Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1984, Blaðsíða 3
Messur Guðsþjónustur í Reykja- víkurprófastsdæmi sunnu- daginn 13. maí 1984. ARBÆJARPRESTAKALL: Guðsþjónusta i safnaðarheimili Arbæjarsóknar kl. 11.00 árd. Organleikari Jón Mýrdal. Ath. breyttan ■ messutíma. Sumarferð barna úr sunnudags- skóla Arbæjarsóknar til Hveragerðis og Sel- foss verður farin frá safnaðaheimilinu sunnu- daginn 13. maí kl. 13.30. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. ASKIRKJA: Kirkjudagur safnaðarfélags As- prestakalls. Guðsþjónusta kl. 2.00. Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari og Hörður Askelsson leika. Kaffisala eftir messu í safnaðarheimili kirkjunnar. Ferðir frá Hrafnistu og Norður- brún 1 kl. 13.15. Sr. Arni Bergur Sigurbjörns- son. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Messa kl. 14.00 í Breiðholtsskóla. Sr. Lárus Halldórsson. BUSTAÐAKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11.00. Sr. Sólveig Lára Guðmundsdóttir. Guðsþjónusta kl. 2.00. Félagar úr Gideons- hreyfingunni kynna starf sitt og Hörður Geirlaugsson stígur í stólinn. Lögreglukórinn syngur, organleikari og söngstj. Guðni Þ. Guðmundsson. Fundur Kvenfélags Bústaða- sóknar mánudagskvöld kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra miðvikudag. Sr. Olafur Skúlason. DOMKIRKJAN: Messa kl. 11.00. Dómkórinn syngur, organleikari Marteinn H. Friðriks- son. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 10.00. Sr. LárusHalldórsson. FELLA- og HÓLAPRESTAKALL: Guösþjón- usta í Menningarmiðstööinni við Geröuberg kl. 2.00. Sr. Hreinn Hjartarson. FRIKIRKJAN í Reykjavík: Almenn guðs- þjónusta kl. 14.00. Sr. Arelíus Níelsson messar. Fríkirkjukórinn syngur, organisti og söngstjóri Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. GRENSASKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Halldór S. Gröndal messar, organleikari Arni Arinbjamarson. Kaffisala kvenfélagsins kl. 15.00. Mánudagur kl. 20.30: Fundur kven- félagsins. Fimmtudagur kl. 20.30: Almenn samkoma. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRlMSKIRKJA: Laugardagur 12. maí: félagsvist til ágóða fyrir kirkjubygg- inguna í safnaðarheimilinu kl. 3.00. Sunnu- dagur: Messa kl. 11.00. Sr. Karl Sigurbjöms- sor.. Þriðjudagur kl. 10: Fyrirbænaguðsþjón- usta, beðið fymr sjúkum. Miðvikudagur 16. maí: Náttsöngur kl. 22.00. LANDSPITALINN: Messa kl. 10.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HATEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sr. Arngrímur Jónsson. KÖPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. ÞorbergurKristjánsson. LANGHOLTSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Prestur sr. Sigurður Haukur Guðjóns- son, organleikari Jón Stefánsson. Einleikur á fiðlu, Heiðrún Gréta Heiðarsdóttir. Ein- söngur, Friðrik Kristinsson. Sóknamefndin. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 14.00. Aðal- safnaðarfundur að lokinni messu. Þriðju- dagur: Bænaguðsþjónusta kl. 18.00. Færeysk guðsþjónusta þriðjudagskvöld kl. 20.30. Jakub Kass, sóknarprestur í Nesi á Austurey, mess- ar. Föstudagur 18. mai kl. 14.30: Síðdegis- kaffi. Sr. Ingólfur Guðmundsson. NESKIRKJA: Messa kl. 14.00. Orgel og kór- stjórn Reynir Jónasson. Kaffisala á vegum kvenfélagsins í safnaðarheimilinu að lokinni messu. Sr. Guðmundur Oskar Olafsson. Mið- vikudagur: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Oskar Olafsson. SELJASÖKN: Guðsþjónusta i Olduselsskól- anum kl. 11.00. Ath. breyttan messutíma. Fyrirbænasamvera Tindaseli 3 fimmtudags- kvöld kl. 20.30. Sóknarprestur. H.IALPRÆÐISHERINN. Sunnudag kl. 11. Helgunarsamkoma. KL 20: Bæn. KL 20.30: Hjálpræðissamkoma. Kommandör Will og Kathleen Pratt frá Bandaríkjunum og kommandör Solhaug frá Noregitala. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Ath. breyttan tíma. Sr. Gunnþór Ingason. KIRKJA ÖHAÐA SAFNAÐARINS: Bama- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00. Baldur Kristjánsson. Fundir Kvenfélag Bústaðasóknar heldur fund mánudaginn 14. maí kl. 20.30. Kvenfélag Bessastaðahrepps kemur í heim- sókn. Skemmtiatriði. Mætið vel og stundvis- lega. Vorkonur Alþýðuleikhússins: Sýningar á Undir teppinu hennar ömmu hefjast aftur Vorkonur Alþýöuleikhússins hef ja nú aftur sýningar á Undir teppinu hennar ömmu eftir Nínu Björk Arna- dóttur, en nokkurt hlé varð vegna óviðráðanlegra ástæðna. Breyting hefur nú orðið á hlutverkaskipan og tekur Margrét Akadóttir við hlut- verki Önnu S. Einarsdóttur um tíma, en Asa Svavarsdóttir leikur hlutverk Margrétar. Undir teppinu hennar ömmu hlaut mjög góða dóma og hefur verið upp- selt á flestallar sýningar. Háskólinn, nokkrir framhaldsskólar, starfs- menn geðdeilda ríkisspítalanna og konur þær er sóttu Vorvöku Kven- félagasambands Islands hafa komiö á hópsýningar og hefur þá verið boð- ið upp á umræður eftir sýninguna. Vorkonumar halda til i ráöstefnusal Hótel Loftleiða og þar er miðasalan opin daglega frá klukkan 17—19, miðapantanir í síma 22322. Athygli skal vakin á því að sýningum fer nú fækkandi. Sýningar um helgina veröa sem hérsegir: Föstudagll.maíkl.21 Sunnudag 13.maíkl. 17.30. JðlÓ-RALL 1984 Fuglaskoðunarferð Ferðafélags íslands Laugardaginn 12. maí næstkom- andi mun Bifreiðaíþróttaklúbbur Suðurnesja, ásamt Ragnarsbakaríi hf. í Keflavík, standa fyrir svoköll- uöu JóJó-ralli. Þetta rall er það fyrsta á árinu sem gefur stig til Is- landsmeistara ökumanna og aðstoðarökumanna í ralli. Kl. 8 að morgni laugardagsins 12. maí mun Ragnar Eðvaldsson, for- stjóri í Ragnarsbakaríi hf., ræsa fyrsta bílinn, en frá bakaríinu munu keppendur aka sem leið liggur um Suðurland. A meðan keppendur spreyta sig í rallinu geta áhorfendur fylgst með þeim á sjónvarpsskjá milli þess sem þeir horfa á hinar ýmsu uppákomur sem verða við Ragnarsbakarí á meðan á keppni stendur. I ár verður reynt að gera JóJó-rallið skemmti- legt, jafnt fyrir áhorfendur sem keppendur, og má í því sambandi nefna sjónvarpsskjá þar sem hægt verður að fylgjast með keppendum, auk þess sem haldiö verður kassa- bilarall milli fjögur stórverslana í Njarðvík og Keflavík, þeirra Nonna og Bubba, Víkurbæjar, Hagkaups og Samkaupa. Keppninni lýkur svo við Ragnars- bakarí um kl. 16 þennan sama dag. Sunnudaginn 13. maí verður fárin árleg fuglaskoðunarferðFeröafélags Islands um Miðnes og Hafnarberg, en slíkar ferðir hafa verið farnar allt fráárinul967. Farið verður frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin, kl. 10.30 árdegis. Fyrst verður ekiö út á Alftanes og skyggnst eftir margæs, en hún á aö vera hér nú á leið sinni til varpstöövanna sem eru á Grænlandi. Síðan verður ekið aö Hraunsvíkinni, rétt austan við Grindavík, og hugað að fuglum þar. Þá verður haldið á Hafnaberg, sem er aögengilegasta fuglabjarg fyrir íbúa höfuðborgar- svæðisins. Síðan liggur leiöin til Hafna og Sandgerðis, en á báðum þessum stöðum er mikið fuglalíf. Þátttakendur fá ljósritaöa skrá með nöfnum þeirra fugla sem sést hafa frá ári til árs og merkja við eða skrifa inn nýja. Leiðsögumenn í þessari ferö verða: Erling Olafsson, Grétar Eiríksson, Gunnlaugur Pétursson og Kjartan Magnússon. Æskilegt er að hafa með sjónauka og Fuglabók AB. Ferðinni lýkur um kL 19. Kjarvalsstaðir: Sögu- og skipulagssýning Næstkomandi laugardag, 12. maí, kl. 14 opnar Davíð Oddsson borgar- stjóri sögu- og skipulagssýningu í Kjarvalssal að Kjarvalsstöðum í Reykjavík. Markmiöið með sýningunni er að gefa borgarbúum og öðrum lands- mönnum tækifæri til að kynna sér ýmsa þætti úr skipulagi Reykjavíkur, bæði úr nútíð og fortíð. Sýningin er í 6 deildum: 1) Söguleg þróun byggðar — skipulags- saga. 2) Félagsmál og fritímaiöja. 3) Ibúar og athafnalíf. 4) Umferðar- mál. 5) Nýleg skipulagsverkefni. 6) Framtíðarsýn. Sýningin er aöallega í myndrænu formi, þ.e. ljósmyndir, loftmyndir, kort, skipuiagsuppdrættir og skýringarmyndir. Sem dæmi um ný skipulagsverkefni, sem kynnt eru á sýningunni, má nefna skipulag ibúðabyggðar við Grafarvog, skipu- lag nýs miðbæjar í Kringlumýri og skipulagstillögu að Aðalstræti og nágrenni. Sunnudaginn 13. maí kl. 16 flytur Páll Líndal lögmaður erindi á Kjarvalsstöðum sem hann nefnir: Aldaskrá, spjall um þróun skipulags- mála í Reykjavík undanfarin 100 ár. Fimmtudaginn 17. maí kl. 20.30 fjallar Gestur Olafsson, forstöðu- maður Skipulagsstofu höfuðbnrgar- svæðisins, um framtíðaibyggð á höfuðborgarsvæðinu. Lokadag sýningarinnar, 20. maí kl. 15 til 16.30, kynna skipulags- höfundar ný skipulagsverkefni á vegum Reykjavíkurborgar. Eftir þá kynningu verður farið með strætis- vagni frá Kjarvalsstöðum og fyrir- huguð byggingarsvæöi skoðuð undir leiðsögn skipulagshöfunda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.