Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1984, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1984, Blaðsíða 27
DV. MÁNUDAGUR7. MAI1984. 27 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir „Við voram heppnir” — sagði Emst Happel, þjátfari Hamburger SV Frá Hilmari Oddssyni, fréttamanni DVíÞýskalandi: „Síðari hálfleikur var ekki fyrir hjartveikt fólk að horfa á. Ég var á taugum allan hálfleikinn enda var sókn Bayem þá mjög þung,” sagðl Erast Happel, þjálfari Hamburger SV, eftir leikinn gegn Bayern Miinchen. „Það má segja að við höfum verið heppnir að þessu sinni en allir ættu að hafa í huga að góð lið eru alltaf heppin. Og það er nauðsynlegt fyrir lið sem er að berjast um meistaratitil að bafa heppnina með sér,” ságði Erast Happel. ■SK. Erast Happél. „Höfum ekki gefistupp” — sagði Udo Lattek, þjátfarí Bayem Frá Hilmari Oddssyni, fréttamanni DV í Þýskalandi: Það er enn hugsanlegur moguleiki að við verðum meistarar. Við höfum ekki gefið upp alla von enn,” sagði Udo Lattek, þjálfari Bayern Miinchen, eftir tapið gegn Hamburger. „Við fengum fuilt af marktækifærum í þessum leik og áttum skilið að sigra í leikn- um. Ég var hræddur fyrir leikinn um að mínir menn væru þreyttir eftir bikarslaginn fyrr í vikunni. Leikmenn Hamburger sýndu annað slagið góða takta og Ulrich Stein var maðurinn sem öllu bjargaði. Markvarsla hans var hreint ótrúleg. En ég ítreka að við höfum ekki gefist upp. Við munum berjast áfram,” sagðiLattek. -SK Hamborgararnir mættu í Brasilíubúningum — þegar þeir unnu heppnisigur 2:1 yf ir Bayem í æsispennandi leik Frá Hilmari Oddssyni, fréttamanni DVí Þýskalandi: Markvörður Hamburger SV, Uirich Stein, sýndi það og sannaði á laugar- dag að hann er einn albestí markvörð- ur heims. Markvarsla hans, þegar Hamburger vann Bayera Miinchen i stórieik helgarinnar i Þýskalandi, kom í veg fyrir sigur Bayern. Hvað eftir annað varði hann sem óður væri og um tima í siðari hálfleik hélt hann liði sinu algerlega á floti. Mikil taugaspenna var strax sjáan- leg á leikmönnum beggja liða enda leikurinn afar þýðingarmikill fyrir bæði liðin. Leikmenn Hamburger mættu í leikinn í landsliðsbúningi Brasilíu, mikil hjátrú í gangi og allt gert til aö klekkja á andstæðingnum. Fyrsta mark leiksins kom á 22. mínútu og það var William Hartwig sem skoraði það. Wolfgang Felix Magath skoraði annaö mark Hamburger úr víti tíu mínútum síðar en Dieter Hönes skoraði mark Bayem Miinchen á 77. mínútu eftir góðan undirbúning Augenthaler. Sókn Bayem var mjög þung í síðari hálfleik og oft varð Ulrich Stein að taka á honum stóra sínum. Áhorfendur sem héldu með Hamburger áttu mjög erfitt á lokamínútunum. „Þetta var alveg ótrúlega mikilvægur sigur og við veröum meistarar. Það er alveg á hreinu,” sagöi Ulrich Stein mark- vörður eftir sigurleikinn. Staöa Hamburger er góð en aftur á móti má segja að möguleikar Bayern hafi farið fjandanstilmeðþessutapi. -SK. „Hefði viljað enda sem sigurvegari” — sagði Karl Heinz Rummenigge Frá Hilmari Oddssyni, fréttamanni DV i Þýskalandi: „Það hefði verið mun skemmtilegra að enda knattspyrnuferil minn hér í Þýskalandi með meistaratitli en það era því miður litlar líkur á að svo verði,” sagði snillingurinn Karl Heinz Rummenigge eftir leik Bayera Miinchen og Hamburger. Rummenigge átti að venju góðan leik fyrir Miinchen-liðið og hann á nú fáa leiki eftir með Bayera áður en hann fer til ttalíu. „Eg verð að segja eins og er aö í haust bjóst ég ekki viö svona góðum árangri hjá okkur. Sérstaklega varð ég svartsýnn eftir aö Breitner hætti. Þá hélt ég að öllu væri lokiö,” sagði Rummenigge. -SK. UIi Stein — átti stórleik í markinu hjá Hamburger gegn Bayem. STAÐAN Staðan er nú þessi I V-Þýskalandi, þegar þrjár umf erðir eru eftir: Stuttgart 31 18 9 4 75—29 45 Hamburg 31 19 6 6 68—33 44 Bayern 31 18 6 7 75-36 42 „Gladbach” 31 18 6 7 69—46 42 Bremen 31 17 7 7 69-40 41 Leverkusen 31 13 8 10 48—44 34 Köln 31 13 6 12 57—51 32 VeMingen 31 12 7 12 59-63 31 Diisseldorf 31 11 7 13 60-63 29 Bielefeld 31 10 9 12 36—45 29 Kalserslautem 31 11 6 14 62—59 28 Braunchweig 31 11 6 14 47-65 28 Dortmund 31 10 7 14 49-59 27 Mannheim 31 8 11 12 37—54 27 Bochum 31 8 8 15 49—66 24 Frankfurt 31 5 12 14 38—59 22 Offenbach 31 7 5 19 43-91 19 Niiremberg 31 6 2 23 35—73 14 [ Hættu, ] ! hættu! j j — hrópuðu - | áhangendur . I Hamburger J I Frá Hilmari Oddssyni, fréttamanni DV i I . Þýskalandi: | I „Hættu, hættu'.” hrópuðu áhorfendur í | * grið og erg þegar farið var að nálgast ■ I leikslok í leik Baycrn Munchcn og Ham-| 1 burgerá iaugardaginn. . I Orðum sýnum belndu áhangendur ■ Hamburger til dómara leiksins og grcini-1 I legt að taugaspennan var gifurleg. Sókn ■ Ileikmanna Bayern varð beittari með| hverri minútu og ckki nema von að I ■ áhangendur „Hamborgaranna" vildu að I I dómarinn blési til leiksloka. I Lucy DaUasdrottning sést hér á leikvangi Bayern Miinchen en þar fylgdist hún með leik Bayera og Hamburger SV á laugardag. Lucy í Dallas mætti — „Leikurínn var algjört æði,” sagði Dallas-pían Frá Hilmari Oddssyni, fréttamanni DV í Þýskalandi: Ahorfcndur á leik Hamburger SV og Bayera Miinchen á laugardag voru 61.500 og komu úr ýmsum áttum. Einna mesta athygli vakti þó koma leikkonunnar Charlene Tilton, betur þekkt sem Lucy í Dallas, en hún er ný- búin að gefa út plötu í Þýskalandi og tilgangur ferðar hennar á knatt- spyrauleikinn var að sjálfsögðu að auglýsa sjálfa sig og plötuna. Lucy litla hafði í frammi hina skemmtilegustu tilburði, tók nokkrar fettur og glennti sig í aUar áttir í leik- hléi fyrir eldheita „Hamborgara”. Og svo sagði hún öUum viðstöddum álit sitt á leiknum og það var ekki dóna- legt: „Þetta er fyrsti fótboltaleikurinn sem ég fer á og þetta var algjört æði. Þetta var í stuttu máli sagt frábært og það kæmi mér ekkí á óvart þó aö ég færi að stunda þaö að horfa á knatt- spymuleiki í framtíðinni,” sagði þessi DaUas-mær aö endingu. íþróttir (þróttir Heynckes Star Litur: blátt rúskinn frá nr. 4 1/2— Verð kr. 952,- Vlado Stenzel Universal Litur: hvítt/svart fránr.31/2 Verð kr auðvita PH 5^/ ii n ^ Öí> Smásýnishorn af okkar mikla úrvali. Easy Rider, stærðir ! 5-11 1/2. | kr. 1.347, Fitness, stærðir 5-11 1/2, kr. 1.170,- Bómullar jogginggallar, verð frá kr. 980,- po Sportvöruvcrslun Ingólfs sr Oskarssonar Klapparstíg 44, sími 10330. Laugavegi69, sími 11783.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.