Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1984, Blaðsíða 9
DV. FIMMTUDAGUR17. MAl 1984. Útlönd Útlönd 9 Utlönd Utlönd Rannsókn á dauða bresks bankastarfsmanns í Moskvu Aftökur í Cameron Tugir manna hafa veriö teknir af lífi og hundruð eru dæmd aö baki luktum dyrum herdómstóla eftir valdaránstil- raunina í Camerún í síðasta mánuði, þar sem reynt var að steypa Paul Biya forseta. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa fréttir af þvi að 35 menn hafi verið teknir af lífi 1. maí og að fleiri dauðadómar verði kveðnir upp á næstunni. — öllum er þeim full- nægt innan sólarhrings frá uppkvaðn- ingu. E>að mun ekki fátítt í Camerún að dómar byggist þar á framburði sak- bomings sjálfs sem fenginn hefur ver- ið í yfirheyrslum þar sem pyndingum er beitt. Eftir valdaránstilraunina voru um 1000 manns handteknir. Þar á meðal ýmsir stjómendur ríkisfyrirtækja og broddborgarar úr kaupsýslulífi lands- ins. Rauff jarðaður með nasistakveðju Walter Rauff, fyrrum SS-ofursta, var fylgt til grafar í Chile í fyrradag en jarðarförinni lauk með nasistakveöj- um fylgjenda og „Heil Hitler”-hróp- um. Um 100 manns fylgdu nasistanum gamla, sem talinn er hafa borið ábyrgð á dauða hundruð þúsunda gyöinga, er drepnir vom með útblæstri flutninga- bíls er Rauff hannaði sérstaklega til þess. Söfnuður Moons í Frakklandi sakaður um skattsvik Einn af sakadómurum Parísar hefur gefið út ákæm gegn yfirmann Sam- einingarkirkjunnar, sem er söfnuður Moonista, fyrir skattsvik Frakklands- deildar safnaðarins. — Söfnuðurinn er sakaður um að hafa ekki talið fram tekjur sínar til skatts af sölu safnaðar- tímaritsins ,,Ný von” á ámnum 1979 til 1981. Skattyfirvöld telja aö þær tekjur hafi numið um 13 milljónum franka og eru skattsvikin áætluð nema um 6,5 milljónum franka. — Séra Moon sjálf- ur, sem býr hins vegar í Bandaríkjun- um, hefur verið dæmdur fyrir skatt- svik. Bifreiðasala eykst íBanda- ríkjunum Bílaverksmiðjur í Bandaríkjunum segjast hafa selt 70 þúsund fleiri bíla á fyrstu tíu dögum maímánaöar en á sama tíma í fyi'ra og er það 26% aukning. Talsmaður Fordverksmiöjanna segir aö bílasalan hjá þeim hafi aukist um 36,3%, og General Motors státar af 29% söluaukningu en Chrysler 3%. Dauðsfall bresks bankamanns, sem meö einhverjum dularfullum hætti hrapaði til bana úr íbúð sinni i Moskvu í fyrra, hefur vakið mikiö umtal í Bret- landi. — Ekkjan, sem er burtfluttur Sovétborgari, segir að maðurinn hafi staðið í tengslum við bæði sovésku og bresku leyniþjónustuna. Bankamaðurinn, Dennis Skinner (54 ára), hafði tveim sólarhringum fyrir dauða sinn beðiö einn nágranna sinn i Moskvu fyrir orðsendingu til breska sendiráösins þar sem hann sagði að lífi sínu væri hætt. Hann sæti inni með hættulegar upplýsingar um að KGB hefði tekist að lauma einum útsendara sínum inn í öryggisþjónustu breska sendiráðsins, sem Skinner þó ekki upp- lýstihverværi. Hann óttaðist einnig aö Sovétmenn mundu vilja kyrrsetja hann í Sovét- rikjunum og nota hann síðan sem þvingu á konu hans til þess að skila sér aftur austur fyrir jámtjald. Skinner hafði kynnst Ljudmilu 1968 þegar hann starfaði í Moskvu á vegum ICL-tölvufyrirtækisins. Hún starfaði einnig við tölvur. Þau giftust 1973, en KGB hafði áður varað hana við að Skinner vildi aðeins notfæra sér hana til aö skapa sér sambönd. — Ljudmila fór frá Moskvu til Bretlands fyrir einu oghálfuári. Dauðsfall Skinners er nú til meðferð- ar hjá dómstólum í Bretlandi til úr- skurðar um hvort þaö hafi boriö eðli- lega aö. Einn af starfsmönnum breska sendiráösins í Moskvu hefur það eftir nágranna Skinners að hann hafi heyrt skothvell úr íbúö Skinners um það leyti sem dauða hans bar að höndum. Vertíðartilboð Nú ber vel í veiði. jaJtkaföt Vf |]j[ BilWlRllR _____ ____________ 4.990.- 6t m/vesti. Venjulegt verö W. 6.990.- ^^oðið gMir til 15- ®al' • KC) t S> 1 SNORRABRAUT 56 SIMI 1 35 05 GLÆSIBÆ SÍMI 3 43 50 AUSTURSTRÆTIÍO SÍMI 27211 Meira en venjuleg verslun!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.