Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1984, Blaðsíða 4
20 DV. FÖSTUDAGUR11. MAl 1984. Leiklist Dýrin í Hálsaskógi á Akranesi Skagaleikflokkurinn hefur að undanförnu sýnt bamaleikritið „Dýrin í Hálsaskógi" við góðar undirtektir. Leikstjóri er Guðrún Steffensen. Vegna voranna leikara og starfs- manna í sýningunni verða síðustu sýningar á leikritinu laugardaginn 12. maí og sunnudag- inn 13. maí kl. 15 báða dagana. Sýningar Þjóðleikhússins um helgina „Sveyk" í síðasta sinn, „Amma þó" í þriðja síðasta sinn og tvær uppseldar sýningar á „Ga-jum og pium". Sveyk i síðari beimsstyrjöldinni eftir Bert- föstudagskvöldiö og er það allra síðasta sýningin á þessum gamanleik um ævin- týri og raunir góða dátans í þriðja rík- inu hans Hitlers. Bessi Bjarnason leikur Sveyk, en með önnur meginhlutverk fara Þóra Friðriksdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Gisli Rúnar Jónsson, Sigurður Sígurjónsson og Baldvin Halldórsson. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir, leikmynd og búningar eftir Sigurjón Jóhannsson, hljómsveitarstjóri er Jón Hlöðver Askelsspn og þýðinguna gerðu Þorsteinn Þorsteinsson og Þórarinn Eldjárn. Gæjar og píur, söngleikur Frank Loessers eftir sögu og sögupersónum Damon Runyons nýtur gífurlegra vinsælda. Tvær sýningar verða á stykkinu um helgina, á laugardag og sunnudag, og seldust þessar sýningar báðar upp á einum klukkutíma sl. þriðjudag, en upp- selt hefur verið á allar sýningar verksins til þessa. Amma þó'., barnaleikritið hennar Olgu Guðrúnar Arnadóttur verður sýnt kl. 15 á sunnudag og fer nú hver að verða síðastur að sjá þá sýningu, því eftir þessa helgi verða að- eins tvær sýningar eftir á leikritinu. Leik- stjóri er Þórhallur Sigurðsson, Messíana Tómasdóttir gerði leikmynd og búninga og með helstu hlutverk fara Herdís Þorvalds- dóttir, Gísli Guðmundsson, Edda Björgvins- dóttir og Jón S. Gunnarsson. Allra síðustu sýningar á Rakaranum Hjá Islensku óperunni eru síðustu sýningar á gamanóperunni Rakaranum í Sevilla eftir Rossini í kvöld og á laugardagskvöld og hefj- ast báöar sýningarnar kl. 20. Operan er í tveim þáttum og gerist í Sevilla á Spáni snemma á síðustu öld. Segir þar frá ungum a *•* Wð e& K i*tt LUBBURINN Hvað er á seyði um helgina Hvað er á seyði um helgina Unnið við vefnað iSkálatúni. Skálatún: Sölusýning á verk- um heimllisfólksins Næstkomandi laugardag, 12. maí, verður haldin sölusýning á listvefnaöi og handunnum vegg- og gólfteppum og mottum. Allt eru þetta verk unnin af heimilisfólki Skálatúns, undir leiðsögn þeirra Þóru Svanþórsdóttur handa- vinnukennara og MargrétarFinnboga- dóttur vef naöarkennara. Sýningin stendur frá kl. 14—17 á laugardeginum í vinnu- og vefstofu Skálatúns i Hamrahliö, þar á staðnum. Jafnframt heldur íþróttafélagið Gáski kökusölu til fjáröflunar fyrir starf- semi félagsins á sama stað. Einhíeypir: Kynningar- og umræðuf undur Ef þú ert gift(ur) skaltu ekki lesa lengra. Ef þú ert einhleyp(ur) skaltu svara eftirfarandi spurningum: — Er ekki tímabært að breyta þeim viðhorfum sem eru ríkjandi til ein- hleypra? — Eiga þeir að una því að búa i leiguherbergi við þrengsli og bágar aðstæður? — Ber einhleypum ekki sami réttur á aðstoð til heimilisstofnunar og öðrum, sbr. hjúskaparfrádrátt? — Finnst þér ekki eðlilegt að þeir njóti sömu réttinda og hjón til byggingasjóðslána og vaxtafrádrátt- — Er ekki siðlaust að efnahagsleg og félagsleg viðurlög neyði fólk í hjú- skap eða óvigða sambúð? — Á ekki að taka tillit til tvöfalds vinnuálags einhleypra? — Ber ekki að taka tillit til hlutfalls- lega mikils framfærslukostnaðar ein- hleypra? — Er ekki timabært að einhleypir hittist og jafnvel kynnist annars staðar en á hinurn hefðbundna holdmarkaði? Ef þú hefur svarað 7 spurningum ját- andi, láttu þá sjá þig á kynningar- og umræðufundi, sem haldinn verður i Félagsstofnun stúdenta næstkomandi laugardagskvöld, þ. 12. maí kL 8.30. Árlegur hjólreiðadagur Styrktarfélags lamaðraog fatlaðra Arlegur hjólreiðadagur Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra verður 12. maínk. Takmarkið með deginum er að safna fé til byggingar á Dvalar- og hvíldarheimili fatlaðra barna. Söfnunin fer þannig fram að grunnskólanemar munu leita til fólks um stuðning og munu þeir svo hjóla í þágu þeirra sem ekki geta hjólað, eins og segir í fréttatilkynningu f rá SLF. S3S Þjóðleikhúsið: Allra síðasta sýning áSveyk Föstudaginn 11. maí kl. 20 verður í Þjóðleikhúsinu allra síðasta sýningin á leikritinu Sveyk í síðari heims- styrjöldinni, sem Bertolt Brecht samdi upp úr víöfrægri skáldsögu Jaroslav Haseks um ævintýri góða dát- ans Sveyk. Sá er munurinn á skáldsög- unni og leikritinu að Brecht flytur Sveyk úr fyrri heimsstyrjöldinni yfir í þá siðari og getur þannig látið Hitler og Sveyk hittast og kljást, enda beinist háðið í verkinu nú að Hitler og öllum hans geröum. Þórhildur Þorleifsdóttir er leikstjóri verksins, Þorsteinn Þorsteinsson þýddi leikinn, söngvar eru eftir Hannes Eisler, leikmynd og búningar eftir Sigurjón Jóhannsson, sem nýlega hlaut menningarverðlaun Þjóðleik- hússins, hljómsveitarstjóri er Jón Hlöðver Askelsson, en lýsinguna annast Páll Ragnarsson. Með helstu hlutverkin fara Bessi Bjarnason (Sveyk), Þóra Friðriksdóttir, Gunnar Eyjóifsson, Gisla Runar Jónsson, Baldvin Halldórsson og Sigurður Sigur jónsson (Hitler), en alls koma um 30 manns f ram í sýningunni. Akureyri: Sýníng á verkum Valgeirs Vésteins Dagana 12.-20. maí heldur Valgeir Vésteinn sýningu á málverkum sinum. Verður sýningin í vinnustof u Valgeirs í Þórunnarstræti 93 á Akureyri og er hún öllum opin frá klukkan 15-21 alla daga vikunnar. Hjálpræðísherinn: Samkomur með alþjóðlegum blæ Nú um helgina eru leiðtogar samkomum í Herkastalanum, Kirkju- Hjálpræðishersins í Bandaríkjunum, stræti 2, föstudagskvöldið kl. 20.30 og kommandörWillogKathleenPratt.og einnig á sunnudaginn kl. 11 og 20.30. kommandör K.A. Solhaug frá Noregi Ollum er heimiil aðgangur. stödd hér á landi. Munu þau tala á greifa (Júlíus Vífill Ingvarsson) sem vill ná ástum yngismeyjarinnar Rósínu (Sigríður Ella Magnúsdóttir). Þaö gengur ekki fyrir- nafnarlaust því aö hann keppir þar viö annan vonbiðil, vemdara stúlkunnar (Kristinn Hallsson). Kemur þá rakarinn (Kristinn Sig- mundsson) greifanum til hjálpar og saman brugga þeir ýmis launráð. En sjón er sögu ríkari og nú er síðasta tækifæri fyrir þá sem ekki vilja missa af þessari þekktustu og vin- sælustu óperu Rossinis er laðaö hefur að sér óperugesti um víða veröld frá þvi híin var f rumflutt í Róm árið 1816. Tónleikar Burtfarartónleikar frá Tón- skóla Sigursveins Um helgina heldur Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar tvenna tónleika. Þetta eru burt- farartónleika þeirra Sigurðar Sv. Þorbergs- sonar básunuleikara og Rikharðs H. Friðriks- sonar gítarleikara. Sigurður Sv. Þorbergsson hóf tónlLstamám í Tónskóla Neskaupstaðar hjá Haraldi GuðmundssynL Sl. 4 ár hefur hann lært við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar þar sem aðalkennari hans hefur verið Janine Hjaltason. Tónlefkar Sigurðar verða laugar- daginn 12. maí kl. 17 í Félagsstofhun studenta. Undirleikariá tónleikunum er Anna Norman. Ríkharður H. Friðriksson hefur numið gít- arleik við Tónskóla Sigursveins D. Kristins- sonar frá árinu 1974. Kennarar hans hafa ver- ið Kjartan Eggertsson, Gunnar H. Jónsson og Joseph Fung. Tónleikar Rikharðs verða sunnudaginn 13. maí kl. 17 í Félagsstofnun stúdenta. Hljómsveit Tónskólans mun aðstoða ungu hljóðfæraleikarana i Ballöðu fyrir básúnu og hljómsveit eftir Eugen Bozza og Gítarkonsert eftir Malcolm Arnold. Állir eru velkomnir á tónleikana. Frá Kariakór Akureyrar Næstkomandi laugardag og sunnudag þ. 12. og 13. maí verða hfnir árlegu vortónleikar kórsins í Borgarbíói kl. 17.30 og kl. 21.00 á laugardaginncnkl. 17.30 ásunnudaginn. Söngskráin að þessu sinni er að mestu leyti af léttara taginu og sum lögin þekkt og vinsæl en önnur óþekkt. Só'ngstjóri er Guðmundur Jóhannsson og undirleikari Ingimar EydaL Aðstoð við undir- leik veita þeir Kristján Guðmundsson og Sveinbjörn N. Adólfsson. Einsöngvarar eru Eirikur Stefánsson, Helga Alfreðsdottir, Bryngeir Kristinsson og FelixJósafatsson. I sönghléi hjá kórnuin verður óvænt uppákoma, en þá kemur og syngur hin þekkta óperusöngkona Ingveldur Hjaltested. Aðgöngumiðar eru seldir i afgreiðslu Hotel Varðborg og þar er einnig hægt að skipta miðum dagana fram að samsöng meðan miðar endast. Miðar sem þá verða eftir verða seldir við innganginn. Nú þegar er búið að afgreiða til styrktar- félaga og annarra 670 miða á þessa þrenna tónleika. Tónleikar í Norræna húsinu Kristján Elis Jónasson barítónsöngvari hcldur tónleika í Norræna húsinu laugardaginn 12. maí kl. 16. Undírleíkari er Vilhelmína Olafsdóttir. Kammermúsíkklúbburinn Fimmtu tónleikar starfsársins 1983—'84 verða í Bústaðakirkju sunnudaginn 13. maí kl. 20.30. Bros úr djúpinu, Gísl og Fjöreggið I kvöld (fbstudagskvöld) er 9. sýning hjá Lefkfélagi Reykjavíkur á Brosi úr djúpinu eft- ir Lars Norén, en höfundur þessi þykir nú einn sá athyglisverðasti á Norðurlbndum og leikrit hans mikið leikin. Það fjallar um ballerinu, sem ekki vill annast nýfætt barn sitt; eigin- mann hennar, móður og systur ásamt vin- konu og þykir óvenjulega nærgöngult og áhrifamfkið. Það er Kjartan Ragnarsson sem leikstýrir, leikmynd gerir Pekka Ojamaa frá Finnlandi en í hlutverkunum eru Hanna Maria Karlsdóttir, Sigurður Skulason, Slg- ríftur Hagalin, Guoríin S. Gisladðttir og V.-il- gerður Dan. Annað kvöld er sýning á Gisl eftir Brendan Behan, en sýningar eru nú orðnar yfir 40 og hefur verið uppselt á þær allar og er svo einnig um þessa sýningu. Gisli Halldérsson og Margrét Helga Jóhannsdóttir leika Pat og Meg, Johiuui Sigurðarson er breski her- maðurinn, Guðbjörg Thoroddsen stúlkan Teresa og Hanna Maria Karlsdóttir Miss Gil- christ. Með stór hlutverk fara einnig Steindór Hjörleifsson, Guðmundur Pálsson, Aðalstelnn Bergdal, I'orstcinn Gunnarsson og Karl Guð- mundsson. Sigurður Rúnar Jónsson stjórnar tónlistinni, cn hún er öll flutt af leikurunum sjálfum. Leikstjóri er Stefán Baldursson. A sunnudagskvbldið er 3. sýning á hinu nýja leikriti Sveins Einarssonar, Fjöregginu, sem frumsýnt var í vikunni. Leikritið er lýsing á nútimafjölskyldu í Reykjavík, vel stæðri en kannski ekki hamingjusamri í réttu hlutfalli við það. Þarna skiptast á gaman og alvara og alls koma 15 leikarar fram í sýningunni. I stærstu hlutverkum eru Guðrun Ásmunds- dóttir, Þorsteinn Gunnarason, Pálmi Gests- son, I.ilja Þðrisdóttir, Gisll HaUdðrsson og Guðrún Gísladóttir. Leikstjóri er Haukur J. Gunnarsson. Tilkynningar Heimaeyjarkaffi Vestmannaeyingar og aðrir gestir. Verið velkomnir á Ilótcl Sögu sunnudaginn 13. mai kl. 14.00. Borð hlaðin kræsingum. Agóðinn rennur tU lfknarmála. Kvenfélagið Heimaey. Alþjóðlegi mœðradagurinn er sunnudagurinn 13. maí. Að venju býður Kvenfélagasamband Kopa- vogs í mæðrakaffi í Félagsheimilinu þann dag kl. 15-18. I salnum verður sýning á verkum Gerðar Helgadóttur er fjölskylda hennar gaf Kópa- vogsbæ. Happdrættismiði fylgir kaffinu ásamt iill- um goðu kökunum. Dregið verður á staðnum um fjölda smávinninga á hálftíma fresti. Einnig verða merki seld í bænum föstudag, laugardag og sunnudag . Allur ágóði rennur til hjálparstarfs Mæðrastyrksnefndar. Kðpavogsbuar, styrkið gott málefni og fjöl- mennið í veislukaf fið á sunnudaginn. Frá Kattavinafélaginu Kattavinafélagið hefur nú hafist handa um byggingu líknar- og geymslustöðvar fyrir ketti við Stangarhyl 2 á Artúnsholti og eru húsbyggjendur og aðrir sem eiga sökklatimb- ur og vilja leggja fálaginu lið beðnir að hringjais. 14594. Félagsvist í Hallgrímskirkju verður spUuð í safnaðarheimiU Hallgrims- • kirkju laugardaginn 12. maí og Ijef st kl, \h.W; ,,,,,,,,,,,,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.