Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1984, Blaðsíða 4
4 DV. MÁNUDAGUR 7. MAl 1984. „Hótaði að drepa mig” — segir Júlíus Sigmarsson sem mætti byssumanninum „Ég spurði hann hvem andskotann hann væri að fíflast með þetta og þá beindi hann byssunni að mér og hótaði að drepa mig.” Júlíus Sigmarsson, íbúi við Ný- lendugötu, mætti byssumanninum á Bakkastíg, en Júlíus var þá á leið til dóttur sinnar sem var við vinnu í versluninni á Vesturgötu 53. Hún haföi hringt til fööur síns þegar hún sá byssumanninn á götunni utan við verslunina og beöið hann að koma. „Eg foröaði mér auðvitaö hiö bráö- asta og maðurinn hélt áfram niður Bakkastíginn,” segir Júlíus. Júlíus hélt í fyrstu að byssan sem maöurinn var með væri leikfanga- byssa enda hafði hann ekki heyrt skot- in sem maðurinn var búinn að hleypa af. „Hefði ég vitað að maðurinn væri vopnaður alvöruhaglabyssu hefði ég aldrei fariö út úr húsi,” segir Júlíus. „Eg vona bara að byssan hafi veriö tóm þegar ég mætti honum,” bætir hann við. Júlíus segist ekki hafa oröiö sér- staklega skelkaöur við að lenda í þessu. Mér datt ekki i hug að maðurinn væri vopnaður alvörubyssu, segir Júiius Sigmarsson, en byssu- maðurinn hótaði að drepa hann. „Manni finnst þetta svo fjarstæðu- kennt, jafnvel eftir á, maður nær því ekki að verða hræddur,” segir hann. Hann segir aö maðurinn hafi verið greinilega ölvaður og reiður. „Það var ógurleg reiði í honum,” segir Júlíus Sigmarsson. -SþS Hér sést niður Bakkastiginn þar sem Júiius mætti byssumanninum. í bak- sýn sést Danielsslippurinn þar sem byssumaðurinn gafst að lokum upp, þá kominn um borð ibátinn sem er lengra tiihægriá myndinni. í þessu manniausa húsi númer 67 við Vesturgötu er talið að byssumaðurinn hafi geymt byssuna sem hann stal að- faranótt föstudags- ins úr báti við Grandagarð. „Miðaði beint á bflinn” — Ólafur Sigurðsson leigubflstjóri varð tvívegis á vegi byssumannsins á föstudagskvöldið „Ég kom akandi niður Framnes- veginn og beygði inn á Vesturgötuna og sá þá manntnn standa á gangstétt- inni og miða byssunni beint á bilinn. Eg gaf allt í botn og beygði í hvelii fyrir hornið á Seljaveginum og tel mig þar með hafa sloppíð fyrir horn í orðsins fyllstu merkingu.” Olafur Sigurðsson, leigubílstjóri á Bifreiðastöö Steindórs, var einn þeirra sem urðu á vegi byssu- mannsins á Vesturgötunni á föstu- dagskvöldið. En það sem meira var, Olafur kannaðist viö kauöa og bjóst þvíviðhinuversta. ,,Já, þessi maður hefur margoft komiö niður á stöö til okkar og við keyrt hann þegar hann hefur átt pen- inga. Yfirleitt hefur hann ekki verið með nein læti en eitthvað hefur slegiö út í fyrir honum á föstudagskvöldið. Hann kom hingað milli átta og hálf- níu og vildi fá bíl. Eg neitaöi að keyra hann vegna þess að ég vissi aö hann átti enga peninga. Svo fer ég út á plan og þá kemur hann að mér og segir: ,,Eg skal skjóta þig, svínið þitt, og ykkur öll svínin hérna.” „Gerðu það bara,” segi ég og meö það fer hann upp Vesturgötuna,” segir Olafur. Eftir þetta fer Olafur í akstur vestur í bæ og rúmlega níu kemur hann niður Framnesveginn eins og áöurerlýst. „Mér krossbrá auðvitað þegar ég sá manninn þama og átti von á hinú versta eftir það sem á undan var gengiö. Eg bjóst við skotinu þá og þegar en sem betur fer hleypti hann ekki af. Eg fékk hálfgert sjokk, mest eftir á, enda óskemmtilegt að lenda í svonalöguðu,” segir Olafur Sigurðs- son leigubifreiðarstjóri. -SþS Haglabyssan sem hinn ölóði maður var með er einhleypt 12 kaiibera af sovéskri gerð og hafði henni verið stolið úr trillu við Granda aðfara- nótt föstudagsins. Einnig var stolið tugum haglaskota. DV-myndir S. Ólafur Sigurðsson leigubílstjóri við bílsinn á planinu fyrir utan Bifreiðastöð Steindórs þarsem byssumaðurinn hótaðiað skjóta hann. \ dag mælir Pagfari______________j dag mælir Dagfari__________ í dag mælir Dagfari FORMAÐUR A VITLAUSUM STAÐ Nú er það nýjast af þeim sjálf- stæðismönnum að varaformaöurinn vill að formaöurinn verði settur á þann stað sem honum ber. Morgunblaðið var fljótt að útleggja þessa yfirlýsingu á þá leiö að setja þyrfti formanninn á stall. Ekki eru það óeðlileg viðbrögð hjá Mogga- mönnum enda hafa þeir stundað þá iðju frá stofnun Sjálfstæðisflokksins að lyfta formönnum hans á stall, tekið þá í dýrlingatölu í samræmi við þá kenningu að formennska í Sjálfstæðisflokknum væri ofurmann- legt embætti. Hinn ungi formaöur Sjálfstæðis- flokksins, Þorsteinn Pálsson, hefur að vísu þurft að bíða eftir sinni guölegu útnefningu hjá blaði allra landsmanna en hefur þó átt innan- gengt með viöhafnarviötöl þegar mikið hefur legið við. Slíkt viðtal var viðhaft þegar varaformaðurinn fann það út að formanninn „ætti aö setja á þann stað sem honum ber”. Nú má vera að varaformaðurinn hafi átt viö einmitt þetta, þ.e.a.s. að Morgunblaðið bryti odd af oflæti sinu og meðhöndlaði formanninn með þeirri viðhöfn sem sæmir hinu ofur- mannlega embætti. Það sem hann er kannski að segja er að meðan Morgunblaðið umgengst Þorstein Pálsson eins og hvern annan stjórn- málamann komist hann aldrei á þann stað sem honum ber. Meðan geislabauginn vantar og hátíðarblæ- inn og dýrlingasvipinn og Morgunblaðið hundsar þá skyldu sína að lyfta formanninum upp á stall guða og goða er þess ekki að vænta að óbreyttir flokksmenn hneigi sig fyrir valdinu, hvað þá sjálf umglaðir ráðherrar. Nú er það venja í öðrum stjórnmálasamtökum og reyndar i hvaöa félagsskap sem er að þegar búið er að kjósa formann, þá er hann formaður og þar með á þeim stað sem honum ber. Sjálfstæðismenn hafa meira að segja haldið því fram að formennska í flokki þeirra sé miklum mun mikil- vægari en hvaða ráðherrastóll sem er. Þess vegna hélt maður að for- maöurinn væri rétt staðsettur þegar hann var kosinn formaður. Betri staðsetningu væri ekki hægt að finna. En greinilegt er af ummælum varaformannsins að þetta er einhver misskilningur. Varaformaðurinn sem einnig vildi vera formaður er augljóslega þeirrar skoðunar að for- mannssætið fyrir Þorstein Pálsson sé alls ekki hans rétti staður. Þetta kann að þvælast fyrir fleirum en Dagfara, sérstaklega vegna þess að fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna á landsfundinum þegar for- maðurinn var kosinn. Landsfundar- fulltrúar hafa sem sagt einnig vaðið reyk með það hvað þcir voru aö kjósa. Kosningin hefur verið einn aUsherjarmisskUningur. Sú spurning hlýtur einnig að vakna hvort varaformaðurinn sé sjálfur á þeim stað sem honum ber. Hvaða staðir eru það sem blessuðum mönnum ber samkvæmt guðs og manna lögum? Og til hvers eru þeir að láta kjósa sig tU æðstu embætta í stórum flokki þegar þeim sjálfum finnst að þeir eigi heima einhvers staðar annars staðar? Nú er það auðvitað gott út af fyrir sig ef Þorsteinn Pálsson og Friðrik Sophusson hafa um það örugga vitneskju hvaöa staöur og staða það er sem þeim einum ber með réttu. Hins vegar er það verra þegar öðrum er ekki sagt frá þeirri vit- neskju. Bæði er það ósanngjarnt gagnvart Mogga, sem heldur að það sé staUur, og eins gagnvart ráð- herrunum, sem sitja í stólum sem öðrum ber, svo ekki sé talað um óbreytta flokksmenn sem hafa að mati varaformannsins kosið for- mann í embætti sem er aUt annað en houum ber. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.