Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1984, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1984, Blaðsíða 42
42 DV. MANUDAGUR 7. MAI1984. Nauðungaruppboð annað og síöasta á eigninni Tígulsteini v/Bjarg, Mosfellshreppi, þingl. eign Sigríðar Sveinsdóttur, fer fram á eigninni sjáifri fimmtudaginn ' 10. maí 1984 kl. 17.00. Sýslumaðurinn íKjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 41., 43. og 46. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Reykjamel 1, Mosfellshreppi, þingl. eign Haralds Sigurðs- sonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingrimssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 10. maí 1984 kl. 17.30. Sýslumaðurinn íKjósarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Arnartanga 5, Mosfellshreppi, þingl. eign Blrgis Sigurðssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 10. maí 1984 ki. 16.30. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 119., 122. og 124. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á verk- stæðishúsi í Löngulág Djúpavogi, eign Asgeirs Hjálmarssonar, fer fram skv. kröfu innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjáifri föstudaginn 11. maí 1984 kl. 16.00. Sýslumaðurinn í Suður-Múlasýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Kirkjuvegi 51, efri hæð, í Keflavík, þingl. eign Kristjáns Bragasonar fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., Veðdeildar Landsbanka íslands, Vilhj. Þórhalissonar hrl. og Brunabótafélags íslands miðvikudaginn 9.5.1984 kl. 11.15. Bæjarfógetinn í Keflavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Hólagötu 35, neðri hæð, í Njarðvík, þingl. eign Viðars Ólafssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhj. H. Vilhj. hdl. og Veðdeildar Landsbanka Íslands fimmtudaginn 10.5. 1984 kl. 10.15. Bæjarfógetinn í Njarðvík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Garðbraut 811 Garði, þingl. eign Torfa Steinssonar, fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu Jóns G. Briem hdl., Veðdeildar Landsbanka Íslands og Arna Guðjónssonar hrl. fimmtudaginn 10.5.1984 kl. 14.45. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Garðbraut 68 í Garði, þingl. eign Georgs Valentinussonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Veðdeildar Landsbanka islands, Jóns Ólafssonar hrl., Vilhj. H. Vilhj. hdl., Guðm. Markússonar hrl. og innheimtumanns ríkissjóðs fimmtudaginn 10.5.1984 kl. 14.30. Sýslumaðurinn í Gullbringuýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Hafnar- götu 13 (hraðfrystihús) í Sandgerði, þingl. eign Miðness hf., fer fram á eigninní sjálfri að kröfu Póstgíróstofunnar miðvikudaginn 9.5. 1984 kl. 15.00. Sýslumaðurinn í Gullbringuýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á fiskverkunarhúsi á lóð úr landi Rafnkelsstaða í Garði, þingl. eign Fiskvinnslunnar Suðurnes hf., fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Ólafs Axelssonar hrl., Skúla J. Pálmasonar hrl. og Skúla Th. Fjeldsted hdl. fimmtudaginn 10.5. 1984 kl. 14.00. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Túngötu 23b í Sandgerði, þingl. eign Arnar Högnasonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Þorvaldar Lúðvikssonar hrl., Jóns G. Briem hdl., Jóns Ólafssonar hrl., Vilhj. H. Vilhj. hdl., Hauks Bjarnasonar hdl. og Jóns Ingólfssonar hdl. miðvikudaginn 9.5. J984 kl. 15.15. Sýslumaðurinnií Gullbringusýslu. „Efþú ert sjúkur og þreyttur á því að vera sjúkur og þreyttur” — John Peterson, 41 árs Bandaríkjamaður, biður fyrir fólki og „margir hafa læknast”, segir hann Pramminn HöfnfHornafirði: „Soffía” ,í)f þú ert sjúkur og þreyttur á því að vera sjúkur og þreyttur leitaðu þá á náðir Jesú, hann getur hjálpaö þér,” sagði John Peterson, 41 árs Banda- ríkjamaður, í samtali við DV í gær, en hann er staddur hér á landi þessa dag- ana. John hefur vakið mikla athygli fyrir að biðja fyrir sjúku fólki og þeim sem eiga í erfiðleikum. „Margir hafa lækn- ast, þúsundir,” segir hann og leggur áherslu á aö þaö sé ekki hann sem •læknar fólkið heldur Jesú Kristur. Þessi heimsókn hans til Islands er sú sjötta. Hann kom hingaö fyrst árið 1976 og hefur beðið fyrir fólki í Vest- mannaeyjum, Keflavík, Kópavogi og Reykjavik svo nokkrir staöir séu nefndir. Hann mun koma fram á samkomum sem haldnar verða að Brautarholti 28, þriðju hæð, á fimmtudagskvöld, föstu-! dagskvöld og á laugardagskvöld. Sam- komurnar hefjast öll kvöldin klukkan hálfníu. „Þetta eru opnar samkomur og ætlaðar öllum.” Þegar John Peterson var 25 ára að aldri var hann orðinn varðstjóri í lög- reglunni í Palo Alto, borg um 37 kíló- metra frá San Franciseo. „Sem lögreglumaður komst ég í kynni viö fólk sem átti í miklum erfið- leikum; eiturlyfjaneytendur, alkóhól- ista og gleðikonur svo ég nefni nokkra hópa. Eg fór þá að hugsa um hvers virði lífið væri, hvernig ég gæti lagt mitt af mörkum til aö hjálpa þessu fólki. Eg sneri mér að biblíunni og gekk jafn- framtí prestaskóla.” Brátt leið að því að John hætti í lög- reglunni. Og hann tók til við það sem hann ætlaöi sér, hjálpa því fólki sem átti í erfiðleikum. „Tveimur árum síðar var ég farinn að biöja fyrir fólki meö þeim árangri aö þaö hefur læknast. Þetta hefur verið fólk meö alls kyns sjúkdóma.” John tekur skýrt fram aö ekki sé um neina galdra eöa einhverjar skottu- lækningar að ræða. Og hann segist ekki vera lækningamiðiU. Þaö sé fyrst og framst máttur bænarinnar sem sé það sem hjálpi. „Þegar ég hef beðiö fyrir fólki hefur það komið fyrir að þaö læknast á stundinni. Sumir hafa læknast á leið er kominn John Peterson, 41 árs Bandaríkjamaður frá Kaliforníu. Hann starfaði áður sem lögreglumaður og kynntist þar mörgum skuggahliðum mannlífsins. Hann ákvað að snúa sér að bibliunni og prestskap og biðja fyrir fólki. DV-mynd: Loftur upp að altarinu tU min. Einnig hafa bænirnar hraðað batanum. Og þá er einnig um það að ræða aö fólki hafi aUs ekkibatnað.” Hann biður bæði fyrir fólki einu sér og í hópum. „Til eru Islendingar sem hafa læknast frá því ég hef veriö hér áðuráferð.” „Eg minnist þess að kona ein í Vest- mannaeyjum, sem þjáðist af brjósk- losi á mjög háu stigi, læknaðist er ég bað fyrir henni. Eg sagði henni að fá sér sæti, síðan bað ég fyrir henni, bað Jesú um að lækna hana. Eftir þaö bað ég hana aö standa upp og spurði hvort hún vildi ekki beygja sig fram. Hún geröi það. A sömu stundu uppgötvaöi konan sjálf aö hún hafði ekki getað sUkt fyrir. Þá minnist ég konu í Reykjavík sem læknar höfðu sagt að gæti ekki eignast barn. Eg bað fyrir henni og ný- lega hitti ég hana. Hún sagöi þá viö mig að hún ætti nú tvö böm.” — En hvemig fólk er það sem leitar til þín og biður þig um aö biðja fyrir sér? „Það er fóUí með aUs kyns sjúk- dóma eöa á í ýmsum erfiöleikum. En flestir em samt þeir sem eru famir að örvænta um að þeir fái bata. Fólk sem segist hafa reynt aUt og lifir í voninni umbetritíma.” -JGH Frá Júliu Imsland, fréttaritara DV á Hornafirði: Flutningaskipiö Drangur kom til Homafjarðar á sunnudaginn með dýpkunarpramma sem Hafnarhrepp- ur keypti af flugmálastjórn. Pramm- inn hefur staðið ónotaður á Akureyri í 2 ár og þarf því að yfirfara hann áður en hægt verður að hefjast handa viö að grafa upp úr innsiglingunni. Áætlað er að dýpka innri hluta inn- sigUngarinnar í sumar þannig að þar veröi greið leið fyrir loðnuskipin næsta vetur. Seinlega gekk að ná prammanum „Soffíu” frá borði enda er hann um 40 tonn að þyngd. Þegar honum hafði ver- ið lyft og hann kominn hálfur upp á bryggju slitnaði stroffa með þeim af- leiöingum að hann féU niður á lunningu skipsins. Litlar skemmdir urðu og stendur „Soffía” nú á bryggjunni Hafnarbúum til hinnar mestu ánægju. Pramminn „Soffía” á bryggjunni á Höfn í Homafirði. .............DV-mýnd:Iinslánd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.