Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1984, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1984, Page 4
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. MAl 1984. Landvélamálið: Rannsókn ekkilokið Rannsókn Rannsóknarlögreglu ríkisins í Landvélamálinu svo- kailaða er enn ekki lokið. Rannsóknin hefur verið mjög um- fangsmikil. Þessa dagana eru starfsmenn skattrannsóknarstjóra aö yfirfara gögn í málinu. Ekki er reiknað með aö rannsókn málsins ljúkiánæstunni. Landvélamálið snýst um meint söluskatts- og bókhaldssvik fyrir- tækisins Landvéla hf. í Kópa- voginum. Það kom upp á yfirborðið er tveir af forráðamönnum fyrir- tækisins voru hnepptir í gæslu- varðhaid 28. mars síðstliðinn. Sama dag birti DV þessa frétt: „Tveir af forráðamönnum fyrir- tækisins Landvéla hf. í Kópavogi hafa verið handteknir, grunaöir um stórfelld söluskatts- og bókhaldssvik. Svikin eru talin skipta milljónum króna.” leikanaíkvöld Mótettukór Hailgrímskirkju undir stjóm Harðar Askelssonar hélt tónleika í Kristskirkju, Landa- koti, sl. sunnudag fyrir fullu húsi áheyrenda. Var þar m.a. flutt mót- ettan Jesu, meine Freude eftir J.S. Bach og var þaö frumflutningur verksins á íslenskri tungu. Auk þess flutti kórinn Festival Te Deum éftir Benjamin Britten fyrir kór og orgel og þrjár mótettur eftir Hassler, Kuhnau, Poulenc og radd- setningar eftir Jón Nordal, Þorkel Sigurbjörnsson og Jón Hlöðver Ás- kelsson við texta Hallgríms Péturs- sonar. Ungi þýski barítónsöngvarinn Andreas Schmidt, sem fer sigurför um heiminn með söng sínum, var gestur tónleikanna og flutti bibliu- ljóð Dvoráks við orgelundirleik Marteins H. Friðrikssonar. Mót- ettukórinn hefur ákveðið að endur- taka tónleikana i kvöld, þriðjudagskvöldið 22. maí kl. 21.00. Aðgöngumiðar verða seldir við inn- ganginn. I dag mælir Pagfari______________[ dag mælir Dagfari______ í dag mælir Dagfari Mótettukórinn endurtekurtón- 4 HULDUFÓLK í STRÍÐI GEGN LEIRUVEGINUM? Er huldufólkið sem talið er búa við austanverðan Eyjafjörö að skera upp herör gegn lagningu Leiruveg- arins? Þeir sem best þekkja til huldubyggða þar hafa áður varaö við slíku vegagerðarbrölti og talið að huldufólkið mundi hefna sín grimmi- lega. Margar sagnir eru til um þessa Helgi Hallgrímsson forstöðumaður Náttúrugripasafnsins á Akureyri: Huldufólk sparar ekki hefnigimina ,JHuldufólkiö er til alls víst. I mörgum sögum kemur fram aö það er frekar hefnigjamt og sparar það ekki. Slíkt gæti komið niður á hverju sem er, jafnvel á fólki. Um það eru f jöldamörg dæmi úr sögum.” Þetta sagði Helgi Hallgrímsson, forstööumaöur Náttúrugripa- safnsins á Akureyri. Hann hefur safnað miklu efni um huldufólk og hátterni þess og skrifaði lærða grein um Hallandsbjörgin í tímaritið Heima er best. Þar var meöal annars kort af byggðinni þar. Helgi sagöi að vegurinn ætti aðal- lega að liggja sunnan við það svæði sem talið heföi verið aö væri huldu- fólkskaupstaöur. Hann væri aðallega beint á móti Oddeyrinni. Hins vegar væri byggðin ekki nákvæmlega skil- greind. Menn hefðu séö ljós allt suöur í Vaðlareit þar sem vegurinn á aðfaraígegn. I greininni í Heima er best minntist Helgi á Leiruveginn og að við gerð hans þyrfti að hafa huldufólks- byggðina í huga, sérstaklega ef yrði farið að ryðja burt klettum. Hann sagðist hafa heyrt að veginum hafi eitthvað ■ verið breytt frá því sem fyrirhugað var og gæti aðvörun hans veriðein ástæöan. -JBH/Akureyri. byggð sem kennd er við Hallands- björg og á. að vera þar kaupstaður. Menn hafa séö mikla ljósadýrð stundumá kvöldin. Fyrir skömmu var byrjað á fyrsta áfanganum af þessum vegi sem síðar meir á að liggja yfir Eyjaf jörð fyrir norðan flugvöllinn. Ekki gekk andskotalaust aö koma vinnu- vélunum á vinnusvæðiö austan Eyja- fjaröarár. Þungatakmarkanir á „Þarna er náttúrlega ekki verið aö gera nein spjöll nema moka upp sandi,” sagði Kjartan Ingvarsson framkvæmdastjóri Vélaverk- stæöisins Gunnar og Kjartan á Egils- stöðum sem sér um fyrsta áfanga vegum töfðu það og Payloader vél- skófla var byrjuð að síga niður í sand þegar ýta sem hún hékk í kippti henni upp. Þegar svo loksins var hægt aö byrja eyðilagöist heddið í ýtunni sem menn segja að vísu aö hafi verið lélegt fyrir. Varahlutir voru fengnir frá Ameríku en ekki gekk það heldur sérlega glæsilega. Þeir fóru einhverra hluta vegna til Lúx- Leiruvegarins. Það sem veriö sé aö gera nú, nái ekki inn í byggðir huldu- fólks. Kjartan sagöist vilja meina að huldufólkið hlyti að vera ákaflega viðkvæmt ef hann væri eitthvaö emborgar áður en þeir komust á rétt- an stað. Og nú á aö reyna aftur og sjá hvernig gengur. Þessi vandræöi hafa ekki komiö flatt upp á þá sem þekkja til í huldu- fólksbyggðum og sumir vilja meina að þetta sé bara byrjunin. Huldu- fólksherinn sé vel búinn og muni ekki láta vegagerð sem ógnar kaupstaönum afskiptalausa. -JBH/Akureyri. búinn að angra það. „Þaö er svo annað með þaö sem stendur til í heild hjá Vegagerðinni. Þetta bitnar ekki á réttum aðila og ég trúi ekki öðru en við fáum að vera í friði,” sagði hann. -JBH/Akureyri. huldufóikið hér að verki? DV-mynd JBH. Kjartan Ingvarsson framkvæmdastjóri: Við bara mokum upp sandi Heilsuleysi rútubflstjóra Eftir að Alþingi hafði sett bann við verkfalli flugmanna með laga- setningu var haft viðtal við forystu- menn flugmanna þar sem þeir létu meðal annars hafa það eftir sér að „iagasetning eykur ekki vinnugleði og er ekki heilsusamleg.” Þetta er fróðleg yfirlýsing og sennilega ný fyrir læknavísindin. Hingað tii hafa menn ekki gert sér grein fyrir tengslum laga og heilsu en flugmenn hafa nú fært sönnur á þá staðreynd. Hefur það einnig farið eft- ir aö flugmenn hafa hrunið niður í alls kyns veikindum, kvefpestum og niðurgangi, og lamað flugsamgöng- ur vegna heilsuleysis. Er illt til þess að vita að heil stétt manna skuli veikjast sameiginiega þegar lagasetning gengur yfir hana og ætti það að kenna þingi og þjóð að láta flugmenn í friði með heilsuspiil- andi lögum. Lagasetningin átti sér stað þegar upp úr sauð í deilu flugmanna og Flugleiða og sýnt var að sáttasemj- ari réð ekki við neina lausn á kjara- málum þessarar stéttar. Islenskir flugmenn eru meðal hæst launuðu hópa þjóðfélagsins. Laun þeirra munu vera á bilinu 60—80 þúsund krónur á mánuði auk ýmissa fríöinda sem enginn má tala um. Þetta finnst flugmönnum of lítið og þeim finnst einnig of lítið aö fá kaup- hækkun sem er sambærileg við aimenna kjarasamninga. Þetta eru þó ekki aðalástæðurnar fyrir heilsu- leysi flugmanna. Heilsuna hafa þeir misst vegna þess að þeir borga í lífeyrissjóð, sem er notaður tii að ungt fólk geti byggt yfir sig, og þeir þurfa að borga skatta, sem annað fólk notar til að fá fríar tannlækning- ar fyrir börnin sín. I fyrsta lagi benda flugmenn á að þeir séu á móti því að ungt fólk njóti góðs af sjóðum þeirra og í öðru lagi telja þeir kröfu sina um hærri laun réttlætanlega út frá því sjónarmiði að þá muni þeir greiða hærri skatta sem komi al- menningi til góða í fríum tannlækn- ingum. Kjaradeilan stendur semsé um þaö aö fá aö greiða hærri skatta. Þessi nýstárlegi rökstuðningur fyrir iaunahækkunum hefur komið Flugleiðum og ríkinu í opna skjöldu. Þeir eru með öörum orðum ekki aö fara fram á launahækkun fyrir sjáifa sig heldur í þágu samfélags- ins og frirra tannlækninga. Verður að segjast eins og er að leysi þegar Aiþingi setur lög. Hér á árum áður, þegar bifreiðar héldu innreið sína, þótti það bera þctta er mikil fórnarlund hjá mönn- um sem leggja á sig 100 stunda vinnu í hverjum mánuði og þjást af heilsu- vott um hæfileika og framúrstefnu að læra á bíl. Þeir sem tóku meira- próf og óku rútum voru sveipaðir dýrðarljóma hetjunnar. Rútubíl- stjórar voru riddarar götunnar og þóttu miklir menn. Flugmenn eru rútubílstjórar nútimans. Þeir hafa meirapróf með iáði og ganga um í einkennisbúning- um með kaskeiti á höfði. Illar tungur segja að vísu að auðveldara sé aö stýra flugvél en aka rútu en um það eru fáir til frásagnar sem ekki kunna á sjálfvirkan stýribúnað þotunnar. Auk þess er ljóst að rútubílstjór- um loftsins er hættara við veikindum en öðrum mannanna börnum og á það sér sennilega þá skýringu að 100 stunda vinnuálag í einum og sama mánuðinum er heilsuspillandi fyrir borðalagða rútubílstjóra. Dagfara finnst sjálfsagt að leyfa rútubilstjórum að borga hærri skatta. Honum finnst líka að heilsu þeirra megi ekki misbjóða. Þess vegna er eindregið mælst til þess að laun þeirra séu hækkuð um helming og hækkunin öll tekin í skatta. Þá hlýtur rútubílstjórum að fara að líða betur ogheilsanaðkomastílag. Dagfari. xaMu»B MUIMRMKMmikWManUtl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.