Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1984, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ —VISIR 107. TBL.—74. og 10. ARG.—FIMMTUDAGUR 10. MAI1984. MaðurásjötugsaldriíGrindavilíkæriurfyriraoleitaástúlkubörn: LEITAÐIÁ11-12 ÁRA BÖRN OG BAUÐ BORGUN —„Málið er enn íathugun," segir héraðsdómarínn íKeflavík „Þetta mál er enn i athugun hjá okkur og við erum að skoða það," sagöi Guðmundur Kristjánsson, héraðsdómari í Keflavík, i samtali við DV er við spurðum hann um mál erkomuppíGrindavíkívetur enþá var fullorðinn maður, á sjötugsaldri, kærður fyrir aö leita á 11—12 ára stúlkuböm og bjóða þeim borgun f y r- ir að f á að misnota þau. Kæra á manninn kom fré foreldr- um einnar stúlkunnar, sem hann leit- aði á í febrúar sl., og fékk rann- sóknarlögreglan í Keflavik málið til meðferðar. Hún sendi siðan málið áfram til bæjarfógetaembættisins þar sem það er enn. Samkvæmt heimildum DV mun maður þessi hafa stundað þessa iðju sína af og til undanfarin 2 ár en lofaö siðan að bæta ráð sitt, þar til i vetur að hann fór að stunda þessa iðju sina aftur. Er fullyrt að a.m.k. 4 stúlku- böm haf i lent i þessu, en aðeins einir foreldrar báru f ram kæru. Mæðrum i Grindavik þykir sem linlega hafi verið tekið á þessu máli af hendi yfirvalda en Guðmundur Kristjánsson sagðist ekki geta sagt fyrir um hvenær ákvarðanataka af hálfu embættis hans lægi fyrir í þessu máli. -FRI FLUGMANNAVERK- FALLIFRESTAÐ —nýtt boðað um aðra helgí Flugmenn Flugieiða ákváðu í nott að aflýsa tveggja daga verkfalli þvi sem iiefjast átti á miðnætti í kvöld. Um leiö boðuðu þeii' nýtt þriggja daga verkfall helgina 18., 19. og 20. mai næstkomandi. „Verkfaili var aflýst meðal annars að beiðni samgönguráðherra. Einnig var komin lítilsháttar hreyfing hjá Flugieiðum," sagði Bjöm Guðmunds- son, forniaður samningancfndar flug- manna. „Það er langt í land ennþá. Það er margt erfitt eftir. Ohætt er að segja að við höf uin gef ið ýmislegt ef tir. Með því aö aflýsa verkfalli erum við að vonast til að Flugleiðir komi af alvöru að samningaborðinu," sagði Bjöm. Samningafundi lauk um tvöleytið í nótt. Nýr fundur hefur ekki verið boð- aður. „Það verður örugglega ekki fundur í dag en hugsanlega í fyrramál- i6," sagði Guölaugur Þorvaldsson rOussáttasemjariimorgun. -KMU. Frábært af rek 5 ára drengs í Garðabæ: Bjafgadi 2 ára frænda sínum frá drukknun R. Páll Ragnarsson og frœndi hans, Svanur, við slysstaðinn DV-mynd GVA. Fimm ára drengur í Garðabæ, R. Páll Raguarsson, vann frabært afrek er hann bjargaði 2 éra frænda sínum frá drukknun í læknum við Lækjafit í Garðabæ. Drengirnir voru þar að leika sér, ásamt 2 ára bróður Páls, Páll brá sér aðeins frá þeim og er hann kom til baka sá hann að frændinn haföi dottið ofan i lækinn en nokkuð mikið vatn var í honum sökum leysinga. Hann stökk strax út i lækinn og tókst að ná taki á frænda sinum og halda honum við bakkann en é þessum slóðum er bakk- inn hár og náði hann ekki að koma sér 0g frænda sínum á land. Hann sendi þvi 2 éra bróður sinn eftir hjálp en sá náði í móður þeirra sem dró þá báða á land. „Eg hélt honum bara uppi og svo kom mamma og bjargaði okkur," sagði R. Páll Ragnarsson f samtali við DV er við hlttum hann í gær en atburð- ur þessi átti sér stað é þriðjudag. „Hann var grátandi en við komumst ekki sjálfir á land. Eg yar hræddastur við að við mundum fljóta út á sjó," sagðihann. Foreldrar Páls eru þau Sigurður Sigurðsson og Matthildur Pálsdóttlr. -FRl N N FLUGVÉLAÁREKSTUR VEGNA MISSKILNIN6S sjá bls. 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.