Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1984, Blaðsíða 14
14 DV. LAUGARDAGUR12. MAI1984. ROKKSPILDAN ROKKSPILDAN ROKKSPILDAN The Boys Brigade ineö útlitiö á hreinu. Magnús Stefánsson höfuðpaur The Boys Brigade: „ÞRÖNGSÝKIAÐ SEGJA OKKUR DURAN DURANLEGA” Bubbi í hringferð — Frakkarnir með fförinni Bubbi Morthens er kominn aftur til landsins, eins og alþjóö veit, og hefur varla gert annaö en bera til baka kjaftasögur um aö hann sé forfallinn kókainneytandi, hlutur sem hann telur fáránlegan af þeirri einföldu meginástæðu að laun þau sem hann hefur haft hjá Steinari dugi varla til hnífs og skeiðar, hvaö þá fyrir fleiri grömmum af duftinu i viku hverri. Kappinn helt blaðamanna- fund i Safari nylega þar sem hann ræddi áformin fyrir þann mánuö sem hann veröur hér aður en hann helcíur aftur í „melónuátiö" í Los Angeles. Hja honum kom fram að hann mun fara í hringferð um landið til að kynna nýjustu sólóplötu sina, Ný spor. en með honum í förinni verður hljómsveitin Frakkarnir. Ennfremur er áformað að á næstunni verði haldnir tonleik- ar meö honum og Frökkunum hér i borginni og er Austur- bæjarbió i sigtinu fyrir þa tónleika. Hvað dvölina ytra varðaöi lét Bubbi vel af henni, hljomsveit- in þar er komin vel á veg undir nafninu Das Kapitai en ut- gefendur ytra, sem heyrt hafa „demó” með Bubba. segja honum aö hann sé of „arty” ... „þeir vilja að ég semji liig fyrir l.'í ára stulkur”. segir hann. Trommari hefur verið raðinn i sveitina, sá lék fyrrum með hljomsveitinni Arrows og heit- ir Poul. Eftirnafnið höfum við ekki. Auk þess let Bubbi þess getið að möguleiki væri a að stulka tæki aö sér bassaleikinn, þeir Danny befðu rekist a bana a pönktonleikum 11 ..A. -FRI „Rokkgengið” ferðast um landið í sumar: Gamlir rokkarar og Djelly-systur Hopur tonlistarfolks, sem nefnir sig „Hokkgengið”, mun ferðast um landið i sumar en hópurínn samanstendur af hinni gamalkunnu hljomsveit I.andshornarokkurum og Djelly-systrum. Meö þeiin kemur svo fram rockabilly- söngvarinn „Billy Kock” sem skemint hefur i Skiphóli og Þórscafé en sá mun vera ættaður ur Hafnarfirði. Þeir Hafn Sigurbjörnsson og Agust Hagnarsson ur LHH komu viö a Hokkspildunni og sögðu m.a. að æfingar fyrir fei'ðalagið heföu staðið yfir sl. sex vikur en hópurinn væri með plötu í smíöum sem væntanlega kemur ut í sumar. Þau væru meö eigið prógramm þar sem væru frumsamin lög auk vinsælla danslaga þar sem ætlunin væri að tónleikar þeirra gætu einnig verið al- mennir dansleikir auk þeirra 2—3 skemmtiatriða sem þau bjóða upp á. -FRI Hljómsveit Magnúsar Stefáns- sonar, fyrrum trommuleikara í Egó, The Boys Brigade, hefur haft hljótt um sig síöustu vikurnar eða síðan hún tróð upp í fyrsta og eina sinnið í Safari sællar minningar. Hljómsveitin er þó enn starfandi en tveir munu vera hættir, þeir Ingólfur og Sigurður sem komu í sveitina úr sveitaballahljómsveit- inni Árblik. The Boys Brigade var nokkuð lengi í smíöum, upphaflega byrj- aði Magnús að safna mannskap í hana í júní á síðasta ári og gekk það upp og ofan framan af. Rokk- spildan náði tali af Magnúsi og spurði hann fyrst um tildrögin að stofnun The Boys Brigade. „Þetta var fyrst og fremst þörf fyrir að halda áfram í bransanum er ég hætti í Egó. Ég er með þetta í blóöinu og svo hefur verið síðan á fimm ára aldrinum. Er ég hætti í Egó kom gullið tækifæri til að sjá hvað ég gæti upp á eigin spýtur eftir að hafa verið í bakgrunni Bubba öll þessi ár,” sagöi Magnús Stefánsson í samtali viö Rokk- spilduna. í hverju voru erfiðleikarnir aðallega fólgnir í byrjun? „Fyrst var ég fyrst og fremst að hugsa um að stofna hljómsveit með tveimur trommuleikurum en mannaskortur stöðvaði það. Framan af fann ég ekkert af mannskap sem féll að því sem ég var með í huga en síöan bjargaðist þetta og þeir komu inn einn af öðr- um. Viö æfðum upp prógramm og komum svo fram í fyrsta sinn í Safari þar sem viðtökurnar voru góðar, mun betri en við áttum von á.” í Safari voruð þið með 3 hljóm- borð í uppstillingunni. Var ekki erfitt að fá það til að falla vel sam- an? „Mesta hættan er að hver og einn vilji spila sem mest á sitt hljómborð og vandræðin í útsetn- ingunum voru aðallega fólgin í að velja á milli hljómborðsleikar- anna, hvaö átti að taka og hverju átti að hafna, en ég tel eftir á að þetta hafi komið vel út sem til- raun. Hins vegar saknaöi ég þess að hafa ekki bassaleikara meö í uppstillingunni hjá okkur en þaö er einmitt á döfinni nú og hefur Ragnar úr „Fílharmoníusveit- inni” gengið til liðs við okkur og spilar hann bæði á bassa og bassahljóögervil. í Safari vakti hljómsveitin nokkra athygli fyrir útlitið. Spilar það stórt hlutverk hjá ykkur? „Mér finnst útlitiö skipta miklu máli en hins vegar er það þröng- sýni að segja okkur Duran Duran- lega. Útlit það sem við leggjum áherslu á kemur með nýrómantík- inni og við líkjumst Duran Duran ekkert meir en annarri hverri hljómsveit á þessu sviði. Útlitið er hluti af því sem við viljum gera á sviðinu. Við reynum að vera eins ferskir og við getum og ýmislegt hjálparþartil.” „Spríngfever” með Mezzoforte komin út Lítil plata með hljómsveit- inni Mezzoforte var gefin út í Bretlandi í vikunni. Heitir hún „Spring fever” en þaö lag kom út á 12 tommu safnplötu (Dans- rásinni) hérlendis undir nafn- inu ,,Heima er best”. Platan hefur fengið góðar viðtökur og mikla spilun í Bretlandi, var m.a. spiluð í Radio One hjá BBC nýlega. -FRI KIKK klárar KIKK er nú aö leggja síðustu hönd á plötu sína en hún hefur verið nokkuð lengi í bígerö hjá þeim eða síðan sl. haust. Er söngkonan, Sigríður, að ljúka viö röddma í upptökunum og kemur platan væntanlega út í sumar. Steinar g’efa plötuna út og á þeirra vegum er einnig að vænta fyrstu plötu hljóm- sveitarinnar Pax Vobis sem er í stúdíói þessa dagana. -FRI Nú var tónlistinni einnig líkt við Duran Duran eftir tónleikana í Safari. Telur þú að það eigi við rök að styðjast? „Við byggjum mest á því að hafa útsetningar og Iög sem skemmtilegust áheyrnar og ég at- hugaði það eftir á hvort þetta ætti við rök að styðjast en fann ekkert Duran Duranlegt við tónlistina fremur en útlitiö. Viö erum vissu- lega með svipaðan stíl, eins og all- ar hljómsveitir á þessu sviði, svip- aö tempó skreytt meö hljóðgervl- um og grípandi melódíum. Að öðru leyti sé ég ekkert samhengi þarna á milli. Tónlist okkar er öll frumsamin og við reynum að vera eins „original” og viðgetum.” I máli Magnúsar kom ennfrem- ur fram að þeir væru nú að leita að gítarleikurum til að fylla skörð þeirra sem hætt hafa í hljómsveit- inni. Gunnar Rafnsson hljóm- borðsleikari er þar að auki úti á landi en væntanlegur í bæinn í þessum mánuöi og ef allt gengur upp á næstu vikum reiknaði Magn- ús með að hljómsveitin héldi tón- leika aftur í næsta mánuði. Sem stendur er hann og Richard Scobie að æfa og útsetja með bassaleikar- anum, koma honum inn í pró- . grammið og ef eins vel gengur að fá gítarleikara og koma þeim inn í prógrammið ætti fyrrgreint að takast. -FRI. Svo skal böl bæta „Launaþræll hnígur niður lafmóður með ægilegan sting & lánskjaravísitalan hverfur út við sjóndeildarhring en ástandið í Póllandi fer hríðversnandi dag frá degi það dylst þeim ekki sem er hér við hungurmörk svo ég held ég bara þegi ég veit ekki betur en það sé sýnt og sannað að svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað....” Þetta er upphafið að laginu. „Svo skal böl bæta” á nýju plötunni meö Ikarus, Rás 5—20 en nafn hennar mun vera hannaö með þaö fyrir augum aö koma í eitt skipti fyrir öll i veg fyrir útgáfu á safnplötum meö nafninu Rás þetta eöa hitt. Á blaðamannafundi sem hljómsveitin efndi til í tilefni af útkomu plötunnar kom fram að óljóst er hvort Ikarus fylgir plöt- unni úr hlaði meö tónleikum i sumar þar sem Tolli er í Þýskalandi og Kommi í Dan- mörku en þeir Bergþór og Megas sem mættu á fundinn sögðu að ef veruleg ástæða þætti til mundi hljómsveitin látaísér heyra. Aöspurður hvort hann væri endanlega kominn úr sjálf- skipaöri útlegð sinni i bransan- um með þessari plötu sagði Megas að hann teldi sig ekki í neinni útlegð og að með þátt- töku sinni i Ikarus og þessari plötu væri hann að... „skemmta mér meö góöu fólki og í góðum „filing”. Það er málið”. Rás 5—20 er önnur lp plata Ikarus og á henni er aö finna efni allt frá „Við krefjumst framtiöar” tónleikunum i Laugardalshöll, þar á meðal lög eins og Berti blanki sem á að þeirra mati jafnvel við í dag ogþá. Platan er jafnframt fyrsta útgáfuplata Grammsins á þessu ári sem hefur ekki látið deigan síga í plötuútgáfu þótt hún hafi gengið brösulega. Grammið gefur yfirleitt út efni sem aðrir þora ekki að snerta á og sem slík hljómplötuútgáfa heldur hún á floti mikilvægum þætti íslensk tónlistarlífs, það er þess sem ekki fyigir „meginstraumunum” á hverj- um tíma. Sem fyrr segir er óljóst hvort Ikarus stendur fyrir tónleikum i sumar en Megas lét þess þó getið að þeir myndu gera þaö sem Bítlarnir gerðu aldrei, þ.e. að koma saman aftur. -FRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.