Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1984, Blaðsíða 8
DV. FÍMfvÍTÚDÁÖUR 17. MÁÍ Mí' ',n Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd íkveikjur og mann- dráp meðal sikka Lögreglumaöur lést af völdum sára sem hann hlaut í árás öfgasinn- aðra sikka á mánudaginn en yfir 200 manns hafa látiö lifiö í átökunum í Punjab á Indlandi þar sem meiri- hlutisikka (uml2milljónir) býr. Ofsatrúar sikkar krefjast auk- innar viöurkenningar á sérstööu trúarbragða þeirra og ennfremur aukinnar sjálfstjómar Punjab-fylkis og hafa fylgt þessum kröfum eftir meö hryðjuverkum og morðum á pólitískum andstæðingum. Olgan í Punjab hefur sett svip á umræður í þinginu í Nýju Delhí en stjórnarandstööuflokkar hafa krafist þess aö Indíra Gandhi forsætisráö- herra segi af sér ef hún ekki grípi til þeirra ráöa sem dugi til þess að komafriöiá. I viötali við tímarit eitt í Bombay í morgun segir Gandhi aö sikkarnir hafi falliö frá upphaflegum kröfum sínum um tilslakanir vegna trúar- bragöa sinna en aörar kröfur þeirra um aukna sjálfstjórn, tilkall til land- rýmis og vatnsnytja og fleiri veröi ekki uppfylltar nema meö samning- um viö önnur sveitarfélög og laga- breytingum. Segir hún í viötalinu að hryöjuverk sikkanna ógni áður ágætri sambúö sikka og hindúa og velferð alls sam- félagssikka. I gær særðist lögreglumaður í Amritsar, höfuöstaö sikkafylkisins, þegar tveir menn skutu á hann þar sem hann var á leið heim af vakt. Sjö menn réðust á lögregluvaröstofu í borginni og stálu þaöan vopnum. Tíu unglingar kveiktu í vinnumiölun, þrír menn rændu banka og fjórir menn, sem dulbjuggu sig sem sjúkl- inga á spítala einum, rændu þar lækni. — I Jullundur hefur veriö boöað til verkfalls til þess aö mót- mæla íkveikjum en sjö verslanir voru brenndar þar fyrr í vikunni. jfi ■ mmm i Leiötogi öfgatrúar sikka, Bhindranwale, og gullna musteriö í Amritsar, þar sem fylgismenn hans hafa haft aöalbækistöö sina og vopnabúr síöustu tvö árin. Mlguel de la Madrid: Sættum okkur ekki viö óæöri stöðu gagnvart Banda- rikjunum. Mexíkóforseti harðorður í garð Miguel de la Madrid forseti Mexíkó ávarpaði Bandaríkjaþing í gær og var mjög harðorður. Hann hafnaöi stefnu Bandaríkjanna í málefnum Miö- Ameríku. „Við höfnum án undantekningar öllum hernaöaráætlunum sem munu tefla í tvísýnu öryggi og þróun þessa heimshluta,” sagöi hann. De la Madrid sagöi í ávarpi sínu til þingsins aö stjóm Mexíkó væri þeirrar skoöunar aö lausn á vandamálunum væri möguleg viö samningaboröið. Hann hafnaöi þeirri skoðun Reagans Bandaríkjaforseta aö vinstrimenn í Nicaragua og marxískir uppreisnar- menn í E1 Salvador fælu í sér ógnun viö öryggi Bandaríkjanna. Mexíkóforseti sagði að Rómanska Ameríka vildi nýtt samband viö Bandaríkin þar sem ekki bæri á skugga óæöri stööu. Léleg lungu valda honum erfiðleikum Er Konstantín Tsjemenko, hinn nýi leiötogi Sovétríkjanna, sjúkur? Þeirri spumingu svara menn ýmist játandi eöa neitandi í Moskvu. Vestrænir stjómarerindrekar, sem á dögunum fylgdust meö er Tsjernenko tók á móti Juan Carlos Spánarkonungi í opinberri heimsókn til Moskvu, tóku eftir því að Tsjemenko átti erfitt með andardrátt. En þar sem Tsjemenko þjáist af öll- um líkindum af krónískum lungnasjúk- dómi hefur hann lengi átt í erfiöleikum meö andardráttinn. Það sést greinilega í hvert skipti sem hann neyðist til aö halda ræöu á almannafæri. Þá líöa ekki margar mínútur þar til hann fer aö anda slit- rótt og neyðist til aö gera hlé á máli sínu til að ná andanum. Sömu sögu er að segja þegar hann þarf að fara inn í eöa út úr bilum og upp stiga. Það er því ekki oft sem sovéska sjónvarpið sýnir slík atvik. Sjónvarpsáhorfendur fengu þess vegna ekki aö sjá forseta sinn stíga út úr bifreið sinni er hann kom til f undar- ins við Juan Carlos á dögunum. En þeir sem vora viðstaddir tóku eftir því aö tveir menn, sennilega úr KGB, þurftu aö hjálpa honum upp stig- ann. Tsjemenko forseti hefur í mörg horn aö líta á næstunni. Hann þarf að taka á móti þjóðarleiðtogum og stjóm- málamönnum bæði úr austri og vestri. Aö þessu samanlögöu má draga þá ályktun að Tsjemenko sé ekki viö góöa heilsu en þó ekki verr á sig kominn en svo að hann sé fær um aö gegna embættisskyldum sínum. Vakin athygli á málum samviskufanga Mannréttindasamtökin Amnesty Intemational vekja í maimánuöi sér- staka athygli á þrem pólitiskum föng- um sem samtökin berjast fyrir aö látn- ir veröi lausir. Kínverskur verkamaöur og ritstjóri tveggja óopinberra tímarita i ■ Shanghai var handtekinn í byrjun apríl 1981, þegar hann var á leiö til viðræðna við yfirvöld um rétt fólks til útgáfu tímarita og dagblaða. I þann mund var mikil hreyfing í Kína fyrir bættum mannréttindum. — Hefur lítiö til hans spurst síðan, en þaö er talið aö hann hafi veriö dæmdur fyrir andbyltingar- störf. Eftir eins dags verkfall lögfræðinga í Heilsufar Tsjemenkos hefur töluvert boriö á góma aö undanförnu en hann hefur þo ekki vantaö við oplnberar athafnir, eins og þessl mynd ber með sér af opinberri heimsókn Juan Carlosar Spánarkonungs og drottningar hans til Moskvu. Tsjernenko-hjónin og Gromyko-hjónin tóku á móti þeim. Eiginkonur Eússanna standa við hlið Spánar- drottningar og er þetta ein af örfáum myndum sem birst hefur af þeim. Sýrlandi 31. mars 1980 var Adnan Arabi, rúmlega fimmtugur lögfræöing- ur í Damaskus (kvæntur og fjögurra bama faöir), handtekinn og hefur veriö i haldi síöan án þess aö hljóta dóm. — Verkfallið var stutt af læknum, verkfræðingum og fleiri háskóla- menntuöum mönnum, en kröfur lög- fræöinganna voru þær aö aflétt yrði neyðarástandslögum í landinu (í gildi síðan 1963) og lagöir niður öryggis- máladómstólar sem lögmenn neituðu að starfa viö. — Tólf lögmenn auk Arabi voru handteknir og hefur enginn þeirra hlotið dóm. Isidro Bobadilla er þriðji samvisku- fanginn, sem AI vekur athygli á, en hann var tæknilegur ráögjafi við skóla einn í Andesfjöllum í Perú og formaður sambands vinstri flokka í sínu kjör- dæmi og einnig formaður landssam- taka kennara í Perú. — Hann var handtekinn í júní í fyrra og nokkra síðar „fannst” hryðjuverkaböggull heima hjá honum, en í honum voru tveir dínamítstautar. Slíkir hafa „fundist” hjá fjölda fólks sem vald- hafar hafa haft horn í síðunni á vegna félagslegra starfa eða verkalýösbar- áttu og hefur flest þaö fólk veriö látiö laust án þess að mál þess kæmi fyrir rétt, Bobadilla er enn í haldi. Kref jast ógild- ingar kosning- anna ÍEI Salvador Arena-flokkurinn í E1 Salvador, flokkur þjóðemissinnaðra hægri- manna, sem beið ósigur í forsetakosn- ingunum 6. maí, hefur nú krafist þess að atkvæðin verði endurtalin. Vill flokkurinn láta ógilda kosning- una í nokkrum kjördæmum þar sem hann telur framkvæmd kosninganna hafa veriö gallaöa og jafnvel kosninga- svik hafa verið höfö í f rammi. Kjörstjóm lýsti um síðustu helgi frambjóöanda kristilegra demókrata, Jose Napoleon Duarte, löglega kjörinn forseta landsins (þann fyrsta í 52 ár). Þykir ekki líklegt aö hún veröi viö kröfu Arenaflokksins. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Gunnlaugur A. Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.