Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1984, Blaðsíða 16
16 DV. FIMMTUDAGUR17. MAl 1984. Spurningin Hverjir heldurðu að vinni íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu í ár? Þórir Ottósson bilstjóri: Skagamenn vinna, býst ég við, en ég vona samt að það verði Framarar. Þorleifur S. Lúðviksson, vinnur i Bíla- naustl: KR. Það er öruggt, þeir eru með besta liðið. Eg held að Skagamenn verði hættulegustu andstæðingamir. Jón 0. Eögnvaldsson: Eg held að Akumesingar vinni en KR veröi í ööru sæti. KR-ingamir vinna svo bikarinn. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Rangtúlkun á gjaldskrám REIKNINGUR - //■■ ' /...... sewi&iLASTom ht FftÁ Kl.. TU..KL TAFi.A KM i LOK AN: SKIO ^ J f/Z&'JPy Kr’ ÞÖKK FYRiR VfOSKfPTiN Nóturnar sem bréfritari leggur fram ti/ stuðnings máH sínu. Bill nr. þann ^ 0 l SIMI 1-17-20 SIMI 1-17-20 Ekiö fyrir Ekiö frá ~2__ Ekiö aö yVyi* t J ■ Ekið meö Aths. Staðfest Bilstjóri Verð k, Wb —sendibílstjórar gerakönnuná mismun gjaldskráa sendi-ogleigubfla Guðmundur Sigurjónsson skrifar: Við sendibílstjórar erum orðnir þreyttir á rangtúlkun ó gjaldskrám okkar, en þar er Ulfur Markússon for- maður Frama, félags leigubílstjóra, fremstur í flokki rangtúlkenda og viljum við hér með leiðrétta þennan hvimleiða „misskilning” með birtingu á gjaldskrám okkar og þeirra og taka dæmi. Fyrst viljum við benda á töflu 1 sem er gjaldskrá sendibíls sem er allt að 1 1/2 tonn og undir 7 rúmmetrum og leigubíls fyrir 5 farþega og færri. SENDIBILL Startgj. 99,00 Ekinn km 10,66 og 15,99 í nv. Klst. 319,69 LEIGUBILL 77,00 9,65 og 14,47 ínv. 298,00 Ef tekinn er leigubíll fyrir fleiri en fimm farþega er gjaldiö 25% hærra, þ.e. startgj. 96,00, ekinn km 12,06 í dagv., 18,09 í næturv. Þessir bílar sem taka 6—8 farþega eru flestir station- bílar og nú spyrjum við, hvaða gjald taka þessir bílar þegar þeir eru full- nýttir undir vörur? Það má benda á að þessir bílar eru ca 40—50% minni að rúmmetrafjölda og burðargetu en minnstu sendibílamir sem mega aðeins nota töflu. 1. Til glöggvunar tek ég dæmi úr töflu 1, 40 km akstur 1/4 klst. lestun, losun og startgjald. Leigubíll 537,50. Sendibíll 605,32. Mismunur67,82. (Leigubfll 25% 67138) 7,85% dýrari Dæmi tvö er sýnt með nótum frá leigubfl og sendibfl. Fenginn var leigu- bíll að húsi vestur á Seltjarnamesi til að flytja hlut upp í Breiðholt og sendi- bfll sömu leið, tekið skal fram að þetta var í næturvinnu. Leigubfllinn kostaði 280 kr., sendibíllinn 302 og niðurstaöan er að sendibíllinn var 7,85% dýrari. Báðir óku eftir töflu 1. Við erum reiðu- búnir hvenær sem er að sannreyna þetta aftur með fulltrúa leigubílstjóra og blaöamanni. Einnig viljum við koma á framfæri athugasemdum við blaðagrein Ulfs Markússonar í DV þann 14.4. ’84 og lesendabréf Vilhjálms Sigurjónssonar í DV þann 9.5. ’84. Ulfur byrjar grein sína á að segja: ,,Ef sendibílstjórar ætla í átök við okkur munum við svara þeim eftir löggiltum leiðum.” Við- spyrjum eru það löglegar leiðir að rangtúlka vísvitandi gjaldskrár okkar og fara rangt meö þjónustutíma í blöð- um og útvarpi? Ulfur segir: ,Það er álit okkar að erfitt sé að draga skýrar linur um hvað sé starf sendibílstjóra og hvað sé starf leigubflstjóra. Við ráðum því í rauninni ekki, það er viðskiptavinurinn sem ræður því.” Við spyrjum, má viðskiptavinurinn ekki ráða nema um pakka sé að ræða? Ulfur segir í greininni og í útvarpinu að sendibflstjórar reki þjónustu aðeins á daginn og enga um helgar. Hér er ein rangfærslan enn. Afgreiðsla sendibíla- stöðva er opin frá kl. 7.30—19.00 virka daga en þá taka bílstjórar við aö svara síma og er hægt að ná í bíl fram eftir kvöldi og um helgar eru menn í vinnu, bæöi laugardaga og sunnudaga. Vil- hjálmur Sigurjónsson segir í fyrirsögn „Frekja sendibílstjóra”. Vonandi verður Vilhjólmur á annarri skoðun þegar hann hefur lesið bréf frá samgönguráðuneytinu dags. 8. maí ’84 um verkaskiptingu sendibíl- stjóra og leigubílstjóra. Vilhjálmur segir okkur vera að heimta okkar rétt. Það eina sem við förum fram á er að fá að stunda „okkar” vinnu í friöi og það væri hægt ef formaður þess félags sem Vilhjálmur er meðlimur í fengist til að ræða málið af skynsemi. Vilhjálmur segir: „áöur en sendibílstjórar komu til sögunnar” og svo frv. o.s.frv. Þeir gæla mikið við þetta Vilhjálmur og Ulfur. Þeir verða að gera sér grein fyrir því að það er órið 1984 og sendi- bílar eru til og því verður ekki breytt. Dæmið sem Vilhjólmur tekur með hljómsveit oil. er harla skrítið og hefur hann verið kominn ansi langt inn á okkar verksvið ef þurft hefur „stóran” sendiferðabfl til að taka þetta. Að lokum viljum við vona að ekki þurfi að koma til aðgerða eins og heimkeyrslu á fólki af veitingastöðum, heldur að hægt verði að semja og ræða þessi mál af skynsemi og koma á jafn- vægi, nær væri að vinna saman að okkar sameiginlegu hagsmunamálum. ...... Reykvíkingur skrifar: Ragnar Matthíasson afgreiöslumaður: Eg veðja á KR-ingana. Þeir eru með sterkt liö. Valsmenn vinna bikarinn. Guðjón Arnarsson verkamaður: Eg veðja á Akranes. Skafti Skaftason verkamaður: Ætli þaö verði ekki Akurnesingar. KR- ingar verða þeirra hættulegustu and- stæðingar. Graseyjar til óþurftar Rey kvíkingur skrif ar: Þaö var hér á árunum, þegar stjóm- málamenn okkar létu beita sig þrýst- ingi svokallaðra náttúruvemdar- manna, að grænu eyjarnar milli aðal- brautaurðu til. Allar þær framkvæmdir voru aö sjálfsögðu misráðnar, eins og flest allt sem gert er undir þrýstingi öfgasinn- aðra þrýstihópa, svo sem nú er verið að gera með stuðningi við svokallaða „friöflytjendur”. En hvað um þaö. Engin framkvæmd í höfuðborginni er jafnmisráöin og grænu blettirnir hér og þar milli aðal- brauta og moldarbarðið, sem sett var í miðju göngugötunnar í Austurstræti. Það er misróöið að reyna aö troða grasi upp á borgarbúa, þar sem það hæfir hvorki umgengni fólks í þessu landi né er jarðvegur þess eðlis hér að hann verði ööruvisi en drullusvaö er á hann er stigið. Graseyjarnar milli Hringbrautar og Miklubrautar bera þess glögg merki aö hér hefur veriö lagt í framkvæmdir sem eiga engan rétt á sér. I rigningu rennur úr moldarköntum niður á götuna og gerir þaö að verkum að götumar eru annaðhvort rennblautar með moldarleöju eða þurrar meö moldryki í roki. Og annaðhvort ástandið er sífellt til staöar, því logn er sjaldgæft hér í borg. Gangstéttarhellur eða einföld stein- steypa er þaö hagkvæmasta sem gatnakerfið hér í borg á skilið. Það er auövelt að þi'ifa og með því losna borgarbúar við moldarleðju, sem angrar bíleigendur jafnt og fótgang- andi. Þetta má glögglega merkja ó Hring- brautinni, annars vegar þar sem gras- eyjarnar og moldarleðjan hafa best samspil til að spilla götunum og Reykvíkingur amast við óhréinum götum. umferð um þær og hins vegar köflum, á sömu götu, þar sem engar eyjar eru, nema steyptar eða bílastæöi koma í staö gras- og moldarbarða. A vestur- hluta Hringbrautar, nánar noröan viö Melatorgið, ræður steinsteypan ríkjum að mestu leyti, en gras og mold frá Miklatorgi að Melatorgi. Þar er mikill munurá. Miklabrautin fer heldur ekki varhluta af þessum ímynduðu „gróðurvinjum”, enda oft illfært, þótt á bíl sé eftir Miklubrautinni í rigningu, vegna vatnsausturs með moldarleðju. Látum vatnsaustur í rigningu vera, rignjng er alls staðar, en moldin er óvinur gatnakerfis hvar sem er. Það er tillaga þess er þetta ritar að borgarverkfræðingur láti skera upp herör gegn öllum gras- og moldarbeð- um við umferðaræðar í höfuðborginni og láti konkrít og asfalt ráða ferðinni. Þess biðjum við í nafni kjósenda allra flokka. Amen.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.