Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1984, Blaðsíða 10
10 DV. FIMMTUDAGUR10. MAl 1984. Úflönd Útlönd Útlönd Útlönd Khomeini, Gaddafi, Hussein og Zia ul-Haq keppast um að verða fyrstir til að koma kjarnorkuvopnum fyrir í vopnabúrum sinum. Ofgafullur þjóöarleiðtogi er settur hefur verið upp að vegg en þrýstir um leið fingrinum á kjarnorkuknappinn. Slík aðstaöa getur leitt til hins algjöra kjamorkustríðs. Hún getur orðið að veruleika innan tiltölulega skamms tíma. Martröðin um öfgamenn sem eru nógu brjálaöir til að beita kjarnorkuvopnum magnaöist þegar hið virta breska hermálatímarit Janes Defence Weekly greindi frá því að Iran, undir stjórn Ayatollah Khomeini, væri langt komið með smíði kjamorkusprengju og myndi sennilega ljúka henni innan tveggja ára. „Óheft útbreiðsla hættuleg" Talsmenn iönaðarlandanna meö Bandaríkin og Sovétríkin í broddi fylkingar hafa ætíð sagt að óheft út- breiðsla kjamorkuvopna sé það hættulegasta sem gerst geti á okkar dögum. Samtímis er það ljóst að þessi lönd hafa stórlega aukið hættuna á slíkri útbreiðslu með því að selja háþróaða kjamorkutækni og brennsli. Kjamorkuvopn i höndum öfgamanna Iran á í styrjöld við Irak. Khomeini sendir þúsundir barna og sjálfboðaliða út í opinn dauðann. Hann hefur hrakið íraska innrásar- liðið út úr Iran en daufheyrist við öllum óskum um vopnahlé og samningaviðræður. I Bagdad situr Saddam Hussein, sá er hóf stríöiö. Honum er löngu orðið ljóst að styrjöldin getur héðan í frá aðeins haft í för með sér ósigra fyrir hann. Hann hefur í örvæntingu tekið í notkun eiturefnavopn sem stríðir gegn öllum alþjóðasamþykkt- um. Árið 1981 sprengdu Israelsmenn upp kjamorkuver í Irak. Astæðan var ótti þeirra við að Irak gæti fram- leitt kjamorkusprengju. Hussein var þá þegar talinn hafa nægilegt plútóníum til að framleiða sína fyrstu sprengju. Mörg lönd, þeirra á meðal Sovétríkin og Frakkland, hafa boðið Irak aðstoð við að byggja upp nýtt kjamorkuver. Hussein er ekki langt á eftir Khomeini í kapphlaupinu um k jamorkuvopnin. Gaddafi þjóðarleiötogi í Líbýu, sá er sendir út dauðasveitir til að vinna á óvinum sínum í útlöndum, notar olíugróðann til að útvega ísiam sína fyrstu kjamorkusprengju. Það er ekki vitað hvort Líbýa hefur möguleika á aö framleiða kjamorku- sprengju upp á eigin spýtur. Hin íslamska kjarnorkusprengja Annars er hin íslamska kjarn- orkusprengja oftast sett í samband við Pakistan og Zia ul Haq einræðis- herra þar. Allt frá því að Indland sprengdi sína fyrstu kjarnorku- sprengju fyrir tiu ámm hefur kjarn- orkusprengjan veriö ofarlega á óska- lista. Ef marka má orð Abdul Qadir Khan, pakistansks vísindamanns, þá getur landið þegar framleitt kjam- orkusprengju. Israel hefur þegar kjamorkuvopn sem unnt er að taka í notkun með aðeins nokkurra daga fyrirvara. Því hélt Amos Perlmutter fram í blaða- viðtali fyrir einu ári. Þar sagði hann raunar að Israelsmenn hefðu þegar 200 slík vopn í fórum sínum. Aðrar heimildir nefna lægri tölur, en lítill / vafi er talinn leika á að Israel hafi náð mjög langt í kunnáttu á sviði kjarnorku. Hugsanlegt er að Israel hafi náð markmiöum sínum í þessum efnum meö samstarfi við Suður-Afríku þar sem úran frá Namibíu, peningar frá Suður-Afríku og tækni frá Israel hafi gert báðum löndunum kleift að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Þau eiga það sameiginlegt að hafa óvini kringum sig á allar hliðar og snúa bakií hafiö. Átökin á landamærum Kína og Víetnams: EKKIREIKNAÐ MED KÍNVERSKRI ,KENNSUISTUND’ Vestrænir stjórnarerindrekar í Hanoi eru ekki trúaöir á að bardagar á landamærum Kína og Víetnams muni aukast verulega þrátt fyrir þær stórskotaliösárásir sem þjóðimar hafa skipst á að undanfömu og þrátt fyrir gagnkvæmar ásakanir um að andstæðingurinn virði ekki landa- mæri þjóðanna og hyggi á meiri hátt- ar innrás. Þeir era ekki trúaöir á að Kínverjar ætli að taka Víetnam í „aðra kennslustund” i stíl við refsingarinnrás þeirra í Víetnam áriö 1979. Það væri óskynsamlegt fyrir Víet- nama að koma sér upp öðrum víg- stöðvum samtímis því sem þeir hafa 180 þúsund manna herlið bundiö í Kampútseu sem styður Heng Samrin-stjórnina í Phnom Penh í baráttu hennar við skæruliða í landinu. Tíðar árásir En stórskotaliðsárásir era tíðar og embættismenn víetnömsku stjóm- arinnar segja að Kínverjar hafi skotið meira en 50 þúsund sprengjum innyfir sex af landamærahéruðunum frá því að bardagar hófust 2. apríl síðastliðinn. Hópur erlendra fréttamanna er fékk að heimsækja borgina Lang Son, 15 kílómetra frá landamæram Kína, fyrir skömmu varð ekki var við neinn óvenjulegan vígbúnað og lífið virtist ganga sinn vanagang. Skortur á óháöum upplýsingum gerir það að verkum aö erfitt er að meta hversu mikil átökin eru og hvert mannfall hafi orðið. Yfirvöld í landamærahéruðunum neitúðu fréttamönnum um að fara nær landamærunum, sögðu það of hættulegt. Samtímis viðurkenndu þau að engir af íbúum landamæra- héraðanna hefðu verið fluttir á brott. Opinberir embættismenn í Lang Song sögðu að harðasta árás Kínverja hefði átt sér stað 6. apríl þegar þúsund manna kínverskt herlið reyndi að ná á sitt vald tveimur hæðum um einn kílómetra fyrir innan landamæri Víetnams. Er embættismennirnir voru spurðir hvort víetnömsku her- mennimir hefðu tekið fanga eða vopn af Kinverjum svöruðu þeir: , JCínverjarnir tóku allt með sér þeg- arþeirflúðu.” Ein milljón manna Trung hershöföingi Víetnama sagði í spjalli við fréttamenn að þijár kínverskar herdeiidir væru grá- ar fyrir jámum andspænis hans vamarsvæði. Hann gat ekki um hversu fjölmennu liði hann hefði teflt fram til vamar en erlendir stjómar- erindrekar í Hanoi telja að um það bil helmingur víetnamska hersins, sem í er um ein milijón manna, sé staðsettur í norðurhéruðum lands- ins. Frá styrjöldinni 1979 hafa landa- mæraskærur verið næsta algengar með Kínverjum og Víetnömum og hafa þær jafnan aukist þegar Víet- namar hefja sína árlegu sókn gegn skæruiiðum í Kampútseu á þurrka- tímabilinu frá janúar og fram í maí. Trung sagöi að að meðaltali yrðu 250 til 300 skærur á landamærum Kína og Víetnams á hans svæði ár- lega. Þrátt fyrir að andstæðingurinn sé miklu fjölmennari þá era Víetnamar hvergi hræddir: „Við reyndumst færir um að sigra Bandarikjamenn og kínverski herinn er ekki nándar nærri eins sterkur og sá bandaríski,” sagði talsmaður víetnamska utan- ríkisráöuneytisins. Ásaka Thailendinga Víetnam hefur margsinnis sakaö Kínverja og Thailendinga um að vinna saman við að bjarga Kinverskir hermenn á æfingu. Víetnamar segjast ekki óttast þá þvf þeir hafi unnið sigur á mun öflugri her, þ.e. hinum bandariska. skæruliðum í Kampútseu frá ger- eyðingu. „Það er opinbert leyndarmái að kínverskir birgöaflutningar til rauðu kmeranna fara um thailenskt land- svæði og á flutningabilum thailenska hersins,” sagði Pham Binh, forstööu- maður stofnunar í Hanoi er sér um alþjóöasamskipti. Thaiiendingar hafa þrásinnis neitað öllum ásökunum um stuöning þeirra við skæruliða í Kampútseu. Vestrænir stjómarerindrekar í Hanoi segja að ástandið viö landa- mæri Víetnams og Kína nú muni væntanlega taka á sig sömu mynd og síðastliðið ár þegar fréttir bárast vikum saman af skærum og stór- skotaliðsárásum af og til. Bardag- amir hættu þegar Víetnamar létu af hinni árlegu sókn sinni gegn skæra- liöumíKampútseu. Umsjón: Gunnlaugur A. Jónsson gggggg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.