Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1984, Blaðsíða 2
2 DV. ÞBIÐJUDAGUR 22. MAÍ1984. Nýjar kartöf lur daglega: EKKERT LÁT Á KARTÖFLUSTREYM- INU TIL LANDSINS Þótt ekki sé enn búiö að ganga frá innflutningsleyfum sem landbún- aöarráöherra hyggst veita þeim aöilum sem sótt hafa um leyfi til kartöfluinnflutnings er ekkert lát á kartöflustreyminu til landsins. Fyrirtækið Bananar hf. átti von á kartöflusendingu í gærkveldi. Það erú um 10 tonn af fyrra árs kart- öflum frá Hollandi. Verslunin Hag- kaup átti einnig von á nýjum spænskum og ísraelskum kartöflumí gærkveldi meö skipi tU landsins. Ef allt hefur gengið að óskum ættu þessar kartöflur aö koma í dag í verslanir. Hagkaup hefur þegar gert ráöstafanir tU að panta meira af kartöflum. Enn er ekki byrjað að selja þær kartöflur sem komu meö fyrstu sendingu sem Hagkaup fékk og stafar þaö af því að erfiðlega hefur gengið aö afla nauösynlegra pappira. En einhver misskilningur var á milU kaupanda og seljanda. -APH. M jög óalgengt að handslökkvitæki séu í bflum: „GETUR BJARGAÐ MANNSLÍFI” Kartöfluinnflutningurinn: INGSAÐILANNA — segir Sigurður Ingi Svavarsson en hann, ásamt öðrum manni, sýndi mikið snarræði er eldur gaus upp í bfl eftir ákeyrslu_ Landbúnaöarráöuneytinu hafa ekki enn borist svör frá þeim aðilum sem sótt hafa um leyfi til innflutnings á kartöflum. Ráöuneytið hefur boöiö þessum aðilum upp á tímabundin sameiginleg innflutningsleyfi. Ef ekki veröur fallist á þaö hefur ráðuneytiö boöist til aö sjá um sölu á þeim kartöflum sem þegar hafa verið fiuttar inn til landsins. Guömundur Sigþórsson í land- búnaöarráöuneytinu sagðist búist viö því að þessir aðilar tækju fljót- lega afstöðu til leyfisins. Nú hafa sjö aðilar sótt um innflutningsdeild Sambandsins bætist í hópinn bráð- lega. -APH. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef þurft aö nota slökkvitækið þrátt fyrir að ég hafi haft það í þeim bílum er ég hef átt um árabil,” sagöi Siguröur Ingi Svavarsson í samtali við DV. Siguröur varö vitni aö því þegar bíl var ekið á Ijósastaur viö Elliðaár fyrir helgina með þeim af leiðingum aö eldur gaus þegar upp. Hann sýndi skjót viðbrögö, þreif slökkvitækið og.slökkti eldinníbílnum. Eg var aö mæta bílnum er hann skall á ljósastaurnum. Eg stansaöi þegar, kallaöi til lögreglu og sjúkrabíl í talstöö sem ég hef í bílnum og hljóp svo út meö slökkvitækiö. Þegar ég kom aö bílnum bar þar að annan mann meö slökkvitæki. Sá tæmdi sitt tæki og ég svo mitt. Þá höföum viö slökkt eldinn í bílnum. Maðurinn var ekki fastur í bílnum svo aö við hefðum getað náð honum út ef ekki heföi tekist að slökkva eldinn. Hins vegar kom í ljós að hann var mjaömagrindarbrotinn og fleira svo aö þaö var öllum fyrir bestu aö ekki þurfti aö hreyfa manninn. Siguröur sagði að í þessu tilfelli hefði það ráðið úrslitum hvað öll viðbrögð voru skjót. Lögregla og sjúkrabíll hefðu verið mjög fljót að bregða við. „En þaö er alveg ljóst að slík hand- slökkvitæki í bílum geta áreiðanlega bjargað mannslíf um. ” Litlum fólksbQ var ekið á miklum hraöa á Ijósastaur skammt noröur af Elliöaánum meö þeim afleiöingum aö ökumaður sat fastur i bílnum er eldur |a^ug£Íhonum. Annan ökumann sömu andró og rejm 1 h'tiö handslökkvitakl sínum bil og tókst aC ■jMMÍH Urklippan úr DV þar sem sagt var frá slysinu og snarræði Sigurðar Inga. — Eru margir sem þú þekkir með slík tæki í sínum bílum? „Nei, ekki held ég það,” sagði Sigurður. Samhljóða voru svör lögreglumanna er starfa við slysarannsóknardeild lögreglunnar. Tóku þeir svo sterkt til orða aö það „væri vægast sagt mjög óalgengt.” -KÞ. Sigurður Ingi Svavarsson, starfs- maður Sanitas. „Eg hef ekki áður þurft að nota slökkvitækið. Eg hef þó einu sinni séð slíkt tæki notað við svipað tækifæri.” DV-mynd EÖ. LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF í NÝJA HÚSINU VIÐ LÆKJARTORG BEÐIÐ EFTIR AF- STÖDU INNFLUTN- I MORGUN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.