Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1984, Blaðsíða 6
(i DV. LAUGARDAGUR12. MAÍ1984. IMauðungaruppboð sem auglýst var í 70., 72. og 74. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Kleppsvegi 144, þingl. eign Magnúsar Þórðarsonar o.fl., fer fram eftir kröfu Útvegsbanka íslands, Axels Kristjánssonar hrl., Landsbanka ísiands, Ólafs Gústafssonar hdl. og Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri þriðjudaginn 15. maí 1984 kl. 14.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 28., 31. og 34. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 á hluta í Hátúni 4, þingl. eign Sveins Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Björns Ólafs Hallgrímssonar hdl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 15. maí 1984 ki. 16.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðunp''—-pboð annað og síðasta á hluta í 7 Gunnarsdóttur, fer fram eftir 1 eigninni sjálfri þriðjudaginn 15. i.i,< .<.4 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Melseli 14, þingl. eign Gunnars Sigurbjartssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Björgvins Þor- steinssonar hdl. og Hafsteins Baldvinssonar hrl. á eigninni sjálfri mánudaginn 14. maí 1984 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Torfufelli 48, þingl. eign Kristjáns Friðriks- sonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Iðnaðar- banka íslands hf. á eigninni sjálfri mánudaginn 14. mai 1984 kl. 14.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Völvufelli 13, þingl. eign GuðmundarH. Guðmunds- sonar og Vigfúsar Björnssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri mánudaginn 14. maí 1984 kl. 14.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Sælkerinn Sælkerinn Sparið og snæðið pöstu Eins og alþjóð veit er matvara dýr hér á landi. Einkum á þetta við um kjöt svo ekki sé nú talað um græn- meti. Matur er nauðsyn og því ekki auövelt að spara. En ef betur er að gáð má spara allverulega í innkaupum á mat. Almenningur er nú í auknum mæli farinn að versla í stærri einingum þ.e.a.s. í stórmörkuöum. En Islendingar snæða helst fisk og kjöt sem aðalrétt og þá mikið magn. Eins og áður hefur komið fram er grænmeti mjög dýrt hér og ekki er auðvelt að fá ætar kartöflur. Við getum margt lært af mataræði annarra þjóöa eins og til dæmis Kínverja, Japana og Itaia. Sagt er að ítalska eldhúsið sé þaö elsta í Evrópu. Þegar ítalskur matur er nefndur dettur flestum í hug pizza eða spaghetti. En ítalskur matur er mjög f jölbreyttur og til eru margartegundir af t.d. spaghetti eða pastaréttum sem bæði eru ódýrir og góðir. Best er auðvitað að laga pöstuna heima, þaö er ekki nokkur vandi, en við skulum fjalla meira um þann lið seinna. I stuttu máli er upplagt að spara matarpeningana og hafa pastarétt í matinn kannski einu sinni í viku. Flestir kannast við spag- hetti og tómatkjötsósu (spaghetti Bolognese) en það má matreiða pöstu á ótal vegu, t.d. er upplagt að nota afganga ýmiss konar. Hér kemur pastaréttur með reyktum laxi og er tilvalið að nota laxafganga. Byrjið á því að búa til sósuna. Það sem þarf er: 150 g reyktur lax 4 dl r jómi safi úr hálfri sítrónu og börkur salt, pipar og steinselja Helliö rjómanum í pott og látiö hann malla í um það bil 5 mín. Hellið Pasta er ódýr en góður matur sem auðvelt og fljótlegt er að laga. sítrónusafanum í rjómann og rifið börkinn niður í sósuna, kryddiö meö salti og pipar. Skerið laxinn i smá- bita og hræriö í sósuna. Sjóðið svo núðlurnar (fást t.d. í verslunum SS) í söltu vatni með 1 msk. af matarolíu. Hellið núðlunum í sigti og látið vatnið drjúpa af þeim. Skammtið núðlumar á diska og sósuna yfir, stráiö stein- selju yfir og látið einn sítrónugeira á hvem disk. Þar með er þessi frískand' réttur tiL Það em ekki bara ítalir sem snæða pöstur eða spag- hetti, það gera t.d. Kínverjar, Hollendingar og ýmsar aörar þjóöir. Hægt er að fá hvítar og grænar núðlur í verslunum hér, þær grænu em blandaðar með spínati. Hér kemur pastaréttur þar sem notaðar em grænar núölur, þær em soðnar eins og áður hefur verið lýst. Skerið 400 g beikon niður í þunnar ræmur eða bita og léttsteikið þaö á pönnu. Skammtið nú pöstuna áfjóra diska, setjið hráa eggjarauðu í miðja pöst- una, dreifið svo beikoninu yfir disk- ana og parmesanosti, kryddið svo réttinn með svörtum pipar úr kvörn. Þar með er rétturinn til. Það er sem sagt fljótlegt og auðvelt að matreiða pastarétti og svo em þeir ódýrir — ekki veitir nú af í kreppunni. Umsjén: Sigmar B. Hauksson Nauðungaruppboð annað og síðasta á Hóiabergi 48, þingl. eign Valdimars Jónssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Guðjóns Á. Jóns- sonar hdl. á eigninni sjálfri mánudaginn 14. maí 1984 kl. 13.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Nönnufelli 3, þingl. eign Hannesar G. Steingrímssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 14. maí 1984 kl. 15.15. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Pannesanostur Nú er hægt að fá ekta parmesanost í verslunum hér á landi. Þessi ítalski ostur er nauðsynlegur ef matreiða á ítalskan mat, t.d. pastarétti. Hinn eini og sanni parmesanostur kemui- auðvitaö frá Italíu, helst frá Parma- og Reggiosýslum, en þær eru í suðvestur frá Mílanó. Parmesan- osturinn er eiginlega frekar krydd en venjulegur ostur. Altaliu eru skráðir 1300 parmesanostaframleiöendur. Þessir framleiöendur hafa mjög strangt gæðaeftirlit. Urvals parmesanostur kallast Parmi- giano-Reggiano”. Ostameist- arinn kallast „Casaro” og tekur um það bil tvö ár að framleiða ost- inn, þ.e.a.s. framleiösla og geymsla. Hver ostur er um það bil 24 kg þungur og um 40 cm að breidd og 20 cm aö þykkt. Hér á landi er enn sem komið er aöeins hægt aö fá parmesan í dufti í poka eöa í bauk en gott væri að fá ostinn í bitum. Eins og áður hefur komiö fram á parmesanostur- inn sérlega vel við alla pastarétti, einnig má nota hann í tómatsósur, kjötbúðinga og bollur, í rasp, súpur o.fl. Ekki má nota of mikið af ostinum í fiskrétti því hann er sterkur. Allir sælkerar ættu að eiga parmesanost heima. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Teigaseli 1, þingl. eign Sveinbjörns Kristins- sonar, fer fram eftir kröf u Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri mánudaginn 14. maí 1984 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Kvistalandi 11, þingl. eign Ólafs Kr. Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri mánudaginn 14. maí 1984 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 127., 129. og 132. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Krummahólum 6, þingl. eign Sævars Sveinssonar og Kristinar Óskars- dóttur, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans og Iðnaðar- banka Islands hf. á eigninni sjálfri mánudaginn 14. maí 1984 kl. 16.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Pnn eitt kartöflu- hneykslið Það virðist vera árviss viöburður hér á landi að skemmdar kartöflur eru settar á markað. Að þessu sinni koma téðar kartöflur frá Finnlandi. Eitt af steinaldarfyrirbærum þjóðar- innar er Grænmetisverslunin sem ku víst hafa einkarétt á að selja græn- meti hér á landi. Auðvitað er það fáránlegt að félag eða stofnun skuli hafa einkarétt á að selja nauðsynja- vörur eða matvæli, slíkt samræmist ekki nútímasamfélagi, þetta kerfi á viö austantjaldslöndin. Nú hvarflar það ekki að sælkerasíðunni að Græn- metisverslunin og þeir menn er henni stjóma séu viljandi aö selja fólki skemmda vöru, öðru nær. Nú hafa samtök neytenda farið fram á að þessi kartöflumál veröi rannsök- uð. Þess má geta að 6. nóvember 1982 laiHIIHIIIMIiWWHIIIIH skoraði sælkerasíðan á stjórnvöld að rannsaka þessi mál. Ástæðan fyrir því að Grænmetis- verslunin hefur einokun á að flytja inn kartöflur og annað grænmeti er til að tryggja íslenska framleiðend- ur. Sennilega eru flestir ef ekki allir Islendingar tilbúnir að greiða aðeins hærra verð fyrir íslenska vöru en varan verður að vera samkeppnis- hæf við þá erlendu. Vitaskuld verðum við aö rækta grænmeti áfram á Islandi. En það er ekki nokkrum manni til þægðar og allra síst kartöflubændum að eitt fyrirtæki skuli hafa einokun á að flytja inn grænmeti sem er svo sannarlega nauðsynjavara. Best væri auövitað að sem allra flestir ræktuöu sínar eigin kartöflur, að rækta grænmeti og auðvitaö blóm er skemmtileg tómstundaiðja. Nú er sem sagt tími til kominn aö leggja niður gamla einokunarfýrirkomulagið og gefa innflutning á grænmeti frjálsan. Sælkerasíöan skorar á alla neyt- endur að mótmæla þessu austan- tjaldskerfi. Safniö mótmælaundir- skriftum á vinnustööum ykkar eða í félögum og í fjölskylduboðum og sendið mótmælaskjölin til okkar ágæta landbúnaöarráðherra. Hér er heimilisfangið: Hr. landbúnaðarráðherra Jón Helga- son Landbúnaðarráðuneytinu Amarhváli Reykjavík ■ijMtliaMMMHiHBllIHIiíSii

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.