Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1984, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1984, Blaðsíða 48
FRETTASKOTiÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frótt — hringdu þá i sima 68- 78-S8. Fyrir hvert fróttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greiðast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fróttaskotið ihverri viku. Fullrar nafnieyndar ergætt. Við tökum við fróttaskotum allan sólar- hringinn. f+Q “^Q #70 SÍMIfíini SEM 00“/ OvO ALDRElSEFUR Miklar deilur í útibúi Verslunarbankans íKeflavík: Starfsfólk sagði upp störfum Miklar deilur hafa risið í útibúi Verslunarbankans í Keflavík, deilur sem enduðu með því að undirmenn úti- búsins sögðu allir upp störfum. Nú hafa uppsagnirnar verið dregnar til baka og samningaumleitanir eru í gangi Eiríkur Sigurðsson, útibússtjóri bankans, sagðist ekkert kannast við þetta mál er DV ræddi viö hann. Jóhanna Reynisdóttir, trúnaðar- maður starfsfólksins, sagði í samtali við DV að hún vildi ekkert tjá sig um málið eins og staðan væri í dag þar sem samningaumleitanir stæðu yfir og ætlaöi starfsfólkið að bíöa og sjá til hvað kæmi úb þeim. Höskuldur Olafsson, bankastjóri Verslunarbankans, sagði í samtali við DV að hann gæti ekki tjáð sig um þetta máláþessustigi. -FRI Jóhann Páll hættirílðunni Jóhann Páll Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri bókaútgáfunnar Iðunnar, hefur ákveöið að yfirgefa fyrirtækið og stofna eigin útgáfu. Ekki hefur enn fengist staðfesting á nafni hins nýja fyrirtækis né á hvaða sviði útgáfumála það mun beita sér. Jóhann Pállhefurstarfaðhjá Iðunni í 10 ár, lengst af sem framkvæmda- stjóri og á þeim tíma hefur útgáfunni vaxið svo fiskur um hrygg að í dag er hún með umsvifamestu útgáfufyrir- tækjum á Islandi. Jóhann Páll er sonur Valdimars Jóhannssonar, stofnanda Iðunnar. -EIR. LUKKUDAGAR 6. MAÍ 32614 FLUGVÉLAMÓDEL FRÁI.H.HF. ADVERÐMÆTI KR. 650,- 7. MAÍ 34426 LEIKFANGAVIRKI FRÁ I.H. HF. AÐ VERÐMÆTI KR. 1000,- Vinningshafar hringi í síma 20068 Af hverju fá þeir ekki Hrafn? LOKI Rekstri Hraðbrautar líklegagjörbreytt: F/MM UIUJÓN KRÓNA HLUTAFÉ ERGLATAÐ fyrir hendi ef fyrirtækið væri alhliða þjónustufyrirtæki á sviði gatna- og vegagerðar í stað framleiöslu á olíumöl og malbiki eins og er,” sagði Benedikt í samtali við DV. , ,Það er ljóst að vilji er fyrir hendi fyrir þeim breytingum sem gera þarf. Þetta er erfitt dæmi sem við viljum ekki kasta frá okkur vegna þeirrar reynslu og þekkingar sem við höfum aflað okkur,” sagði hann. -FRI Rauðspritt og mjólk frystsaman: Gamla, góða sprittið í umf erð á ný Eins og kunnugt er af fréttum hefur sala á brennsluspritti dregist verulega saman eftir aö hafin var sala á nýrri gerð þess 1. apríl sl., svokölluðu rauö- spritti sem hvorki er hægt að nota til sótthreinsunar né eimingar. „Þetta sýnir bara að fjöldi fólks sem keypti spritt daglega til áburðar er nú oröið heilt heilsu,” sagði Ragnar Jónsson hjá ÁTVR í samtali við DV fyrir skömmu og bætti því við að nú væru „sprittistarnir” úr sögunni. En þeir sem vilja eima spritt, spara fé og drekka hafa ráð undir rifi hverju. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV hafa „sprittistamir” fundið upp aðferð til að skilja mengunarvaldinn og litarefnið úr rauðsprittinu. Með því að blanda mjólk í hið nýja spritt og frysta saman gerist hið undarlega aö mjólkin dregur í sig óþverrann og gamla, góða sprittið flýtur ofan á. Mengunarvaldurinn heitir methylethylketon og er þeirrar náttúru að ekki dugar sem sótt- hreinsun á sár, hvað þá til drykkjar. Enda hafa allar lyfjaverslanir í höfuðborginni, að einni undanskilinni, neitað að selja rauösprittið og verða menn því að kaupa það á bensín- stöðvum í stærri umbúðum en áður tíðkaðist. Rauösprittið mun ekki vera nothæft nema sem eldsneyti á primusa og fondue-potta — nema það sé blandað mjólk og fryst. -EIR. Rúður brotnar Nokkuð var um rúðubrot í miðbæ Akureyrar aðfaranótt laugardagsins. Þrjár stórar rúður voru brotnar í verslunum í miðbæ Akureyrar og tvær rúður brotnar í íbúðarhúsi. -FRI Krían komin Vorboðarnir streyma til landsins einn af öðrum og um helgina sást til fyrstu kríunnar í vor er vegfarandi kom auga á 3 slíkar í f jöruborðinu úti á Álftanesi, skammt frá vitanum þar. -FRI Tii slagsmála kom er maður braust inn um kjallaraglugga á Alýlendugötu. Slagsmál á Nýlendugötu: D V-mynd Sveinn. FLUTTUR BURT í JARNUM Til slagsmála kom á Nýlendugötu 15 á laugardagsmorguninn er maður braust þar inn um glugga í kjallara. Lögreglan var kvödd á staðinn og þurftu þeir sem komu fyrst að kalla til liðsauka þar sem óróaseggurinn varöist handtöku. Varð að flytja hann á brott í jámum en hann mun hafa veriö ölvaður. Mikil ölvun var í borginni um helgina enda síðustu mánaöamót stór útborgunardagur hjá flestum þar sem orlofsfé var greitt út. Að sögn lögreglunnar kom þetta fram í mikilli ölvun en engin stóróhöpp urðu vegna hennar en helgin gengur nú undir nafninu „orlofsfylliríið”. Innbrotið í kaupfélagið á Seyðisfirði upplýst: Heimamadur játar verknaðinn Innbrotiö í Kaupfélagið á Seyðis- firði er upplýst en heimamaður játaöi á sig verknaðinn við yfir- heyrslur á laugardaginn. Sigurður Helgason, sýslumaður á Seyöisfirði, sagði í samtali við DV að tvö gögn hefðu komið þeim á sporið í rannsókn málsins, annars vegar var hægt að rekja járnið sem notað var til að sprengja upp peningaskáp kaupfélagsins og hins vegar fundust spor fyrir utan innbrotsstaðinn. Það var fulltrúi Sigurðar, Svein- björn Sveinbjörnsson, og Davíð Gunnarsson lögreglumaður sem önn- uðust rannsókn af hálfu heima- manna en nutu við það aðstoöar Grétars Sæmundssonar frá RLR og vildi Sigurður þakka þeim öllum fyrir gott starf við rannsóknina. „Eg tel ástæðu til að þakka rann- sóknarlögreglu ríkisins fyrir góða frammistöðu í þessu máli,” sagði hann. Innbrotiö var framið á páskunum og var hið þriðja slíkt á undanförn- um árum. Hin tvö eru enn óuppleyst og sagði Sigurður að þau væru enn í rannsókn hjá þeim. -FRI Hlutafélagið Hraöbraut, sem stofnað var af stærstu kröfuhöfunum í Olíumöl hf. ’81, býr nú við mikla erfiðleika og er til athugunar hjá félaginu að breyta rekstrinum veru- lega þar sem ekki eru f orsendur fyrir hendi aö halda honum áfram í sama horfi og verið hefur. Eigendur Hraðbrautar eru Fram- kvæmdastofnun, Utvegsbankinn, Norsk Fina, Miðfell og ríkið og var hluta af kröfum þeirra breytt í hluta- fé, eða 5 milljónum, og er það fé’nú taliðglatað. Að sögn Benedikts Bogasonar, stjómarformanns í Hraðbraut, er greiðslustaða fyrirtækisins í lagi og hefur það getað staðið viö allar skuldbindingar sínar gagnvait ein- staklingum en fjárhagsstaðan er hins vegar erfið eftir áföll sem fyrir- tækiö varð fyrir á siðasta ári. Þá tók Vegagerðin upp breytta stefnu og fór nær eingöngu út í klæöningar á vegi, eða blöndun á staðnum, og við þaö missti Hraðbraut af miklum við- skiptum. Auk þess drógu sveitar- félög mjög úr framkvæmdum sínum á þessu sviði. „I ársbyrjun blasti það við okkur að engan veginn væri til nægur markaður með óbreyttum rekstri. Ég tel að rekstrargrundvöllur væri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.