Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1984, Blaðsíða 12
12 Frjálst,óháö dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS P'jÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaiur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdaátjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: PVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskríftarveröá mánuði 250 kr. Veröi lausasölu 22 kr. Helgarblað25kr. Veröbólgan vaknar / Ýmislegt bendir til, aö ríkisstjórninni muni reynast erfitt að halda veröbólgunni niðri, þegar líöur á seinni hluta þessa árs. Eftir þaö afreksverk aö koma henni niöur í 10% á skömmum tíma, skortir hana úrræði til aö verja árangurinn og nýta hann til frekari framfara. Ríkisstjórninni hefur ekki tekizt aö hindra, aö sam- dráttur þjóðartekna leiddi til aukinnar hlutdeildar ríkisins í þjóöarbúskapnum. Henni hefur ekki tekizt aö, draga úr kostnaði viö ríkisrekstur til samræmis viö aðra aöila þjóðfélagsins, til dæmis heimilin í landinu. Ríkisstjórnin hafði hálft ár til aö koma fram f járlögum og þrjá mánuöi til viðbótar til að afgreiða lánsfjáráætlun og staga í fjárlagagatið. Niðurstaðan er, aö fátt eitt hefur veriö sparað, en hins vegar efnt til umtalsverðrar söfn- unar skulda í útlöndum. Umfangsmikill rekstur ríkissjóðs og sú nýbreytni að f jármagna daglegan rekstur hans meö erlendu lánsfé eru til þess fallin að auka peningaþensluna án nokkurrar hliöstæörar eflingar atvinnulífsins. Meö þessu er verið aö efna í nýja verðbólgu, sem mun leita framrásar. Ríkissjóöur stendur í harðri samkeppni viö at- vinnulífiö um takmarkað sparifé landsmanna. Þegar tregða komst í sölu ríkisskuldabréfa, hóf ríkið öra útgáfu ríkisvíxla. Þetta hefur stuðlað að því, aö framboð peninga í bönkunum er ekki nema þriðjungur af eftirspurn. Slíkt misvægi er auðvitaö ávísun á verðbólgu, þótt hún blundi enn undir niðri og hafi ekki komið upp á yfirborðið. Og það er ekki hin jákvæða verðbólga, sem byggist á miklum sóknarþunga þjóðarinnar í arðbærri fjárfest- ingu, heldur verðbólga fjármagnsskömmtunar. Ríkisstjórnin hefur ekkert breytt kerfinu, sem sér um, að verulegur hluti fjármagns landsmanna renni framhjá brautum arðseminnar inn á brautir ríkisrekstrar og sjálf- virkrar fyrirgreiðslu við hefðbundna og lítt arðbæra starfsemi, sem löngum hefur notið pólitískrar náðar. Ríkisstjórnin hefur náð verðbólgunni niður með því að gera landið að láglaunasvæði, en hún hefur ekki notað lagiö til að gera neinn þann uppskurð í peninga- og at- vinnumálum, sem veki vonir, aö aukin arðsemi fjár- magns og vinnu muni endurveita þjóðinni fyrri lífskjör. Fréttirnar af Grænmetisverzlun landbúnaðarins og Mjólkursamsölunni eru tvö lítil, ný dæmi um, að hinn hefðbundni landbúnaður er í heild sinni gjaldþrota. Þegar slíkt krabbamein er ekki einu sinni skorið upp, er ljóst, að við munum áfram búa við kröpp kjör. Margvíslegar upplýsingar um vafasama fjárfestingu hins opinbera, til dæmis í verksmiðjudraumórum og heilsugæzlustöðvum, hafa ekki leitt til neinnar viðleitni til að nýta betur f jármagnið í landinu: Þetta eru bara örfá dæmi um, að ríkisstjórnin er í sjálfheldu. I haust mun hún standa berskjölduð gagnvart laun- þegasamtökum, sem hafa lausa samninga og munu spyrja, hvemig ríkisstjómin hafi notað svigrúmið, sem hún fékk við hófsemdarkjarasamninga liðins vetrar. Og ríkisstjórnin mun ekki geta veitt nein marktæk svör. Þannig rennur tíminn frá ríkisstjórninni. Framkoma hennar gagnvart launþegum mun ýta undir óraunhæfa kjarasamninga síðar á þessu ári. Þeir munu svo aftur blása eldi í glæður verðbólgunnar, sem ríkisstjórnin hefur að undanförnu verið að safna í af hreinu ráðleysi. Jónas Kristjánsson. DV. FIMMTUDAGUR10. MAÍ 1984. Undanfariö hefur veríö hér uppi um- ræöa um þaö hvort Island sé láglauna- land eöa velferöarríki og hefur drjúgur hluti þessarar umræðu fariö fram i sjónvarpinu. Raunar má segja aö hún hafi byrjað með hálfgerðri afturfóta- fæöingu, þar sem opinber starfsmaöur á launamarkaöi setti fram full- yröingar um lág laun án þess að skýr- inga væri leitað og annar nauösynlegur samanburður geröur. Síöan hefur um- ræöan smáþróast og ýmislegt komiö í ljós sem var í fyrstu hulið, og um leið og skýringa er leitað er jafnframt geröur ýmiss konar annar saman- buröur. Raunar verö ég aö viðurkenna aö ég skil þaö mæta vel aö menn greini eitt- hvaö á um hvort Island sé láglauna- land eöa ekki, en mér er lítt skiljanlegt hvernig menn getur greint á um hvort það sé velferðarríki. Eg held aö leita þurfi mjög afstæðra skýringa á því hugtaki til þess að komast að þeirri niöurstöðu aö Island sé ekki í hópi vel- feröarríkja. Raunar hefi ég heyrt eina skilgreiningu á hugtakinu vel- feröarríki sem gæti valdiö mönnum nokkrum vafa, en þaö er sú skýring að velferðarríki sé það ríki þar sem þegn- unum líði betur í dag én í gær. Skipti þá ekki máli út af fyrir sig hver efnahags- leg velferð sé, heldur þaö eitt aö þegn- Kjallari á fimmtudegi MAGNÚS BJARNFREÐSSON ar ríkisins finni aö allt sé aö þokast i rétta átt. Þannig geti eitt fátækasta riki veraldarinnar skoðast velferöar- ríki ef verið er aö þöka málum áleiöis en eitt af ríkustu ríkjunum aftur á móti ekki, ef þar hefur orðiö tímabundin aft- urför. Sé þessi skilgreining notuð kann aö mega deila um velferö á landi hér, en þó tæplega aö marki, þvi jafnvel á meðan kaupmáttur launa hefur nokk- uö verið skertur hafa náöst aörir áfangar sem vissulega eru ekki siöur mikilvægir til aö viöhalda efnahags- legriveiferö. I raun og veru er líka fráleitt aö fimbulfamba um láglaun á Islandi, enda þótt finna megi nokkrar ríkar þjóöir sem borga hærri laun í krónum taliö. Þaö er óþarft að bera Island saman viö vanþróaöar þjóöir í þessu sambandi. Milli þeirra og ríkustu þjóöa heims er sægur þjóöa þar sem fólki líöur vel og um tima kann svo aö fara að viö verðum að láta okkur lynda • „í raun og veru er líka fráleitt að fimbulfamba um láglaun á íslandi, enda þótt finna megi nokkrar ríkar þjóðir sem borga hærri laun í krónum talið.” Eitt af því, sem mér er í barns- minni er útlistun kennara míns á hugtakinu lýðræöi. Skýringin var eitthvaö á þá leið, aö lýðræði væri fólgið í því að ákvaröanir meirihlut- ans réöu og skipti engu máli hversu „gáfulegar” þær væru að mati minnihlutans. Hins vegar heföi minnihlutinn óheftan rétt til þess aö hafa aðrar skoðanir og gagnrýna geröir meirihlutans. Aö undanfömu hafa heyrst hávær- ar raddir, sem telja sig geta dæmt um „gáfnafar” lýöræöisins, þ.e.a.s. aö ákveönar lýðræðisreglur, í þessu tilviki í búningi laga frá Alþingi og samþykkta sveitarfélaganna um hundahald, séu svo vitlausar að þær séu að engu hafandi. Hafa menn jafnvel gengið svo langt aö fyrr á tímum hefðu menn eins og Arngrím- ur læröi, ugglaust séö sig knúna til kröftugra andsvara í erlendum rit- um. „ Vissulega kann einhverjum að sárna að mega ekki haida hund og færa má rök gegn þvi að þær forsendur er iágu til grundvaiiar gildandi iöggjöf séu nú til staðar." Af hundahaldi og lýðræði Sjálfdœmi sveitarfólaga Hér á landi hefur löggjafinn í meira en hálfa öld kosið aö veita sveitarfélögunum ákveöiö sjálfdæmi um hundahald. Þannig er sveitar- félögunum nú, meö lögum nr. 7/1953 um hundahald og vamir gegn sulla- veiki og lögum nr. 50/1981 um hollustuhætti og heilbrigöiseftirlit, heimilt að takmarka eöa banna hundahald í lögsagnarumdæmum sínum. Hiö sama gildir um búfjár- hald, en ekki er ætlunin aö f jalla um þaö hér, enda virðast allir sætta sig viö þær leikreglur og láta sig t.d. engu skipta sálarheill bónda í Laug- ardalnum i Reykjavík. 011 stærri sveitarfélög landsins hafa kosiö aö nýta sér þessar heimildir, flest í bún- ingi takmörkunar á hundahaldi og nokkur meö banni. Aö baki þessum ákvöröunum viröist standa mikill meiríhluti ibúa eöa allt að 80% eins og skoöanakannanir sýna. Vissulega kann einhverjum aö sárna aö mega ekki halda hund og færa má rök gegn því að allar þær forsendur er lágu til grundvallar gildandi löggjöf séu nú til staöar. Aörar ástæður hafa aö visu komiö til, sem engan óraöi fyrir, t.d. hættulegir sjúkdómar og ýmiskonar ofnæmis- kvillar. Hvaö sem öllum bollalegg- ingum líður standa lögin óbreytt og engin tilraun hefur mér vitanlega verið gerð til þess aö þrengja þau, hvaöþáafnema. Margar reglur lýöræðisins kunna að orka tvímælis og eru sumar ankannalegar, að margra mati. Sjálfsagt eru t.d. margir þeirrar skoðunar að einkasala ríkisins á áfengi eigi ekki viö rök að styðjast og standi fyrir þrifum því sem sumir nefna vínmenningu. Mönnum er þó haldið aö þessum reglum og strangt á tekið ef út af er brugöiö. Aö undan- INGIMAR SIGURÐSSON LÖGFRÆÐINGUR fömu hafa orðið miklar deilur um skattlagningu nokkurra mjólkur- vara. Skiptar skoðanir eru um það, hvort skattleggja beri slikar vörur eöa ekki, en fjármálaráöherra hefur bent á, aö í þessu tilviki sé hann ein- göngu aö framfylgja lögum. Hvað kemur næst? Eigi vangaveltur um réttmæti leik- reglna þjóöfélagsins upp á pallborð- ið, eins og margt virðist benda til, allavega þegar í hlut á hundahald, er eðlilegt að maður spyr ji, hvaö kemur næst? Geta yfirvöld ekki viö önnur tækifæri notað aðferö Nelson, flota- foringja, þá er hann setti kíkinn fyrir blinda augað. Ef þrýstingurinn yröi mikill, t.d. í völdum tíma í morgunút- varpi, væri ekkert h'klegra en sala á heimabruggi yrði ábatasamur at- vinnuvegur, enda áfengislöggjöfin ekki síður vitlaus, aö sumra mati, en hundalöggjöfin, svo ekki sé talað um „kókómjólkurlöggjöfina”. Hver, sem telur lögbundið skipulag til hornsteina ríkisins, hlýtur aö viður- kenna aö við slíkt ástand verður ekki búiö. Takist ekki aö halda leikreglur lýöræöisins brotah'tiö þarf ekki um aöra þætti aö fást, þar meö talið það böl, er fylgir verðbólgu og fiskleysi. Sem betur fer hefur íslensk þjóð ekki veriö alin upp við það að láta reka á reiðanum endalaust, annað slagiö bjóða menn veörinu birginn. Sumum er að vísu einkar lagið aö haga segl- um eftir vindi. Finnst þeim þá gott aö sigla til útlanda og knýja dyra meö fréttir frá Islandi. Oft er þá látið liggja milh hluta að ræða máUn heima fyrir, hvaö þá leysa þau, held- ur efnt til óvinafagnaöar og upp- dráttarsýki meðal útlendinga, sem flestir hverjir hafa engar forsendur til þess aö leggja dóm á málið. Slíkar „utanferöir” eru til þess eins faUnar aö ala á sundurþykkju meðal lands- manna og óvinsældum hjá erlendum þjóöum. Eg tel aö við Islendingar ættum aö reynast sjálfum okkur nógir í þess- um efnum og ekki að gefa útlending- um, sem sumir hverjir eiga nóg með sitt eigið lýöræöi, tækifæri til þess aö gera okkur að blórabögglum. Okkur væri sæmst að leysa málin heima fyrir í anda þess þjóðfélagsskipu- lags, sem við höfum byggt upp og megum á margan hátt vera stoltir af. Utlendingar leggja okkur hér ekkert Uð, allra síst þeir, sem með of- beldi vildu hafa hönd í bagga með þorskahaldi í okkar eigin sjó, fyrir ekki mörgum árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.