Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1984, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR12. MAÍ1984. 9 Upplýsinga■ öldin heldur innreiö Laugardags- pistlll Ellert B. Schram Síöar í þessum mánuöi lýkur þing- störfum. Að vísu getur síðasta lotan orðið drjúg í afgreiðslu og afköstum, en allar likur benda til að þinghaldiö í vetur verði ekki hátt skrifað í sög- unni. Endalausar umræður um nánast ekki neitt hafa sett svip sinn á þingið. Dagar og vikur hafa liðið án tiöinda, og sannleikurinn er sá, að al- þingi skipar ekki lengur þann sess í hugum fólks, sem það gerði á árum áður. Menn hafa tilhneigingu til að skammast út í þingmenn og saka þá um sleifarlag og snakk. Þeim er kennt um hrakandi virðingu þingsins og vaxandi áhrifaleysi. En þegar betur er að gáð, eru þing- mennirnir ekki einir um þá sök. Þeir eru miklu fremur fórnarlömb þeirrar þróunar, að völd og áhrif eru að færast til í þjóðfélaginu. Of mikið er sagt að þeir séu nátttröll, en þing- menn og alþingi gjalda þeirra almennu breytinga, sem gætir alls staðar í þjóðfélagi nútímans. Það sama má segja um stjóm- málaflokkana. Þeir eru flestir tíma- skekkja. Bæöi vegna þess, að sumir þeirra hafa týnt hlutverkum sinum og aðrir vegna þess, að þeir eru hluti af rígskorðuðu flokkakerfi og ein- blína á gamlar hugsjónir og klisjur, sem ekki höfða til hins daglega lífs. Þeir eru einfaldlega ekki í takt við lífshætti nútimans. Brotist úr flokkskví Við sjáum brestina blasa við ein- mitt þessa dagana. Sjálfstæðis- flokkurinn er með buxumar á hælun- um, svo vitnað sé til ummæla vara- formanns flokksins, vegna þess, að þar stangast á stefna og fram- kvæmd. I vaxandi mæli fara ráð- herrar, þingmenn og sveitar- stjómarmenn flokksins sínar eigin leiðir, virða ekki flokksbönd. Þessi þróun er mjög áberandi og á við um alla flokka, þótt í mismunandi mæli sé. Dagar hinna sterku flokks- foringja eru liðnir, hvort sem okkur líkar betur eöa verr. Aginn er horfinn vegna þess að stjórnmála- maðurinn telur sig ekki þurfa að hlýða flokki, heldur fólki. Hann skynjar að valdið er ekki í flokknum og fundasamþykktum, heldur í hinum iðandi straumi fólksins og fjöldans. Alþýðubandalagið hefur lent upp á kant við forystu verkalýðs- hreyfingarinnar, af því að hún er ekki hlýðin og þæg eins og áður. Hin sterku og órjúfanlegu bönd milli Alþýöubandalagsins og verkalýðs- félaganna em sundur skorin og verða ekki hnýtt saman aftur. Verkalýðshreyfingin er ekki band- ingi eins eða neins, nema fólksins, sem myndar hana. Aftur þarna hefur fólkið fundið fótfestu og brotist úr .flokkskví. Sú þróun mun halda áfram. Aiþýðuflokkurinn er einnig verka- lýðsflokkur, sem hefur orðið viðskila við samfélagið. Ekki vegna þess að flokkurinn hafi brugöið út af línunni, heldur vegna þess aö gömlu hugsjón- irnar eru að flestu leyti komnar í höfn. Flokkurinn líkist helst sjúkum gamlingja, sem lifir sjálfan sig. Hann man ekki lengur hvers vegna hann er til og hvernig á þá fólkið, nýjar kynslóðir, að muna þaö eða vita? Afsprengi Jafnvel Framsóknarflokkurinn, sem er í eðli sínu rótfastur og trúr sinni einhæfu stefnu, hefur lent í ölduróti. Þar hafa menn kannske ekki verið með uppsteyt gegn flokks- forystu, og þar virðist formaðurinn hinn sterki maður. En Framsóknar- flokkurinn hefur einnig gjörsamlega misst af nútímanum og hefur tekið aö sér varðstöðu um stofnanir og stefnur, sem tilheyra liðnum tíma, fortíðinni. Rætur þessara fjögurra flokka liggja í fortíðinni og tilvera þeirra og verk- svið byggist á sögulegri hefð. Stefnur þeirra skarast, skoðanir ganga sundur og saman og oft ef meira bil á milli sjónarmiöa innan fiokka heldur en milli flokka. Sjaldnast deila menn um markmið, en því meir um áherslur og út- færslur. Tvö lítil flokksbrot eiga fuUtrúa á þingi á þessu kjörtímabUi, Bandalag jafnaöarmanna og KvennaUstinn. Bæði eru þau afsprengi þeirrar þróunar sem hér er gerð aö umtals- efni. Hópar kjósenda hafa leitað út fyrir hina hefðbundnu flokka, stofha sín eigin samtök, vegna þess að þeim finnst málefnum sínum betur borgið meö því að brjótast frá stöðnuðum stjórnmálaflokkum. Eða hvers vegna skyldi málefnum kvenna ekki vera sinnt innan gömlu flokkanna, þannig að kvenfólk vilji frekar berjast fyrir jafnrétti kynjanna með sérframboöi? Eða hvers vegna tekur ungt fólk sig saman og binst samtökum um hagsmuni húsbyggj- enda, þvert á alla flokka? Og hvers vegna talar verkalýös- forystan um sjálfstæða f jölmiðlabar- áttu og eigin málafylgju? Hvers vegna halda menn aö Neytendasamtökum vaxi fiskur um hrygg og hvernig í veröldinni stendur á því, aö færri og færri hafa áhuga á að ganga í stjórnmálaflokka eða gefa sig upp flokkspólitískt? Svariö við þessum spurningum er aðeins eitt: Flokkamir svara hvorki kalli breyttra viðhorfa né nýrra lífs- hátta. Upplýsingaöld Þjóðfélagsgeröin er að breytast, ekki aðeins á hinum pólitíska vett- vangi, heldur í öllu sem lýtur að mannlegum samskiptum. Upp- lýsingaöldin hefur haldið innreið sína, börnin ganga inn i allt annan heim en viö, þessi eldri, ólumst upp við. Tæknivæöingin, sjónvarp, myndbönd, tölvur, rafeindatæki, gervihnettir og sjálfvirk vélvæðing hafa breytt og bylt allri umgerð og innihaldi hins daglega lifs. Og mun gera hröðum skrefum á allra næstu árum. Flæði upplýsinga, frá einum stað til annars, frá einum manni til annars er jafn auðvelt og sjálfsagt og vatnið sem við drekkum. Barátt- an fyrir mannsæmandi lífskjörum hefur breyst í baráttu fyrir bættum lífsþægindum. Viö viljum ekki aðeins bíl, heldur betri bíl, við viljum ekki aðeins þvottavél, ísskáp og ryksugu. Við viljum myndband, uppþvottavél og tölvu inn á heimilið. Ekki er nóg að reistur sé spítali. Við viljum að hann sé sérhæfður til að sinna hvaöa sjúk- dómi sem er. Ekki er nóg að fram- leiða eina tegund af þvottalegi, við viljum geta keypt þá tegund sem hentar okkur best. Við látum ekki bjóða okkur eitt blað og eina túlkun. Við viljum sjá allar hliðar málsins, meta sjálfir hvað er rétt og hvað er rangt. Við lútum ekki lengur for- skrift pólitískrarjiarðlínu. Almenn menntun, upplýsingaflæði, þægindi og sjálfsögð lífsgæði hafa lyft tilverunni á annað stig, þar sem þjóðfélagiö verður æ meir að taka tillit til sérþarfa, sérvisku og sjálf- stæðra einstaklinga, sem vita hvað þeir vilja, af því aö þeir vita hvað er á boðstólum. Stjómvöld, stofnanir, flokkar, flokkspólitísk málgögn, ótti hins ofurselda lítilmagna ræður ekki lengur ferðinni. I krafti efnahags, menntunar, sjálfstrausts og þó síðast en ekki síst í krafti upplýsinga- streymis og tæknivæðingar hefur al- menningur bolmagn og vilja til að ráða sínu eigin lífi, óháð boði, banni eöa valdi ofanfrá! Þessi umskipti hafa auðvitað veru- leg áhrif á hugsunarhátt og lífsmat hvers og eins og okkar allra. For- dómar eyðast, gildismat breytist, valdið dreifist. Megatrend I afar fróðlegri og stórskemmti- legri amerískri bók, Megatrend eftir John Naisbitt, sem ég hef verið að glugga í að undanförnu, dregur höfundur upp skýra mynd af þeirri þróun, sem hér er gerð aö umtals- efni. Of langt mál er að rekja innihald þessarar bókar, en hún fæst í bóka- búðum hér á landi og hefur verið al- gjör metsölubók vestra. I stuttu máli fær höfundur lesandann til að líta veröldina allt öðrum augum í ljósi þeirrar upplýsingabyltingar, sem er óðum að breyta þjóðfélagsgerðinni og skapa nýjan heim. Efnið er ógn- vekjandi með hliðsjón af þeim áhrifum sem hin háþróaöa tækni hefur í för með sér, en það er einnig uppörvandi meö hliðsjón af þeim möguleikum, sem við höfum til að nýta tæknina og stjóma henni. Þrátt fyrir tortryggni og andstöðu íhalds- samrar kynslóðar, ótta verkalýðs- félaga um að tæknin leysi manns- höndina af hólmi og skapi atvinnu- leysi og þrátt fyrir fjarstýringu og furður þessarar tæknibyltingar, telur Naisbitt, að frelsi og framtíð mannkynsins sé ekki ógnað, þvert á móti létti hún erfiðinu af verkamann- inum, streitunni af verslunar- manninum og fáfræðinni af fjöldan- um. Frítími eykst, mannleg sam- skipti og fjölbreytni í lífsháttum. Og hvort sem okkur líkar betur eöa verr, þá veröur þróuninni ekki snúiö við og samfélagið verður aö læra að laga sig að nútímanum, segir Nais- bitt. Það sem hann telur þó mest virði er að valdiö og frelsið færist til einstakl- inganna, okkar sjálfra. Kerfið, stofnanirnar, hið ópersónulega yfir- vald verður að þoka f yrir ákvarðana- töku hvers og eins. Fólk sér að eng- in ákvöröun er einhlít, ekkert stjórnvald hefur tök á þvi að ráðsk- ast meö hagi manna, enginn flokkur er fær um að leiða samfélagið til eilífrarsælu. Spilaborgin er að hrynja Með mörgum dæmum rekur höfundur hvemig þessar breytingar eru aögerjast í amerísku þjóölífi. Og hann bendir á, sem rétt er, að það sem gerist í Bandaríkjunum muni einnig breiðast út til annarra landa. Þess sjást merki hér á landi. Af eðlilegri fastheldni og gömlum vana, reynum við að loka augunum fyrir því sem er í aðsigi. Menn ríghalda í viðteknar skoðanir og stefnur í stjórnmálum, atvinnumálum, markaðsmálum, skólamálum, lög- gjöf og lífsmáta. Stjórnmálaflokkamir hafa stjómað íslensku samfélagi. Eru meö puttana í öllu, skipan embættis- manna, viðhaldi valdastofnana, verkalýðshreyfingu, skólum, fjár- veitingum, f jölmiðlum. Þessi tök eru smám saman að bresta, þótt flokkamir haldi dauöahaldi. Það væri sök sér, ef flokkaskipan á Is- landi og innviðir flokkanna væm gæddir lífsneista í takt við þá uppstokkun og endurhæfingu sem nú er aö eiga sér stað. Því miður virðist því ekki vera aö heilsa. Þess vegna verða þeir viðskila við sjálfa sig og hlutverk sín og þess vegna fer vegur alþingis dvínandi. Ellert B. Schram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.