Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1984, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR17. MAI1984. 13 SVIK OG FALSANIR Eg skrifaöi í DV þann 15. júlí 1982 um þann skipasmíöasamning er Sverrir hf. geröi viö Skipasmíðastöð M.B. hf. á Isafirði og hef deilt hart á þá forráðamenn sem stjórnuðu hjá M.B. hf. og þá ráðamenn sem hafa haft þetta skip til umfjöllunar. Eg hef ekki haft tök á að sýna fram á þann ósóma sem fram fór hjá for- ráöamönnum Skipasmíðastöðvar M.B hf. á Isafiröi fyrr en nú með heimkomu skipsins frá Póllandi og skipsins frá Akureyri. hundruð og tuttugu þúsund dollarar, eöa 38 milljónir íslenskra króna plús 5—6 milljónir í fjármagnskostnað á byggingartímanum, sem átti að vera 1 ár miðað við verðlag í dag, en smíði þessa skips stóö yfir í rétt þrjú ár. 2. nóvember 1979 sendir Fisk- veiðasjóöur viökomandi aöilum skriflegt svar við samþykktinni og sendir jafnframt 75% af veröi skips- ins í dollurum til Isafjarðar, og þar meö á smiöi skipsins að hefjast á fullu. Síðar á byggingartímanum á um fyrr en í júní 1982. A stjómar- fundi þann 9. nóvember 1981 hjá Fiskveiðasjóði Islands er tekin sú einhliöa ákvörðun að samþykkja aö skipasmiðastöðin fái heimild til að klára skipið og selja það öðrum aöila, þó að skipið hafi átt að vera bú- ið fyrir ári. Eg vil láta þaö koma fram jafnhliða þessu að Sverrir hf. skuldar Fiskveiðasjóði Isl. ekki neitt oghefurekkigert. Einnig vil ég benda á að hvorki Fiskveiöasjóöur Isl. né Skipasmíða- ! * Þetta skip, sem er 150 brúttólestir, smiðað á isafirði á árunum 1979—1982, átti samkvæmt samningi að kosta 1,3 miiijónir dollara, auk fjármögnunarkostnaðar á einu ári. Fór tii Vestmannaeyja fyrir tæpu ári síðan á 3,3 miiijónir doiiara. stööinni peninga til að klára skipið. A sama tíma skrifar lögmaöur Byggðasjóðs Sverri hf. mjög niðr- andi bréf þar sem hann krefst þess að Sverrir hf. komi og borgi upp skuldina við Byggðasjóð þar sem Sverrir hf. eigi ekki lengur neitt í þessuskipi. Skráning á fölskum gögnum I byrjun maí fer stööin með samn- ing no. 2, sem er falsaöur af þeirra hálfu, til Siglingamálastofnunar rik- isins og fær skipasmíðaskírteini dags. 5.5. 1982 og þjóðernis- og skráningarskírteini fyrir skip sem hefur smíðanúmer 51 og þar með getur stöðin látið hina fölsuðu eigendur þinglýsa skipinu á sitt félag. Þar með eru þeir komnir með eignarheimild á skipinu með skjala- falsi sem Fiskveiðasjóður Islands og Byggðasjóöur eru báðir búnir aö samþykkja. En í lögum Siglingamálastofnun- ar ríkisins segir svo að réttur eigandi hver ju sinni komi meö þau gögn sem meö þarf og fái skírteini og önnur vottorð sem þarf, og leggi það við drengskap sinn að þetta sé það eina sanna. Því miður verður stöðin aldrei eig- andi að skipinu, hefur aðeins hald- rétt. Finnst mér með ólíkindum hvað stööin hefur þvælt Fiskveiðasjóöi Is- lands og Byggðasjóöi í þetta skjala- fals án þess aö ræða viö báöa aðila, því að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Fyrir tæpu ári er þetta sama skip selt til Vestmannaeyja fyrir 97 Kjallarinn Forsaga málsins er sú að skipa- smíðastööin fær ekki að byggja skip upp á eigin reikning. Þar af leiöandi verður hún að hafa fastan kaupanda, sem sannar sína f jármögnun á bygg- ingartímanum. En framkvæmda- stjóri M.B. hf. krafðist alls fjár- magnsins áður en verkið hæfist, sem viö neituðum, en á þessum for- sendum telur stöðin sig eiga skipið og geti þar af leiðandi hækkaö skips- verðið að eigin geöþótta. Samningurinn I framhaldi af þeim blaðaskrifum og deilum sem Sverrir hf. hefur átt í við M.B. hf. á Isafirði og engin lausn komin á enn vil ég enn á ný geta þess máli mínu til stuðnings að sá samn- ingur er við gerðum um dýrasta skip sem framleitt hefur verið hjá íslenskri skipasmíöastöð hljóðar upp á 26 m langt skip, sem er 150 brúttó- tonn að stærð, mjög vel búið vélum og tækjum. Verð þessa skips átti aö vera 1.320.000 $, ein milljón þrjú Byggðasjóður að koma með 10% sem hann gerði og rúmlega það. Mun ég koma að því síöar. En viti menn, eftir 12 mánuði í byggingu var rétt rúmlega búið að reisa böndin. Þegar svo var komið málum tókum við hjá S verri hf. þá stefnu að gera ekki neitt uppistand þó verkið tefðist. Síðan gerist það að þeir hjá M.B. hf. boða okkur hjá Sverri hf. á sinn fund, sem var í byr jun maí 1981. Þar er okkur tilkynnt mjög formlega að Sverrir hf. skuldi M.B. hf. 160 millj. gkr. og myndum við skulda þeim ekki undir 250 millj. gkr. þegar skip- ið yrði búið, sem við gátum á engan hátt sætt okkur við, þar sem við vorum á þessum tima búnir að greiða þá upphæð sem samningúrinn sagðitilum. Annar samningur Síðan býr stöðin til annan samn- ing meö sama byggingamúmeri, sem er nr. 51, og gefur hann öðrum aðila, sem við fáum enga vitneskju • „Til samanburðar við skipið frá ísafirði var nýtt skip að koma frá Póllandi, sem er 222 tonn að stærð eða þriðjungi stærra og ekki síður vel búið tækjum, en kostar ekki nema 70 milljónir króna.” stöð M.B. hf. eru eigendur að ný- smíði no. 51. Eigandi er Sverrir hf. í Grindavík. Ákvæði er um það í 9. grein smíðasamnings sem öllum er heimilt að kynna sér ef þeir hafa áhuga á. Samningurinn liggur hjá Fiskveiðasjóði Islands. Síöan kemur Byggðasjóður. Hann lánar Sverrir hf. 10% af samnings- verði, eins og gert var ráð fy rir, gegn því aö Sverrir hf. leggi fram fast- eignaveö sem nemur 1/4 af lánsupp- hæð og var það gert. En viti menn, þegar Byggöasjóöur fær bréfið frá stöðinni um riftun samnings um smíði skipsins sem á að vera lokiö fyrir tæpu ári, lánar Byggðasjóöur milljónir króna sem eru 3.350.000 dollarar, þrjár milljónir þrjú hundr- uð og fimmtíu þúsund dollarar, þar sem mismunur á samningi og sölu- verði skipsins eru um 2 milljónir doll- ara eöa 60 milljónir íslenskra króna. Þarf engan að undra þótt þeir hafi neytt allra tiltækra ráða til að koma Sverri hf. út úr þeim samningi er þessi félög gerðu með sér og var samþykktur af viöskiptabanka Sverris hf. og Fiskveiöasjóði í okt. ’79. En þvert ofan í gefin loforð Fisk- veiðasjóös skipar hann aðallögmenn Landsbanka Islands, Utvegsbanka Isl. og Fiskveiðasjóðs til liðsinnis við MAGNUS P. SVERRISSON FRAMKVÆMDASTJÓRI SVERRIS H.F skipasmíðastöðina vegna þess að stöðin hafði engin tök á þessum þjófnaði úr sjóðnum nema með að- stoö þessara lögmanna og ef til vill eitthverra fleiri aöila. Síöan var mál- ið kært til saksóknaraembættisins, en þaöan komu engin haldbær svör, vegna þess að mínu mati að sá maður sem fékk málið til um- fjöllunar hjá embættinu hefur verið og er stórútgerðarmaður á Snæfells- nesi, þangað sem skipið fór fyrst, og hefur vafalaust verið undir hælnum hjá sjóðunum. Eg virði þeim það til vorkunnar að í öllu því írafári, sem fram fór á milli M.B. hf. og Fiskveiðasjóðs og sam- þykktir sjóösins þvert ofan í gefin loforð, láta þeir Sverri hf. aldrei vita hvað er að gerast bak viö tjöldin og hafa ekki gert enn, en meö þeim svikum sem voru þama viðhöfð bjarga þeir skipasmíöastöðinni og sjálfum sér frá gjaldþroti sem þeir voru komnir í. Verðið talar sínu máli Til samanburðar við skipið frá Isafirði var nýtt skip aö koma frá Póllandi, sem er 222 tonn að stærð eða 1/3 stærra og ekki síður vel útbú- ið tækjum, en kostar ekki nema 2.300.000 $ eða 70 milljónir íslenskra kr. Þaö þarf nú ekki aö vera skarp- gáfaöur til að sjá hvað hér hefur gerst hjá þeim opinberu starfsmönn- um sem hafa f jallað um málið. I hinu tillfellinu er það skipið sem var smíöaö á Akureyri og afhent nú í vor og er 150 tonn að stærö og mjög svo svipað skip, en þetta skip kostar ekki nema 50 milljónir króna eða 1,7 milljón dollara, sem er sambærilegt verö við pólska skipiö. „Ræningiasögu” NT svarað Vegna „ræningjasögu” Amar Olafssonar, kennara á Sauðárkróki, og verðkönnunar hans í Skag- firðingabúð og Hagkaupi á Akureyri, sem birtust í NT 10. maí sl., sé ég undirritaður mig knúinn til að stinga niðurpenna. Orn Olafsson talar um að ræningj- ar hafi hreiðrað um sig í Skagfirð- ingabúð. Álíta verður að hann eigi þar viö forystumenn Kaupfélags Skagfiröinga, stjóm þess, fram- kvæmdastjóra og hans nánustu sam- starfsmenn. Það eru þungar sakir sem bornar eru á þessa menn að segja þá ræn- ingja, eða með öörum orðum þjófa. Væntanlega þykist Orn Olafsson þess umkominn að koma slíkum mönnum undir lás og slá. En lítum nú nánar á hvaö er á bak við þessa ásökun. 10.000 tegundir Kennarinn tekur 36 vömtegundir, greinilega ekki af handhófi, heldur em eingöngu valdar þær vöruteg- undir sem eru óhagstæðar fyrir Skagfirðingabúð. Ef ekki hafa fund- nwrmwmwwwmwH ist fleiri vörutegundir í Hagkaupi vemlega ódýrari en í Skag- firðingabúð, getum við kaupfélags- menn vel viö unað því í Skag- firðingabúö era seldar ekki færri en 10.000 vörutegundir enda þarf Kaup- félag Skagfirðinga að þjóna flestum þörfum viðskiptamanna sinna. Ekki trúi ég því að öm Olafsson sé á mála hjá Hagkaupi nema þá sem sjálf- boöaliði enda þurfa þeir Hagkaups- menn vonandi ekki á svona vinnuað- ferð að halda. Það er athyglisvert að þetta högg, sem beint er aö sam- yinnuhreyfingunni í Skagafirði er á ferðinni einmitt eftir að verslunar- álagningin á matvöru var gefin frjáls, sem leiöir til þess að verslanir geta sett álagningu á vissum vöm- tegundum niður í innkaupsverð eða neöar, en tekið álagningu þeim mun hærri á öðrum vörum sem ekki em í brennidepli hvað verðlagninu snertir. Nú vitum við að margar verslanir beita þessari aðferð og það er ekkert óheiðarlegt, en það ruglar fólk svo- lítið í ríminu, kennarastéttin ekki undanskilin. Tökum þátt í slagnum Hjá Kaupfélagi Skagfirðinga hefur verið haldið sama vöruverði i Skagfirðingabúð og útibúunum. Og notuð hefur verið, fram aö þessu, álagningarprósenta gömlu verðlags- ákvæðanna. Hins vegar hefur verið boðiö upp á sérstök tilboö með litilli eöa engri álagningu á nokkram vöm- tegundum hverju sinni eina viku í senn. Þessar tilboðsvörur hafa greinilega ekki hlotiö þá náð að vera á verðkönnunarlista Amar Olafsson- ar. Eg vona að hann hafi samt haft vit á því að kaupa þessar vörur sjálf- ur því ég veit að kennarar em ekki hátt launaöir og þurfa að spara eins ogsvo margiraðrir. Alagningarreglur hafa verið lög- bundnar um langa tíö en nú hefur verðálagning matvöru verið gefin frjáls. Kaupfélag Skagfirðinga hefur í framhaldi af því ákveðið að taka Kjallarinn MAGNÚS SIGURJÓNSSON VERSLUNARSTJÓRI SKAGFIRÐINGABÚÐAR þátt í þeim slag sem samvinnuhreyf- ingin hratt af stað meö tilkomu Miklagarðs í Reykjavík og breyta sínum álagningarreglum og laga þær að markaðnum. Við sem stýrum versluninni vitum að vömverð hefur lækkað í verslun- um Kaupfélags Skagfirðinga á undanfömum mánuðum og það mun lækka meira í náinni framtíö. Smærri verslanir verða illa úti í þessum slag og það er athyglisvert að öm Olafsson minnist ekki á sam- keppnisverslanir okkar í eigu kaup- manna á Sauðárkróki, enda þótt kaupmannaverslun hafi staðiö með blóma á Sauðárkróki um langa tíð. Nei, Hagkaup er lausnaroröiö. En getur Orn Olafsson upplýst hvers vegna Hagkaup hætti að versla á Sauðárkróki og hvers vegna Hag- kaup kom ekki þangað aftur þegar þaö átti kost á ódýru húsnæði þar á staðnum? Það skyldi þó ekki vera vegna þess að markaöurinn hafi ver- ið talinn of lítill til aö skila nauðsyn- legum hagnaði. Að lokum: Heiðarleg samkeppni er af hinu góða og öllum til vel- farnaðar enda þótt hún kosti fjár- muni. Heiðarleg umræða, sann- gjamar aðfinnslur og eðlileg skoðanaskipti eru nauðsynleg í öllum málum, líka þessum. En ræninga- saga Arnar Olafssonar er ekkert af þessu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.