Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1984, Blaðsíða 12
12 DV. MIÐVIKUDAGUR16. MAI1984. Frjólst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Stjórnarformaöurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjöri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMSULA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla,áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning,dmbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverö á mánuöi 250 kr. Verö í lausasölu 22 kr. Helgarblað25kr. Einokun í fjarskiptum Af fréttum frá Alþingi má dæma aö nokkur handa- gangur sé í öskjunni viö afgreiöslu mála. Af einhverjum undarlegum ástæöum er lögð þung áhersla á aö slíta þinghaldinu fyrir mánaðamótin, helst næstu daga, og fyrir vikiö eru þingflokkarnir að falla á tíma meö af- greiðslu fjölmargra mála. Meöferð þeirra fer eftir því. Ýmist er þeim þjösnaö milli deilda án mikillar ígrund- unar, ellegar samið um afgreiöslu þeirra sem skiptimynt flokkanna þegar þeir eru að gera upp áhugamál sín. Sagt er aö kosningalagafrumvarpiö sé á þessu markaðstorgi, húsnæöismálafrumvarpið, tillagan um grænmetisverslunina, gjaldtakan af kakómjólkinni, námslánin og breytingar í skólakerfinu. Stjórnarflokkarnir annars vegar og stjórnarandstaöan hins vegar setja fram sína óskalista um mál sem þurfa afgreiðslu og síöan er sest niöur og samið um kaup og sölu viðamikillar löggjafar. Lengst af hefur því veriö boriö viö aö Alþingi þyrfti í sumarleyfi vegna þess að þingmenn vildu heim aö sinna sauöburði. Nú skilst manni aö ástæöan fyrir óöagotinu sé annir þingmanna og ráðherra í utanferðum. Þingi verður sem sagt aö ljúka til aö þingheimur komist tii útlanda meö vorinu. Auövitaö er þetta ekki haldbær ástæða. Þaö er fullkom- lega tímabært aö athuga þann möguleika sem Ölafur G. Einarsson, formaöur þingflokks sjálfstæöismanna, hefur drepiö á, aö halda þing yfir sumartímann. Þingmenn eru hvort sem er á launum tólf mánuöi á ári og þeim er ekki vorkunn aö sitja þingfundi á sumrin ef og þegar afgreiösla mikilvægra þingmála krefst þess. Þegar birtur var listi yfir þau mál sem stjórnarliðar hafa lagt áherslu á aö afgreidd veröi, brá svo við aö frum- varp um fjarskiptalög var þar efst á blaði, en útvarps- lagafrumvarps hins vegar aö engu getiö. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hvaö eftir annað undir- strikað að breytingar á útvarpslögum og aukið frjálsræöi á þeim vettvangi væri meðal þeirra mála sem knýja þyrfti fram. Nú má vera að ekki sé meirihlutavilji á Alþingi til að fylgja þeirri stefnu eftir. Hitt er verra ef flokkurinn ætlar aö glúpna á því máli meö því aö kyngja um leið þeim bita aö samþykkja f jarskiptafrumvarp sem gengur í þveröfuga átt. I því frumvarpi er nefnilega kveðiö á um hertan einkarétt ríkisins á eign og starf- rækslu hins opinbera á hvers konar fjarskiptavirkni. Ákvæöi í núgildandi lögum um að ráðherra sé heimilt að leyfa öðrum aðilum að reka fjarskiptakerfi er fellt niöur. Þetta þýðir, ef frumvarpið verður samþykkt óbreytt, aö þau mörgu kapalkerfi, sem nú eru starfrækt í fjölmennum byggðarlögum víðs vegar um landiö, verða rekin í fullkomnum blóra viö löggjöf og vilja Alþingis. Rekstur þeirra hefur að mestu verið látinn afskiptalaus vegna þess að búist hefur verið við því að Alþingi mundi rýmka löggjöfina og réttinn til sjálfstæöra fjarskipta á vegum annarra en ríkisins. Meö nýjum fjarskiptalögum, sem herða einkarétt ríkisins og söltun á útvarpslaga- breytingum, er verið aö stíga tvö skref til baka en ekki eitt fram. Frjálsræöismenn á þingi eru ekki aðeins komnir á skipulegt undanhald. Þeir eru að gefast upp. Því verður ekki trúað. Því skal ekki trúað aö óreyndu aö ákafinn í aö komast í frí sé svo mikill að grundvallar- málum veröi fórnað sem skiptimynt í hrossakaupum milli flokka um afgreiðslumál á Alþingi. Sjálfstæöis- flokkurinn hefur öll tök á að koma í veg fyrir þau hrapal- legu mistök aö innsigla einkarétt ríkisins í fjarskipta- málum. Næg er einokunin samt. ehs. jg MENNINGARBYLHNG MARKAÐSAFLANNA Þaö var ánægjulegt aö vera í nokkrar vikur á Islandi og komast aö því, aö menningarbylting hef ur orðið í Reykjavík — ekki fjöldageggjun svipuð þeirri, sem Maó formaöur olli i Kína, heldur gerbreyting á mögu- leikunum til notalegs og eölilegs mannlifs í borginni, sannkölluö menningarbylting markaösaflanna. Þeir, sem koma ekki til Islands nema á nokkurra mánaöa fresti eins og ég, taka liklega miklu betur eftir breytingunni en hinir, sem heima sitja. Það er ómaksins vert aö lýsa henni og jafnvel reyna að skýra hana. Frjáls álagning = lækkun vöruverðs Eitt meginskilyrðið fyrir þessari breytingu er aö sjálfsögöu það, aö verðbóigan hefur snarhjaðnaö — úr um 150% í um 15%. Þetta hefur haft þær afleiðingar, að almenningur hefur aftur hlotiö veröskyn, getur samiö áætlanir fram í tímann, borið saman verö, geymt sér innkaup, þangaö til þau eru honum hagkvæm- ust. Ríkisstjómin hefur siöan létt af mörgum og miklum verölagshöftum. Og hvað hefur gerst? Þaö, að sam- keppni kaupmanna hefur harönaö og vöruverð lækkaö. Heimilin græöa, en engir tapa aörir en þeir, sem kunna ekki aö reka fyrirtæki sín sæmilega. Hrakspár haftakarlanna hafa ekki ræst, frelsiö skilar sínu. Bankarnir keppa: spariskírteini og greiðslukort Á sínum tíma var litið á banka eins og skömmtunarstofnanir eöa líknar- féiög. Biðraðir voru fyrir framan þá frá því eldsnemma á morgnana, menn kiknuöu í hnjáliöunum fyrir framan hina valdsmannslegu banka- aö þeir einir hafi fyrirhyggju, hafa engar ræst. Veitingahús og bjórkrár Og hver var afleiöingin af því, aö rýmkað var um vínveitingaleyfin? Var hún, að eitthvert áfengisflóö drekkti allri menningu, eins og þeir ofstækismenn sögöu, er geta ekki unnt öðrum brjóstbirtu, ef þá langar ekki í hana sjálfa? Oðru nær. Á síðustu árum hafa sprottið upp í Reykjavík ýmis notaleg veitingahús, sem bjóða gestum mat á vægu verði og vínföng meö honum. Hvers vegna á fólk að húka heima öll kvöld viö matargerö og uppþvott? Uppgötvuð hefur veriö ný þörf, og markaðsöflin hafa flýtt sér aö fullnægja henni. Viö getum valið um veitingahús fyrir alla fjölskylduna, skyndibitastaði, grísk og kínversk veitingahús og sér- kennilega, reykvíska matstaöi meö ljúffengum sjávarréttuín- Við þurfum ekki lengur aö velja um óþrifalega „remúlaöi”-bari annars vegar og dýrustu veitingahús í heimi hinsvegar. Síöan hafa bæst við ágætar bjór- krár, sem gera bannið viö fram- leiöslu og sölu bjórs enn hlægilegra og tilgangslausara en þaö var. Vín- menningin hefur batnaö, en ekki versnað. Viö sjáum skyndilega, þegar við horfum um öxl, aö höftin á áfengisneyslunni voru meinsemdin fremur en lækningin. Myndbandaleigurnar Oviöa hafa markaösöflin sprengt rækilegar af sér fjötrana en í út- varpsmálum. Menn eru ekki lengur dæmdir til þess, ef þeir sitja heima hjá sér, aö horfa á sænskar vanda- málamyndir eöa áróöursþætti rót- tæklinga. (Þaö er aö vísu rétt, aö rót- tæklingaáróöurinn er enn verri í Ótímabærar athugasemdir HANNESH. GISSURARSON CAND. MAG. sinni og líta sæmilega út? Þessari þörf fullnægir markaöurinn miklu betur en ríkiö eöa sveitarfélögin. Öll þjónusta er miklu betri í þessum líkamsræktarstöövum en í sundlaug- um borgarinnar. Önnur breyting, sem á sér að vísu lengri aödraganda og kemur fremur við ræktun sálarinnar en líkamans, er, að sum dagblö^in eru góöu heilli aö veröa óháöari stjórnmálaflokkun- um en þau voru. Þau eru aö hætta aö segja fólki, hvaö þaö eigi að hugsa, reyna heldur aö færa því fréttir og veita því þjónustu. Markaösöflin hafa knúið þau til aö hætta trúboði — blöð veröa aö seljast, og fólk kaupir ekki áróöurs- blöö stjómmálaflokkanna. Eg á hér einkum viö Morgunblaðið og DV, en því miður virðist NT ekki hafa tekist þetta eins vel og þeim (enda var ekki við sjaum skyndi/ega, þegar við horfum um ox/, að höftin á áfengisneyslu voru meinsemdin fremur en lækningin." stjóra. Nú er þetta aö breytast, eftir aö vextirnir tóku að skammta peningana í staö bankastjóranna, ef svo má segja. Menn eru ekki lengur að þiggja ölmusu, heldur aö eiga eöli- leg viðskipti viö bankana, borga sett verö fyrir peningana. Nú keppa bankarnir hver viö annan um aö veita okkur venjulegu fólki þjónustu, reyna aö afla sér viöskiptavina meö vildarkjörum, eins og tilboö þeirra um spariskírteinin sýna. Þetta er rökrétt afleiðing af því, aö markaös- öflunum hefur verið gefinn lausari taumurinn í peningamálum, þótt enn vanti mikið á: ekki nægir, að vextir á sumu séu frjálsir — vextir á öllu eigaaöverafrjálsir! Nú er ekki heldur lengur litiö á Islendinga sem annars flokks borg- ara í eigin landi. Þeir geta fengið greiöslukort eins og allar aörar siöaöar þjóöir hafa. Hrakspár hroka- fullra embættismanna, sem halda, hljóðvarpinu en sjónvarpinu, en munurinn er sá, aö ekki hlusta aðrir á hljóðvarpið en langlegusjúklingar og kerlingar af báöum kynjum.) Menn geta gefiö einokunar- postulunum langt nef, skroppiö út í næstu myndbandaleigu og fengiö þar hressilega vestra með John Wayne eöa Clint Eastwood eöa öörum þeim líkum. Líkamsrækt og lestur dagblaða Meö auknum tómstundum, rýmri fjárráðum og betra sambandi viö aörar þjóöir eru markaösöfiin aö láta aö sér kveöa á öðrum sviðum. Hver líkamsræktarstöðin af annarri er stofnuð í Reykjavík, þar sem menn geta hrist af sér skrifstofuryk- ið, komiö líkamanum í lag. Hvers vegna þurfa menn að síga saman á miðjum aldri? Hvers vegna eiga menn ekki að reyna að halda hreysti viö góöu aö búast af arftaka gamla Tímans). Fólki er treystandi Valdsmenn hafa alltaf tilhneigingu til að vantreysta fólki. Þeir halda, að heimurinn farist, ef rýmkaö er um einhver ákvæði laga eöa höftum létt af. En reynslan úr Reykjavík sýnir, aö ótti þeirra er ástæðulaus. Islendingar eru ekki óskynsamari en aörar þjóöir. Markaðsöflin hafa brugöist vel viö auknu freisi, fólki er treystandi — og satt að segja betur treystandi en þröngsýnum, miöaldra embættismönnum og þingmönnum, gráum og guggnum, sem hafa aldrei lifað venjulegu lífi. Bjórbannið, út- varpseinokunin, verðlagshöftin, allt eru þetta tímaskekkjur. Haftastefn- an er aö heyja dauöastríö, en skáldiö Steinn Steinarr fræddi okkur á því, að enginn ynni sitt dauöa- stríö...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.