Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1984, Blaðsíða 14
KPOrtAM T CJTTr'& A rjx TIA Á tjr/-r DV. MANUDAGUR 7. MAI1984. Menning Menning Menning Menning Haflioi Hal/grfmsson. HAFLfÐI HALLGRÍMSSON HEIÐRAÐUR Hafliði Hallgrímsson, sellólelkari og tónskáld, hefur verið útnefndur félagi (associate) Konunglegu tón- iistarakademíunnar í London. Sá heiður fellur aðeins í hlut fyrrum námsmanna akademiunnar sem mjög hefur að kveðið og hafa getið sér gott orð fyrir störf að tónlistar- málum. Hafliði Hallgrímsson stundaði tónlistarnám hér heima, á Italíu og í London, og vann til verðlauna á námsárum, sínum. Hann hefur víða komiö fram sem einleikari frá því hann hélt sína fyrstu tónleika 1968 með Sinfóníuhljómsveit Islands, en hefur lengst af síðustu árin verið bú- settur í Bretlandi og síðustu árin í Edinbwg. Hann hefur verið meðlimur ensku kammerhljómsveitarinnar, Menuhin hátíöarhljómsveitarinnar og Haydn strengjatríósins. Síðustu ár hefur hann verið fyrsti sellisti; skosku kammerhljómsveitarinnar. Islenskum tónhstarunnendum er það fuUkunnugt að Hafliði hefur ekki síður stundað tónsmíðar en hljófæra- leik á tónUstarferU sinum. Nú hefur Hafliði sagt upp starfi sínu hjá skosku kammerhljómsveitinni og hyggst leggja meiri áherslu á tón- smíðar í framtíöínni. Þó mun Hafliði að sjálfsöðgu enn koma fram sem sellisti og leikur nú með Mondrian trióinu sem hefur getið sér gott orð fyrir flutning á sígUdri kammertón- Ust. Meiri háttar Ijóðatónleikar Ljóðatónleikar Elísabetar F. Eiríksdóttur og Láru S. Rafnsdóttur í Norrœna húsinu 1. maí. Efnisskrá: Jón Ásgoirsson: Glerbrot, GKarinn; Jórunn Viflar: Gestaboð um nótt, Im Kahn; Edvard Grieg: Et Háb, Jeg reiste en deilig Sommerkvœld, Den Ærgjerrige, Med en Primula Veris, PA Skogstien; Jean Sibolius: Den första kyssen, Flickan kom ifrAn sin alsknings möte; Gustav Mahler: Liebst du um Schönheit, Hans und Grethe; Richard Strauss: Die Nacht, Standchen; Johannes Brams: Dein blaues Auge, Unbewegte laue Luft, Von ewiger Liebe. Ljóöatónleikar hafa orðið merkUega sjaldgæfir hér í seinni tíð. Eg hef víst bent á það áöur að það muni vera óperunni að kenna. Nú er alls ekki meiningin aö fara hér aö skamma þá ágætu stofnun, óperuna, fyrh- að hafa aflagt ljóðatónleikahald í höfuðborg- inni. Málið er að það voru sömu söngvararnir sem voru svo iðnir við ljóðasöng sem fóru að syngja við hina nýstofnuöu óperu. Og jafnhliða kennslu (því söngvarar verða víst að lifa eins og aðrir) áttu þeir lítinn tíma aflögu tU að standa í tímafrekum undirbúningi undir ljóðatónleika. Þannig á þessi afturkippur í ljóðasöng sér eðlUegar skýringar og allir sem með fylgjast vita að þetta er aðeins tímabundið ástand sem varir ekki lengur en þar tU jafnvægi verður kom- iðáaðnýju. Elisabet F. Eiriksdóttir og Lára S. Rafnsdóttir völdu sér síður en svo auð- veldustu leið í samsetningu efnisskrár fyrir tönleikana í Norræna húsinu, heldur völdu þær krefjandi verkefni frá upphafi til enda. Þær byrjuðu með lögum eftir Jón Asgeirsson og Jórunni Viðar. Lögum sem ekki eru þekkt, eins og Glerbrot Jóns viö ljóð Freysteins Gunnarssonar og Im Kahn eftir Jórunni sem ekki er á hvers manns færi aö syngja. Sú söngkona sem tU EUsabet F. Eiriksdóttir. atlögu viö það leggur verður að hafa raddmagn ótæpUegt, bæði í dýpt og hæð, fyrir utan að hún verður að kunna Tónlist Eyjólfur Melsted með það aö fara. Og þaö hefur Elisabet. Hún er ein af þessum fágætu söngkonum sem gæddar erru feikn mikUU rödd — ekki á afmörkuðu þröngu sviði, heldur upp úr og niður úr — stUl hennar ber merki um mikinn þroska og hún fer vel með texta. Norræna hluta tónleikanna (þ.e. fyrri hlutanum) gerðu þær stöllur góð skU, en í lögum Mahlers, Strauss og Brahms gerðu þær enn betur. Sam- vinna þeirra var mjög góð. AUt hjálpaöist sem sé aö tU að gera þessa tónleika að meiriháttar viðburði. Eftú- þessa tónleika virðist sá tími sem ljóðasöngur hefur legiö í láginni hér- lendis aUs ekki hafa verið tU iUs, því meira virði eru gæði en magn. EM GLÓmjLAUS (HRDINGAGERD Islendingar eru þekktir um flestar jarðir fyrir einstæöan sofandahátt gagnvart nánasta umhverfi sinu. Með gegndarlausri rányrkju á gæðum þessa lands hefir mörgu verið spiUt, sumu gjörbreytt. Þannig hafa þeir stofnaö aðalatvinnuvegum sínum í al- varlega hættu sem ekki er séð fyrir endann á. Mengunarvarnir eru í mikl- um ólestri og er það eitt átakanlegasta dæmiö þegar helftin af þjóðinni er nán- ast að drukkna af skítnum í skolpinu frá sjálfri sér. SpjöU eru framin, oft af vítalausu kæruleysi á viökvæmum gróöri og vUltu dýraUfi, t.d. fuglum. Hemaðurinn gegn náttúru landsins er þvíiíkur að varla verður líkt við annað enfarsótt. Reykjanesskagi Undanfama áratugi hefir töluvert verið rætt hvað unnt sé að gera tU við- reisnar gróðri á Reykjanesskaga.i Hann er mjög víða iUa farinn af allt of mikiUi sauðfjárbeit sem hefir átt drjúgan þátt í gróðureyðingu. I lýsingu GuUbringu- & Kjósarsýslu eftir Skúla Magnússon landfógeta, sem rituö var fyrir réttum 200 árum, er víða bent á þetta vandamál: ,,... er meöalhátt fjaU, sem NjarðvUcurstapi heitir og hefir fyrrum vejið vaxinn grasi og lyngi. En nú er efsta jarðlagið fokið burtu að mestu og víðast aðeins eftir' harður sandsteinn.” (Landnám- Ingólfs, I. bindi bls. 120, Rvk. 1935— 36). Um Kálfatjarnarsókn segir SkúU (lOc. cit. bls. 121): ,,er hvergi hag- feldur staður til nýbýla, en eitthvert hiö besta land til sauöfjárræktar,-þaö er ég hefi séð á Islandi”. Athyglisvert er að uppblástur er gerður að umræðu- efni á 18. öld en Skúli sér ekki sam- hengið á mUU orsakanna og afleiöing- anna. Sauðfjárhald hefir veriö á undanfömum öldum og aUt fram á síö- ustu ár óhóflega mikið. Astæöa þess er að sjálfsögðu sú, að Reykjanesskaginn hefir verið gósenland fyrir útigöngu, a.m.k. svo lengi sem gróður entist. I jarðabók Arna Magnússonar og Páls VídaUns er víöa getið þessara hlunn- inda á Reykjanesskaga, auk þess var víða lyng- og hrísrif og sums staðar meira aö segja skógarítök, t.d. í almenningshraununum. Nú stendur mikið girðingarævintýri fyrir dyrum. Það verður að segjast sem er, að sú lausn er allsendis ófull- nægjandi og nær alls ekki að grípa á því vandamáU sem við er aö etja. Hugumstórir menn, sjálfsagt kontór- istar í Reykjavík, telja aö gU-ðrng frá Vatnsleysuströnd austur um í Heið- merkurgiröingu og síðan i hálfhring um Stór-Reykjavíkursvæðið um Mið- dalsheiöi, þvert yfir Seljadal og Mos- fellsdal og suður með allri Esjunni allt vestur í Tíðaskarð noröan Kjalarness, sé aUra meina bót! Girðingargleði þessi fer yfir fjölmargar mikilvægar umferöaræðar, Reykjanesbraut, Suðurlandsveg og Vesturlandsveg auk nokkurra fáfarnari vega t.a.m. Krísu- víkurveg og ÞingvaUaveg. Þar hafa verið áætlaðar sérstakar varöstöðvar, þar sem hundar og menn eiga aö vera til staðar trúlega allan sólarhringmn meðan frístundabændum í landnámi Ingólfs þóknast aö halda roUum sínum utan dyra. Kinamúr þessi á að kosta uppsettur kr. 5.000.000,- skrifa fimm milljónir, en sjálfsagt verða fram- kvæmdir dýrari og eftirUt og þjónusta við roUur og fristundabændur mun lík- lega koma fjárhag sveitarfélaga á Stór-Reykjavíkursvæðmu í opna skjöldu. Þó að fjárhagsástæður einar Kjallarinn GUÐJÓN JENSSON PÖST AFG REIDSLUM AÐU R. saman ættu að vera nægar til að kveöa svona lagaöa girðingaráráttu ærlega í kútinn þá þykir mér kyndugt að friða eigi tUtölulega lítiö landsvæði á kostnaö mun viökvæmara landsvæðis. FrístundabændaroUur munu að sjálf- sögöu halda áfram að eta þau grös og þau strá sem til eru uns jarðvegseyð- ing veöra og vinda tekur Viö og sér um aö breyta heiðum og dölum sem enn eru gróin í sandorpna jökulurð. Nokkrar tillögur Ljóst er að gróðurleysi fer vaxandi þar sem gróður er viðkvæmur og gengiö er of nærri gæðum landsins. Fyrir 8 árum var stigið mikilvægt spor meö banni við lausagöngu hrossa i landnámi Ingólfs. Þá bar eigendum hrossa að halda hross sín innan girðinga en viðurlögum beitt ef út af bar. Nú munu vera liðin um 50 ár frá því að Hákon Bjarnason, fv. skógræktarstjóri, viöraði hugmynd sína um friölýsingu landnáms Ingólfs. Benti hann á hversu miklu væri unnt aö bjarga af viðkvæm- um gróðursvæöum meö því aö girða úr Hvalfjarðarbotni og þvert yfir í þjóð- garðsgirðinguna við Þingvöll. Því miður var eigi hlustað á þann mæta mann en þessi hugmynd hefir nokkrum sinnum skotið upp kollinum. Margir kostir eru við slíka girðingu, t.d. vegalengd miklu skemmri en hálf- hringsgirðingarhugmyndin og ekki þarf aö fara um f jölfamar slóðir utan Vesturlandsveg. Þannig væri unnt að takast raunverulega á viö þann vanda sem við er að etja og jafnvel leysa aö einhver ju leyti offramleiðsluvandamál landbúnaðarvara, einkum lamba- ketsofframleiðslu í leiöinni. Þeir fjármunir sem spöruðust yrðu til að byrja með að vera notaðir að einhverju leyti til að aðstoða þá bændur sem háð- astir eru rolluhaldinu viö að verða sér úti um nútímalegra og hagsýnna lifi- brauð en að eltast alla ævi sína upp öll fjöll og fimindi eftir þessum fránu skepnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.