Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1984, Blaðsíða 3
IJU2TÖS1 Mere ekonomisk end 2 C V trods optræk som BMW 5(i(ir ,1. i (.(: uv.f íxvxiviiuumiuníu. ivrni iuoi. Mikill styr stendur nú milli ýmissa þingmanna dreifbýlis og þéttbýlis, bæði í stjórn og stjómar- andstöðu, um hvort afgreiða eigi frumvarp til kosningalaga á yfir- standandi þingi eða fresta því með endurskoðun í huga f ram á haust. Frumvarp þetta er lagt fram af formönnum allra flokka sem sæti áttu á síöasta Alþingi og er nánari út- færsla á stjórnarskrárfrumvarpi um kjördæmabreytingu sem nú liggur fyrir Alþingi. Stjórnarskrárfrum- varp þetta var samþykkt á síðasta þingi og verður að samþykkjast á tveimur þingum í röð ef það á að taka gildi. Ymsir þingmenn leggja nú mikla áherslu á að stjórnarskrár- frumvarpið veri afgreitt án kosningalagafrumvarpsins. Agreiningurinn stendur um hvað langt eigi að ganga í jöfnun atkvæðis- réttar milli landshluta og hvort ívilna eigi stórum flokkum á kostnað lítilla eða öfugt. Utreikningsregla sú sem valin var i frumvarpinu gerir það að verkum að flest uppbótar- þingsæti koma á þéttbýlustu kjör- dæmin, Reykjavík og Reykjanes, og á þannig að nást bæði jafnvægi milli flokka og jafnvægi milli kjördæma. Jafnframt ívilnar þessi regla litlum flokkum á kostnaö stærri flokka. Páll Pétursson, þingflokksfor- maður Framsóknarflokksins og formaður þingnefndar sem kosin var til að fjalla um þetta frumvarp, leggur mikla áherslu á aö útreikn- ingsregla þessi verði endurskoðuð. Viö þann vanda er hins vegar að glima að frumvarpið er lagt fram af formönnum fjögurra flokka og erfitt kann að reynast að ná samstöðu um breytingar. Olafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, hefur sagt að þingi verði ekki slitið fyrr en kosningalagafrum- varpið hafi verið afgreitt. Steingrímur Hermannsson for- sætisráöherra sagði í samtali við DV að það kæmi til greina að breyta reglunni, en málið væri mjög við- kvæmt og erfitt að ná samkomulagi um breytingar. „Eg er þeirrar skoðunar að það sé eðlilegast aö frumvarpið verði samþykkt á þessu þingi í kjölfar stjórnarskrárbreyt- ingarinnar því annars væru engin kosningalög til. Ef kosningar yrðu í sumar þá þyrfti að kalla saman aukaþing og breyta kosningalögun- um,” sagði Steingrímur. OEF Búseti uppfyllir skilyröi umlán — er niðurstaða Ragnars Aðalsteinssonar hæstaréttarlögmanns „Niðurstaða mín er sú að húsnæðis- samvinnufélög með sama sniði og Búseti rhuni uppfýlla skilyrði þess að fá lán úr Byggingarsjóði verkamanna ef stjómarfrumvarpið verður að lög- um. Þau verði eins og aðrir lántakendur að fara eftir þeim lánaskilmálum sem skilgreindir era í lögunum um meöferð þeirra íbúða sem byggðar verða fyrir slík lán.” Þannig segir í álitsgerð sem Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður hefur gert um túlkun á frumvarpi um Húsnæðisstofmm, en ágreiningur er nú milli stjórnarflokkanna um hvort hús- næðissamvinnufélagiö Búseti eigi rétt til lána úr Byggingarsjóði verka- manna eða ekki. AlexanderStefánsson félagsmálaráðherra hefur lýst því yfir að Búseti eigi rétt á láni en s jálfstæðis- menn eru þeirri túlkun andvígir. Ragnar Aðalsteinsson segir í álits- gerð sinni að húsnæðissamvinnufélag falli undir 33. grein frumvarpsins og styður það með ummælum í greinar- gerð þess um samtök leigjenda og við yfirlýsingar rikisstjómarinnar, enda teljist. félagsmálaráðherra fylgja frumvarpinu úr hlaöi og túlka sjónar- mið ríkisstjómarinnar í f ramsöguræöu um frumvarpið. Orðrétt segir í álitsgerðinni: „Við túlkun laga líta dómstólar fyrst og fremst til oröalags lagatexta en ef það er óljóst er leitað heimilda í greinar- gerð með frumvarpi og í framsögu- ræðu með frumvarpi og einkum þykja framsöguræður ráðherra með stjómarfrumvörpum mikilvægar túlkunarheimildir. Yfirlýsingar einstakra þingmanna sem fara í bág við framangreindar túlkunarheimildir em taldar heldur léttvægar.” Eins og greint hefur verið frá í DV hefur Sigurður Lindal prófessor kom- ist að andstæðri niðurstöðu í sinni álits- gerð um máliö. ÖEF Akureyri: Framleiðsla áglerumbúðum? Akureyrarbær og Kaupfélag Eyfirðinga munu á næstunni standa saman aö hagkvæmnisathugun á framleiðslu glemmbúða á Akureyri. Heildarkostnaöur þess verks er 4—500 þúsund kr. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hefur haft þetta til fmmathugunar og er það mat félagsins að ástæöa sé til að kanna forsendur fyrir slíkri framleiöslu hér á landi. Um er að ræða flöskur og krukkur úr gleri til ýmissa nota. Möguleikar eru á að endumýta gamalt gler í framleiðslunni en einnig er talið að eitthvað af hráefninu þurfi aðflytjainn. Hugmyndin er skammt á veg komin og ekki hægt að segja til um endanlegt framleiðslumagn en um þrjátíu starfs- menn munu starfa við glerverk- smiðjuna. JBH/Akureyri Tökum allar geróir eldri bifreiða upp í nýjar.— Munið bílasýningar okkar um helgar kl. 2-5. INGVAR HELGASON HF. Sýnmgarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560. Verð á Nissan Sunny, 4 dyra fólksbíl, 5 gíra, 1500 cc, 84 hestöfl og ríkulega útbúinn, kr. 311.000. Við látum þér eftir að bera saman verð þeirra bfla sem Finn Knudstup minntist á í grein sinni. Iík ' ■notNUfc# Vj-ixfor.* BIL-TEST M Hinn þekkti bílamaður Finn Knudstup á Berlingske Tidende varð mjög hrifinn af NISSAN SUNNY. Hann skrifaði: „Sunny getur við fyrstu sýn litið út fyrir að vera hefðbundinn bíll en hin háþróaða tækni og nákvæmni i framleiðslu kemur manni sannanlega á óvart. Þú kemst lengra á hverjum bensín- lítra á Sunny en á Citroén 2 CV. Engu að síður er Nissan Sunny sneggri og hraðskreiðari en BMW 315. Og ekki er Sunny dýr. í stuttu máli þrjú atriði sem eiga eftir að gera Sunny að stór- vinsælum bíl - bíl sem veitir manni meiri og meiri ánægju við hvern kílómetra." A fgreióslu kosningalaga frestaö? NI5SAN LANG-LAIMGMEST FYRIR PENINGANA. _____ OUIili I EYÐIR MINNA EN CITROÉN 2 CV OG SAMT SNEGGRI OG HRAÐSKREIÐARI EN BMW.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.