Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1984, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1984, Blaðsíða 11
DV. MÁNUDAGUR 7. MAl 1984. 11 „Áhugamálin ogstarfíö fara saman” — segir Bjöm Bjarnason, aðstoðarritstjóri á Morgunblaðinu „Mitt starf hefur verið að skrifa um stjórnmál, bæði innlend og eriend, en með þessu bætist svo verkstjórnarþátt- ur við,” sagði Björn Bjarnason í sam- tali við DV en hann var nýlega ráðinn aðstoðarritstjóri Morgunbiaðsins þar sem hann hefur starfað sem blaða- maður undanfarin ár. 1 tilkynningu Morgunblaðsins um þessa ráðningu segir m.a. um starfs- svið Björns að hann muni; ... „ásamt öðrum verkefnum, hafa umsjón með stjórnmálaskrifum blaðsins og fréttum af stjómmálavettvangi”. Bjöm Bjarnason er öðm fremur þekktur fyrir skrif sín og störf á vett- vangi öryggismála og vestrænnar samvinnu. „Þaö má segja að áhugamálin og starfið fari saman að verulegu leyti. Oryggismál og það hvemig friður verður best tryggður eru stórt áhuga- mál mitt og því hef ég tekið þátt í starfi um vestræna samvinnu þar sem þetta tvennt tengist saman á margan hátt,” sagðiBjöm. Flugtil Frankfurt ogókeypis afnot af Opelbifreið A fimmta þúsund manns tók þátt í bíla- og ferðagetraun sem bifreiða- deild Sambandsins og ferðaskrifstofan Samvinnuferðir efndu til á ferða- og. bílakynningunni í Miklagaröi í mars sl. Draga varð úr innsendum lausnum og kom upp nafn Sigurlaugar Marinós- dóttur, Hraunteigi 10, Reykjavík, sem hlaut að launum flugferð fyrir tvo til Frankfurt og ókeypis afnot af Opelbif- reiðítvær vikur. „Fyrir utan aö hafa þettá sem áhugamál er einnig forvitnilegt, sem blaðamaður, að fylgjast með þeim umræðum sem orðið hafa um þessi mál og skoða þær sveiflur sem orðið hafa í þeim miöað við áhuga almenn- ings á málefninu. Mjög mikil sveifla varð í umræðun- um eftir að Atlantshafsbandalagiðtók ákvörðun 1979 um aö koma fyrir meðaldrægum eldfiaugum í Evrópu. Eg var á þessum tíma staddur á fundi í Sviss, þar sem öryggismál voru rædd, en þá var ákvörðunin ekki komin. Allir voru þá sammála um að þetta gæti orðið hitamál og þótti undarlegt að enginn hafði þá þegar áhuga fyrir málinu, en samt sem áður komu við- brögöin sérfræðingum í opna skjöldu,” sagöi Björn. Björn taldi að bylgjan, eða sveiflan, hefði að miklu leyti gengið yfir núna með aukinni faglegri umræðu sérfræð- inga um eldflaugamar en spurningin væri hvenær næsta sveifla kæmi. „Annað sem mér finnst athyglisvert Sigurlaug Marinósdóttir tekur viö verðlaununum úr hendi D.H. Le Bon frá Opelverksmiðjunum i Þýskalandi. Bilarnir sem annst hina nýju þjónustu. Keflavík: Ný þjónusta hjá Aðalstöðinni hf. Frá Heiðari Baldurssyni, fréttaritara DVíKeflavík: Aðalstöðin hf. í Keflavík hefur nú aukið við leigubílaþjónustu sína. Auk hinna almennu leigubíla býður stöðin nú upp á sérstaka þjónustu sem kölluö er Taxi Express-limosine service. Þetta eru 8 farþega bílar sem verða ávallt til taks við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli og munu þeir aka þeim sem óska til Reykjavíkur með allan sinn farangur heim að dyrum fyrir 300 kr. á mann. Að sögn bílstjór- anna er þetta tekið upp að undirlagi flugfélaganna og ferðaskrifstofa. Auk þessa munu þeir bjóða upp á útsýnis- ferðir um Reykjanesskagann og víðar. Við ætlum að selja ferðamönnum út- synninginn í sumar, sögðu bílstjóram- ir er ég ræddi við þá, og viö teljum okkur fyllilega samkeppnisfæra í verði við rútur, auk þess sem þetta era miklu þægilegri bílar. Þeir ætla sér aö verða með um 12 bíla til taks allan sólarhringinn í sumar. " Bjöm Bjarnason, nýráðinn aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins. D V-mynd Loftur að skoöa í sambandi við þessi mál er fréttamiðlun og fréttamat á umræðun- um og þá með það í huga aö það séu ekki aðeins vamirnar og viðbúnaðurinn sem skipta máli fyrir öryggi lýöræðis- þjóða heldur einnig að um þessi mál sé rætt á skynsamlegum og réttum for- sendum án þess að áróður and- stæðingsins verði yfirgnæfandi,” sagði Bjöm. Um önnur áhugamál sín var Bjöm .áorður: ... „Eg hef ekki sjálfur tekið að mér neina málaflokka utan þessa á öðrum sviðum þjóðfélagsmála.” Björn hefur unnið að blaðamennsku frá háskólaáram sínum, fyrst á Morgunblaðinu en síöan um skamma hríð á Vísi en þar á milli, eða á áranum 1971—74 var hann útgáfustjóri Al- menna bókafélagsins. 1974 varð hann svo skrifstofustjóri forsætisráöuneytisins, eftir nokkurra mánaöa dvöl á Vísi sem fréttastjóri, og var hann í forsætisráöuneytinu í tíð tveggja ráðherra, þeirra Geirs Hallgrímssonar og Olafs Jóhannes- sonar, en á undanförnum árum hefur hann starfað sem blaðamaöur á Morgunblaðinu. -FRl Julie Einnig mikið úrval af filthöttum, alpahúfum, 10", 11" og 12". M. Frakkastíg 13, sími 29560. HATTABUÐIN Dragtír frá Laura Ash/ey KISTAN Laugavegi 64, sími 16646.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.