Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1984, Blaðsíða 16
16 DV. FIMMTUDAGUR10. MAl 1984. Spurningin Borðarðu pylsur? Arnbjörg M. Sveinsdóttlr ráðskona: Já, það geri ég oft og hef hana þá með öllu. Gunnar Þorbjörnsson vélvirkl: Ægi- lega sjaldan. Ef ég geri það þá er hún með öllu. Eg held þó að ég myndi ekki vilja eina meö rauökáli ef mér stæði það til boöa. Sigvaldi Karlsson, vinnur í pylsu- vagni: Daglega og hef ekkert á þeim. Jón Hlöðversson: Já, ég borða pylsur mjög oft. Kitty M. Jónsdóttir húsmóðir: Einstöku sinnum. Þær eru þá með remúlaði og sinnepi. Olafur Rafnkelsson sjómaður: Já, ég borða þær svona einu sinni í viku. Mér finnst þær bestar með öllu nema hrá- um. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Þyrlumálin: Svar Friðjóns Þórðarsonar -við bréfi Ásgríms S. Bjömssonar Friðjón Þórðarson skrlfar: I DV föstudaginn 4. maí sl. skrifar Asgrímur S. Bjömsson, erindreki SVFI, grein um þyrlukaupin (Land- helgisgæslunnar), undir yfirskriftinni Osmekklegar aðdróttanir þing- manna Þar nefnir hann nöfn þriggja alþingismanna og kemst mi. svo að orði: „.. . svo yfirgengileg finnst mér orð og framkoma þessara vesalings al- þingismanna sem telja sig þess um- komna að rakka niður störf þessara manna og annarra starfsmanna Land- helgisgæslunnar lífs og liðinna, sem hafa unnið að flugmálum Gæslunnar gegnumórin.” — Af þessu tilefni verð ég að biðja DV að birta þá ræöu, sem ég flutti á Al- þingi um þetta mál, svo að lesendur geti s jálfir dæmt um, hver það er, sem hefur í frammi „ósmekklegar aðdrótt- anir og rakalausar fullyrðingar”. Bréf það frá fv. flugmálastjóra sem ég vitnaöi í innan tilvitnunarmerkja er dags. 10.11. 1980 og hefur að minum dómi að geyma gagnlegar upplýs- ingar, m.a. fyrir alþingismenn. Þingræöa mín er svohljóðandi orðrétt skv. Alþingistíðindum: Friðjón Þórðarson: Herra forseti. Þegar þyrlukaup; þyrlurekstur ber á góma verður mönnum gjaman heitt í hamsi, aö maöur nú ekki tali um björgunarflug eöa Björgunarsveit varnarliðsins. Mér datt því í hug í þessu sambandi að rifja upp minnis- blað sem fyrrv. flugmálastjóri Agnar Kofoed-Hansen lét mér eitt sinn í té, með leyfi forseta, því að mér finnst að menn séu oft heldur fákunnandi um aðdraganda þessara móla: „I mars — apríl 1946 stóö fyrsta ráö- stefna ICAO, þá PICAO, um málefni Þyrla af Dauphin gerð. flugs og flugöryggis á Norður-Atlants- hafi. A dagskrá ráöstefnunnar voru málefni varðandi stofnun og staðsetn- ingu framtíöarskipulags flug- björgunarsveita fyrir Norður-Atlants- haf. Eftir miklar umr. var m.a. sam- þykkt að flugbjörgunarsveit skyldi staðsett á Islandi, kostuð af alþjóöafé og rekin af Islendingum. Bretar höfðu beitt sér gegn þessari samþykkt þar sem i þeirra hlut hlaut aö koma allstórt framlag af sameiginlegum kostnaöi. Sneru þeir sér þvi til Bandaríkj anna og fóru fram á það að þeir tækju að sér að reka þessa þjónustu á sinn kostnað meðan þau héldu aöstöðu á Keflavíkur- flugvelli. Var að sjálfsögðu á þetta fallist af öllum aöilum af hagkvæmnis- ástæðum. Þannig er því tilkoma hinnar alþjóö- legu flugbjörgunarstöðvar ó Kefla- víkurflugvelli sem veitt hefur mörgum þjóöum, þ.ó m. Sovétmönnum og Islendingum, ómetanlega þjónustu á undanfömum áratugum. Allt tal um þaö aö lslendingar geti ekki verið þekktir fyrir að láta Bandarikjamenn bjarga íslenskum mannslífum á sjó eða landi er þvi meö öUu óskiljanleg staöhæfing þar sem hér er um hlekk úr alþjóðlegu kerfi að ræða. Kaup stórrar þyrlu fyrir Landhelgis- gæsluna, til þess aö hún geti tekið þetta verkefni aö sér, eru einnig út i bláinn. Til þess þyrfti að koma upp algerlega hliðstæðri þjónustu við þá sem nú er á Keflavíkurflugvelli, en það mundi árlega hafa milljarðakostnaö í för með sér. Hjálagt leyfi ég mér að senda upplýsingar um fýrirkomulag starf- semi þessarar í nágrannalöndunum sem einnig er hluti af heildarskipulagi flugbjörgunarþjónustu ó Norður- Atiantshafi skv. samþykkt í mars 1946 íDublin.” Þetta vildi ég leyfa mér að rifja upp nú til skýringa. En þó ég hafi látið þessi orð falla og upplýsingar skal það skýrt tekið fram að ég er hells hugar fylgjandi þvi að Landhelgisgæsla tslands verði sem allra best búin gæslu- og björgunartækjum, skipum, flugvélum og þyrlum með fullkomn- asta öryggis- og tæknibúnaði sem völ er á og svarar kröfum timans. Hlut- verk Gæslunnar er vissulega mikil- vægt hér eftir sem hlngað til. Hana verðum við að efla svo sem frekast er kostur og f járhagur leyfir eins og ná- grannaþjóðir okkar telja sér skylt og sjáifsagt. Lögleiðing bflbeltanot kunar: Bflbeltanotkun getur valdið kæruleysi Bréfrítari segir bilbelti ekki ieysa nein vandamál. Magnús Guðmundsson Patreksfirði skrifar: 18. apríl birtist grein i DV eftir Tryggva Jakobsson, sem er starfs- maður Umferðarráðs. I grein þessari kemur glöggt fram að Umferðarróö eygir nú helst að viðurlögum við brot- um á bílbeltalögum verði beitt og samkvæmt skrifum Tryggva muni það bjarga mörgum frá bráðum bana. Enda segir Tryggvi í umræddri grein að frelsi i notkun bílbelta sé i raun sama og frelsi til að velja sér dauödaga. Hver er vettvangur Umferðarráðs? Samkvæmt þessum yfirlýsingum Tryggva, starfsmanns Umferðarráðs, er umferðarmenning í Reykjavík og nágrenni svo brjáluð að eins gott er að allir bindi sig fast ef þeir eiga að halda lífi viö akstur um nefnt svæði. Þetta hef ég raunar lengi vitaö að svo yrði og ég viðurkenni að í þau fáu skipti sem ég hef komið til Reykjavíkur í bifreiö hef ég ekki þoraö annað en nota bílbelti við akstur í brjálaðri umferð þar, sem sjálfsagt er uppbyggð af Umferðar- ráði. Eg vil benda Umferöarráði á að númer eitt er að efla umferðarmenn- ingu, lausnin við auknum hraða í umferð, ýmsum hættum og dauða- g^ldrum er ekki að binda fólk í bif- reiðunum. Hér í mínu byggðarlagi þekkjast vart umferöaróhöpp, en ef yrði t.d. leyfður 100 km hraði um Aðalstræti myndi það skapa lífshættu og kalia ó bilabeltanotkun þótt bilbelti séu engin líftrygging. Bílbelti geta kallaö á aukna hættu einstaklinga, ef einstaklingur telur sig vera algjörlega öruggan í belti, þá gæti það eitt kallaö á kæruleysl Þetta getur skapað iikt hugarástand og hjá ýmsum gagnvart kaskótryggingum, ég hef komið að bifreið eftir veitu, bifreiðin var nær ónýt en eigandinn, sem var ökumaðurinn, sagði, „þetta er allt lagi, hún er kaskótryggð”, sem sagt ábyrgðartilfmflingin 'nverfur frá manninum sjálfum, því fer sem fer. Að lokum þetta, Umferðarráð á ekki að vera hættuskapandi afl sem leggur síðan alla sina krafta fram til þess að menn deyi ekki vegna aðgerða og hættuástands Umferðarráðs sjálfs. Það er sem sagt sama hvað fólk bindur sig bak og fyrir i Reykjavík í dag, hættan er engu að siöur sú sama í umferðinni, böndin breyta engu þar um. Eg hef farið víða um heiminn og ætla ekki aö bera okkar dvergriki saman við milljónirnar, London, París, Róm, í þessum efnum. Héma á Patreksfirði gengur umferðin ágætlega án þess að fólk bindi sig og vona ég að það verði aldrei skapað svo mikið hættuástand héma að fólk verði hvatt til þess aö fara ekki á milli húsa nema í böndum, að öðrum kosti gæti þaö átt á hættu að missalífið. RAUPARAR OG GRATKONUR Einar Bimir skrifar: I DV föstudaginn 4. mai var fregn um ,Atök á lyfjamarkaði”, hláleg fyrirsögn um ósköp venjuiega sam- keppni m gSfllSlJiékkí iyr og i hæsta máta gamalþekktar verðsveif lur. Það heitir í frásögn Delta hf. (áður. Pharmaco hf.) að þeir séu að veita samkeppni þegar þeir pakka hér- lendis alþekktum lyfjaefnum og fá þau skráö á Islandi sem eigin fram- leiðslu, á lágmarksgögnum og skráningartíma sem liggur milli 2ja og 6 mánaöa meðan samkeppnis- aöilar þeirra verða að senda inm fyllstu gögn í hvívetna þar með taliö ótölulegar greinar um kbníska reynslu og kbnískt notagildi lyf janna og bíða síðan í 2 — 21/2 ár eftir niður- stöðu skráningamefndarinnar. Nú skyidi einhver halda að þetta dygði þeim Delta mönnum til aö — vegna lyf jamálsins keppa, en ó nei, ekki aldeilis, hver einasta afgrelðsla lyf ja frá þeim sem á lyfseðU fer er niðurgreidd með fé íslenskrjj stSÍÍbórgara. I trausti þess að þetta sé fóiki al- mennt ókunnugt um koma raupar- amir fram, af og tU, berja sér á brjóst og tala um samkeppni og er þó sannast mála að miðað við aba fyrir- greiðsiuna og niðurborganirnar er undravert hvað þeir em dýrseldir á sína vöm. Nú verða blessaðir mennirnir af og til fyrir því að á móti þeim er tekið og samkeppninni haidiö á lofti umfram hið venjulega og þá breytist nú tónn- inn heldur fljótt. Upphefjast samstundis kveinstafir í f jölmiðlum að ekta „grótkvenna” sið um þessa vondu menn sem séu að stríða þeim og alltaf að fara framhjá reglum finnst þeim, og þá er reyndar farið með staðlausa stafi og rugl eins og fréttin frá 4. maí ber ljósast vitni um; Dagblaðiö DV hefur lengi látið í veðri vaka að mjög væm menn á móti niðurgreiðslum í öbum myndum og einnig aö þar vUdu menn kenna sig við vandaða fréttaþjón- ustu. Þessi frétt var nú svo vönduö að talað var við annan málsaðUa ein- göngu. Dyigjum Ingólfs Petersen um „siðleysi” eða „ósiði” vísa ég beint heim til föðurhúsanna aftur sem rakalausum. Um óheppni DV vegna niður- greiöslna og fréttavöndunar í þessari tUteknu frétt er það eitt að segja sem stundum fyrr, að „það sem helst hann varast vann varð þó að koma yfirhann”.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.