Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1984, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1984, Page 8
8 DV. FÖSTUDAGUR11. MAl 1984. Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsóknar starf deildarstjóra hagdeildar. Við- skipta- eða hagfræöimenntun tilskilin. Umsóknir er greini menntun, aldur og fyrri störf sendist fyrir 20. maí 1984, merkt starfsmannahaldi. Upplýsingar veitir for- stööumaður fjármálasviðs. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118, 105 Reykjavík. KRANAMAÐUR ÓSKAST Vanur kranamaður á byggingakrana óskast nú þegar. Upplýsingar föstudag í síma 34788 og laugardag í síma 72627 og 20774. Tilkynning til söluskattsgreiöenda Athygli söluskattsgreiöenda skal vakin á því að gjalddagi söluskatts fyrir aprílmánuð er 15. maí. Ber þá að skila skattin- um til innheimtumanns ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið LÖGMENN Framhaldsaðalfundur Lögmannafélags íslands verður haldinn í hliðarsal Hótel Sögu á morgun, laugardaginn 12. maí, og hefst kl. 14.00. Stjórnin. FLUGLEIÐIR/V BAKARI ÓSKAST Óskum eftir að ráða bakara yfir sumarið. Nánari uppiýsingar gefnar í síma 22322 hjá starfsmanna- stjóra. Hótel Loftleiðir. LAUSAR STÖÐUR Við Laugaskóla í Dalasýslu eru lausar til umsóknar eftirtald- ar stöður. Umsóknarfrestur er til 20. maí nk. 1. Kennarastaða í hannyrðum og myndmennt. 2. Kennarastaða á barnastigi. 3. Staða skólabreyta. Upplýsingar gefa Guðjón Sigurðsson skólastjóri í síma 93-4262 og Kristján Gíslason yfirkennari í símum 93-4264 og 93-4269. Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að eindagi launaskatts fyrir mánuðina janúar, febrúar og mars er 15. maí nk. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til innheimtu- manns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leiö launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. Neytendur Neytendur Neytendur Komið hefur tii að hætta framleiðslu á mangósopa og jóga vegna samdráttar i sölu. Vegna stöðvunar á dreifingu drykkjanna þriggja er hætta á skemmdum á hluta kókómjólkurbirgðanna. DV-mynd: Bj. Bj. Þráteflið um mjólkurdrykkina stendur enn: Verulegur samdráttur í sölu kókómjólkur, mangó- sopa og jóga árið 1983 Sem kunnugt er hefur Mjólkursam- salan stöðvað dreifingu á kókómjólk, mangósopa og jóga í verslanir. Stöðv- un var ákveðin í kjölfar ágreinings sem kom upp þegar fjármálaráöherra ákvaö aö framfylgja lögum um inn- heimtu 17% vörugjalds og söluskatts af viðkomandi mjólkurdrykkjum. Nokkr- ir þingmenn Framsóknarflokksins hafa síöan lagt fram frumvörp á Alþingi þess efnis að gjöldin tvö verði afnumin af drykkjunum. Svokölluð ráðherranefnd, skipuö fjórum ráðherrum og öðrum aðilum, hefur verið sett á Iaggirnar til að kanna þetta mál frekar. Enn er máliö í biðstöðu, mjólkurdrykkjunum þremur er ekki dreift í verslanir og birgðir sem til voru í verslunum á þrotum. Áöur en til stöðvunar kom og birgðir þraut höföu nokkrir matvörukaup- menn innheimt söluskatt af kókó- mjólkinni eða selt drykkinn meö sölu- skatti. Einn peli af kókómjólk kostaði í smá- sölu 12,35 krónur. Með 23,5% söluskatti fer pelinn í 15,25 krónur. Með 17% vörugjaldi, sem eftir því sem við höf- um komist næst, yrði lagt á 80% af heildsöluverðinu og söluskatti færi pel- inn af kókómjólkinni í um 17 krónur. Menn greinir á um flokkun kókó- mjólkur, hvort drykkurinn sé frekar kakómjólk en mjólk. 93% innihalds er mjólk. Samdráttur í sölu Samkvæmt ársskýrslu Mjólkursam- sölunnar í Reykjavík var sala kókó- mjólkur á árinu 1983 rúmlega ein millj- ón lítrar. Frá 1981 hefur orðiö tæplega 20% samdráttur í sölu kókómjólkur. Töluverður samdráttur hefur einnig orðið í sölu á mangósopa og jóga. Af mangósopa seldust rúmlega 24 þúsund lítrar, sem er um 61% minni sala en ár- ið 1981, og tæplega 39% minni sala en 1982. Mangósopi er mysudrykkur. Tæp- lega 76% samdráttur hefur veriö í sölu á jóga, sem er drykkjarjógúrt, frá ár- inu 1981, en 1983 seldust rúmlega 45 þúsund lítrar af jóga. Árið 1981, þegar drykkjarjógúrtin kom á markaðinn, seldust rúmir 63 þúsund lítrar af henni. Hætta á skemmdum Samkvæmt upplýsingum Birgis Guðmundssonar framleiðslustjóra Mjólkurbús Flóamanna á Selfossi, framleiðanda drykkjanna þriggja, eru til birgðir af kókómjólk sem nema um 60 þúsund lítrum. Um 14 þúsund lítrar af kókómjólk eru með siöasta söludag í júnílok. Ef dreifing fer ekki af stað aft- ur fljótlega er hætta á aö einhver hluti birgðanna skemmist. Vegna samdrátt- ar í sölu á mangósopa og jóga hefur komiö til að hætta framleiðslu þeirra aö sögn Birgis Guðmundssonar. Agreiningurinn um gjöld af kókó- mjólk, mangósopa og jóga er ekki til lykta leiddur og á meðan er drykkjun- um ekki dreift í verslanir og neytendur veröa að vera án þeirra. „Lítið er spurt um drykkina,” sögðu nokkrir kaupmenn, sem við höfðum samband viö, en aðrir sögðu aö eftir- spurnin væri töluverð. Þessi ummæli, á hvom veginn sem er, segja þó ekki mikið, fólk spyr sjálf- sagt ekki um vöru sem það veit að ekki er fáanleg og hvers vegna. -ÞG Verð á mjólkurvörum: Rannsóknin nær of skammt Eins og kunnugt er hefur fjármála- ráðherra farið fram á að gerð verði rannsókn á verömyndun ýmissa mjólkurvara sem mjólkursamlögin verðleggja sjálf. Stjómir Neytendafélags Reykja- víkur og nágrennis og Neytendasam- takanna fagna þessu frumkvæði ráð- herrans. Þær telja þó aö þessi rann- - segja neytendafélögin sókn nái of skammt og telja fulla þörf á að gerð verði mun víðtækari rannsókn á verðmyndun mjólkur- vara. Þær nefna m.a. að verð á jógúrt sé óeðlilega hátt og að það sé óeölilegt að skyr skuli hækka um 140 prósent í verði þegar settir séu sam- anvið þaöávextir. Verð á gosdrykkjum Þessi samtök mótmæla einnig þeim verðbreytingum sem gerðar hafa verið á ýmsum drykkjarvörum, Þaö sé ekki raunhæft að þegar gjöld á gosdrykkjum séu lækkuð skuli gjöld á ávaxtasafa og fleiri drykkjarvörum hækka. prósent 1. febrúar. Þó getur tæpast talist að um háar upphæðir sé að ræða þegar bókasöfnin eru notuð reglulega. Borgarbókasafnið: Gjaldtaka hækkaði um 100 prósent — í byrjun ársins Þann 1. febrúar síöastliðinn hækk- uðu öll gjöld sem viðskiptavinum er gert skylt að greiöa á Bœ-garbókasafn- inu í Reykjavík um 100 prósent. Á Borgarbókasafninu verða notendur þess að greiða ákveðið ársgjald. Fyrir fullorðna var þetta gjald fyrir hækkun 100 krónur en er nú orðið 200 krónur. Barnagjaldiö hefur hækkað úr 25 krón- um í 50 krónur. Oll önnur gjöld hafa hækkað að sama skapi. Þetta eru reyndar ekki mjög háar upphæðir og samkvæmt heimildum DV brjóta þessi gjöld í bága við samþykkt sem gerö hefur verið í UNESCO. Þar er kveðið svo á um að aðgangur að almennings- bókasöfnum eigi að verða ókeypis, en heimilt sé þó að sekta lánendur fyrir vanskil. -- 1 flestum bókasöfnum landsins eru tekin þessi gjöld, en á Akureyri er aögangurinn ókeypis. A sama tíma sem ákvarðanir um þessar hækkanir hafa verið teknar hef- ur verið dregið úr bókakaupum fyrir Borgarbókasafnið. En sjálfsagt á það rætur sínar að rekja til slæmrar fjár- hagslegrar stöðu borgarinnar. Von- andi verður breyting á því þegar þaðástand batnar. Elfa Björk Gunnarsdóttir borgar- bókavörður sagði aö þaö væri rétt að í samþykktum UNESCO væri ýjað að þvi að aðgangur að almenningsbóka- söfnum ætti að vera ókeypis. Þar væri kannski höfðað sérstaklega til vanþró- uðu ríkjanna. Hún sagði að þaö væri sin skoðun að gjaldtaka bókasafna ætti aldrei að vera svo há að fólk veigraði sér viö að fá lánaðar bækur. Það mætti sjálfsagt deila um hvort núverandi gjald væri of hátt. En það væri tæpast hægt að segja að það væri hátt miöað viö það verð sem nú er á bókum. Fyrir þetta gjald gætu lánendur tekið aö láni eins margar bækur og þeir vildu. —--------------- -----------APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.