Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1984, Blaðsíða 10
10 DV. FIMMTUDAGUR17. MAI1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Guðmundur Pétursson hafa aö undanförnu frá Kampútseu yfir landamærin til Thailands eru Rauöu khmeramir af öllum sólar- merkjum aö dæma öflugri en þeir hafa nokkru sinni verið síöan Pol Pot-stjómin var hrakin úr Phnom Penh, höfuðborginni 1979, eftir fjögurra ára blóðuga ógnarstjóm. — Skæruliðaher þeirra hefur tvöfaldast og er nú um 40 þúsund menn. Þeir hafa fáa misst af pólitískum erind- rekum sínum sem eru samsetningur af öfga kommúnisma og róttækri þjóöemishyggju. 1 síöustu viku, þegar fréttamenn náöu tali af frönsku læknunum ný- komnum aö austan, sagöi Robert Andrei: „A Vesturlöndum mistaka menn sig á því aö halda aö Rauöu khmeramir séu leppar Kína. En þeir eru afar þjóöemissinnaöir og sjálf- stæöir þótt þeir kunni að vera háðir Kínverjum um vopnabirgöir og annan stuöning. Samt segjast þeir mundu snúa baki við Kína ef hags- munir þeirra kreföu. Né heldur vænta þeir þess að Kínverjar muni styöja þá til eilífðar.” Árásir á höfuðstaði Læknarnir höföu haft þann háttinn á til þess aö komast til líknarstarf- anna í Kampútseu aö þeir hringdu í leynisímanúmer í Bangkok, höfuö- borg Thilands, og voru sóttir á bíl aö hóteli þeirra þar strax morguninn eftir. Þurftu þeir aö fara í gegnum margar eftirlitsstöövar Thailend- inga á leiöinni norður til landamær- anna en þar tók skæruliðaflokkur við þeim til fylgdar og vemdar. Eftir þaö var ferðalagið ýmist fótgang- andi eöa á fílum. Annar læknanna, Andrei, heim- sótti í þessari ferö hiö frjósama hérað Battambang sem er norðvest- ur af Phnom Penh. Skæruliðamir höföu gert áhlaup á höfuöstað héraðsins 11. febrúar og aftur 15. febrúar og eyðilagt skotfærabirgöir Víetnama, bensínbirgöir, flugtum og flugvélaeldsneyti. Læknamir lögðu fullan trúnaö á frásagnir skæruliö- anna um að þeir heföu gert árásir á höfuöstaði annarra héraöa og valdið óvininum miklu tjóni. stranga fjárhagsáætlun þar sem út- gjöld skyldu miöuö viö nær 500 milljónir dollara. — Ueberroth hefur ítrekaö spáö því aö sú áætlun muni ekki aöeins standast, heldur veröi einnig tekjuafgangur. Að vísu ekki mikill. Skipuleggjendum leikanna reiknaðist svo til aö útsláttarmest viö ólympíuleika seinni ára væm nýbyggingar mannvirkja svo að þessu sinni ætluðu þeir að notast við mannvirki sem þegar væm fyrir hendi, hvar sem þeir gætu því við- komiö. Jafnvel þótt keppni í einhverjum íþróttagreinum yröi aö fara fram víðsfjarri meginvett- vangnum. Þannig veröur helmingurinn af knattspyrnu- keppninni haldinn í Boston og í Anna- polis austan til í landinu. I staö þess aö hýsa íþróttafólkiö í nýreistu ólympíuþorpi veröur því komið fyrir í stúdentagöröum tveggja háskóla í Los Angeles. Þaö er smágaman aö þeirri sögulegu staöreynd aö fyrsta ólympíuþorpið sem reist var gagngert vegna ólympíuleikanna var fyrir leikana 1932 en þeir vom einmitt haldnir í Los Angeles. Síöan eru 52 ár og þetta em fyrstu ólympíuleikarnir sem haldnir eru síðan án þess aö ráöist sé í aö byggja ólympíuþorp. Sjónvarpsrétturinn gefur aðaltekjurnar Aöaltekjuöflunin til þess aö standa undir leikunum er fengin með sölu útvarps- og sjónvarpsréttar. Það er ABC-sjónvarpsstööin sem greiðir 225 milljónir dollara fyrir einkaréttinn. Þaö er þrisvar sinnum hærra gjald en NBC-sjónvarpsstööin greiddi fyrir sjónvarpsréttinn á Moskvuleik- unum 1980. — Til aö bæta sér þetta upp selur ABC auglýsendum hálfrar mínútu auglýsingu á besta útsend- ingartíma ólympíuleikanna á 250 þúsund dollara. Aörar tvær helstu tekjulindir nefndarinnar eru miöasaian og fyrir- tæki sem era styrktaraðilar, en síöari tekjuöflunin hefur veriö mikið umdeild. Þar þykir ólympíuhug- sjónin troöin niöur í svaö gróöa- hyggjunnar og ganga kaupum og sölum. 35 fyrirtækjum var leyft að vera styrktaraðilar gegn fjögurra milljóna dollara gjaldi í peningum eöa vörum. I staðinn fá þau rétt til þess aö nota orðið „opinber” ólympíuaðili viö vömr sínar fýrir- tækjaheiti. Þannig leggur Levi Strauss starfsliöi leikanna til einkennisbúninga en má auglýsa sig sem þann „opinbera” viðurkennda aöila sem fatar ólympíuleikana í Los Angeles. Er nú hent gaman aö því aö rusla- pokaframleiöendur, hitabrúsafram- leiðendur og fleiri geta merkt vaming sinn meö ólympíuhringjun- um. Ól-leikar kapítalismans Grikkjum hefur gramist aö fyrir- tæki skuli fá aö merkja hlauparana sem bera eiga ólympíueldinn frá austurströndinni til Los Angeles þótt þau framlög sem þannig fást eigi að renna til styrktar yngra íþróttafólki. Nefndin skellir þó skollaeyrum við allri gagnrýni á því að kapítalismi einkenni þessa leika og segir aö annaö geti ekki komið til greina, þegar einkaframtakiö eigi aö axla mótshaldiö. Oörum þykir meira um vert að sjá hvort ólympíumótshald, sem hingaö til hefur þótt ekki á annarra færi en sjálfs ríkissjóös eöa fjársterkra stórborga, geti staöið undir sér sjálft. meöan regntíminn stendur sem hæst en veröi að láta undan síga svo aftur þegar þornar um og hinir geta beitt skriödrekum sínum og flutt þungar fallbyssur til nýrra vígstööva. En ýmislegt viö fréttirnar aö undanfömu bendir til þess aö Rauðu khmemnum hafi vaxiö ásmegin og aö sókn þeirra sé töluvert meiri en venjulegur stígandi í upphafi regn- tímans. Franskir læknar á ferð í Kampútseu Franskir læknar sem heyra til ópólitískum hjálparsamtökum, eins og „Læknasveitir fyrir Kampútseu og Laos” (sem aöalstöövar hefur í Marseilles), hafa fariö inn í Kampútseu undir leiösögn skæmliöa Rauöu khmeranna. Hafa þeir séö aö heilu héruöin hafa veriö hreinsuö af Víetnömum. Rauöu khmeramir sýndu nýlega tveim þeirra, Robert Andrei og Yves Grandbesancon, hvar þeir höföu náð á sitt vald rammgirtri vamarbæki- stöð Víetnama. Khmeramir hafayfir- unniö slíkar vígstöövar meö því aö einangra þær og hindra alla aö- flutninga. Einkanlega hafa þeir ein- beitt sér aö því að stööva vatnsflutn- inga til þessara virkja. Vatn þarf oft að flytja aö langa vegu eftir þjóö- vegum eöa skógarstígum og þar sjá Rauðu khmeramir sér leik á borði. Þegar slíkt rammgirt vígi hefur veriö einangrað ráöast skæmliöamir til atlögu. „Þeir taka enga fanga,” segja læknarnir. Um 40 þúsund skæruliðar Ofugt viö ýmsar fréttir sem borist Skæruliðar Rauðu khmeranna taka enga fanga i skærum sínum við Víetnama. ÓLYMPÍULEIKARN- IR í LA. STANDA UNDIR SÉR SJÁLFIR MIKILL UPP- GANGUR RAUDU KHMERANNA í KAMPÚTSEU Los Angeles er strax tekiö aö hreykja sér af því aö sumarleikarnir 1984 verði ólíkir öllum ólympíu- leikum í manna minnum. Nefnilega ódýrir í rekstri og jafnvel arö- vænlegir. Það hefur verið einn aöalljóöurinn á ólympíumótshaldi síöari ára hvaö þaö hefur verið dýrt, og síðan Montreal sat uppi meö eins milljarös dollara skuld eftir leikana 1976 hefur mörgum hrosiö hugur viö. Enda bmgðu íbúar Los Angeles fljótt viö þegar til tals kom aö ólympíu- leikarnir yrðu haldnir þar og samþykktu 1978 aö ekki skyldi látinn renna eyrir af opinbem fé eöa peningum skattgreiöenda til ólympíuleikanna. Einkaframtakið axlar leikana Þá var bmgðiö á gamalkunnugt amerískt ráö þegar opinberir sjóöir eru ekki til reiðu. Einkaframtakiö var virkjaö til þess aö standa straum af sumarleikunum 1984. öllu fyrir- tækinu var velt í fang sjálfseignar- félags sem kallaö er undirbúnings- nefnd ólympíuleikanna í Los Angeles (LAOOC) en fyrir henni er Peter Ueberroth. Peter þessi Ueberroth er fyrrum íþróttamaöur. Hann haföi nærri því komist í sundknattleiksliö Banda- ríkjanna fyrir ólympíuleikana í Melbourne 1956 (þar sem Vilhjálmur Einarsson fékk silfriö í þrístökkinu). — Það réö þó ekki ráöningu hans í starfið heldur hitt aö hann er kaupsýslumaöur drífandi mjög sem notiö hefur velgengni á sínu sviði. Stofnaöi hann og rekur enn næst- stærstu feröaskrifstofu Noröur- Ameríku. Spá tekjuafgangi Undirbúningsnefndin setti sér Biii Thorpe jr. og Gina Hemphiii, barnabörn ólympíukappanna Jim Thorpe og Jesse Owens, hlupu fyrsta áfangann með ólympiueldinn frá austurströnd- inni til Los Angeles. — Grikkjum gramdist að fyrirtæki mættu aug- lýsa nöfn sin á einkennisbúningi hlauparanna gegn þóknun þótt hún rynni til góðgerðarstarfsemi íbarna- og unglingadeilda íþrótta- hreyfingarinnar). Innrásarher Víetnam virðist nú byrjaður aö láta undan síga fýrir skæraliðum Rauðu khmeranna í Kampútseu (sem áður hét Cambodía) eftir f imm ára ófrið. Berast fréttir af því aö hinir vel- vopnuöu Rauðu khmerar, sem undir forystu Pol Pot, fyrrum leiötoga Kampútseu, eru studdir af Kína, sæki stöðugt lengra inn í landið og nái æ fleiri svæðum á sitt vald. — ’ Franskir læknar sem hafa starfað á þessum slóöum segja aö skæru- liðamir athafni sig óhindraö um há- bjartan dag í stórum hlutum Kampútseu, svæðum sem Víetnam- her segist hafa á valdi sínu. Gangurinn upp og ofan í 5 ára ófriði Þaö er svo sem ekki ný bóla í fimm ára sögu skæruhemaöarins í Kampútseu að skæruliðar sæki á Ferðast á filum i Kampútseu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.