Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1984, Blaðsíða 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. MAl 1984.
Flugleiðir:
Bókanir hrynja
— lækní svottorð hafa borist f rá fjórum f lugmönnum
Smitast f lugmenn á f élagsf undinum annao kvöld?
„Miðaö við þær tölur sem ég hef
séð frá helginni um farþegafjölda i
Atlantshafsfluginu sýnist mér að
bókanir séu byrjaðar að hrynja af
okkur," sagði Sveinn Sæmundsson,
forstöðmnaður kynningardeildar
Flugleiða, um afleiöingar veikinda-
forfalla flugmanna.
Sveinn sagði að á föstudag, daginn
sem flugmenn voru heima, hefðu um
900 farþegar verið bókaöir í
innanlandsflugi. Aðeins hefðu 288
farþegar verið fluttir með vélum
litlu flugfélaganna.
Alls áttu 29 flugmenn aö fljúga
fyrír Flugleiðir þennan föstudag. 28
þeirra boðuðu veikindaforföll. Einn
mættitilvinnu.
Flugleiðir óskuðu samdægurs eftir
læknisvottorði frá hverjum og
einum. Um miðjan dag i gær höfðu
aðeins boríst f jögur vottorð. Hugðist
félagið ítreka ósk sína um læknis-
vottorð frá hinum 24 flugmönnunum.
-KMU.
LEGGJAST FLUGMENN AFTURI RUMK>?
Flugmenn Flugleiða munu koma
saman til fundar annað kvöld. Þar
munu þeir ræöa stöðu mála eftir að
slitnaði upp úr samningaviðræðum í
fyrrinótt. Ennfremur verða ræddar
hugsanlegar aðgerðir.
Flugmenh héldu síðast félagsfund
síðastliðið fimmtudagskvöld.
Trúlega var það ekki tilviljun að
strax að þeim fundi loknum fór að
berast f jöldi veikindatilkynninga til
Flugleiða.
Staða kjaradeilu Flugleiða og flug-
manna er nú sú sama og var daginn
sem veikindatilkynningarnar komu.
Ekkert hefur gerst sem útilokar
annan „veikindafaraldur".
Skúli Br. Steinþórsson, vara-
formaður Félags íslcnskra atvinnu-
flugmanna, sagði að Fluglciðir hefðu
boðið upp á svipaöan samning og
aðrir aðilar á vinnumarkaðnum
hefðu gert. En auk þess hefði félagið
farið fram á að hvíldartími flug-
manna yrði skertur.
Félag atvinnuflugmanna veitti
Flugleiðum undanþágu til að hægt
yrði að manna DC-8 þotu siðastliðinn
sunnudag. Ekki er búist við að fleiri
slíkar undanþágur verði veittar á
næstunni heldur muni flugmenn
vinna bókstaflega eftir samningum
og sýna engann sveigjanleika. Þaö
mun trúlega leiða til þess að
áætlunarferðir falli niður af og til.
— gætu„smitast"
áfélagsfundi
annaðkvöld
Sérstaklega má búast við þessu í
Amerikufluginu.
Samkvæmt lögum Alþingis á
kjaradómur að úrskurða í flug-
mannadeilunni fyrir 15. júní næst-
komandi.
-KMU.
EINN AF ÞJODVEGUM LANDS-
INS ER BOTNLAUST SVAÐ
Þjóðvegur nr. 716, svokallaður Síðu-
vegur í V-Húnavatnssýslu, er nú botn-
laust svað og hefur það valdið bændum
í nágrenninu og ferðamönnum vand-
ræðum.
Astæður fyrir slæmu ástandi veg-
aríns eru m.a. þær að ræsi fór á
þjóðvegi nr. 1 hjá Víðihlíð í Húnavatns-
sýslu. Við það var allri umferð, þar
með töldum þungaflutningum, beint
inn á Vatnsnesveg nr. 711 og Síðuveg
og fór vegurinn þá eins og myndin
sýnir.
Síðuvegur er vart fólksbílafær sem
stendur og við skólaslit, sem nýlega
fóru fram i sveitinni, þurfti fólk að
mæta á dráttarvélum eða öðrum
þungaf lutningavélum og ekki bætti það
ástandið sem var mjög slæmt fyrir.
-FRI.
Eins og sjá má er vegurinn botnlaust svað.
EV SALURINN I FIATHÚSINU
HIN SlVINSÆLU OG LANDSÞEKKTU EV KJÖR - ERU KJÖR SEM BYGGJAST A TRAUSTI
SELJUM í DAG M.A.:
Citroén GS Pallas 1978, ek. 62 þús. km.
Lada 1982, ek. 24 þús. km.
Lada 1982, ek. 35 þús. km.
Willys 1966, m/blæju.
Auto Bianci 1978, ek. 87 þús. km.
Simca Talbot 100 VF 21982, ek. 26 þús. km.
Fiat 1321978, ek. 61 þús. km.
Fiat 125 st. 1977, ek. 50 þús. km.
Galant 1600 GL1977,4-dyra, blár.
Cherokee 1979, ek. 35 þús. km.
Willys Wagoneer 1979,8 cyl., sjálfsk.
Fiat 127 special 1983, ek. 28 þús. km.
AMC Concord 1981, ek. 48 þús. km.
VIÐ
TÖKUM
GAMLA
BlLINN
UPPl
Ford Econoline 1974,8 cyl., sjálfsk.
Toyota Crown 1972,4 cyl.
Ford Fiesta 1976,4-dyra.
Fiat 128 station 1978,3-dyra.
AMC Eagle Wagon 1982, ek. 22 þús. km.
Ford Cortina 1979, ek. 56 þús. km.
AMC Concord 1979, ek. 60 þús. km.
Fiat 1311977,4-dyra.
Fiat 1321976,1600 vél.
Datsun 140 Y 1974,4-dyra.
Fiat 127 1976, ek. 69 þús. km.
Ford Ltd. 1979, ek. 40 þús. km.
Cherokee 1978,8 cyl., sjálfsk.
0PIÐ A LAUGARD. KL 10-16.
ALLS KOIMAR SKIPTI MÖGULEG
1929
ALLT A SAMA STAÐ
SÍFELLD ÞJÓNUSTA
YFIR HÁLFA ÖLD.
bítar í eigu umbodssins IQfUl
EGILL,
VILHJALMSSON HF
Smidjuvegi 4c — Kópavogi — Sími 79944-79775