Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1984, Blaðsíða 8
8 DV. MANUDAGUR 7. MAl 1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Mondale með yf- irburði í Texas —Jackson sigraði í Louisiana, fyrsti blökkumaðurinn sem sigrarí forkosningum í einu fylki Walter Mondale hefur nú bætt Texas í sigurgöngu sína í forkosning- um. Þykir hann nánast hafa gert aö engu vonir Gary Harts um aö hljóta út-' nefningu til forsetaf ramboös. Fyrsti blökkumaður sem að kveður Samtímis hlaut Jesse Jackson, mannréttindafrömuöur blökkumanna, sögulegan sigur í Louisiana, þar sem hann bar sigurorð af þeim báöum, Hart og Mondale. — Er hann fyrsti blökkumaöurinn sem sigrar í forkosn- ingum í einu fylki og þykir þaö tíðindum sæta, eitt út af fyrir sig. Merkilegt þykir einnig að þaö gerist í Suöurríkjunum. Jackson sigraöi raunar einnig í Washington D.C. á þriöjudaginn. Komin með 2/3 Mondale vann yfirburöasigur í Tex- as á laugardaginn, fékk rúm 50% á meöan Hart náöi ekki 30% og Jackson fékk tæp 15%. „Þetta var mikill sigur, einn sá mesti sem viö höfum hlotiö í forkosn- ingunum,” sagöi Mondale, sem hreppti þar meö obbann af þeim 169 f ulltrúum, sem demókratar í Texas senda á landsþingið í sumar, þar sem forseta- frambjóöandi flokksins verður út- nefndur. — Er þá Mondale kominn meö tvo þriöju hluta þeirra 1967 lands- þingsfulltrúa á bak viö sig sem hann þarf til þess aö trygg ja sér útnefningu. Fyrir forkosningamar í Texas hafði Mondale 1.201 fulltrúa tryggðan, Hart 661, Jackson 201 og 330 voru óbundnir af öllum framboösefnunum. Mondale með Texashatt féll bctur í kramið hjá Texasbúum, sem sóttu forkosningarnar þó dræmt. Frakkar heimta vegabréf af Bretum Franska stjórnin hefur ákveðið aö fella úr gildi ríkissáttmála sem fól í sér aö Bretum leyföist aö feröast í stuttar feröir til Frakklands án vegabréfs- áritunar. Hef ur þaö gilt í 30 ár. Breytingin mun taka gildi 8. júlí í sumar og er sprottin af máli sem reis í fyrra, þegar innflytjendaeftirlitiö í Frakklandi neitaöi blökkum feröa- mönnum frá Bretlandi um aö koma inn Umsjón: Guðmundur Pétursson og Gunnlaugur A. Jónsson Jesse Jackson státar Mexikanahatti fyrir þann hluta kjósanda í Texas sem rekur ættir sínar til Mexíkó, en hafði ekki erindi sem erfiði þar. — Hins vegar vann hann sögulegan sigur í Louisiana. Ohio síðasta von Harts Eftir sigrana í byrjun forkosning- anna hefur hallaö stööugt undan fæti hjá Hart, sem batt miklar vonir viö aö snúa hrakförunum viö í Vesturríkjun- um og þá sér í lagi í Texas. Þessi úrslit þykja nær binda enda á framboösvonir hans en allra síöasta tækifæri hans þykir vera á morgun í forkosningunum í Ohio. Geti hann ekki skákaö Mondale í Ohio þarf naumast eftir landsþinginu aö bíöa í sumar til þess að sjá hverjum teflt veröur fram á móti Reagan í nóvember. Texasbúar virtust lítt áhugasamir í landiö meö persónuskilríki undirrituö af feröaskrifstofum í Bretlandi, eins og viögengist haföi eftir gömlu reglunni. Fólk með slík skilríki fékk aö dvelja í 60 stundir í Frakklandi ef þaö kom frá Bretlandi. Frönsk yfirvöld hafa tjáö Bretum aö þau óttist að ólöglegir inn- flytjendur laumist inn í landiö meö þessumhætti. I ágúst síöasta haust uröu rikis- stjómir þessara landa ásáttar um aö gamla reglan gilti eftirleiðis ein- vörðungu um breska borgara en ekki fólk frá samveldislöndunum, eins og áöur var látiö gott heita. Hart mátar hlaupaskó sem sniðnir eru eins og kúrekastígvél en varð samt á eftir í kapphlaupinu. um forkosningamar því aö kjörsókn þótti dræm. I Ohio verður kosiö um 154 lands- þingsfulltrúa, en alls eiga forkosningar eftir aö fara fram í 13 ríkjum um sam- tals 986 fulltrúa. I dag verða forkosn- ingar í heimafylki Harts, Kólóradó, og þykú- hann nokkuð öruggur um aö hljóta sigur en þar eru einungis 43 full- trúaríhúfi. 80% með verkfalli á Þýska- landi Leiötogar málmiönaöarmanna í Vestur-Þýskalandi hrósa sigri eftir at- kvæöagreiöslu um verkfallsheimild vegna kröfunnar um styttingu vinnu- vikunnar úr 40 stundum niöur í 35. At- kvæðagreiðslan stóö í tvo daga um helgina og 80% þeirra 251 þúsund meðlima IG-Metall sem atkvæöi greiddu í Baden-Norður-Wurttemberg voru fylgjandi verkfalli. Forysta samtakanna skoöar þau úr- slit sem stuðnmgsyfirlýsingu viö stefnu hennar í baráttu fyrir styttingu vinnuvikunnar en um hana hefur mjög verið deilt í Þýskalandi. Hefur þegar veriö boöað til fyrstu verkfallanna sem eiga að byrja í Baden-Wurttemberg, en þar eru Daimler-Benzverksmiöjurnar, Pors- che-bílasmiöjumar og Bosch-raftækja- verksmiðjumar. Gengiö verður til atkvæöa í öðrum umdæmum en 75% atkvæöa þarf meö verkfallsheimild. Þyriahrapaðií mannþröng Fimm manns fómst og tylft meiddist þegar þyrla hrapaöi niður i mann- þröng á f lugsýningu sem haldin var við ökukeppni í Hameenlinna í Finnlandi í gær. Margir hinna slösuðu liggja miUi heimsoghelju. Villtistísvif- fluguyfir til A-Þýskalands Svifflugmanni, sem týndist fyrir tíu dögum í æfingaflugi, hefur nú verið leyft aö fara vestur fyrir jám- tjald eftir aö hafa verið tíu daga í haldi í Austur-Þýskalandi. Hinn 21 árs gamli Matthias Koch lenti í A-Þýskalandi eftir að hafa viUst í 400 km löngu æfingaflugi sem hófst í Neöra-Saxlandi, skammt frá landa- mærunum. Hann hafði fylgt kennileitum niöri á jörðu en tók einhvers staöar skakkan pól í hæöina og elti rangan veg sem leiddi hann til A-Þýska- lands. Samkvæmt reglum flugklúbbs sins hafði hann myndavél til þess aö taka myndir af áföngum sem hann átti aö fljúga yfir. Austan járntjalds þótti flug hans og myndatökur æriö grunsamlegar. I tvo daga spurðist ekkert til Koch, þótt hann væri kominn fram þar eystra, en vestur-þýska leyniþjónustan komst á snoðir um aö hann væri í haldi í A-Þýskalandi á meöan þyrlur og björgunarsveitir leituöu hans dauðaleit. Koch fær svifflugu sína senda á eftirsérvesturyfir. Austur-þýskir landamæraverðir gæta vel til allra átta og láta engan svifflugmann vestan frá leika á sig. Allra síst ef hann hcfur ljósmyndavél meö i för og kann ekki aðra sögu betri um ferðir sínar en aö hann hafi villst. Blóðkreppu- sóttálndlandi Alls hafa 1399 manns dáiö af blóðkreppusótt og öörum innanmein- um, sem herjað hafa á íbúa í Vestur- Bengal á Austur-Indlandi siðan í mars. Alls hafa 38 þúsund manns veikst og er veíkin rakin til óheilsu- samlegs drykkjarvatns. Þessi far- aldur virðist fjarri því í rénun því aö 2.403 veiktust á laugardag til viöbótar. Thatchervillekki hlutastí kolaverkfallið Margaret Thatchcr, forsætis- ráöherra Breta, hefur aftekið að rikis- stjórnin hlutist í kolaverkfalliö sem hefur lamað yfir þrjá fjóröu af kola- iðnaði ríkisins. I útvarpsviötall um

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.