Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1984, Blaðsíða 40
Fréttaskotið 68-78-58 SIMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá í sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem bírtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krðnur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gœtt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ1984. Kældirí Bjamarey ínótt Hópur ölvaðra stráka rændu kapp- róðursbát í höfninni í Vestmannaeyj- um í gærkvöldi og héldu á honum út í Bjamarey. Er þangað var komið kveiktu þeir eld á eynni og virtust skemmta sér hið besta. Hafnsögubáturinn hélt út í eyna til aö reyna að fá strákana til Heima- eyjar aftur en þeir sögðust hvergi fara. Var þá ákveðið að „kæla” þá í eynni í nótt. „Þetta voru stálpaðir strákar á fylliríi sem fóru út i eyna og neituðu að koma þaðan aftur og því létum við þá dúsa þar í nótt. Við tölum svo við þá aftur i dag,” sagði 'lögreglan í Vestmannaeyjum í samtali við DV. -FRI Pólskununn- umarfá oftastmat daglega „Okkur líkar vel á Islandi og við höfum nóg að borða,” sagði ein pólska nunnan sem hingað kom til lands fyrir hálfum öðrum mánuði ásamt stallsystrum sínum, en þær búa í Karmelklaustripu i Hafnar- firði. Þær sögusagnir hafa gengið að nunnumar hafi ekki nóg að boröa, en þær mega ekki fara út fyrir hússins dyr samkvæmt lögum reglunnar sem þær þjóna. Þær verða því að lifa á því sem að þeim er rétt. „Stundum kemur fólk með mat til okkar einu sinni á dag, stundum tvisvar í viku,” sagöi nunnan. — Fáið þið eitthvað aö borða á hver jum degi? „Já, oftast. Viö getum líka hringt í vini okkar og beðið þá að koma meö eitthvað ef okkur vantar,” sagði nunnan. -KÞ. LOKI Ég héít að afíri kælingu væri ktkiö í Vestmannaeyj- um. LUKKUDAGAR 16. MAÍ 26698 FERÐAUTVARP FRÁ FÁLKANUM AÐ VERÐMÆTI KR. 6000,- Vinningshafar hringi í síma 20068 Eldhúsdagsumræðumar í gærkvöld: „Stjómarsamstarfíð reynt tr/ þrautar” Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, sagði í eldhúsdags- umræðunum í gærkvöld að fráleitt væri „að reyna stjómarsamstarfiö ekki til þrautar” þótt ágreiningur hefði komið upp. Engin áform væru um stjómarslit eða samvinnu við aðra flokka, enda stjórnarandstaðan veik og sundurlaus. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði að verðbólguhraðinn væri nú um 10% á ári miðað við vísitölu apríl- mánaðar sem birt yrði í dag. Sverrir Hermannsson ráöherra ræddi fyrir- hugaðar stóriðjuframkvæmdir og sagði aö leiöa mætti hugann að áliðjuveri við Þorlákshöfn til viðbótar því sem áður hefur fram komið. Forsætisráðherra sagði að við mestu efnahagsáföll væri glímt í sögu lýðveldisins. St jórnarflokkarnir hefðu tekið höndum saman um endurreisn íslensks efnahagslifs. „Því verki ætlum við að ljúka,” sagöi Steingrímur. Albert Guömundsson ráðherra sagöi aö stefna stjórnarinnar væri að fella niður skatta. Við gerð næstu fjárlaga yrði að sýna meira aöhald. Stjórnarandstæðingar sögðu að ríkisstjómin væri sjálfri sér sundur- þykk og væri að guggna á framhald- inu. Kristín Halldórsdóttir, Kvenna- lista, sagði að þolinmæði fólks væri á þrotum. Ríkisstjómina virtist skorta þrek til að varðveita þann árangur sem náðst hefði. Svavar Gestsson (Ab) sagði að stjórninni hefði tekist á tveimur misserum að „brjóta niður samkennd þjóðarinnar.” Þetta væri argvítugasta sundrungarstjóm sem setið hefði á Islandi. Kjartan Jóhannsson (A) sagði að tveir stjómarliðar, Olafur Þ. Þórðarson (F) og Egill Jónsson (S) hindruöu með einræði að „kartöflumálið og bjórmálið” fengju þinglega meðferð. Guðmundur Einarsson (BJ) sagði að ekkert hefði verið gert til að höggva að rótum efnahagsmeinsins. Stjórnarandstæðingar sögðu stjómina hafa „selt húsnæðismálin fyrir mangósopann”. -HH. Auða svæðið á miðrimyndinni varáður fyrrþakið trjám, jafnstórum og þeim sem sjást tilbeggja hiiða. DV-mynd E.Ó. SKEMMDARVERK UNNIN Á EINSTÆÐUM TRJÁLUNDI Skemmdarverk hafa verið unnin á einstæðum trjálundi við UlfarsfeU, nánar tiltekiö á Lambhagasvæði þar sem nú er hús Svífdrekafélags Reykjavíkur en meðhmir þess félags hafa reynt að líta eftir lundinum eftir föngum. „Það er synd að horfa upp á þessa eyðileggingu, trén hafa verið klippt eða brotin en þessi skemmdarverk voru sérstaklega áberandi eftir jóiin í fyrra,” sagðí Jökull Jörgensen, for- maður S vif drekaf élags Reykjavíkur, í samtali við DV er við spurðum hann um þetta mál. Hann sagðist telja að þama hefðu verið menn á ferðinni að ná sér i jólatré en þeir í Svifdrekafé- laginu hefðu ekki gert sér fullkomna grein fyrir umfangi skemmdana fyrr en sn jóa leystí á þessum stað í vor. Lundur þessi er samsettur af sitka- greni u.þ.b. 28 ára gömlu og er hæsta tréið i honum 5 m á hæð en meðalhæð trjáa er 4,10 m. Eínkaaðili gróður- setti tré þessi á sínum tima og annaðist þau síðan en er hann féll frá fyrir nokkrum árum misstu þau um- hirðuna. -FRI Lögáflugmenn „Eg stefni að því að leggja fram frumvarp til aö koma í veg fyrir verkfall flugmanna,” sagði Matthías Bjamason samgönguráðherra í morgun er hann var að koma heim úr fyrstu áætlunarferð Flugleiða til Detroit. Ráðherrann kvaðst stefna að því að fá lögin samþykkt fyrir miðnætti annaðkvöld. Frá þeim tíma hafa flugmenn Flugleiða boöaö þriggja sólarhringa verkfall. „Viö sjálfsagt hlýðum lögum eíns og aðrir landsmenn,” sagði Björn Guðmundsson, formaður samninga- nefndar flugmanna. „Við erum komnir með harðan skráp. Ætli þetta sé ekki í fimmta eða sjötta skipti síðan 1960 sem sett eru lög á okkur, Við höfum aðrar leiðir. Með því að vinna bókstaflega eftir gildandi samningum og sýna Flugleiöum eng- an sveigjanleika kem ég ekki auga á hvemig fyrirtækið ætlar að komast í gegnum sumariö,” sagði Björn. -KMU. IÍISkuróiSaka- dómsmótmælt Undirskriftasöfnun er nú hafin i Reykjavík á vegum nokkurra kvenna til að mótmæla úrskurði sakadóms i nauðgunarmálinu. Ætlunin er að afhenda dómsmála- ráðherra undirskriftirnar á föstudag. Á undirskriftalistunum er því mót- mælt að sakadómur skyldi ekki dæma manninn í gæsluvarðhald og jafnframt er því mótmælt að nauðg- arar skuli alltaf dæmdir í lágmarks- refsingu. Er þess krafist að nauðg- arar sitji í gæsluvaröhaldi þar til dómur fellur og að dómar verði felldirtafarlaust. „I þessu máli voru vitni að at- burðunum og játning liggur fyrir þannig að það er ástæðulaust að láta þaö malla í dómskerfinu,” segir Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, borgarfull- trúi Kvennaframboðsins, sem er ein þeirra sem standa aö undirskrifta- söfnuninni. „Nauðgarar eru hættu- legir öryggi kvenna og það er ástæða tU að dæma þá i gæsluvaröhald þar tfldómurfeflur.” Ætlunin er að ganga í hús og á vinnustaði með listana auk þess sem þeír liggja viða frammi i verslunum. -OEF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.