Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1984, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1984, Blaðsíða 34
34 DV. FIMMTUDAGUR17. MAl 1984. UIIITOR Freonleka leitartæki Mjög nákvæmt og fyrirferöa- litið elektrónískt leitartæki Hagstætt verð Fridrik A. Jónsson h.f. Skipholti 7, Reykjavík, Simar 14135 — 14340. BILALEIGUBILAR HERLENDIS OG ERLENDIS Reykjavík: 91-31615/86915 Akureyri: 96-21715/23515 Borgarnes: 93-7618 VíðigerðiV-Hún. 95-1591 Blönduós: 95-4136 Sauöárkrókur: 95-5175/5337 Siglufjörður: 96-71489 Húsavík: 96-41940/41229 Vopnafjörður: 97-3145/3121 Egilsstaðir: 97-1550 Seyðisfjörður: 97-2312/2204 HöfnHornafirði: 97-8303 interRent ITT Ideal Color 3304, -fjárfesting í gæöum á stórlækkuöu veröi. Vegna sérsamninga viö ITT verksmiðjurnar ( Vestur Þýskalandi, hefur okkur tekist að fá takmarkað magn af 20" litasjónvðrpum á stórlækkuðu verði. VERÐÁ2Ö"irr UTASJÓNVARPl 23.450,- Sambærileg tæki fást ekki ódýrari ITT er fjárfesting (gæðum. SKIPHOLTI 7 SIMÁR 20080 4 26800 Garðbæingar koma sér upp íþróttaaðstöðu: Um þrjátíu og sjö þúsund fermetra svæði fyrir f imm þúsund manna byggð Miklar framkvæmdir eru nú í Garðabæ, þar sem veriö er að koma upp mjög fullkominni íþróttaað- stöðu. Er flatarmál svæðisins, með byggingum, tæpir þrjátíu og sjö þúsund fermetrar. „Það sem rís kannski hæst er gerð grasvallar,” sagöi Jón Gauti Jóns- son, bæjarstjóri í Garðabæ, i samtali viö DV. „Völlurinn er 110 metrar á breidd og 130 á lengd. Núna er verið að skipta um jarðveg þar og leggja lagnir og er kostnaöur bara við það áætlaður fjórar milljónir króna. Þá’ er eftir að búa til áhorfendastúlkur. Er meiningin að við getum tekið völlinn í notkun næsta sumar.” Ásamt þessu er verið að malbika stórt svæði, þar sem verða hand- knattleiks-, körfubolta-, blak- og tennisvellir og fleira í þeim dúr. Er malbikunin langt komin. Einnig eru á svæðinu hlaupabrautir, gróðurreit- ir, malarvöllur og fleira og fleira. Þá hefur verið veitt fé, • um hundrað þúsund krónum, til hönnun- ar á íþróttaskemmu. Einnig eru uppi hugmyndir um aö byggja búnings- klefa við útisundlaug þeirra Garðbæ- inga. Að sögn Jóns Gauta getur þó farið svo að búningsklefamir verði í íþróttaskemmunni, sem verður í næsta nágrenni sundlaugarinnar. -KÞ Framkvæmdir eru aö hefjast við gerð vegarkafla í botni Eyjafjarðar austaverðum sem seinna mun tengjast nýjum Leiruvegi yfir fjöröinn. Um er að ræða 1,7 kílómetra langan kafla frá Leifsstaðavegi og norður á Leirurnar. Þar sem endaö verður aö norðan á Leiruvegurinn að koma yfir. Engin tenging verður við þjóðveginn að austan þannig að þessi nýi vegarkafli mun ekki nýtast fýrr en Leiruvegurinn kemur. Þessi vegagerð var boðin út í vetur. Aætlaður kostnaöur var 4,9 milljónir en tekið tilboði sem Vélaverkstæðið Gunnar og Kjartan sf. á Egilsstöðum geröi upp á 3 milljónir. Að sögn Kjartans Ingvarssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, á að skila verkinu í nóvember. Notaðar verða jarðýta og Payloader vélskófla til að ýta sandinum upp í veg en síðan ekiö slitlagi frá Þveráreyrum. Til að gera þetta þarf að breyta austari kvísl Eyjafjarðarár og færa vestar, undir væntanlegt brúarstæði fyrir miðri Leirunni. Þegar farið verður að aka efni j þennan veg munu vörubílstjórar á Akureyri fá þar vinnu. Kjartan sagðist fá 6—8 bíla frá Vörubílastöðinni Stefni íverkið. JBH/Akureyri. Vé/averkstæðið Gunrtar og Kjartan /eggur ti/ tvær véiar i vegagerðina, jarðýtu og véiskófiu. Þær voru teknar um borð i fióabátinn Drang á Seyðisfirði um mánaðamótin og fluttar til Akureyrar. Drangur iagði þá á þennan óvenjulega hátt að Torfunefsbryggjunni og tækjunum var ekið i iand eins og neðri myndin sýnir. DV-myndJBH Fæðingardeildinni gefnir dropateljarar Fæðingardeild Landspítalans hafa dropateljarar. Gefendur voru: Esja,HekIa,NesogSetberg. kvæmar lyfjagjafir, svo og aðra nýlega borist tvær góöar og nytsam- Lionsklúbburinn Freyr og Kiwanis- Dropateljarar þessir eru mjög ná- vökvagjöf semgefin er beint í æð. ar gjafir. Það eru rafeindastýrðir klúbbamir Eldborg, Eldey, Elliði, kvæmir og auka mjög öryggi við ná- -SH Fuiitrúar Kiwaniskiúbbanna: Eldborg, Eidey, Eiiiði, Esja, Hekla, fíles og Setberg ásamt nokkrum starfsmönnum deiidarinnar. Fuiitrúar Lionsklúbbsins Freys ásamt nokkru af starfsfólki deildarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.