Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1984, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1984, Blaðsíða 18
18 DV. MIÐVIKUDAGUR16. MAI1984. Skákunnendur um heim a/lan, þar á meðal á íslandi, bíða með óþreyju eftir aðalskákviðburði ársins — einvígi Anatóii Karpovs heimsmeistara við áskorandann Garri Kasparov um titiiinn. Hvað finnst Garrí Kasparov um nýafstaðin einvígi við Kortsnoj og Smyslov? Hvernig ætiar skákmaðurinn að und- irbúa sig fyrir fyrirhugað heimsmeistaraeinvigi? Þessum spurníngum og nokkrum öðrum finnur lesand- inn svar við i meðfyigjandi viðtaii, sem fréttastofa APN á ís- iandi sendi D V. ÖLL ATHYGLIMÍN BEINIST AÐ EINVÍGINU VIÐ KARPOV - SEGIR SKÁKSTJ ARNAN SOVÉSKA, GARRÍ KASPAROV Heimsmeistarinn Anatóli Karpov fylgist með áskorandanum, GarriKasparov. Skákunnendur um heim allan, þar á meðal á Islandi, bíða með óþreyju eftir aðalskákviðburði ársins — einvígi Anatólí Karpovs heimsmeistara viö áskorandann Garrí Kasparovs um tit- ilinn. Hvað finnst Garrí Kasparov um ný- afstaðin einvígi við Kortsnoj og Smysl- ov? Hvemig ætlar skákmaöurinn að undirbúa sig fyrir fyrirhugað heims- meistaraeinvígi? Þessum spumingum og nokkrum öðrum finnur lesandinn svar við í með- fylgjandi viðtali, sem fréttastofa APN á Islandi sendi DV. — Þá eru einvígi áskorandenna af- staöin. Hvað var erfiðast og öölaðist þú einhverja reynslu af þessu? — Það má segja að ég hafi ekki búið yfir neinni reynslu í einvígi. Eg byrjaði á núllinu. Og fyrir hvert einvigi var ég ekki viss um að ég næði hagstæðari árangri. Smátt og smátt fór ég að skilja sálfræði einvigisbaráttunnar. Þetta er alls ekki eins og að taka þátt í móti, þar sem andstæöingarnir eru óKkir, heldur er við sama andstæðing- inn að etja dag eftir dag. Einvígið við Alexander Beljavskí var mikilvægast hvaö snerti skilning á einvígisbaráttunni. Eg var heppinn að því leyti að hann bjó heldur ekki yfir reynslu hvaö einvígi varðaði. Það var aftur erfiðara þegar kom að næsta ein- vígi. Kortsnoj hefur teflt einvígi allt sitt líf og sennilega oftar en allir þátt- takendumir í einvígjunum samanlagt. Þaö var erfitt í upphafi. Síöan fékk ég tækifæri til að prófa skapgerð mína þeg- ar andstæöingur minn var með betri stöðu. Síðan, þegar staðan varð jöfn, var ég alveg búinn að finna mínar bar- áttuleiöir og hann gat ekki staöið gegn þeim. Eg tel aö endanleg niðurstaða geti ekki sýnt baráttuspennuna, þó aö hún sýni styrkleikahlutfallið. Það er óþarfi aö halda aö síðari hluti einvigis- ins hafi verið einfaldur fyrir mig. And- stæðingurinn barðist af öllum kröftum allan tímann, en ég átti frumkvæðið og andstæöingurinn hafði ekki möguleika áþvíaftur. Fyrir einvigið við Vasilí Vasilíevits Smyslov gat ég ásamt þjálfurum mín- um (hann hefur stöðuga samvinnu við stórmeistarann Gennadí Timóshjenko, meistarana Alexander Nikitín og Ev- geni Vladmirov og nýtur góðrar aö- stoðar Alexanders Shakarovs) farið yfir misfellumar hjá mér, gert réttar áætlanir um baráttuna og ná því mark- miði sem ég ætlaði. Þarna er ég ekki aðeins að tala um lokatölumar. Eg var nema 33 ára. Það lítur út fyrir að skák- menn og íþróttamenn séu að yngjast. Þeir þurfa að tileinka sér þá reynslu sem til er og til þess þarf tíma. Hvað er að þínu mati að gerast í skákinni — gengur fyrr aö tileinka sér reynsluna eða er hæfhin til að leysa vandamálin við taflboröið farin að gegna mikil- vægu hlutverki? — Hæfnin til að leysa vandann við taf lborðið er eitthvað hið mikilvægasta við einvígið við Fisher (það má ekki telja þaömeðáskorendaeinvigjunum). Hann sagði þessi orð, aö því er mig minnir, áður en áskorendaeinvígin hóf- ust. Það er eðlilegt að hann væri þá ekki enn viss um að hann myndi sigra alla andstæöinga sína. Aður en áskorendaeinvigin hófust kom ég mér ekki aö þvi aö gefa neinar yfirlýsingar. Eg fann ekki til slíks krafts, sem gerði kleift aö segja fyrir „Einvigið við Kortsnoj var erfitt i upphafi. En ég fann minar baráttuleiðir og hann gat ekki staðið gegn þeim," segir , Kasparov. líka ánægöur með árangurinn á hinu skapandi sviði. En það kemur fyrir að einvígi veldur vonbrigðum þrátt fýrir mikinn mun. Það má segja að einvígið við Smyslov hafi verið minn mesti . ávinningur á hinu skapandi sviði. Mér tókst aö tefla þar nokkrar góðar skák- ir. — Það lítur út fyrir að einvígis- reynslan sé nú fyrir hendi og að þú get- ir þess vegna verið nokkuðsigurviss. — Auðvitaö. Síðasta einvigi leiddi í ljós aö ég og þjálfarar minir gátum unniö með góðum árangri, spáð fyrir um gang baráttunar og gert lagfæring- arítima. ; Eðlilegt að yngri maður skuli berjast við meistarann — Þú ert yngsti áskorandinn í sög- unni. Og heimsmeistarinn er ekki i skáklistinni. I heild er það eölilegt aö ungir stórmeistarar skuli koma fram á sjónarsviðið. En áskorendaeinvígin gefa ekki ástæöu til að halda að skák- mennirnir yngist. Til dæmis tók Smysl- ov þátt í þeim, en hann er 63 ára. Það er annað mál að Anatólí Karpov er sá yngsti af sinni kynslóö í skákinni og ég í þeirri næstu. Þetta hefur bara orðið svona. Það er liklega eðlilegt í íþrótt- um að yngri maður skuli berjast við meistarann um titilinn. Næsta verkefni er undirbún- ingurinn — Þegar Anatóli Karpov ávann sér réttinn til að tefla við heimsmeistar- ann sagði hann að þetta væri ekki enn hansumferð... — Eg held að Karpov hafi með orö- unum ,,ekki enn mín umferð” ekki átt um að mér tækist að komast alla leið aö einvígi viö heimsmeistarann. Hins vegar vildi ég heldur ekki segja aö „þetta væri ekki mín umferð” vegna þess að innst inni vonaöist ég til þess fyrir hvert einvígi að því lyki á hag- stæðan máta fyrir mig. Og ég setti mér það verkefni að búa mig vel undir það. Þannig gekk hver umferð fyrir sig... Nú er verkefnið að búast sem best und- ir einvígið við heimsmeistarann. — Það er kunnugt aö sterkur íþróttaandstæðingur virkar þrúgandi á suma en hvetjandi á aðra. Hvernig er þaömeðþig? — Eg reyni ætíð að leika sterkasta leikinn við hverjar aðstæöur fyrir sig, en það skiptir ekki máli hvort andstæð- ingurinn er slappur eða sterkur. Það er ekki eins áhugavert að tefia við ein- hvem sem er verr undirbúinn. I skák við verðugan andstæðing er hægt að skilja eitthvað nýtt og leiðrétta eitt- hvað hjá sér. Upp á síðkastið hef ég ekki átt i höggi við einn einasta slakan andstæðing. Ég vil ekki valda vonbrigð- um... — Hvemig ætlar þú að búa þig undir úrslitaeinvígið — ef það er ekki leynd- armál? Munt þú verða með í einhverju móti, eins og heimsmeistarinn, eða kýst þú heldur að búa þig undir einvig- ið heimafyrir? — Þaö er erfitt að bera saman aö- stæður okkar. Karpov hefur vissa yfir- buröi umfram mig vegna þess að hann hafði möguleika á að undirbúa sig í eitt ár. A undanförnu hálfu ári hef ég þreyst mjög mikið og verð að hvíla mig. Eg mun búa mig undir einvígið í Azerbajdzhan undir leiösögn þjálfara minna. Eg hef ekki í hyggju að tefla í einhverju móti. Það er stutt síðan ég hafnaði þátttöku i sterku móti í Bugo- ino vegna þess að ég sé ekki að þátt- taka í móti geti orðið mér til styrktar í undirbúningi fyrir einvígið, þar sem þarf aö vinna sex sigra. Eina mótiö sem ég býst viö að taka þátt í er einvígi sovéskra skákmanna gegn „landsliöi heimsins”, sem á að halda í júní. Eg tel að þaö sé skylda mín og mikill heiður fyrir mig að vera í sovéska landsliðinu. — Hver eru áhugamál þín fyrir utan skákina, hvemig eyðir þú tómstundun- um? — Upp á síökastiö hef ég varla átt fristund og frítími minn verður styttri og styttri. Ef ég á frí reyni ég að nota þann tima til aö lesa meira vegna þess aö bækur hjálpa manni aö fullkomna sig. Eg á marga vini, sem ég tel áhuga- vert fólk, þar á meðal eru rithöfundar, blaðamenn, listamenn, og sambandiö við þá gefur mér margt. Því miður halda annirnar áfram hjá mér. Tómstundimar hafa styst og öll athyglin beinist að einvíginu við Ana- tólí Karpov. Eg veit að skákheimurinn hefur áhuga á einvígi okkar og ég vil ekki valda vonbrigðum... (APN) GÓÐU AUGNABUKIN RÍKJANDI Tónleikar Sinfóníuhljómsvoitar fslands ásamt Pólýfónkómum I Hóskólabíói 10. maí. Stjórnandi: Ingólfur GuÖbrandsson. Einsöngvarar: Denia Mazzola, Claudia Clarich, Paolo Barbacini, Carlo de Bortoli. Efnisskrá: Wolfgang Amadeus Mozart: Ave verum corpus; Giuseppe Verdi: Te Deum; Gioacchino Rossini: Stabat Mater. Ekki minnist ég þess að hafa heyrt Ave verum corpus sungiö af jafnmik- iUi hógværð svo geysistórs kórs fyrr. Það hæglæti og sú hógværð sem í söngnum birtist var bersýnUega keppikefli stjómandans og með því tókst honum ekki aöeins aö kaUa fram áhrifamikinn flutning, heldur einnig einbeitingu og ögun kórsins. Tvíbent Að lotningarfullum Mozartinn- gangi kórsins loknum sneri hann sér að Verdi — Te deum. Karlaraddir hef ja sönginn og þær voru í fjölmenn- ara lagi sé miöaö við undanfarin ár. En heldur hlýtur það að teljast tvíbent að „styrkja” Uðið með hálf- atvinnumönnum sem í krafti einsöngsþjálfunar sinnar skera sig í gegnum kórinn með auðþekktum röddum sínum — og fylgja svo ekki slagi stjórnandans í þokkabót. Þar að auki nægði tilvist hálfatvinnu- mannanna ekki tU að koma í veg fyrir aö kórinn féUi í ,á cappeUa” söng. Ingólfur sló fyrir að hætti kór- stjómanda, sem eðlUegt er og ágæt- lega getur gefist ef hljómsveitin er ekki aUt of stór og situr í eðlUegum hnapp. En með stórri hljómsveit sem hér var þar sem samleiksraddir lágu gjarnan hjá hljóðfærum sem vom á sitt hvomm enda sviðsins hefði ugg- laust betur hentað einfalt og grófgert sláttulag lúðrasveitarstjórans. Kannski ekki svo smart, að vísu, en þó vænlegra til að fá betri samtök með kórUmum og hljómsveit þótt ekki hefði það komið í veg fyrir að tónninn félli. En aö þessum sparöatiningi um agnúana slepptum, þá stóö eftir það sem vel var gert á tónleikum þessum og langtum meira vó. Og það var góða hUðin sem upp sneri alfarið í Stabat Mater. Þar kom hann fram þessi þykki og kliömjúki fjölradda ómur sem maður jafnan eignar Pólý- fónkórnum. Svo var kallað tU einsöngvaralið sunnan úr landi söngs og sólar. Hér reyndust menn fund- vísir á góða söngvara. Denia Tónlist EyjólfurMelsted Mazzola á hvert bein í islenskum tónleikagestum síöan hún töfraöi þá upp úr skónum í marsmánuði síöast- liðnum og þegar hún verður jafnstór- kostleg á djúpu tónunum og þeim háu ætti fátt að geta komið í veg fyrir að hún legði heiminn að fótum sér. Claudia Clarich er titluð mezzosópr- an í söngskrá. Hlutverkið er aftur á móti gjarnan eignað contralto söng- konum, en ekki stóð það í vegi fyrir því að hún færi stórkostlega með þaö. Þar er önnur stórkostleg söng- kona á uppleiö sem á, ásamt stöllu sinni, hvert bein í íslenskum söng- unnendum héðan í frá. Stórnafn eins og Paolo Barbacini þarf ekki að kynna sérstaklega. Hér fór heims- maðurinn sem á vertíðinni syngur í Mignon í Flórens, L’aio nell’imbar- azzo í Torino, La centenerola í Róm og Stabat Mater í Reykjavík. Frábær túlkun, frábær rödd og sama er að segja um bassann geðþekka Cario de Bortoli. Samvinna hans og kórsins í „Eja mater” var hreint frábær og gott dæmi um hversu vel getur tekist hér á stundum. Og góöu minningarnar verða ofan á þegar hugsað er til þessara tónleika, því þau augnablik voru svo margfalt fleiri og lengri en hin á þessum tónleikum. EM T

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.