Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1984, Blaðsíða 40
Fréttaskotió 68-78-58 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i síma 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Helmingur sjúklinga út vegna skorts á hjúkrunarfræðingum Um 30 langlegusjúklingar veröa sendir af Kristneshæli í Eyjafiröi í sumar vegna skorts á hjúkrunar- fræðingum. Tímabiliö sem draga þarf úr starfseminni er f rá 29. júní og til 10. ágúst og verður fólkinu komiö fyrir bæði á einkaheimilum og öörum stofnunum. „Okkur vantar í dag 4 eöa 5 hjúkrunarfræðinga í fastar stööur fyrir utan afleysingar,” sagði Bjarni Arthursson,. forstöðumaður á Kristnesi, í samtali viö DV. „Við höf- um aldrei þurft aö gera neitt í þessa veru. Hjúkrunarfræöingahallæriö er alveg óstjórnlegt,” bætti hann viö. Kristnes er hjúkrunar- og endur- hæfingarspítali þar sem eru aöeins langlegusjúklingar. Væri ákaflega erfitt að senda þannig sjúklinga heim, sagöi Bjami, en reynt að velja þá sem helst gætu farið. Samkvæmt öðrum heimildum DV hafa sumir þessir einstaklingar í engin hús aö venda. Einnig kom fram hjá Bjama aö yfirvöld hafa gefið fyrirmæli um aö rúmum á Kristnesi veröi fækkað úr 69 í 58. ,3júklingamir hérna hafa veriö of margir og of mikið álag á starfsfólkinu. Við höfum verið aö rembast við aö reyna aö þjóna miklu fleirum en viö höfum haft getu til og þaö hefur bitnað á starfsfólkinu. Þannig koma ekki sjúklingar í 11 rúmanna þegar opnað veröur aftur. JBH/Akureyri. Gómurinn áfram ígröfinni „Fjölskyldan hefur ekki gefiö tann- læknanemanum neitt samþykki. Hún myndi aldrei samþykkja aö móöir min yröi grafin upp. Það er eindreginn vilji fjölskyldunnar að hún fái aö hvíla í friði,” sagði sonur konu þeirrar sem grafin var með umdeildan gervigóm. Konan lést fyrir tæpu ári, 53 ára gömul, eftir skamma sjúkdómslegu. Tannlæknanemi hafði áöur smíðað gervigóm fyrir hana. Gómurinn fór í gröfina meö konunni áður en kennararj við tannlæknadeild höföu metið náms-' verkefniö. Mál þetta hefur vakiö töluveröa athygli því tannlæknaneminn hefur haldiö því fram aö honum sé meinaö að útskrifast í vor sökum þess aö prófessorar viðurkenni ekki góminn í gröfinni. Tannlæknaneminn fékk sér lögmann og kæröi máliö til mennta- málaráðherra. Forsvarsmenn tannlæknadeildar segja að gómurinn sé aukaatriöi i málinu. Nemandinn hafi staöiö sig miöur í verklegum þætti námsins og sé því ekki talinn hæfur til að útskrifast í vor. Gómurinn breyti þar engu um. DV hefur haft spumir af því að fréttir um þetta mál hafi birst í blöðum í Noregi og Danmörku. -KMU. LUKKUDAGAR 7 10. MAI 45888 REIÐHJÓL FRÁ FÁLKANUM AD VERÐMÆTI KR. 10.000,- Vinningshafar hringi í síma 20068 LOKI Hvað eru menn að kvarta. Maður fær kartöflumús beint úr pokunum! Aftanivagn mefl frosinn fisk ó vegum Herjólfs hf.brotnaði niflur er verifl var afl aka honum til Reykjavikur og átti atburðurinn sér stafl rétt vifl Rauflavatn. Á innfelldu myndinni sjást starfsmenn fyrirtækisins selflytja fiskinn yfir i frysti- gám úr aftanivagninum. DV-myndir S. Biluníbrunaviðvörunar- kerfi Borgarspítalans: Allt tiltækt slökkvilið sentafstað AUt tiltækt slökkviliö var sent af staö er brunaviðvörunarkerfi Borgarspít- alans fór í gang í gærdag en um bilun reyndist aö ræða og var helminglaf slökkviliðinu þá snúiö við þar sem það var statt á leiö á Oskjuhliðinni. Einn bill fór síöan á staðinn til að athuga hvar bilunin hefði orðið. I Þetta eru eðlileg viðbrögö slökkvi- I liösins þegar um staði á borð við Borg- arspítalann er aö ræða. -FRI. Reykbann finnanlandsflugi Reykingar í innanlandsflugi Flugleiða verða ekki heimilar eftir 20. mai næstkomandi er sumaráætlun tekur gildi. Þessi ákvörðun var tekin aö undangenginni skoöanakönnun meðal farþega í aprílmánuði. Niður- staðan varð sú aö um 75 prósent þeirra sem tóku afstööu voru andvígir reykingum í flugvélum, en 25 prósent meðmæltir. Afstöðu tóku tæplega 80 prósent þeirra 5.600 farþega sem könnuninnáöi til. -KMU. „ÖRBYLGJUKERFIÐ VERDUR TRUFLAД sagði maður sem hringdi í ritstjórn DV—yf irverkf ræðingur Pósts og síma trúir því ekki að símvirkjar séu að truf la fjarskipti „Símaörbylgjukerfiö verður trufl- að á eftir milli klukkan 9 og 9.10.” Þetta sagði maður sem hringdi á ritstjóm DV laust eftir klukkan átta í gærmorgun. Hann sagði ennfremur að ástæðan fyrir þessari truflun væri sú að simvirkjar væru þessa dagana í skæruhernaði þar sem þeir ættu í sérkjarasamningum. „Oll samtöl út á land munu til dæmis truflast við þetta,” sagði maðurinn. Þegar DV spurði hann hvernig þessi truflun lýsti sér svar- aði hann: „Þaö mun heyrast sláttu- hljóð sem truflar samtölin” I hádegisfréttum Rikisútvarpsins var skýrt frá samskonar upphring- ingu til fréttastofu útvarps. Frétta- stofan lét kanna hvort truflanir heföu orðið og reyndist svo vera. Maðurinn, sem hringdi í DV, sagði reyndar einnig að skýringin á því að hljóðið hefði fallið út fyrstu mínút- urnar í fréttatíma sjónvarps síðast- liöið mánudagskvöld, þegar Magnús Bjarnfreðsson las fréttirnar, væri skæruaögerðir símvirkja. I fyrradag fékk DV einnig upp- hringingu þar sem sagt var að hinar miklu truflanir á símakerfinu aö undanf ömu mætti rek ja til þessa. „Eg trúi því ekki að okkar starfs- menn séu að gera svona. Við höfum reynt að kanna þetta en ekki getað fundið að það sé fótur fyrir þessu,” sagði Þorvarður Jónsson, yfirverk- fræðingur hjá Pósti og síma. Hann kvaðst vita til þess að trufl- anir heföu orðið á örbylgjurásum í gærmorgun. Það hefði verið athugaö en ekkert hefði komið fram sem benti til að þarna hefði eitthvað óeðli- legt verið á seyði. „Ef þetta heldur áfram og fleira í svipuðum dúr gerist hlýtur þetta að verða lögreglumál. En ég trúi því hreinlega ekki að starfsmenn okkar séu að trufla fjarskipti landsmanna vegna kjaradeilu. Eg efast um að það hjálpi til að ná árangri,” sagðí Þorvaröur. -KMU/JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.