Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1984, Blaðsíða 14
í SMÍÐUM VIÐ REYKÁS í SELÁSI Til sölu nokkrar 2ja og 3ja herbergja íbúðir. 2ja herbergja íbúðir á 1. hæö meö sér garöi. 3ja herbergja íbúöir með tvennum svölum, mjög rúmgóðar. Sér þvottaherbergi meö hverri íbúö. Övenju gott útsýni. íbúðirnar seljast tilbúnar undir tréverk og málningu meö frá- genginni sameign, lóð sléttuð, skipt um jaröveg í bílastæðum. Hægt er að fá íbúöirnar ómúraðar með frágenginni hitalögn. Afhendingartími íbúðanna í apríl 1985, en sameign í ágúst 1985. Utborgun má dreifast á 18 mánuði. Lán frá byggjanda 150-200 þús. Upplýsingar hjá Hauki Péturssyni múrarameistara, Byggðar- enda 18, eftir kl. 18 alla daga, sími 35070. Iðntæknistofnun íslands Tilboð óskast í tvö verk vegna nýbyggingar Iðntæknistofnunar Islands á Keldnaholti. Hússtærð 1150 m2. I. Innanhússfrágangur II. Loftræstikerfi Báðum verkunum skal að mestu lokið 1. október 1984, en að fullu skal loftræstikerfi lokið 1. febrúar og innanhússfrágangi 1. mars 1985. Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 5.000 kr. skilatryggingu fyrir innanhússfrágangsverkið, en 3.000 kr. fyrir loftræstiverkið. Tilboöverða opnuðásama staðþannig: Innanhússfrágangur þriðjudaginn 29. maí 1984 kl. 11.00. Loftræstikerfi þriðjudaginn 22. maí 1984 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓlF 1441 TELEX 2006 ALPHA C0SMIC ER K0MIN og biðin var vel þess virði, því sjaldan hafa góð hönnun og tæknileg fullkomnun farið eins vel saman. Helstu tæknilegir eiginleikar: - verðútreikningur - innbyggður prentari - innbyggt minni fyrir 220 vörutegundir - innbyggð dagsetning - hægt að tengja vogir innbyrðis svo og við móðurtölvu - getur prentað út„total" eftir vöruflokkum af því sem vegið hefur verið. HENTAR FYRIR AFGREIÐSLU, UPPVIKTUN 0G SJÁLFSAFGREIÐSLU. N«isbis liF BÍLDSHÖFÐA 10,110 REYKJAVÍK, SÍMI 82655 .i-atíl lAI/1.01 HUöAOUTMMI'5 .vu DV. FIMMTUDAGUR10. MAI1984. Menning Menning Menning Myrkrið í manninum ísak Haröarson: Rœflatestamentifl. Mál og menning 1984. Fyrsta ljóðabók Isaks Harðar- sonar, Þriggja orða nafn, þótti mörgum harla góö. Þar kom fram á sjónarsviðið persónulegt og sér- kennilegt skáld sem orti af heiðar- leika um hluti sem fáir jafnaldrar hans nenntu að meitla í hendingar: gott og illt, ljós og myrkur. Manninn og hans hverfula Guð — leit hans að hjálpræði í bráðfeigum heimi. Skáld- iö haföi sýnilega legið í hinum heimspekilegu Ijóðum Steins Stein- arr, um þaö vitnuðu öll efnistök og meðferð tungumálsins; retóríkin ofurlítiö f jálg og lítt hirt um að draga fram fyndnar hjámerkingar' oröanna, eins og jafnöldrum hans finnstsvogaman. Þessi ljóö Isaks voru þó ekkert hjárænulegt bergmál af ljóðum meistarans, heldur bæði andsvar við þeim og framhald af þeim, eins og Vésteinn Lúövíksson benti á í rit- dómi. Ljóð Steins enda iðulega á því að holur rómur baular langt innan úr tóminu í annarlegri dul, „ekkert, ekkert”, á meöan Isak fann sinn veg til Sunnuhlíðar í lok sinnar bókar og orti fullur trúartrausts um ljósið í manninum; hann fann þau gildi í líf- inu sem Steini auönaðist ekki aö komaaugaá. Ræfilskvæði Þessi nýja bók Isaks, Ræfiatesta- mentið, er helguö brjálæðinu og myrkrinu í manninum. Hann hefur kosið aö snúa af þeim þrönga veg- inum til Sunnuhliöar og niður á af- vegina — öngstrætin í samfélagi samkeppninnar, efnishyggjunnar, eigingiminnar, hagvaxtarins, stein- steypunnar, vélvæðingarinnar, skyn- semisdýrkunarinnar og tölvunnar og bráðum springur allt í loft upp og til hvers er þetta allt saman? Hér er ósvikin heimsósóma- kveðskapur, en þvilik kvartan og kveinan skálda yfir illri öld hefur veriö vinsæl iöja hjá íslenskum skáldum, frá Skáld-Sveini til Bubba Morthens og nær undantekningar- laust er þetta heldur vondur skáldskapur: fullur af tuggum og ófrjóu þusi í ætt við leiöara dag- blaðanna, flötu rími og hugmyndafá- tækt í meðferð ljóðmálsins. Burtreið- arspjótin eru bogin. Isak Haröarson yrkir í þessari bók á afar umbúðarlausan hátt. Hann Bókmenntir Andri Thorsson treystir ekki myndum og likingum til að koma erindum sinum til skila; ljóö hans eru nokkum veginn laus við allt táknmál sem fengi aö útskýra sig sjálft. Samt er hann sérlega mælskt skáld. Tungutak hans er umfram allt hversdagslegt, blæbrigðalítið og einhæft. Það er stóryrt en hljómlítið? Ég ætla að vera alkohólisti. Ég ætla að vera ábyrgðarlaus. Ég ætla að vera geðveikur. Ísak Harðarson. Það er eina leiðin til að halda s jálf svirðingunni Éina leiðin til að halda lífslönguninni Leiöin til að vera maður sjálfur Til að vera. Nú er þetta Ljóð handa ræflum byggt upp á kunnáttusamlegan hátt, meö aldagömlum retórískum brellum: þremur andstæðupömm er stillt upp sem hliðstæður væm. En þvílíkar heitsrengingar — eða háð — eða hvort tveggja — verða einkennilega bitlausar, hvað sem líður heitum hug skáldsins aö baki: retórík af þessu tagi þarfnast snöggt- um þróttmeira tungutaks, Isak þarf einfaldlega að orða erindi sín á eftir- minnilegri hátt. Eg held hann ætti að lesa Píslarsögu sira Jóns Magnús- sonar eða meistara Vídalín. Isak Harðarson er hvað sem þessum aðfinnslum liöur eitt efnileg- asta skáld okkar, en þessi ljóð hans eru of hrá. Tilfinning hans er sannari og sárari en algengt er. Hann hefur næmi skáldsins fyrir heiminum og þjáningunni. En nokkuö skortir á aö hann hafi næmi skáldsins fyrir oröum. Skuldbreyting útgerðar: Lán nemi 90% af húftrygg- ingarverðmæti skipa Ríkisstjórnin hefur ákveðið aö breyta lögum um Fiskveiðasjóö Islands þannig aö heimilt sé að skuidbreyta stofnlánum út- gerðarinnar þannig að þau nemi allt að 90% af húftryggingarverömæti skipanna. Hefur verið lagt fram' stjórnarfrumvarp þess efnis á Alþingi. Fiskveiðasjóði er samkvæmt núgildandi lögum heimilt aö veita lán sem nema allt aö 75% kostnaöar eða matsverðs. Breyting þessi er gerð til að hægt sé að skuldbreyta stofnlánum útgerðarinnar sem um síðustu áramót námu 7,5 milljörðum króna og þar af var rúmur milljarður í vanskilum. Á sama tíma voru viöskiptaskuldir út- gerðarinnar um 850 milljónir króna. Áhvílandi skuldir útgeröarinnar viö Fiskveiðasjóð námu í árslok 1983 5,4 milljörðum króna, þar af voru 762 milljónir í vanskilum. Þær hugmyndir eru uppi um skuldbreytingu vegna útgerðarinnar að áhvílandi skuldum, hvort sem þær eru í skilum eða vanskilum, verði breytt í lán sem hafa jafnlangan lánstíma og upphaflegu stofnlánin aö viðbættu einu til sjö árum og mun lengingin ráðast af hlutfalli áhvíl- andiskulda. -OEF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.