Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1984, Blaðsíða 16
16 DV. MIÐVIKUDAGUR16. MAI1984. Spurningin Ætlarðu að horfa á úrslita- leikinn í ensku bikarkeppn- inni í sjónvarpinu á laugar- daginn? Oskar Jóhannsson smiður: Já, alveg örugglega. Eg held að Everton vinni, 1—0. Eg held frekar með þeim en Wat- ford. ívar Sigurdórsson bilstjóri: Eg reikna frekar með því. Annars hef ég lítiö fylgst með knattspyrnunni í vetur, er að byggja. Halla Gísladóttir verkakona: Nei, ég fylgist ekki meö fótbolta. Stefán Ulfarsson nemi: Já, ég býst frekar við því. Eg held að Everton vinni, 1—0. Hermann Jónsson nemi: Já, ég geri ráö fyrir því. Þetta verður sennilega jafntefli. Kári Þórisson nemi: Nei, ég hef ekki tíma til þess, en á frekar von á því að Everton vinni. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Enn er skrifað um deilur sendi- og leigubílstjóra. Deilur sendi- og leigubflstjóra: Lánskjör: Ekki sitja allir við sama borð Guðjón V. Guðmundsson skrifar: Undanfarið hafa dunið yfir lands- menn auglýsingar frá bönkunum um nýjar leiðir tii ávöxtunar á sparifé, semsé bankaspariskírteinin svonefnda Talað erum um 22% vexti miðað við ársbindingu fjárins. Manni skilst að verðbólguhraðinn sé núna á svipuðu stigi þannig að ekki verður nú séð að hagnaður verði mikill þegar upp verður gert, að maður tali nú ddd um ef hann eykst á tímabilinu. A sama tíma og gumað er af þessum „hagstæðu” kjörum þá var ég að greiða Landsbankanum (það var ein- mitt hann sem reið á vaðiö með þessi skírteini) afborgun af láni Húsnæðis- HEGGUR SA ER HLÍFA SKYLDI Sigurður Jónsson skrifar fyrir hönd stjórnar Trausta, félags sendibíl- stjóra: Vegna ummæla Ulfs Markússonar í umræðuþætti í Ríkisútvarpinu nú ný- verið óskum við sendibílstjórar eftir að leiðrétta ummæiin sem voru aö mestu leyti blekkingar, lygar og atvinnu- rógur af verstu tegund sem gætu hæg- lega varöað við lög. Þessi maður telst vera formaður BILS og ætti, ef einhver réttlætiskennd fyndist hjá honum, að bera hagsmuni allra meðlima BILS fyrir brjósti. Eins og ummæli Ulfs Markússonar sýna þá tekur hann eindregna afstöðu á móti sendibílstjórum og rakkar þá niöur í viðtalinu á lúalegan hátt og kemur með villandi tölur frá Brauðbæ sem eiga að sýna að sendibílar séu dýr- ari en fólksbílar, hann segirekkert um hve lengi hver vann né hvaða verkefni voru leystaf hendi. Ulfi Markússyni ætti að vera kunn- ugt um að sendibilstjórar eru með þrjá taxta eftir því hvað bílarnir eru stórir, auk þess sem lyftubílar mega bæta 20% við efsta taxtann. ■Ulfur Markússon lætur að því liggja að sendibílstjórar séu að ganga nnn á verksvið fólksbíla og vörubíla. Þetta er alrangt og við sendibílstjórar höfum nú í vetur gert skriflegt samkomulag viö samtök hópferðabílstjóra um að hvor aðilinn virði rétt hins til vinnunn- ar. Það sem við sendibílstjórar förum fram á við BlLS er einungsis sams konar samkomulag en Ulfur Markús- son hefur á vallt staöið á móti því. Við tökum þaö fram aö við erum ekki í neinu stríði við leigubílstjóra og teljum að gott samstarf hafi ávallt ver- ið með þessum aðilum, þrátt fyrir undantekningartiifelli sem ekki má gera of mikiö úr, og við munum fyrir okkar leyti stoppa menn af sem færu inn á verksviö fólksflutninga enda ætlumst viö til þess sama af þeim Framamönnum sem eru í vöruflutn- ingum. Við bjóðum þá velkomna í okk- ar raðir en höfum aldrei haft í hyggju að hrekja þá úr starfi eins og Ulfur dylgjaöi um í ofangreindu viðtali. Ulfur Markússon hefur rétt aö okk- ur stríðshanskann og með afstöðu sinni gagnvart sendibílstjórum getum við ekki viðurkennt hann sem formann BILS. Við sendibílstjórar erum ekki aö óska eftir neinu stríði en ef Ulfur Markússon heldur uppteknum hætti gagnvart okkur getum viö mætavel svaraöfyirokkur. 1. maí: Samhygöarplakötin til fyrirmyndar Lauga skrifar: Að lesa lesendadálka dagblaðanna hér heima er hreint og beint niðurdrep- andi. Ef þaö er ekki húsmóðir í vestur- bænum aö kvarta yfir aö Dallas skuli vera hættur, þá er það húsmóðir í austurbænum að nöldra yfir lélegri þjónustu í einhverri versluninni. Mér finnst allt of lítið heyrast frá lesendum um þaö sem vel er gert. Þess vegna langar mig að bæta úr því. A degi verkalýðsins, 1. maí sL, fór ég, eins og svo margir aðrir, í fjölda- gönguna frá Hlemmi niður á Lækjar- torg og það vakti athygli mína að sjá litskrúðug orange lituð plaköt skipu- lega hengd upp niöur allan Lauga- veginn og á Lækjartorgi. Plakötin sómdu sér vel í blíðviðrinu og efni þeirra var í baráttuanda eins og við átti við þetta tækifæri. Það var félagsskapurinn Samhygö sem stóð að þessari skreytingu og eiga félagar Samhygöar þakkir skildar fyrir aö koma göngumönnum svona skemmtilega á óvart með þessari upp- ákomu sinni. En mig langar líka að beina þeirri spurningu til formanns Samhygðar, hvers vegna Samhygðarfélagar tóku ekki þátt í ræðuhöldum dagsins. Það hefði átt vel við. Sértilboð Flugleida fyrir útlendinga? Flugfarþegi skrifar: I svissnesku hóteltímariti, sem kom út nú í vor, má lesa eftirfarandi tilboö frá Flugleiðum: „GRATIS im Zug zum Flug! Gratis Bahnfahrt 2. Klasse ab jeder SBB-Station in der Schwiez nach Luxemburg und zuriick.” Þetta er tilboð um ókeypis ferð með jámbraut frá hvaöa brautarstöö sem er í Sviss til Lúxemborgar og til baka fyrir þá farþega sem taka flug Flug- leiöa frá Lúxemborg. Nú væri fróðlegt að fá frekari upplýsingar vegna auglýsingar þess- arar, ekki síst vegna þess að Flugleiðir eru fyrst og fremst islenskt flugfélag sem ætti aö láta íslenska skattborgara njóta sömu kjara í öllum greinum og boðin eru hinum erlendu viðskiptavin- um. 1. Gildir þetta tilboð aðeins fyrir farþega Flugleiða, þá er ætla til Islands, eða líka fyrir þá sem fljúga frá Luxemborg til Bandaríkjanna? 2. Gildir svona tilboð bara í Sviss eöa líka i Þýskaiandi, Frakkiandi eða Hollandi? Hvað um Bretland og Norð- urlönd? 3. Gildir svona tilboð fyrir íslenska farþega sem fara til Sviss, í sumarleyfi t.d.? — Ef ekki, þá hvers vegna. Eru Flugleiðir að greiða niður auglýst fargjald fyrir útlenda farþega og láta islenska skattborgara greiða mismuninn í formi gjalda vegna niður- fellingar lendingargjalda hér heima? Við vitum að hér heima gildir sama fargjald fyrir farþega til útlanda hvaðan sem hann kemur af landinu en það á ekkert skylt við auglýsingu Flug- leiða í svissneska tímaritinu né efni þeirra spuminga sem hér eru lagðar fram. Málið virðist einfaldlega liggja þannig fyrir að erlendir farþegar Flug- leiða eigi greiðari aögang að ódýrum fargjöldum milli heimsálfanna t.d. en íslenskir, sbr. ódýrasta fargjald milli Bandarikjanna og Lúxemborgar, fram og til baka, og hins vegar ódýrasta far- gjald milli Islands og Bandaríkjanna báðar leiðir. En auövitað skýrist þetta alit í svari Flugleiða hf. Auglýsingin sem bréfritari minnist á. stofnunarinnar, sem ég fékk áriö 1975. Þar er nú ekki aldeilis verið að tala um neitt 22% álag. Eg skulda nefndri stofnun tæpar átta þúsund krónur og af þeirri upphæð var mér gert aö greiða tæpar tíu þúsund krónur í visitöluálag og vexti. Eg verð náttúrlega að viður- kenna að ég er slakur í reikningi en er þetta ekki í kringum 120% álag? Hvemig er þetta hægt, ég bara spyr? Fyrir nú utan það að ekki sitja allir við sama borð hjá þessum herrum hvað varðar lánakjörin eða þannig hefur það að minnsta kosti veriö. Kunningi minn t.d. fékk lán nokkru á eftir mér, tíu sinnum hærri upphæö en ég fékk en afborgun hans er aöeins þúsund krónum hærri. Ráöamenn eru stundum að tala um aö þetta eða hitt sé réttlætismál sem veröi að koma í kring og eru jafnvel með tilburði í þá átt að ekki sé látið sitja við orðin tóm. Hvernig væri aö taka þessi lánamál öll til endurskoöun- ar, það hlýtur að vera réttlætismál að greiðslubyrði sé sanngjöm og allir sitji þar við sama borð. Die Insel aus Feuer und Eis -v-. — I I Camping-Safaris»Hotelrimdfahrten I Fly and Drive • Bauernhof-Ferien [ Ponyreiten • Lachsfischen usw. GRATISim .Zug zum Flug! I Gratis Bahnfahrt 2. Klasse ab jeder SBB- I Station in der Schweiz nach Luxemburg und f zuruck. ICELANDAIR jHS f 8035Ziirich. Stamptenbachstr. 117,Tel 013630000 I 4002 Basel, Hardstrasse 45, Tel 061 426644 Coupon Senden Sie mir den Farbprospckt "Island 1984». Informieren Sie m\ch uber Ihre USA-Flúge. ] PLZ/Ort:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.