Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1984, Blaðsíða 1
DV. FÖSTUDAGUR11. MAI1984. 1 Sjónvarp 0 ______ ________ Sjónvarp Laugardagur 12. maí 16.15 Fólk á förnum vegi. 25. Á far- fuglaheimili. Enskunámskeið í 26. þáttum. 16.30 tþróttir. Umsjónarmaöur Bjarni Felixson. 18.10 Húsið á sléttunni. Sextán ára. Bandarískur framhaldsmynda- flokkur. Þýðandi Oskar Ingimars- son. 18.55 Enska knattspyrnan. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingarogdagskrá. 20.35 Við feðginin. Lokaþáttur. Breskur gamanmyndaflokkur. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 21.05 Töfrandi tónar. Þýskur söngvaþáttur. Kvöldstund með grísku söngkonunni Nönu Mou- skouri og gestum hennar. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 22.10 Uppvakningur (Sleeper). Bandarísk gamanmynd frá 1973. Höfundur og leikstjóri Woody All- en, sem leikur einnig aðalhlutverk ásamt Diane Keaton, John Beck og Mary Gregory. Söguhetjan gengst undir litilsháttar læknisað- gerð árið 1973 og fellur í dá. 200 árum síðar er hann vakinn til lifs- ins i framandi framtiöarheimi. Þýðandi Þorsteinn Helgason. 23.40 Dagskrárlok. Sunnudagur 13. maí 18.00 Sunnudagshugvekja. Séra Pjetur Þ. Maack flytur. 18.10 Tveir litlir froskar. 5. þáttur. Teiknimyndaflokkur frá Tékkó- slóvakíu. Þýðandi Jóhanna Þrá- insdóttir. Sögumaður Sigrún Edda Björnsdóttir. 18.15 Afi og bíllinn hans. 5. þáttur. Teiknimyndaflokkur frá Tékkósló- vakíu. 18.25 Nasarnir. Myndaflokkur um kynjaverur, sem kallast nasar, og ævintýri þeirra. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 18.40 Svona verður leður til. Þáttur úr dönskum myndaflokki sem sýn- ir hvernig algengir hlutir eru bún- ir til. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finnbogason. (Nordvision — Danska s jónvarpið) 19.00 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Sjónvarp næstu viku. 21.00 Nikulás Nickleby. Attundi þátt- ur. Leikrit í níu þáttum gert eftir samnefndri sögu Charles Dickens. Þýðandi Kristmann Eiösson. 21.55 Danskeppni í Mannheim. Frá heimsmeistarakeppni í mynstur- dönsum 1984 sem fram fór í Mann- heim í Vestur-Þýskalandi. Evróvision — Þýska sjónvarpið) 23.30 Dagskrárlok Mánudagur 14. maí 19,35 Tommi og Jenni. Bandarísk teiknimynd. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingarogdagskrá. 20.40 Ég skal aidrei framar drekka bjór. Sænsk sjónvarpsmynd sem styðst við sögu eftir Bertil Schiitt. Leikstjóri Stellan Olsson. Aðal- hlutverk: Per Eggers, Lois Miche Renard og Rikke Wölck. Poul Jensen, sem starfar í Tuborgöi- gerðinni, drekkir sér í bruggámu út af óláni í ástamálum. Skömmu síðar fær sænskur rithöfundur sér bjórglas um borð í ferjunni yfir Sundið. Sér til mikillar furðu fer hann að mæla á dönsku — með rödd Jensens sáluga. Þýðandi Hallmar Sigurðsson. (Nordvision — Sænska s jónvarpið). 21.25 Pillan cr tvíeggjuð. Bresk fræðslumynd um getnaöarvarna- pilluna og áhrif hennar á sam- félag, kynlíf og kvenfrelsi. Þá er fjallað um aukaverkanir og hugs- anlegt heilsutjón af notkun pill- unar til langframa. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 22.15 Iþróttir. Umsjónarmaöur Bjami Felixson. 22.45 Fréttir í dagskrárlok. Þriðjudagur 15. maí 19.35 Hnáturaar. 10. Litla hnátan hún Viðutan. Breskur teikni- myndaflokkur. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. Sögumaður Edda Björgvinsdóttir. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttlr og veður. 20.30 Auglýsingarogdagskrá. 20.35 Lindýr sem skipta litum. Bresk náttúruÚfsmynd um smokkfiska og kolkrabba í Suðurhöfum. Nátt- úrufræðingar þykjast sjá þess merki að þessi lindýr búi yfir tals- verðri greind og geti jafnvel tjáð sig með litbrigöum. Þýðcmdi Jón O. Edwald. 21.10 Snákurinn. Lokaþáttur. Italsk- ur framhaldsmyndaflokkur. Þýð- andi Þuríður Magnúsdóttir. 22.15 Skógar og skógrækt á Islandi. „Menningin vex í lundi nýrra skóga”, kvað Hannes Hafstein í Aldamótaljóðum. Nú fer í hönd annatimi skógræktarmanna um land allt og í tilefni af því er efnt til þessa umræðu- og upplýsingaþátt- ar í sjónvarpssal. Umræðum stýr- ir Hulda Valtýsdóttir. 23.05 Fréttir í dagskrárlok. Miðvikudagur 16. maí 18.00 Evrópukeppni bikarhafa. Urslitaleikur liöanna Juventus frá Italiu og Porto frá Portúgal. Bein útsending frá Basel í Sviss. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingarogdagskrá. 20.40 Nýjasta tækni og vísindi. Umsjónarmaður Siguröur H. Richter. 21.10 Berlín Alexanderplatz. Nýr flokkur — fyrsti þáttur. Þýskur framhaldsmyndaflokkur í fjórtán þáttum, geröur eftir samnefndri skáldsögu eftir Alfred Döblin sem út kom 1929. Coletta Biirling flytur inngangsorð. Handrit og leikstjóm: Rainer Wemer Fass- binder. Aðalhlutverk: Giinther Lamprecht, Barbara Sukowa, Gottfried John og Hanna Schygulla. Berlin Alexanderplatz er saga mannlegra samskipta meðal auðnuleysingja í stórborg á dögum kreppu, atvinnuleysis og upplausnar í Þýskalandi, fáum árum áöur en nasistar náðu þar undirtökum. Söguhetjan, Fran Biberkopf, er leystur úr fangelsi eftir fjögurra ára hegningarvist. Hann er staðráöinn í að verða nýr og betri maður en ýmsar hindranir Fyrsta beina knattspyrnuútsending maimánaðar verður á miðvikudag- inn. Þá leika Juventus frá ítaliu og Portúgaiirnir i FC Porto i úrsiitum Evrópukeppni bikarhafa. verða á vegi hans og einkum bíður traust Biberkopfs á náunga sinum hnekki. Þýðandi Veturliði Guðna- son. 22.50 Fréttir í dagskrárlok. Föstudagur 18. maí 19.35 Umhverfis jörðbia á 80 dögum. 2. þáttur. Þýskur brúöumynda- flokkur. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. Sögumaður Tinna Gunn- laugsdóttir. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Böm I bíl. Fræðslumynd frá Umferðarráði um notkun bilbelta og öryggisstóla. 20.50 Á döfinni. Umsjónarmaður Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 21.05 I kjöifar Sindbaðs. Fyrsti hluti. Bresk kvikmynd í þremur hlutum um óvenjulega sjóferð frá Oman við Arabíuflóa til Indíalanda og Kína. Farkosturinn var arabískt seglskip og tilgang- ur leiðangursins að kanna sagnirnar um ferðir Sindbaðs sæfara sem segir frá í Þúsund og einni nótt. Leiðangursstjóri var Tim Severin. Þýðandi Gylfi Pálsson. 22.00 Viskíflóð. (Whisky Galore). Bresk gamanmynd frá 1948 gerð eftir sögu eftir Comton Mackenzie. Leikstjóri Alexander MacKendrick. Aðalhlutverk: Basil Radford, Joan Greenwood, Jean Cadell, Gordon Jackson og James Robertson Justice. Þegar heimsstyrjöldin síðari skellur á sjá eyjarskeggjar á einni Suöur- eyja vestur af Skotlandi fram á að verða að sitja uppi þurrbrjósta. Það léttist því á þeim brúnin þegar skip strandar með viskífarm. Þýðandi Jón O. Edwald. 23.15 Fréttir í dgskrárlok. Laugardagur 19. maí 13.15 Enska bikarkeppnin. Urslita- leikur Everton og Watford. Bein útsending frá Wembleyleikvangi í Lundúnum. 16.00 Hlé. 16.15 Fólk á fömum vegi. Loka- þáttur. Enskunámskeið í 26 þátt- um. 16.30 Iþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.10 Húsið á sléttunni. Vegir ástar- Innar I. Bandarískur framhalds- myndaflokkur. Þýöandi Oskar Ingimarsson. 18.55 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 I blíðu og stríðu. 1. þáttur. Bandarískur gamanmynda- flokkur, framhald fyrri þátta um lækninn Sam (Richard Crenna) og lögmanninn Molly Quinn (Patty Duke Astin) í Chicago og fjöl- skyldulíf þeirra. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 21.05 Þegar ritsiminn var lagður vcstur. (Western Union). Banda- rískur vestri frá 1941 gerður eftir sögu Zane Greys. Leikstjóri Fritz Lang. Aöalhlutverk: Randolph Scott, Robert Young, Dean Jagger og Virginia Gilmore. Flokkur Uppvakningur heitir sjónvarpskvikmyndin á laugardag. Hún er eftir Woody Allen og var gerð árið 1973. Sjónvarp laugardag klukkan 22.10: WOODY ALLEN HÖFUNDUR, LEIK STJÚRI00 ADALLEIKARI Woody Allen er höfundur, leik- stjóri og aöalleikari í kvikmyndinni á morgun, laugardag. Myndin heitir „Sleeper” eða Uppvakningur og segir frá Miles nokkrum Monroe. Hann kennir sér einhvers meins og þarf að leita læknishjálpar. Hann fer á sjúkrahús þar sem gerð er á honum litil aðgerö. Aðgerðin misheppnast. Hann deyr þó ekki en til breiöa yfir mistökin er Monroe pakkaö inn í álpappír og hann geymdur i dái. Tvö hundmö árum síöar vaknar Monroe og þá blasir við honum undarlegur heimur sem stjómað er af vélmennum. I þessari fáránlegu framtiðarsýn hefur vélmönnum að- eins tekist að varðveita það versta úr menningu tuttugustu aldar: stjóm- málaleiðtoga, sem aöeins talar í slagorðum, McDonalds ham- borgara, skáldskap, sem enginn botnar í, myndlist, sem enginn skilur., Monroe er skelfingu lostinn-Hann fyrirlítur sjálfan sig sem vélmenni. Hann reynir að flýja en tekst ekki. Hann er settur á heimili eitt þar sem honum er þrælaö út sem þjóni. Vesöld Monroe eykst enn. Hann reynir að flýja aftur og í þetta sinn tekur hann tvö hundmö ára gamlan Volkswagen traustataki. Og þótt ótrúlegt kunni að virðast fer billinn i gang á fyrsta starti... Ævintýrin halda áfram en ekki er vert aö seg ja meira að sinni. Auk Woody Allen eru í aðalhlut- verkum í myndinni Diane Keaton, J ohn Beck og Mary Gregory. Uppvakningur varð gerð árið 1973 og tekur um tvo og hálfan tíma i sýn- ingu. Þættirnir sem taka við af Sonum og elskhugum eru þýskir og heita Berlin Alexanderplatz. Rainer Fassbinder leikstýrir en þetta er aðalsöguhetjan Franz, leikin af Gunther Lamprecht.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.