Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1984, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1984, Síða 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. MAI1984. 5 Verið að fara yf ir próf læknanemanna: „Aldrei komið annað til greina en fara yfir prófin með þeim” —segir Hannes Blöndal, prófessor f læknadeild. Kennsla og prófannir hafa tafið fyrir „Þaö er unniö aö því núna aö fara yfir prófin með læknanemunum. Viö tökum fjóra á dag og áætlum aö yfir- feröinni ljúki um mánaöamótin næstu,” sagöi Hannes Blöndal, prófessor viö læknadeild Háskóla Islands, í samtali við DV. „Yfirferð hófst miðvikudag fyrir páska, daginn eftir að kennslu lauk. Fram að páskum vorum viö kennar- amir uppteknir viö kennslu og störf samkvæmt vinnuáætlun vetrarins. Þetta var stúdentum og háskólayfir- völdum gert ljóst, jafnframt því aö yfirferð myndi hefjast þegar kennslu lyki. Ekki var gert ráö fyrir þessari vinnu í áætlun vetrarins og kennarar ekki tilbúnir að bæta henni á sig fyrirvaralaust, enda meö fulla kennslu fyrir og sumir ríflega það. Fullyröingar nemenda um að mikiö lægi viö aö þeir fengju aö sjá prófin með hraði eru ekki réttar. Um páskana varð ég fyrir slysi, sem ég átti í um skeið. A tímabilinu 1. til 11. maí þurfti að undirbúa þrjú próf, svo ekki var tími aflögu. Næstu próf eru svo 29. þessa mánaðar og áformum við að vera búnir aö fara yfir prófin með þeim 45 nemendum sem þess hafa óskaö bréflega,” sagöi Hannes. Hann sagöi kennara ekki hafa vit- aö annað en sú framkvæmd sem heföi verið á meðferð prófa væri samkvæmt lögum og reglum og hefði hún gengiö vandræðalaust til þessa. Þessu til skýringar væri rétt að geta þess aö 1976 var ákveöið í Háskólan- um aö hætta að hafa prófdómara nema í munnlegum prófum. Var þetta gert í sparnaöarskyni. A tíma- bilinu 1976 til ’80 var því farið yfir prófúrlausnir með stúdentum sem þess óskuðu, en reyndin var sú aö nær alltaf óskaöi einhver eftir skipun prófdómara. Hann þurfti þá aö fara yfir allar úrlausnir, því einhverja viðmiðun varö hann að hafa. Hlaust af þessu mikil vinna og tvíverkn- aöur. „Því var þaö árið 1980 aö ég óskaöi eftir varanlegri skipan próf- dómara í prófum í líffærafræði á 1. ári. Var þaö samþykkt og fékk rétta afgreiðslu hjá læknadeild, rektors- embættinu og ráðuneytinu. Síöan þá hefur prófdómari farið yfir öll þessi próf og við því talið prófin endanlega afgreidd þegar ráöuneytisskipaöur prófdómari haföi yfirfarið þau. Síöan kemur lögskýringanefnd meö sinn úrskurð í febrúar, þar sem hún telur lögin gera kennurum skylt að fara yfir próf með nemendum án tillits til þess hvort prófdómari hafi tekið þátt i meöferö prófanna eöa ekki. Háskólaráð fellst á þessa túlkun og því hefur af okkar hálfu aldrei komiö annaö til tals en oröið yröi viö gildandi lögum, en svo sem áöur sagði yrði þaö aö bíöa þar til tími gæfist til. Annars er þaö makalaust hvemig þetta hefur veriö blásiö út, sem í raun er ekkert mál. I því sambandi er rétt að geta þess hvert upphafiö var. Þannig var að einn sunnudags- morgun í janúar, meöan enn var veriö aö vinna úr prófunum, hringdi Hjálmar Olafsson, fyrrverandi kenn- ari og fleira, í mig meö ofstopa- skömmum. Gengu þær í megindrátt- um út á þaö hversu illa væri fariö meö nemendur í læknadeild og óhóf- legar kröfur til þeirra gerðar. Væri sonursinn orðinn svo taugaveiklaður aö hann væri aö leggja heimilislífiö í rúst. Allt átti þetta aö vera af mínum völdum og mundi hann ekki líða þetta. Klykkti hann svo út meö því að segja aö ég ætti eftir að heyra frá sér frekar. Fljótlega eftir birtingu próf- niöurstaðna hóf svo sonurinn undir- skriftasöfnun meðal nemenda um að fá yfirferð yfir prófin meö kennur- um. Síöan hófst allur hamagangurinn meö blaðaskrifum og ýmsum yfirlýs- ingum lögfræðings nemendanna, sem engu hefur til leiðar komiö fyrir þá, en þó rukkað þá um tæpar þúsund krónur hvem,” sagði Hannes Blöndal. -KÞ Alþjóðleg ráðstefna um SÁ Á: Ráðgert að stofna „SÁÁ samtök” í Svíþjóð „Tilgangurinn meö þessari al- þjóðaráðstefnu er að kynna starf- semi SAA og eru Svíar búnir aö ákveöa að kom'a á staö svipuðum samtökum í Sviþjóð,” sagði Hendrik Bemdsen, formaður SAA, i viötali viðDV. Hann er nú staddur á þessari ráö- stefnu ásamt nokkrum Islendingum. Þaö eru nýstofnuð samtök, aö fyrir- mynd SAA, sem standa aö þessari ráðstefnu. Þátttakendur eru um 350 og er meginhluti þeirra frá hinum Norðurlöndunum. Þá eru einnig 50— 60 þátttakendur frá Bandarikjunum og einnig frá Frakklandi, Þýskalandi og Portúgal. Ráöstefnan var sett á sunnudag- inn og var drottning Svía og heil- brigöisráöherrann viðstödd. Vil- hjálmur Þ. VOhjálmsson flutti þá ræðu og skýrði frá starfsemi SAA sl. 6ár. „Athyglin beínist mikið aö starf- semi SAA á Islandi og eru margir búnir að ákveöa aö reyna aö koma slíkri starísemi í gang i sínum lönd- um. Þegar hafa fjölmargir boöaö komu sína hingaö til landsins í sum- ar í þeim tilgangi aö kynnast SAA betur," sagöi Hendrik Bemdsen. Islendingar eru miðpunktur ráö- stefnunnar og hafa flestir þeirra haldiö ræður um hinar ýmsu hliðar á starfsemiSAA. -APH Hinn nýi slökkvibill á Akureyri. DV-mynd JBH. Akureyringar fá nýjan slökkvibfl Slökkvilið Akureyrar hefur tekiö í notkun nýja og glæsilega slökkvibif- reiö af gerðinni MAN 26.321 DF. Bifreiöin er 3ja öxla meö drifi á 2 aftari og meö 3 innbyggðum driflæsingum. Vélarstærö er 320 hestöfl og gírkassinn löþrepa. Yfirbygging nýja bílsins er frá HF. Nielsens Maskinfabrik a.s. í Dan- mörku. Vatnstankur tekur 10 þúsund lítra, froöutankur 600 lítra. Einnig eru á bílnum 4 áhaldaskápar, 2 háþrýsti- slöngukefli, 10 metra sundurdreginn álstigi, Rosenbauer vatns- og froðu- byssa og Ruberg dæla sem afkastar yfii- 3000 lítrum á mínútu í lágþrýsti og 300 lítrum til viöbótar í háþrýsti. Meö bifreiöinni kom líka fullkominn búnaöur til aö skera sundur járn og lyfta hlutum. Annars vegar er um aö ræöa hollensk rifjárn eöa klippur af Holmatro gerö og hins vegar Wetter loftpúöa, þýska. Þessi tæki geta til dæmis komið aö sérlega góðum notum viö aö bjarga fólki sem er fast í bíl- flökum eftir umferðarslys. Heildarverð á slökkvibílnum og aukabúnaöi er tæpar 4 milljónir króna. JBH/Akureyri Eskifjörður: Aðkomufólki sagt upp í f iskvinnslu Nú eru allir skólar að hætta hér á Eskifiröi og vafasamt aö allir nemend- ur fái atvinnu, að sögn Hauks Björns- sonar, rekstrarstjóra hjá Haröfrysti- húsi Eskifjarðar, en hann segir að samdráttur sé mikill og eigi eftir að koma betur í ljós eftir því sem á líður. Segir Haukur aö nú sé búiö að segja upp aðkomufólki sem hefur unnið hér í hraðfrystihúsinu síðan um áramót. 10 danskar stúlkur, sem hafa verið hér 4—5 síöustu mánuöi, fara héöan næstu daga. Hafa þær reynst vel í fiskvinnslu fyrir stundvísi og vandvirkni í hví- vetna, aö sögn Hauks. I frítímum sínum hafa þær farið mikiö í göngutúra og einnig hafa þær gengiö á háfjöllin eins og t.d. Hólma- tind og Snæfell um páskana. Og al- gengt er að þær fari út í Vöðlavík, sem engum Eskfirðingi eða Islendingi myndi detta í hug, og dveljist þar um helgar. Hér hefur ,verið blíöskaparveður þær 3 vikur sem ég hef verið hér. —Regína Eskifirði. Rauðir hundar í landinu Rauöir hundar hafa stungiö sér niö- ur á einu barnaheimila borgarinnar. Er öllum ófrískum konum, sem eru á fyrstu þremur mánuöum meðgöngu og ekki hafa verið mældar með tilliti tU mótefna gegn veikinni, eindregið bent á aö hafa samband við næstu heilsu- gæslustöö strax og gangast undir mót- efnamælingu. Fóstri sem verður fyrir smiti vegna rauðra hunda er veruleg hætta búin. Trúlega hefur veikin borist hingað frá Þýskalandi. Ef þessi faraldur nær aö breiðast út gæti hann oröiö í landinu í eitt til eitt og hálft ár. -KÞ VERÐHRUN ÁÁLSTIGUM OG -TRÖPPUM? Nei, einungis hagstæð innkaup Nú þegar tími málunar og almenns viðhalds eignar þinnar er runninn upp getum við sagt þér gleðitíðindi. Við seljum mjög vandaða og sterka v-þýska álstiga og -tröppur á allt að 30% lægra verði en þú færð annars staðar. Dæmi: Tvöfaldur á/stigi sem er í fu/lri lengd, 5,4 m: Okkar verð aðeins kr. 5.920,- Það munar um minna. Líttu inn strax í dag. Sendum ennfremur í póstkröfu um allt land. VELA 0G PALLALEIGAN FOSSHÁLSI 27, SÍMI 68 71 60.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.