Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1984, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1984, Blaðsíða 45
DV. MÁNUDAGUR7. MAI1984. 45 Dæmalaus 'Veröld Dæmalaus 'V’ERÖLD Pæmalaus Veröld Tarsan var tekinn í fóstur af öpum á unga aldri. . . . . . svo stækkaði hann og hékk i trjánum. . . Kvikmyndir: TARZAN MEÐ NÝJU SNIDI þar tii hann fór að gantast heldur klunnalega við Jane i Skotlandi. Fyrsta Tarsankvikmyndin, sem er nokkurn veginn trú hinum upphaflega söguþræöi í skáldsögunui um Tarsan apakóng, er nú til sýningar i kvik- myndahúsum erlendis. Greystoke, goösögnin um Tarsan apakóng, heitir myndin fullum fetum og gerist ekki síður á ættarsetri Grey- stokefjölskyldunnar í Skotlandi en í dimmum frumskógum Miö-Afríku. Kemur þaö aö sjálfsögöu til af því aö Tarsan hét í raun John Clayton og var sjöundi jarlinn af Greystoke. A ættar- óðalinu fáum viö væntanlega síöar að fy lg jast með ástarleikjum þeirra Tars- ans og Jane sem ekki munu vera mikið íætt viöapalæti. Hinn eini sanni Tarsan sýnir á sér nýjar hliöar á hvíta tjaldinu. I aðal- hlutverkum eru Christopher Lambert sem Tarsan og Andie McDowell sem Jane. Hárlenging I Rússlandi lengja þeir dverga. I Bretlandi lengja þeir háriö. Eins og sjá má á myndinni er stúik- an ekki meö neitt smáhár. A þremur timum tókst henni aö lengja lokka sína um einn metra sem undir venjulegum kringumstæöum heföi tekið þrjú ár. Er þetta gert meö nýrri tækni sem felst í því aö splæsa gervihári viö alvöruhár- iö og allt viröist eölilegt. Lokkar stúlkunnar voru 7,5 centí- metra langir þegar aögeröin hófst. Háriö má þvo og snyrta eins og hver vill. Michael Jackson snýr á pabba sinn Hann Joe Jackson, faðir Michaels, var heldur seinheppinn hér um daginn. Sem framkvæmdastjóri sonar síns liföi hann vel og hélt svo sannarlega að fátt væri traustara en hann sjálfur og starf sitt. En einhverra hluta vegna hefur velgengnin stigiö honum til höf- uös. Gamli maöurinn fann sér nýja kærustu og skildi eiginkonuna, móður Michaels, eina eftir heima. Michael hefur oft sagt aö móöir sín sé sem gjöf af himnum og framferði fööur síns þótti honum einum of mikið af því góöa. Karlinn var því rekinn úr stööu sinni og stendur nú einn uppi með ungu kærustuna í f anginu... Tígrisljón Hún Júlía, sem á heima í dýra- garði í París, sló dýrafræðingana ai- deiiis út af laginu hérna um dagmn þegar hún eignaðist afkvæmi. Júlía er nefnilega blendingur, dóttir ljóns og tígrisdýrs en eins og kunnugt er hefur verið talið fram að þessu að slík fyrirbæri gætu ekki fjölgað sér. En Júlíu tókst hið ómögulega. HEIMSLJÓS Undarleg mengun Hið heilaga fljót, Ganges í Ind- [ landi, er mengað af mannakjöti. 1150 lestum af hálfbrunnum likum I er varpað i ána á ári hverju en þau I eru ættuð úr 30.000 likbrennslum } námunda við fljótið. Bók um AIDS Það er danskur iæknir sem skrif- ' ar fyrstu bókina um AIDS. Verður hcnni dreift á sjúkrahús og til lækna þannig að þeir verði bctur í | stákk búnir til að uppgötva sjúk- dómseinkennin á byrjunarstigi. Pillan á leiðinm Getnaðarvarnarpilia handa karlmönnum, sem beðið hefur ver- ið eftir með óþreyju, er nú væntan- lcg á raarkaðinn að sögn tals- manna indverska fjölskyidumála- ráðuneytisins. Hún hefur vcrið reynd á bæði öpum og mönnum og þykir 100% örugg og án aukaverk- Kreisky fær nýra Bruno Krcisky, fyrrverandi ' kanslari Austurrikis, hefur látið I setja í sig nýtt nýra. Kreisky hefur | lengi vcrið nýrnaveikur og jafnað- I arlega notið meðferðar í nýmavél. Tonleikum aflýst Helmut Schmidt hefur aflýst tónleikum, sem hann ætlaði að halda, ásamt ísraclsku filharm- óniuhljómsvcitinni. Var ráðgert að , Schmidt léki verk eftir J.S. Bach á pianó. Nógaf ■ r ■ busi Allt mannkynið gæti drukkið frá sér vit og rænu ef það kæmist í áfengisbirgðir þær sem Brasiliubúar hafa yfir að ráða. Tveir mílljarðar lítra fljóta nú í áfengistönk- um framleiðenda og í ár er ráðgert að bæta einum millj- arði við. Þess skal þó getið að stór hluti þessa magns fer i bensínframleiðslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.