Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1984, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR10. MAÍ 1984: 13 HVERNIG VELFERD? aö vera í hópi þeirra eftir rányrkju- og skuldasöfnunarfyllirí síöustu ára. Hvað veldur? En hvaö veldur því aö viö getum ekki greitt eins há laun og þeir sem hæstu launin borga? Margar skýring- ar hafa veriö til nefndar í þeirri um- ræöu sem fram hefur farið, annaö hefur veriö lagt til hliöar eins og gerist og gengur. Eg ætla mér hvorki aö gera tæmandi úttekt á þessum málum né heldur aö minnast á allt sem sagt hefur veriö, aðeins aö drepa ó nokkur atriði sem mér f innast athugaverð. Þaö hefur vakiö eftirtekt mína aö í þeirri umræöu sem fram hefur farið hefi ég sjaldan eöa aldrei heyrt minnst á hnattstööu Islands. Hér í eina tíð stóð á bókum aö Island væri á mörkum hins byggilega heims. Margháttuð tækni síðari tíma hefur gert þessa skilgrein- ingu úrelta enda þykir mörgum jaðra viö guölast aö taka sér hana í munn. Sannleikurinn er þó vitanlega sá að náttúrufræöilegar forsendur hennar eru óbreyttar, verk mannanna hafa hins vegar breyst. Þaö eru engin smá- ræöis áhrif sem það hefur á afkomu okkar að búa noröur undir heim- skautsbaug. Hvaö halda menn um framleiöslu landbúnaðarafurða, sé borið saman viö suðlæg lönd? Hvaö halda menn um dýrustu og sterkustu hús í heimi, boriö saman viö húsakynni Miðjaröarhafslandanna? Hvaö halda menn um samgöngur og snjómokstur eöa truflanir á innanlandsflugi á Is- landi í samanburöi við Spán? Þetta eru aðeins nokkur auöskilin atriöi, mörg önnur eiga sér svipaða skýringu. Fámenni og stærð landsins hefur boriö á góma, en ég er hræddur um aö þetta hafi meiri áhrif en komiö hefur fram. Skýrust eru þau á samgöngusviö- inu og í orkudreifingunni. Auövitaö kemur hér til aö menn kunni að sníöa sér stakk eftir vexti, en þaö hefur ekki veriö gert. Viö höfum framkvæmt það sem við höfum ekki haft efni á, nema meö því aö taka það af öðrum lífskjör- um. Lífsgæðakapphlaup verðbólguþjóð- félagsins hefur líka gleymst í þessari umræöu. Á meöan verðmyndun og verömætamat var svo vitlaust í skjóli verðbólgunnar aö þaö borgaði sig aö kaupa nærri hvaö sem var fremur en spara peninga hegðuðum viö okkur eins og fávitar. Viö rányrktum land og miö og söfnuðum um leiö skuldum og töldum okkur trú um aö lífsmáti okkar væri eölilegur. A meðan nágranna- þjóöimar litu á okkur í forundran og hlógu að okkur kerrtum viö hnakkann og sögöum eins og sagt var aö frændur okkar Færeyingar heföu sagt um okkur eftir stríðið: Islendingurinn get- urallt, gamli! Hvað eru laun? Skrýtin spuming aö tama, segir lík- lega einhver. Samt er þaö nú svo að svarið er umdeilanlegt. Eru laun þaö sem fyrirtæki greiöir fyrir starfsmann eða þaö sem hann fær í launaumslag- inu? A þessu tvennu er mikill munur hérlendis og þessi munur er misjafn eftir löndum. Sums staðar em nær öll launagjöld greidd út, annars staöar fara þau aö hluta í ótal sjóöi eins og hér, sem eiga aö tryggja launþegana gegn margháttuðum skakkaföllum. Margir þessara sameiginlegu sjóöa hafa meira aö segja verið aðalbaráttu- mál launþegasamtaka um langan aldur. Og enn fleira kemur til. Sums staöar hefur þjóöfélagið komist aö þeirri sam- eiginlegu niöurstööu aö þegnarnir eigi sjálfir að tryggja öryggi sitt af tekjum sínum. Þeir hraustu eigi aö njóta hreysti sinnar en þeir veikburða að greiða sinn sjúkrakostnað. Annars staöar er þessu dreift meðal þjóöarinn- ar allrar, þannig aö engrnn á að kom- ast á vonarvöl þótt á bjáti. En til þess þarf aö skattleggja bæði fólk og fyrirtæki. Fyrirtækin geta ekki greitt þaö fé í laun sem þau eiga ekki, og eftir því sem skattlagningin veröur hærri veröur minna eftir í laun. Þetta hefur hingaö til verið notað sem mæli- kvarði á almenna velferö þannig aö hún hefur veriö talin mest þar sem öryggið er mest. Nú eru lágu launin notuö sem vitnisburöur gegn velferö- inni. I samanburöi þeim sem ég hefi vitnað til hefur veriö miöaö viö mörg lönd. Sum eru í dag óneitanlega meiri efnahagsleg velferöarríki en Island. Þar á ég við grannþjóðir okkar á Noröurlöndum og sum önnur riki Vestur-Evrópu. En við skulum aö lok- um staldra viö tvö ríki. Annaö þeirra var efst á listanum, Bandaríkin, hitt fórum viö niöur fyrir í síöustu úttekt, Italíu. Dettur í alvöru einhverjum í hug aö halda því fram aö almennur verkamaöur í þessum löndum búi viö meiri velsæld og öryggi, meú-i velferö en sá íslenski? Ef svo er þá legg ég til aö hann flytjist til þessara landa. Magnús Bjamfreðsson. Þannig murka Frakkar lífið úr frjálsu útvarpi Þegar menn gera byltingu í útlönd- um, þá byr ja þeir alltaf fyrst á því aö taka forsetahöllúia og útvarpsstöö- ina. Það segir sitthvaö um mikilvægi útvarps. Til allrar hamingju gera menn ekki byltingar á Islandi. Þó er þess að minnast aö þegar breskur her sté hér á land 1940, þá tók hann stjórnar- ráöiö og útvarpið fyrst. Utvarp er áhrifamikill fjölmiöill og er þá bæöi átt við hljóövarp og sjónvarp. Þess vegna hafa íslenskir stjórnmálamenn löngum lagst gegn því aö gefa útvarpsrekstur frjálsan. Þeir hafa ekki treyst öörum en sjálfum sér til aðmisnota útvarp. Súrsœtt útvarps- lagafrumvarp Nú hafa stjómmálamenn beygt sig fyrir kröfunum um frjálst útvarp. Frumvarp um ný útvarpslög hefur verið lagt fram. Grundvallarhugsun þess er góö. Þaö á aö leyfa öörum en ríkinu aö reka útvarpsstöövar. En fyrirkomulagiö á frjálsum útvarps- rekstri, eins og það er hugsaö í frumvarpinu, er hálfgerður óskapn- aður. Samkvæmt frumvarpúiu á valda- mikil útvarpsréttamefnd að vera meö nefið niöri í hvers manns koppi ef hann rekur útvarpsstöð. Nefndrn á aö ákveöa hvaöa tekjur útvarps- stöðvar eiga aö hafa. Hún á að vaka yfir því sem sagt er í útvarpi. Hún á að veita leyfi til útvarpsreksturs og taka þau aftur ef þurfa þykir. Og önnur valdamikil stofnun, Póstur og sími, á aö skammta útsendingartíðni og útsendingarafl. Ef marka má reynslu manna af þeirri stofnun þá er ekki góös aö vænta fyrir væntanlegar einkaútvarpsstöðvar. \ Reynslan í Frakklandi I Frakklandi hafa aörir aðilar en ríkið haft leyfi til útvarpsreksturs frá 1982. Reyndar vom lög þá sett um einkaútvarp vegna þess að ólöglegar stöðvar störfuöu alls staöar. Frakkar settu á laggirnar stofnun sem líkist um margt fyrirhugaöri út- varpsréttamefnd á Islandi. Sú f ranska hef ur þó aðeins meú-i völd. Orðanna hljóöan í frönsku útvarps- lögunum er ekki ósvipuö og í frumvarpi til útvarpslaga sem nú liggur fyrú- á Alþingi. Frakkar orða þaö svo aö borgararnir hafi rétt til að hafa frjálst útvarp. Kjallarinn OLAFUR HAUKSSON, STJÓRNARFORMAÐUR í SAMTÖKUM UM FRJÁLSAN ÚTVARPSREKSTUR Yfir „frjálsa” útvarpúiu franska ríkir stofnun sem ber heitið Yfir- stjórn meö útvarpsrekstri. Hún hefur þaö hlutverk aö úthluta leyfum, bylgjum og sendiafli og gæta þess aö hlutleysis sé gætt í deilumál- um. Islenska útvarpsréttarnefndin á aö hafa svipað hlutverk. Pólitísk valdníðsla Stjórn sósíalista fer meö völd í Frakklandi. Hún hefur notaö Yfir- stjóm með útvarpsrekstri til að hreinlega murka lífiö úr útvarps- stöövum í einkaeign sem em annars staðarípólitík. Til aö mynda em auglýsingar bannaðar í eúikaútvarpi. Það er gert til aö þær verði ekki háöar „fjár- magnsöflunum,” samkvæmt skil- greiningu sósíalista. Þær em í stað- úm háðar einhverjum öörum aðilum en auglýsendum um f jármagn því að auðvitað þurfa þær fjármagn. Slíkt kemur að sjálfsögðu í veg fyrir sjálf- stæði. Leyfi haf a veriö tekúi. af einka- stöövum sem birt hafa auglýsingar. Hms vegar hefur ekkert verið gert þótt stöð ein í París, sem styður sósíalista, sendi út á ólöglega miklu afli og flytji auglýsingar. Hún fær meira aö segja fjárstuðning frá fyrirtækjum sem njóta opúiberra styrkja. Lítið afl og fáránleg tíðni Til aö koma í veg fyrir aö eúika- stöðvar geti keppt við ríkisútvarpið, sem er undir stjórn sósíalista, heimilar Yfirstjóm með frönskum útvarpsrekstri aöeins lága senditíðni og FM-bylgjur sem nást ekki í bílút- varpstækjum. Þetta sama vald hefur Póstur og súni í íslensku útvarps- lögunum ef þau verða samþykkt. Þar aö auki hefur Yfirstjómúi tekið frá fjöldann allan af góöum bylgjum til nota fyrir herinn og ríkis- útvarpið. Þetta er mun meira af bylgjum en þessir aöilar geta nokkru sinninotað. Aðrar aðferðir Aðferðirnar til aö klekkja á eúika- stöðvum em margar aö auki. Þær eru til dæmis skyldaðar til aö deila senditíöni meö öðrum stöövum, jafn- vel þótt nóg sé af bylgjum. Og það er Yfirstjórnin sem ákveður hvenær hvaöa stöö fær að senda út á þessari sameiginlegu tíöni. Reyndin hefur oröiö sú aö hún heúnilar stöövum, hliöhollum sósíaiistum, aö koma sér saman um bylgjur en stöövar í stjómarandstöðu eru settar á tvist og bast. Eúi slík var t.d. skikkuð til aö deila tíðni meö stöö sem sendi út klámfengið efni. Þá hefur Yfirstjómúi einnig stundað þaö að senda út óhljóö (truflanir, svokallaö jamming) á sömu bylgju og vinsælar stöðvar stjórnarandstæöinga. Slíkar aöferðir tíökast helst hjá Sovétmönnum gagnvart vestrænum stöövum. Varast ber vítin Islenskir stjómmálamenn eru varla jafnofsafengnir og franskir kollegar þeúra. En því eru þessar lúiur skrifaöar aö margt í íslenska útvarpslagafrumvarpúiu og frönsku útvarpslögunum er líkt. Vald opin- berra aöila yfir fjölmiölum er óæskilegt og franska reynslan sýnir það svart á hvítu hvað getur gerst. I íslenskum útvarpslögum verður að gæta þess að fara ekki villur vegar. Samkeppni og afriald almennúigs og almennra laga er besta aöferðin til aö eúikaútvarpsstöövar og ríkisút- varp fari ekki yfir velsæmismörk — frekar en aðrir fjölmiölar. „ Til að koma i veg fyrir að einkastöðvar geti keppt við rikisútvarpið, sem er undir stjórn sósialista, heimilar yfirstjórn með frönskum útvarpsrekstri aðeins lága senditiðni og FM-bylgjur sem nást ekki i bilútvarpstækjum. Þetta sama vald hefur Póstur og simi i isiensku útvarpslögunum ef þau verða sam- þykkt."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.