímatónlistar sem að hans mati grundvallast á ofbeldi og til- finningakulda. „Þessar tónlistarstefnur eru í and- stööu viö manninn og lífiö og boðskap- ur þeirra er svo neikvæður. Mér finnst aö tónlist eigi aö nota í jákvæðum til- gangi og til að koma jákvæðum boð- skap á framfæri,” segir Þorvaldur Halldórsson. INGIBJORG GUÐMUNDSDOTTIR: Tónlist áaðláta fólki líða vel ,,Eg geri margt. Til dæmis vinn ég hjá Amarflugi og aö auki vinn ég að hugarfarsbyltingu þjóöfélagsins meö félögum mínum í Samhygð,” segir Ingibjörg G. Guðmundsdóttir sem flestir landsmenn komnir tii vits og ára þekkja betur sem Ingibjörgu í BG og Ingibjörgu frá Isafiröi. Ingibjörg byrjaöi að syngja með BG 1967 þá 17 ára að aldri og hélt því áfram til ársins 1978 er hún hætti aö syngja opinberlega. Mörg laga BG urðu landsfræg og má þar nefna Þín innsta þrá og Góöa ferö. Allan tímann meðan Ingibjörg söng meö BG var hún í skóla á vetrum og 1977 lauk hún prófi sem félagsfræð- ingur frá Háskóla Islands. Hún sneri sér næst aö blaðamennsku um tíma og Ingibjörg Guðmundsdóttir á árum áður er hún skemmti landsmönn- um með BG frá Ísafirði. síöar starfaði hún á félagsmálastofnun í Hafnarfirði. Eftir þaö lá leiðin til Arnarflugs. En hefur Ingibjörg í hyggju aö byrja aðsyngja aftur? „Eg veit þaö ekki. Að minnsta kosti ekki eins og áöur. I dag legg ég miklu meira orðiö upp úr boðskap tónlistar- innar og vil nota hana til hvatningar og til að auka á bjartsýni fólks gagnvart framtíðinni. Eg vil koma einhverju jákvæðu tilskilameðtónlist.tildæmis einhverju umfriðarboðskapinn,” segir Ingibjörg. Hún reynir aö fylgjast eitthvað með því sem er að gerast í tónlistinni í dag og segist verða þess vör að tónlistin túlki sífellt meira sambandsleysi milli Ingibjörg Guðmundsdóttir i dag. Vinnur við að afgreiða flugfarþega hjá Arnarflugi sem aðalstarf, en i fristundum vinnur hún að betra mannlifi og friði með samtökunum Samhygð. DV-mynd Bj. Bj. einstaklinga. ,,Og sumt af þessari nýju tónlist, sem mér finnst bara höföa til ofbeldis og agressjónar, hlusta ég alls ekki á,” segir Ingibjörg. „Eg hlusta á tónlist mér til ánægjuauka en ekki til að láta hana pirramig.” Annars hlustar Ingibjörg á alls konar tónlist, klassíska og jass, en um þessar mundir er brasilísk tónlist í sér- stöku uppáhaldi hjá henni. „Eg fór til Brasilíu í vetur og heill- aðist alveg af tónlist Brasilíumanna. Hún geislar af gleði, lifi og fjöri,” segir Ingibjörg Guömundsdóttir. -SþS. „Eg rek leiktækjastofu,” segir Bjarki Tryggvason sem gerði garöinn frægan um langt árabU upp úr 1970. Lengst af söng Bjarki með hljómsveit- inni Póló og Bjarki og frá þeim tíma má nefna lagið Glókollur sem náöi miklum vinsældum. Seinna söng Bjarki sóló og söng sig þá inn í hug og hjarta landsmanna í laginu I sól og sumaryl. Síöast heyröist frá Bjarka opinberlega á sólóplötunni Einn á ferö. semkomútl980. — En skyldi hann vera hættur? „Nei, ég held aö ég eigi hátindinn eftir,” segir Bjarki. „Eg hef lengi veriö volgur í að halda áfram, mér finnst eins og að ég eigi eitthvaö eftir. Ég er enn í fínu formi. ” Og forminu heldur Bjarki við meö því aö Uta inn hjá kunningjunum við og viö og taka lagið. Aö ööru leyti hefur Bjarki engin afskipti af tónlistarlifinu á Akureyri og hefur ekki haft lengi. Aöaláhugamál Bjarka síðustu árin hefur veriö að þeysast um i óbyggðum á vélsleöa. „Þaö er hreint frábært að vera á vél- sleða uppá hálendinu í góöu veðri,” segirhann. Og nú um daginn þegar vélsleða- menn héldu mikið mót í Jökuldal var Bjarki mættur á staðinn á sleðanum og með gítarinn. „Já, ég var lengi í vandræðum með aö hafa gítarinn með á sleðanum. En nú er ég búinn að útvega mér þræl- sterka gítartösku, sem auðvelt er að BJARKITRYGGVASON: Á hátindinn ennþá eftir Póló og Bjarki frá því um 1967. Bjarki er lengst til vinstri en hinir eru frá vinstri: Pálmi Stefánsson hljómborðsleikari, Steingrimur Steingrimsson trommur, Ásmund- ur Kjartansson gitar og Þorsteinn Kjartansson saxófónn. Bjarki lék á bassa og söng. DV-mynd Páll A. Pálsson. spenna á sleðann, svo hér eftir veröur gitarinn örugglega með í ferðum,” segirBjarki. En Bjarki hef ur samt ekki alveg sagt skilið við bassagítarinn, sem hann lék álengstaf. „Nei, ég er að dunda mér viö að gera upp elsta rafmagnsbassa á Islandi. Þetta er Fender bassi árgerð 1954 og var meðal annars notaður í KK- sextettinum,” segir Bjarki. Um íslenskt tónlistarlíf í dag hefur Bjarki ekkert nema gott að segja. Honum finnst þróunin stefna í rétta átt og telur að fleiri íslenskar hljómsveitir en Mezzoforte eigi að geta gert það gott erlendis. — En hvernig tónlist hlustar hann á sjálfur? „Eg er alæta á tónlist og reyni að fyigjast meö því sem er að gerast hverju sinni. Til dæmis finnst mér tölvupoppið mjög skemmtilegt. Uppáhaldstóniistin mín er annars Bjarki Tryggvason i dag. Hér situr hann með bassann góða, þann elsta rafknúna á landinu, á eftir- lætishesti sinum, vélsleðanum. DV-mynd JBH/Akureyri. mjúka rokkið. Bárujárnsrokkinu var ég aldrei hrifinn af en þó er alltaf gaman að skemmtilegu rokki, í hvaða mynd sem það er,” segir Bjarki Tryggvason. -SþS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.